Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson BÖRNIN í 1. og 2. bekk Grunnskólans í Þorlákshöfn eru hér búin að setja upp reiðhjólahjálmana sem félagar í Kivvanisklúbbnum Ölveri gáfu þeim. Kiwanisfélagar og félagar úr Foreldra- og kennarafélagi Grunnskól- ans eru með börnunum á myndinni. Reiðhjóladagur í Þorlákshöfn Þorlákshöfn - Kiwanisklúbburinn Ölver, Foreldra- og kennarafélag Grunnskólans, Foreldrafélag Leik- skólans Bergheima ásamt lögreglu og fulltrúum frá Tryggingafélaginu VÍS gengust fyrir stórátaki í hjálmavæðingu, reiðhjólaskoðun og margskonar fræðslu. Félagar í Kiwanisklúbbnum Öl- veri komu færandi hendi og gáfu öllum börnum í 1. og 2. bekk Grunnskólans reiðhjólahjálma. Guðmundur Baldursson, forseti klúbbsins, afhenti gjöfina og sagði að stefna Kiwanis væri að fylgja þessu eftir og gefa öllum nemend- um á fyrsta ári í grunnskóla reið- hjólahjálma á komandi árum. For- eldra- og kennarafélag Grunnskól- ans og Foreldrafélag Leikskólans Bergheima voru með sölu á reið- hjólahjálmum og reiðhjólastjólum fyrir ungbörn á mjög niðurgreiddu verði. Alls styrktu 58 fyrirtæki á staðn- um átakið með fjárframlögum. Alls seldust 182 hjálmar og 51 hjálm gáfu Kiwanismenn. Þannig má segja að fjórði hver íbúi Þorláks- hafnar hafi eignast nýjan hjálm á þessum degi. Þegar gengið er, ekið eða hjólað um götur Þorlákshafnar í dag má sjá hjólandi fólki út um allt og allir, ungir sem aldnir, eru með hjálm á höfði. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson FRÁ kynningafundi um komu ílóttamannanna á Blönduósi. Blönduós Kynning haf- in á komu flóttamanna Blönduósi - Fulltrúar frá Rauða krossi íslands (RKÍ), þau Hólmfríð- ur Gísladóttir og Kristján Sturluson, mættu á kynningarfund á Blönduósi og sögðu frá aðstæðum flóttamann- anna sem væntanlegir eru til Blönduóss 20. júní nk. Fjölmenni var og fengu menn að kynnast bak- grunni fólksins frá fyrrum Júgó slavíu sem innan tíðar verður orðið íbúar á Blönduósi. Þau Kristján og Hólmfríður lögðu ríka áherslu á að margir þyrftu að koma að þessu verkefni. Töldu þau að allt að 60-70 manns þyrfti til og þörf væri á tveimur til þremur stuðningsfjölskyldum fyrir hverja flóttamannafjölskyldu. Um er að ræða 6 fjölskyldur með 23 meðlimum sem koma og í þessum fjölskyldum eru fimm börn á skóla- aldri frá 6 ára til 14 ára. Verkefni stuðningsfjölskyldna verður að koma þessu fólki inn í samfélagið og afar mikilvægt verður að tala ís- lensku við flóttafólkið. í máli full- trúa RKI kom fram að sexhundruð þúsund flóttamenn væru í Júgó slavíu þannig að vandi væri að velja einungis 23. Reyndar var flótta- mannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna búin að velja 38 manns sem sendi- nefnd frá íslandi ræddi við. Fólkið sem til Blönduóss kemur er grísk-kaþólskrar trúar og talar serbókróatísku og fullvissuðu Hólmfríður og Kristján fundargesti um að trúarbrögðin væru engin hindrun í aðlögun flóttafólksins að siðum íslendinga. Þau sögðu það af- ar mikilvægt að almenn þátttaka væri í þessu mannúðarverkefni og hefði það verið hornsteinninn hversu vel hefði til tekist á Höfn og Ísafírði við móttöku flóttamanna þar. Hólmfríður Gísladóttir kenndi fundarmönnum nokkrar setningar á serbókróatísku og meðal annars „dobro dosli“ sem þýðir verið vel- komin, setningu sem er grunnurinn að vel heppnaðri mótttöku flótta- manna til Blönduóss. Fyrirhugaðir eru fundir um miðj- an maí þar sem ítarlegar verður fjallað um þessi mál. Fáskrúðsfjörður Hagnaður hjá kaupfélaginu 33 milljónir KAUPFÉLAG Fáskrúðsfirðinga skilaði 33,2 milljóna kr. hagnaði á síðasta ári á móti 26,8 milljónum kr. árið á undan. Heildarvelta fé- lagsins var liðlega 1,1 milljarður kr. sem er 6% meira en árið áður. Mikil framleiðsluaukning varð hjá Kaupfélagi Fáskrúðsflrðinga á síðasta ári. Framleidd voru 6.847 tonn af afurðum á móti 3.219 tonn- um árið 1996. Munar þar mest um framleiðslu á loðnu- og síldarafurð- um. A árinu var fjárfest fyrir 142 milljónir kr., þar af fyrir 62 millj- ónir í uppbyggingu síldarverkunar en síldarsöltun hófst hjá félaginu sl. haust eftir 30 ára hlé, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá kaupfélaginu. Félagið hefur fjár- fest fyrir 560 milljónir kr. í at- vinnuuppbyggingu á Fáskrúðsflrði sl. fjögur ár. Bókfært eigið fé Kaupfélags Fá- skrúðsfirðinga nam í árslok 537,5 milljónum kr. sem er 48% af niður- stöðu efnahagsreiknings og jókst það um 8% á milli ára. Kaupfélagið greiddi 353 milljón- ir kr. í vinnulaun en að jafnaði vinna um 200 menn hjá félaginu. Stjóm endurkjörin Á aðalfundi sem haldinn var 27. mars sl. var stjóm félagsins endur- kjörin en hana skipa Kjartan Reynisson formaður, Steinn Jónas- son, EMnóra Guðjónsdóttir, Lars Gunnarsson og Olafur Gunnarsson. Lars hefur verið formaður undan- farin ár en gaf ekki kost á sér í það embætti nú. Gísli Jónatansson er kaupfélagsstjóri. Á fundinum var ákveðið að greiða 5 milljónir kr. í stofnsjóð félagsmanna. Breytt eðli hagsveiflna Washington. Reuters. BILL Clinton, forseti Banda- ríkjanna, sagði í viðtali í gær, að hugsanlega hefðu ný tækni og alþjóðavæðing valdið grundvall- arbreytingu á eðli hagsveiflna og einkum með því að halda niðri verðbólgu og lengja hagvaxtar- skeiðin. í viðtali við Wall Street Jour nal og CNBC sagði Clinton, að rfkisstjórn, sem sinnti efnahags- málunum vel, ætti þess nú betri kost en áður að búa við langt hagvaxtarskeið. Kvaðst hann ekki telja, að hagsveiflur væru úr sögunni en á þeim hefði þó orðið mikil breyting. Sagði hann, að ný tækni, sem leiddi til meiri framleiðni en auðvelt væri að mæla; alþjóðavæðing í viðskipt- um og opið hagkerfi Bandaríkj- anna héldu verðbólgu niðri auk þess sem sársaukafull aðlögun fyrirtækja á síðasta áratug væri að skila sér. Clinton sagði, að það eina, sem réttlætti, að stigið væri á bremsurnar í efnahagslífinu, væri, að það framlengdi hag- vaxtarskeiðið. 1 PowerEdge TM MIÐLáJRAR Með nýjasta Pentium®ll örgjörvann alltað 400MHz PowerEdge™ með Intel Pentium®ll örgjörvum pentlunrjl Dell, Dell merkiö og PoweÆdge™ eru skrósett vörumerki Dell Computer Corporation. Intel inside merkið og Intel Pentium® ei vörumerki Irrtel Corporation. setja hugmyndir þínar um afköst, öryggi og sveigjanleika í nýtt samhengi Grensásvegur 10 • S í m i 563 3050 • Bráfasími 568 7115 • http://www.ejs.is • sala@ejs.is i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.