Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján NÓTA- og togskipið Gardar EA 310 við bryggju í Bergen í Noregi. Þetta mun vera næst lengsta skipið í íslenska fiskiskipaflotanum. Nóta- og togskipið Gardar EA er engin smásmíði Næstlengsta fiskiskip ís- lenska flotans NÓTA- og togskipið Gardar EA 310, sem útgerðarfélagið Kistufell ehf. keypti frá Noregi, hélt til kolmunnaveiða í fær- eysku lögsögunni sl. fimmtudagskvöld. Eins og fram hefur komið er Kistufell í eigu Samherja hf. á Akureyri og tók Arn- grímur Brynjólfsson við skipstjórn Gardars við eigenda- skiptin en hann hefur verið skipstjóri á skipum Samherja til fjölda ára. Fulltrúar frá Sam- herja fóru til Noregs sl. fimmtu- dag, eftir að gengið hafði verið frá samningum um kaupin. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja, var í Noregi og tók á móti hópnum við komuna. Með í för voru einnig formaður Sjómannafé- lags Eyjafjarðar og blaðamaður Morgunblaðsins. Þorsteinn Már sýndi hópnum hið nýja og glæsi- lega skip, sem er engin smásmíði, 76 meti-ar á lengd og 12 metrar á breidd. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er Gardar næst- lengsta skipið í íslenska fiskiskipa- flotanum og aðeins frystitogarinn Venus HF lengri. Veiðarnar gengið vel Ekki stóð annað til en að skipið héldi úr höfn strax á fimmtudags- kvöld og eftir að lokið var við að mála einkennisstafína EA 310 á skipið og Þorsteinn Már hafði rætt við hina norsku áhöfn þess, hélt Gardar frá bryggju áleiðis í fær- eysku lögsöguna. Að sögn Þor- steins Vilhelmssonar, fram- kvæmdastjóra útgerðar Samherja, hafa veiðarnar gengið vel undir stjórn Amgríms. í skipinu er fullkominn vinnslu- búnaður fyrir upp- sjávarfisk með 6 flök- unarvélum og frysti- getu sem nemur 150 tonnum á sólarhring. Þá er í skipinu full- kominn sjókælibúnað- ur og er þetta eina skip sinnar tegundar hérlendis, sem búið er fullkomnum vinnslu- búnaði fyrir uppsjáv- arfisk. Á næstunni verða íslenskir sjó- menn ráðnir á skipið og verður óskað eftir viðræðum við stéttar- félög þeirra hér á landi, þar sem sérstök ákvæði fyrir mann- frek nótaveiði- og vinnsluskip af þessari stærð er ekki að finna í ís- lenskum kjarasamningum. Gardar hefur stundað veiðar á kolmunna, síld, lonu og makríl og mun gera svo áfram. Einnig er fyrirhugað að nýta skipið hluta úr árinu til vinnslu á afla sem keypt- ur yrði af skipum við veiðar utan lögsögu Islands. Ævintýrið hófst fyrý' 15 árum Hinn 1. maí sl. voru 15 ár frá því að Akureyrin EA, frystitogari Samherja, kom til Akureyrar og ævintýi'i þeirra Samherjafrænda, Þorsteins Más Baldvinssonar og bræðranna Kristjáns og Þorsteins Vilhelmssona, hófst fyrir alvöru. Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og fyrirtækið orð- ið eitt umsvifamesta sjávarútvegs- fyrirtæki landsins í dag. Samherji hefur gengið í gegnum miklar breytingar á skömmum tíma og er fyrirtækið fór á hlutabréfamarkað á síðasta ári margfaldaðist fjöldi hluthafa. Samherji tekur nú virk- an þátt í flestum greinum sjávar- útvegsins og stundar jöfnum hönd- um landvinnslu og útgerð. ARNGRÍMUR Brynj- ólfsson, skipstjóri á Gardari EA 310. ÞORSTEINN Már Baldvinsson, forstjóri Samhetja, ræðir um vinnslubúnað skipsins við þá Konráð Alfreðsson, formann Sjó- mannafélags Eyjafjarðar, t.v., og Finnboga Alfreðsson, fram- kvæmdastjóra landvinnslu og útgerðar Samheija í Grindavík. ÞORSTEINN Már Baldvinsson, t.v., Þorsteinn Villielmsson og Arn- grímur Brynjólfsson, skipstjóri á Gardari, fara yfir stöðuna í brúnni áður en lagt er úr höfn frá Bergen í Noregi sl. fimmtudagskvöld. STJÓRNARMENN Samherja, Kári Arnór Kárason, t.v., og Kristján Jóhannsson skoða vinnslubúnaðinn á millidekki Gardars. Þeir fé- lagar voru að vonum ánægðir með hið nýja skip. Úthlutað úr Menningar- sjóði Svarf- dæla ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Menn- ingarsjóði Svarfdæla en alls hafði sjóðurinn til ráðstöfunar rúmar tvær milljónir króna. Félagið Hákarla-Jörundur fékk 400 þúsund krónur til endurbygg- ingar Gamla Syðstabæjarhússins í Hrísey og sóknarnefnd Vallakirkju sömu upphæð vegna endurbygg- ingar kirkjunnar. Foreldrafélög leik- og grunn- skóla í Svarfaðardal, á Dalvík og Árskógsströnd fengu 150 þúsund krónur til eflingar barnamenning- ar, sömu upphæð fékk Leikfélag Dalvíkur, Kirkjukórar Hríseyjar- og Stærri Árskógskirkju til sam- eiginlegrar söngferðar, Þórarinn Hjartarson og Ingibjörg Hjartar- dóttir vegna ritunar sögu Hjartar Þórarinssonar og sýning á mál- verkum Eiríks Smith. Karlakór Dalvíkur og Skátafélagið Land- vættir vegna varðveislu skátaminja fengu 100 þúsund krónur. Einar Emilsson fékk 100 þúsund krónur vegna myndlistar, Rósa Kristín Baldursdóttir til söngnáms, Jón Þórarinsson til söfnunar og samantektar á sögu Þinghússins Grund og Sigurvin Jónsson til út- gáfustarfsemi. ---------------- Bókasafn Háskólans Island og hafíð ÍSLAND og hafið er heiti á sýn- ingu sem sett hefur verið upp á Bókasafni Háskólans á Akureyri á vegum kennslugagnadeildar í til- efni af ári hafsins. Á sýningunni eru myndir, textar, munir og minjar frá Sjóminjasafninu í Hafnarfirði og Minjasafninu á Akureyri. Sýningin verður opin til loka maímánaðar og er opin á af- greiðslutíma safnsins, frá kl. 8 til 18 virka daga. Þykir hún sérstaklega henta nemendum mið- og unglinga- stigs grunnskóla og var hún m.a. sett upp í því skyni að bjóða kenn- urum að skoða hana með nemend- um sínum og er mælt með því að þeir sem hyggjast nýta sér það panti sérstakan tíma til þess. Meðal þess sem á sýningunni er að finna eru upplýsingar um landa- fundi í vestri, siglingar til Vestur- heims, skreiðarsölu á miðöldum, hákarlaveiðar, hvalveiðar, saltfisk, sfld og sjómannslíf, útgerð á opnum bátum, skútuöldina og kaupskipa- og togaraútgerð. ------♦-*-♦----- Iðnaðarhverfí við Krossaneshaga Götuheiti úr goðafræði FYRSTU lóðunum í nýju iðnaðar- hverfi við Krossaneshaga hefur verið úthlutað, en m.a. hefur P. Samúelssyni, Steinco ehf., Albert og Benny Jensen og Magnúsi Sig- urbjörnssyni verið úthlutað lóðum á svæðinu. Götuheitin eru fengin úr goða- fræði og kennd við nes, en Bygg- inganefnd Akm'eyrarbæjar hefur lagt til að götunöfnin í þessu nýja iðnaðar- og þjónustuhverfi verði Baldursnes, Freyjunes, Goðanes, Njarðarnes, Óðinsnes, Sjafnames, Týsnes, Þórsnes, Ægisnes og Lokanes. AKSJÓN Þriðjudagur 5. maí 21.00 ► Fundur er settur. Fundur í bæjarstjórn Akur- eyrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.