Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ EINHVERJA bestu skeiðspretti sem farnir hafa verið í skeifukeppninni á Hólum gat að líta að þessu sinni og hér fer Lena Zielinski á hryssu sinni Perlu frá Ölvaldsstöðum. CHRISTIANE Mainka frá Þýskalandi hafnaði í þriðja sæti í fjórgangi á hesti sínum Sprota frá Sveinsstöðum og í fjórða sæti í skeifukeppninni. MARTINA Zeisig frá Þýskalandi vann sig upp úr B- úrslitum í finunta sæti á Nál frá Syðra-Skörðugili og varð fimmta í skeifukeppninni. Morgunblaðsskeifan á Hólum Skeifan féll í skaut heimamanni Heimamaður og einn þriggja pilta sem stunduðu nám á hrossabraut í vetur, Þórarinn Eymundsson, vann Morgunblaðsskeifuna á skeifudaginn á Hólum sem haldinn var hátíðlegur á frídegi verkamanna, 1. maí, að þessu sinni. Þórarinn, sem er frá Saurbæ í Skagafírði, keppti á hestinum Varða frá Varmalæk II í síðasta hluta æsispennandi keppninnar. Valdimar Kristinsson hélt norður með skeifuna eftirsóttu í farteskinu og fylgdist með úrslitum í fjórgangi og fimmgangi auk nokkurra skemmtiatriða sem fram fóru í reiðskemmunni góðu á staðnum. MorgunblaðiðValdimar Kristinsson ÞÓRARINN Eymundsson varði heiður íslenskra karlmanna og heimamanna Skagfirðinga er hann sigraði í keppninni um Morgunblaðsskeifuna á Hólum. Hér situr hann hestinn Varða frá Varmalæk en þeir höfnuðu í öðru sæti í fjórgangi eftir að hafa verið í fyrsta sæti að lokinni forkeppni. FORKEPPNI í fjór- og fimmgangi var síðasti hlutinn sem reiknast inn í >keppni nemenda Hólaskóla um Morgunblaðsskeifuna. Sú keppni fór fram fyrir hádegi 1. maí en eftir há- degið var keppt til úrslita þar sem raðað var í sæti en niðurstaða þeirra hafði engin áhrif á keppnina um skeifuna. Á brattan að sækja hjá karlpeningnum Eins og fram kom í hestaþætti Morgunblaðsins snemma vetrar voru aðeins þrír piltar af tuttugu og tveimur nemendum á hrossabraut og að lokinni forkeppninni hafði aðeins einn þeirra komist á blað í úrslita- keppninni en það var Þórarinn. En hann var efstur í fjórgangi eftir for- keppnina og tryggði sér með þeim árangri sigur í skeifukeppninni. Að- alkeppinautur hans, Lena Zielinski frá Danmörku, keppti hins vegar á hryssu sinni Perlu frá Ölvaldsstöð- um í fimmgangi. Hafði hún betur í viðureign sinni við hinn keppandann í fimmgangi, Irisi Hrund Grettis- dóttur frá Búðardal, sem keppti á skólahestinum Búa frá Skefilsstöð- um þar sem hestur hennar forfallað- ist fyrir keppnina. Ástæða er til að geta þess að stúlkurnar tvær sýndu góða skeiðspretti undir lok keppn- innar á hrossum sínum, án efa þeim bestu sem sést hafa á þessum vett- vangi. Lena hlaut Eiðfaxabikarinn fyrir góða hirðingu en nú eins og á Hvanneyri urðu tveir nemendur jafnir í keppninni um þennan grip og dregið var um hver hlyti gripinn. Jöfn Lenu var sænska stúlkan Elen- or E. Ölén. Þórarinn varð að gefa eftir efsta sætið í úrslitum tO Bergdísar Finn- bogadóttur frá Reykjavík sem keppti á hesti sínum Smelli frá Úlfs- stöðum og var sigur hennar nokkuð öruggur. Bergdís hlaut reið- mennskuviðurkenningu Félags tamningamanna. Þórarinn hreppti annað sætið en í þriðja sæti kom Christiane Mainka frá Þýskalandi sem keppti á hesti sínum Sprota frá Sveinsstöðum. Keilutölt athyglisverð keppnisgrein Að úrslitum loknum var dagskráin flutt inn í reiðskemmu þar sem nem- endur sýndu eitt og annað sem þeir hafa verið að fást við í vetur auk nokkurra atriða í léttum dúr. Ástæða er til að minnast á eitt atriðanna sem kallað var Keilutölt. Raðað er upp keilum með gulum boltum á toppn- um í braut sem keppendur ríða í gegnum milli tveggja keilna. Eins og nafnið ber með sér er riðið á tölti, tekinn er tími sem þýðir að best er að fara sem hraðast í gegnum braut- ina en kapp er best með forsjá því ef hesturinn fellir bolta af keilu eða jafnvel keiluna sjálfa eru reiknuð refsistig. Einnig er metinn hreinleiki gangtegundar þannig að ef hestur- inn fer á skeiðtölti eða lulli reiknast einnig refsistig. Hið sama gildir ef hesturinn fer á brokk. Þama kepptu nemendur við starfsmenn skólans í skemmtilegri keppni sem einnig er gagnleg í þjálfun hests og knapa, sérstaklega ef fylgt er vel eftir kröf- unni um hreinan gang. En úrslit í keppni skeifudagsins urðu sem hér segir, einkunnii- eru úr forkeppni: Fjórgangur 1. Bergdis Finnbogadóttir á Smelli frá Úlfsstöð- um, 8,42. 2. Þórarinn Eymundsson á Varða frá Varmalæk II. 3. Christiane Mainka á Sprota frá Sveinsstöðum, 8,25. 4. Guðrún A Elvarsdóttir á Gloríu frá Mykju- nesi, 8,25. 5. Martina Zeisig á Nál frá Syðra-Skörðugili, 8,17. 6. Dorte Poulsen á Nökkva frá Þóreyjamúpi, 8,25. Fimmgangur 1. Lena Zielinski á Perlu frá Ölvaldsstöðum, 8,75. 2. fris H. Grettisdóttir á Búa frá Skefilsstöðum, 8,00. Skeifukeppnin 1. Þórarinn Eymundsson, 8,71. 2. Lena Zielinski, Danmörku, 8,70 3. Dorte Poulsen, Danmörku, 8,49. 4. Christiane Mainka, Þýskalandi, 8,47. 5. Martina Zeisig, Þýskalandi, 8,37.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.