Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ,*■ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 49 AÐSENDAR GREINAR „Bláa hættan“ „SKÓGURINN féll af jarðeldi, ormi, kali, skeljaskara, skriðum, snjóflóðum, snjó- þyngslum, kolagjörð og fjárbeit." Þannig skrifaði fnjóskdælskur bóndi, sem uppi var á síðustu öld og átti kollgátuna. Ekkert eitt eyddi skógum landsins. Þar hefur margt hjálpast að, og eins og einhvers staðar var skrifað, fólk lifði en skógurinn dó. Hér sitjum við eftir með sárin og þau stækka. Margar sagnir eru til um raftskóga í Fnjóskadal og víðar um aldamótin 1800 þar sem nú eru örfoka melar kringdir rofabörðum. Fólk fyrr á öldum átti fárra kosta völ, en við höfum burði til að bæta. Nú eru menn loksins að vakna til vitundar um allan húsdýra- áburðinn, er fellur til á þéttbýlis- stöðum um land allt, en hefur fram undir þetta verið urðaður engum til gagns. Það var ægileg sóun á verðmætum. Eins þarf að fara að gera seyru nýtanlega til land- græðslu alls staðar. En þetta segir lítið í baráttunni við uppblástur. Það er áreiðanlegt að úlfabaunir (lúpína) eru langsterkasta vopnið í þeirri baráttu. í blóma litar hún landið blátt og breiðist hratt út um ógróin svæði. Þess vegna sætir hún ofsóknum sem minna svolítið á galdrafár hinna myrku miðalda. Ofsóknum sem hugsanlega eru sprottnar af sömu rót, vanþekk- •ingu. Að minnsta kosti heyrðist borgarfulltrúi í Reykjavík segja við sjónvarpsfréttamann í Öskju- hlíð að það næði náttúrlega engri átt að vera með lúpínu þar, því hún eyddi hinum íslenska melagróðri sem fyrir væri og prýddi svæðið. Svo gæti birkið ekki sáð sér út fyr- ir henni. Hefði borgarfulltrúi þessi verið búinn að kynna sér málið hefði hann vitað að birki sáir sér mjög auðveldlega í úlfabaunastóð, enda myndar það ekki eins þéttan svörð og grasið. Viðkvæmur ís- lenskur melagróður víkur hins vegar fyrir allr uppgræðslu og þrífst aðeins á harðbýlum stöðum þar sem ekki er samkeppni við annan gróður. Menn verða því að ákveða hvort þeir viija hafa ákveð- in svæði nakin að mestu með strjálingi af lambagrasþúfum, blóðbergi, holtasóley, ljósbera o.þ.u.l. eða algróin. Seint um síðir vex það upp ef það fær frið. Ekki er nokkur hætta á að melagróðri verði útrýmt af landinu í bráð. Uppgræðslunni geta menn flýtt með birkiræktun og enn miklu meira með úlfabaunum. Ulfa- baunastóð verður grasi- og skógi- vaxið að lokum, því grasið kemur alltaf í kjölfar landvinningajurta. Mér fmnst líka nokkuð ljóst að menn muni einbeita sér að fok- svæðum, eða stórum ógrónum svæðum, eins og t.d. Hólasandi. Upphaf úlfabaunahræðslu er e.t.v. hægt að rekja til þess atburðar er farið var að eyða jurtinni í Skaftafelli. En ástæð- an til þeirra aðgerða var sú að þjóðgarður- inn fékk ekki alþjó- lega viðurkenningu með inníluttar plöntur innan sinna marka. Hugsanlega er and- staðan við úlfabaunir vegna þess að þær eru hingað komnar af mannavöldum og eigi þess vegna illa heima í íslenskiá náttúru. Samkvæmt því sjónar- miði ætti að eyða öllum spendýr- um á Islandi að undanskildum refnum, þar með töldum mannin- um sem er eina skepnan, sem spill- ir náttúrunni varanlega, rýfur jafnvægi hennar. Eins hafa þær raddir heyrst að ekki eigi að planta innfluttum trjátegundum á Islandi, því þær eigi þar ekki heima. Þá getum við farið að velta fyrir okkur hve langt aftur í tím- ann við eigum að líta, því að veru- legur hluti íslensku flórunnar hef- ur borist hingað með manninum og í eina tíð uxu hér trjátegundir, sem finnast nú aðeins á miklu heit- ari svæðum. Sú kenning hefur ver- ið sett fram að nái tré eða jurt að vaxa hér og að sá sér út eigi hún rétt á sér - sé orðin íslensk. Undir þessa kenningu get ég tekið. Fyrir tæpum fjörutíu áram voru fáeinar úlfabaunaplöntur gróður- settar í melkoll í rúmlega 200 m hæð yfir sjó innst í Fnjóskadal í S- Þingeyjarsýslu. Land þetta var friðað 1945. Er úlfabaunirnar voru gróðursettar, var þétt gi’óðurþekja úr grastegundum, lyngi, fjalldrapa og víði umhverfis melinn. Þessi melkollur er í bratta og lítt gróinn taumur eftir leysingavatn niður frá honum. Við athugun nú í haust kom í ljós, að úlfabaunirnar hafa farið yfir allan melinn fyrir löngu, en vikið svo og er bara stöku planta eftir hér og þar. I kjölfarið hefur annar gróður komið, kyrk- ingslegur að vísu, en myndar þó gróðurþekju sem veldur því að jarðvegur rótast ekki. Þegar utar í melinn dregur fer úlfabaunastóðið að þéttast og verður gróskumeira. I gömlu rofabörðunum umhverfis er hún allsráðandi. Þar ber mikið á sjálfsánu, gróskulegu birki sem vaxið hefur upp í skjóli úlfabaun- anna. Birki er víða um melinn en gengur hægar þar sem úlfabaun- anna nýtur ekki við en jarðvegur þar er ekki eins myldinn. Úlfa- baunirnar hafa sótt u.þ.b. 2 m út frá melkollinum út í gróðurinn sem fyrir var og hefur sú staða verið yfir 20 ár. Stöku planta hefur borist lengra en þær virðast ekki ná að sá sér út. Leysingataumur- inn niður frá melkollinum er einnig þakinn gi'óskulegum úlfa- baunum. Ótti við að nota úlfabaunir á Norðuriandi er örugglega alveg ástæðulaus og raunar sjálfsagt að græða sem mest upp með þeim. Það virðist nefnilega ekkert kom- ast í hálfkvisti við þessa jurt til uppgræðslu. Að ætla að græða ör- foka land með sáningu grasfræs er því miður vindmyllubarátta, því óhemju fjármagn fer í að halda grasinu lifandi með áburðargjöf og loks þegar menn gefast upp á því, deyr gi-asið og landið blæs upp. Þá eru fjármunimir sem búið er að ausa í uppgræðsluna roknir út í veður og vind og eftir standa menn í sömu sporum. Staðreynd er að úlfabaunir munu alltaf ryðja íslenskum mela- gróðri, er bara þrífst á berangri, úr vegi, en það mun grasið og birk- ið líka gera, þar sem það verður ræktað upp. Melagróður vex ekki í samkeppni við annan og er þess vegna aðallega á berangri. Hann þolir nefnilega skjólleysi og magr- an jarðveg. En sú gífurlega bar- Sú barátta sem Islend- ingar eiga í vændum við landeyðingu með uppgræðslu, segir Þór Sigurðsson, mun tæp- ast ganga vel nema með liðsinni þessara stórkostlegu úlfabauna. átta sem við íslendingar eigum í vændum við landeyðingu með upp- græðslu mun tæpast ganga vel nema með liðsinni þessara stór- kostlegu úlfabauna. Eg tel að hentast sé að sá úlfabaunum í stór svæði örfoka lands og fá upp mikil stóð og sá síðan birki þar í. Þá mun landið fríkka fljótt. Birki vex a.m.k. upp í 400 m h.y.s. og Hólasandur er undir þeim mörkum, svo bjart gæti framhald- ið verið þar. Úlfabaunir vaxa hratt upp í svo sem 50 cm á vorin og standa fram á haust, eða þann tíma sem litlar trjáplöntur era að vaxa yfir sumartímann og þurfa sem mest á skjóli að halda. Það er því stórkostlegt að sjá litlar plönt- ur sem gróðursettar hafa verið í örfoka mela og hafa beðið lægri hlut fyrir vindgjólunni ár eftir ár og þurft að byrja upp á nýtt frá rót á hverju vori, fara skyndilega að vaxa eins og í gróðurhúsi þegar úlfabaunir hafa numið land í kring- um plöntuna og jafnvel þétt upp við hana. Betra fóstur með skjóli og náttúralegum áburði fæst varia fyrir hin ungu tré. A því er enginn vafi að úlfabaun- ir era komnar hingað til frambúð- ar. Þær munu verða áberandi og allsráðandi á lítt grónum svæðum en einstaklingar og smástóð innan um í gi'óðurþekju landsins, líkt og aðrar blómjurtir og alls staðar prýðir hinn blái litur. Höfundur er prentsmiður og áhuga- maður um skógrækt og land- græðslu. Þór Sigurðsson Þegar minni- hluti stjórnar meirihluta ALLA þessa öld hefur meirihluti íslendinga búið við það óréttlæti þegar kosið er til Al- þingis, að minnihluti þjóðarinnar hefur kosið meirihluta þingmanna. Þetta gerist með þeim hætti að íbúar fámenn- ustu kjördæmanna kjósa hlutfallslega flesta þing- menn, þannig að í dag hefur kjósandi á Vest- fjörðum fjórfalt vægi at- kvæðis miðað við kjós- anda í Reykjavík. Nýjar tillögur framundan Fyrir nokkrum mán- uðum skipaði forsætisráðherra nefnd sem gera á tillögur til Alþingis um lausn á kjördæmamálinu. For- maður nefndarinnar er Friðrik Sophusson alþingismaður. Vonir standa til að nefndin skili tillögum næsta haust. Það yrði ánægjulegt að eitt af síðustu stóru málum Friðriks Sophussonar á Alþingi væri að hafa forustu um að afnema það óréttlæti sem viðgengist hefur við kosningu á fulltrúum til AJþingis íslendinga. En um leið og þetta er að gerast virðist annað „kjördæmamál" vera að sigla í gegnum Alþingi. Stjórnun miðhálendis íslands Forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um þjóðlendur. Það fiumvarp er talið eitt það merkasta sem fram hefur komið á síðari árum. Það byggist meðal ann- ars á því grundvallarsjónarmiði að einstaklingar og lögaðilar verða að færa sönnur á eignarrétt sinn á því svæði sem um ræðir. Að öðrum kosti verður það sameign þjóðarinnar. En böggull fylgir skammrifi. Á sama tíma kemur félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, fram með annað frum- varp til breytinga á sveitarstjórnar- lögum, þar sem meðal annars er ákvæði til bráðabirgða, sem gerir ráð fyrir að um 40 sveitarfélög með um 4% landsmanna eigi að stjóma þeirri sameiginlegu eign og auðlind Islendinga sem er miðhálendið. Hér er sem sagt verið að fara gömlu „framsóknar“-kjördæmaleiðina, það er að láta minnihlutann stjóma meirihlutanum. Til viðbótar stjóm- uninni er þessum sömu sveitarfélög- inn heimilt að færa staðarmörk sín frá því sem er, inn á miðju landsins og þannig taka yfir um 40% Islands, landsvæðis sem á að vera í eigu allra landsmanna. Hvað þýðir þetta þegar fram líða stundir? Þjóðareign og kvótinn Fyrir um 15 árum var stjómun fiskveiða breytt og kvótakerfið hóf innreið sína í íslenskan sjávarútveg. Kvótakerfið byggðist á lögum um stjómun fiskveiða þar sem meðal annars kemur fram að auðlindir sjávar eru sameign þjóðarinnar. All- an þennan tíma hefur verið deilt um kvótann, en aldrei meira en nú. Fyrst og fremst snýst deilan um það að kvóta- kóngarnir hafa komist upp með að meðhöndla þessa þjóðareign sem sína einkaeign þannig að stærstum hluta þjóðar- innar blöskrar aðferð- imar og misnotkun á þjóðareigninni. Hefur jafnvel gengið svo langt að kvóti er orðinn bit- bein við hjónaskilnaði. Þetta sáu menn ekki fyrir. En núna 15 árum síðar ættu ráðamenn að geta lært af reynslunni. Hvað verður um þá þjóðareign sem hálendið er, þegar 4% þjóðarinnar eru að fullu búin að marka bása sína Kjördæmamálið, kvót- inn og stjórnun hálend- isins eiga það sam- merkt, að mati Júlíusar Hafstein, að minnihluti á að fara með stjórnun og ráða yfír sameigin- legum verðmætum. á svæðinu, koma sjálfum sér og sín- um fyrir þar og skipuleggja og stjórna því með hagsmuni lítils minnihluta þjóðarinnar að leiðarljósi. Reynslan sýnir og sannar að þetta mun gerast. Hvað þurfa skattgreið- endur eftir 15 ár að greiða fyrir það? Er kvótakerfið ekki víti til varnaðar? Vanda þarf verkin Kjördæmamálið, kvótinn og stjómun hálendisins eiga það sam- merkt að minnihluti, misjafnlega lít- ill, eigi að fara með stjórnun og ráða yfir sameiginlegum verðmætum þjóðarinnar. Þessi stjómunarstíll er’ tímaskekkja og hefur í raun alla tíð verið tímaskekkja. Eins og þjóð- lendufrumvarp forsætisráðherra er vel unnið og markar spor fram á við, þá er ákvæðið um stjórnun hálendis- ins skref marga áratugi afturábak. „Kynningai-frumvarp" umhverfis- ráðherra, Guðmundar Bjarnasonar, sem nú síðast var lagt fram á Al- þingi, er engin lausn á málinu. I þessu vandmeðfama máli þarf að finna lausn þar sem hagsmunir heild- arinnar ráða ferðinni en ekki úrelt miðalda fámennissjónarmið. Ríkis- stjórnin hefur áður tekið þannig á málum eins og með lífeyrissjóða- fiumvarpinu. Þar tóku menn sér nægilegan tíma, vönduðu verkið og*" náðu árangri sem þjóðin er sátt við. Höfundur er framkvæmdastjóri. Július Hafstein Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur www.mbl.is/fasteignir Gæludýradagar í Lyfju dagana 5. - 9. maí 20% afsl. af gæludýravörum- og fóðri 10% afsl. af dýralyfjum Dýralaeknir verður til ráðgjafar í Lyfju Lágmúla þriðjudaginn 5. maí og fimmtudaginn 7. maí kl. 18:00-20:00. IVFJA Lágmúla 5 Sími 533 2300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.