Morgunblaðið - 05.05.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 05.05.1998, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson BÖRNIN í 1. og 2. bekk Grunnskólans í Þorlákshöfn eru hér búin að setja upp reiðhjólahjálmana sem félagar í Kivvanisklúbbnum Ölveri gáfu þeim. Kiwanisfélagar og félagar úr Foreldra- og kennarafélagi Grunnskól- ans eru með börnunum á myndinni. Reiðhjóladagur í Þorlákshöfn Þorlákshöfn - Kiwanisklúbburinn Ölver, Foreldra- og kennarafélag Grunnskólans, Foreldrafélag Leik- skólans Bergheima ásamt lögreglu og fulltrúum frá Tryggingafélaginu VÍS gengust fyrir stórátaki í hjálmavæðingu, reiðhjólaskoðun og margskonar fræðslu. Félagar í Kiwanisklúbbnum Öl- veri komu færandi hendi og gáfu öllum börnum í 1. og 2. bekk Grunnskólans reiðhjólahjálma. Guðmundur Baldursson, forseti klúbbsins, afhenti gjöfina og sagði að stefna Kiwanis væri að fylgja þessu eftir og gefa öllum nemend- um á fyrsta ári í grunnskóla reið- hjólahjálma á komandi árum. For- eldra- og kennarafélag Grunnskól- ans og Foreldrafélag Leikskólans Bergheima voru með sölu á reið- hjólahjálmum og reiðhjólastjólum fyrir ungbörn á mjög niðurgreiddu verði. Alls styrktu 58 fyrirtæki á staðn- um átakið með fjárframlögum. Alls seldust 182 hjálmar og 51 hjálm gáfu Kiwanismenn. Þannig má segja að fjórði hver íbúi Þorláks- hafnar hafi eignast nýjan hjálm á þessum degi. Þegar gengið er, ekið eða hjólað um götur Þorlákshafnar í dag má sjá hjólandi fólki út um allt og allir, ungir sem aldnir, eru með hjálm á höfði. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson FRÁ kynningafundi um komu ílóttamannanna á Blönduósi. Blönduós Kynning haf- in á komu flóttamanna Blönduósi - Fulltrúar frá Rauða krossi íslands (RKÍ), þau Hólmfríð- ur Gísladóttir og Kristján Sturluson, mættu á kynningarfund á Blönduósi og sögðu frá aðstæðum flóttamann- anna sem væntanlegir eru til Blönduóss 20. júní nk. Fjölmenni var og fengu menn að kynnast bak- grunni fólksins frá fyrrum Júgó slavíu sem innan tíðar verður orðið íbúar á Blönduósi. Þau Kristján og Hólmfríður lögðu ríka áherslu á að margir þyrftu að koma að þessu verkefni. Töldu þau að allt að 60-70 manns þyrfti til og þörf væri á tveimur til þremur stuðningsfjölskyldum fyrir hverja flóttamannafjölskyldu. Um er að ræða 6 fjölskyldur með 23 meðlimum sem koma og í þessum fjölskyldum eru fimm börn á skóla- aldri frá 6 ára til 14 ára. Verkefni stuðningsfjölskyldna verður að koma þessu fólki inn í samfélagið og afar mikilvægt verður að tala ís- lensku við flóttafólkið. í máli full- trúa RKI kom fram að sexhundruð þúsund flóttamenn væru í Júgó slavíu þannig að vandi væri að velja einungis 23. Reyndar var flótta- mannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna búin að velja 38 manns sem sendi- nefnd frá íslandi ræddi við. Fólkið sem til Blönduóss kemur er grísk-kaþólskrar trúar og talar serbókróatísku og fullvissuðu Hólmfríður og Kristján fundargesti um að trúarbrögðin væru engin hindrun í aðlögun flóttafólksins að siðum íslendinga. Þau sögðu það af- ar mikilvægt að almenn þátttaka væri í þessu mannúðarverkefni og hefði það verið hornsteinninn hversu vel hefði til tekist á Höfn og Ísafírði við móttöku flóttamanna þar. Hólmfríður Gísladóttir kenndi fundarmönnum nokkrar setningar á serbókróatísku og meðal annars „dobro dosli“ sem þýðir verið vel- komin, setningu sem er grunnurinn að vel heppnaðri mótttöku flótta- manna til Blönduóss. Fyrirhugaðir eru fundir um miðj- an maí þar sem ítarlegar verður fjallað um þessi mál. Fáskrúðsfjörður Hagnaður hjá kaupfélaginu 33 milljónir KAUPFÉLAG Fáskrúðsfirðinga skilaði 33,2 milljóna kr. hagnaði á síðasta ári á móti 26,8 milljónum kr. árið á undan. Heildarvelta fé- lagsins var liðlega 1,1 milljarður kr. sem er 6% meira en árið áður. Mikil framleiðsluaukning varð hjá Kaupfélagi Fáskrúðsflrðinga á síðasta ári. Framleidd voru 6.847 tonn af afurðum á móti 3.219 tonn- um árið 1996. Munar þar mest um framleiðslu á loðnu- og síldarafurð- um. A árinu var fjárfest fyrir 142 milljónir kr., þar af fyrir 62 millj- ónir í uppbyggingu síldarverkunar en síldarsöltun hófst hjá félaginu sl. haust eftir 30 ára hlé, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá kaupfélaginu. Félagið hefur fjár- fest fyrir 560 milljónir kr. í at- vinnuuppbyggingu á Fáskrúðsflrði sl. fjögur ár. Bókfært eigið fé Kaupfélags Fá- skrúðsfirðinga nam í árslok 537,5 milljónum kr. sem er 48% af niður- stöðu efnahagsreiknings og jókst það um 8% á milli ára. Kaupfélagið greiddi 353 milljón- ir kr. í vinnulaun en að jafnaði vinna um 200 menn hjá félaginu. Stjóm endurkjörin Á aðalfundi sem haldinn var 27. mars sl. var stjóm félagsins endur- kjörin en hana skipa Kjartan Reynisson formaður, Steinn Jónas- son, EMnóra Guðjónsdóttir, Lars Gunnarsson og Olafur Gunnarsson. Lars hefur verið formaður undan- farin ár en gaf ekki kost á sér í það embætti nú. Gísli Jónatansson er kaupfélagsstjóri. Á fundinum var ákveðið að greiða 5 milljónir kr. í stofnsjóð félagsmanna. Breytt eðli hagsveiflna Washington. Reuters. BILL Clinton, forseti Banda- ríkjanna, sagði í viðtali í gær, að hugsanlega hefðu ný tækni og alþjóðavæðing valdið grundvall- arbreytingu á eðli hagsveiflna og einkum með því að halda niðri verðbólgu og lengja hagvaxtar- skeiðin. í viðtali við Wall Street Jour nal og CNBC sagði Clinton, að rfkisstjórn, sem sinnti efnahags- málunum vel, ætti þess nú betri kost en áður að búa við langt hagvaxtarskeið. Kvaðst hann ekki telja, að hagsveiflur væru úr sögunni en á þeim hefði þó orðið mikil breyting. Sagði hann, að ný tækni, sem leiddi til meiri framleiðni en auðvelt væri að mæla; alþjóðavæðing í viðskipt- um og opið hagkerfi Bandaríkj- anna héldu verðbólgu niðri auk þess sem sársaukafull aðlögun fyrirtækja á síðasta áratug væri að skila sér. Clinton sagði, að það eina, sem réttlætti, að stigið væri á bremsurnar í efnahagslífinu, væri, að það framlengdi hag- vaxtarskeiðið. 1 PowerEdge TM MIÐLáJRAR Með nýjasta Pentium®ll örgjörvann alltað 400MHz PowerEdge™ með Intel Pentium®ll örgjörvum pentlunrjl Dell, Dell merkiö og PoweÆdge™ eru skrósett vörumerki Dell Computer Corporation. Intel inside merkið og Intel Pentium® ei vörumerki Irrtel Corporation. setja hugmyndir þínar um afköst, öryggi og sveigjanleika í nýtt samhengi Grensásvegur 10 • S í m i 563 3050 • Bráfasími 568 7115 • http://www.ejs.is • sala@ejs.is i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.