Morgunblaðið - 15.12.1998, Page 13

Morgunblaðið - 15.12.1998, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 13 FRÉTTIR Átak gegn ölvunarakstri UNDANFARNAR þrjár helgar hafa bifreiðatryggingafélögin og Umferðarráð verið með kynningar- bás í Kringlunni þar sem öku- mönnum gefst kostur á að setja upp sérhönnuð gleraugu, sem sýna umhverfið eins og það lítur út með augum drukkins manns. Þannig fá ökumenn tækifæri til að ganga eftir línu á gólfinu með gleraugun á sér og finna hvernig jafnvægisskynið skerðist, líkt og þeir væru drakknir. Að þeirri raun lokinni geta þeir ímyndað sér hvernig er að setjast undii- stýri þannig á sig komnir. Kynningarbásinn er liður í átakinu Endum ekki jólagleðina með ölvunarakstri. Geta ökumenn jafnframt tekið þátt í við- horfskönnun um ölvunarakstur og lagt nafn sitt í pott, en úr honum verður síðar dregin út utanlands- ferð. Of margir ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur Georg Kr. Lárusson varalög- reglustjóri og Olafur Olafsson, fyrrverandi landlæknir, mættu í Kringluna um helgina, settu upp gleraugun og gengu „vínhaltir“ um gólf til að hvetja ökumenn til aðgæslu þegar vín er haft um hönd og bíllinn í seilingarfjar- lægð. Veldur það lögreglu miklum áhyggjum hversu margir hafa verið teknir fyrir ölvun við akstur síðan átakið hófst í lok nóvember. A annan tug ökumanna var tekinn um síðastliðna helgi og alls hafa margir tugir ökumanna verið teknir síðan átakið hófst. Lög- reglunni finnst að ökumenn og - konur mættu nota strætisvagna og leigubíla í ríkari mæli til að koma í veg fyrir að setja sig í að- stöðu, sem þau hefðu aldrei óskað eftir, eingöngu vegna augnabliks óaðgætni. Morgunblaðið/Golli GEORG Kr. Lárusson, varalögreglustjóri í Reykjavík, gengur sem drukkinn væri í Kringlunni með sérhönnuð ölvunargleraugu. Okumenn fengu að prófa að vild og meðtóku skilaboðin: „Nei takk, ég er á bíl.“ Skipaður skólastjóri Garðyrkju- skóla ríkisins •DR. SVEINN Aðalsteinson, plöntulífeðlisfræðingur, hefur verið skipaður, af landbúnaðarráðherra, í stöðu skólastjóra Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum frá 1. janúar 1999. Skipað er í stöð- una til fimm ára. Dr. Sveinn Aðalsteinsson er fæddur 1 Hvera- gerði 2. ágúst 1960. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1979 og B.Sc. prófi í líf- fræði frá Háskóla íslands árið 1983 og kennsluréttindanámi frá Há- skóla Islands 1984. Lauk doktors- prófi frá plöntulífeðlisfræðideild Háskólans í Lundi 1990. Dr. Sveinn var skipaður aðstoð- arprófessor frá 1991 við Garðyrkju- vísindastofnun sænska landbúnað- arháskólans í Alnarp (SLU), að- stoðardeildarstjóri rótar- og rótar- beðsefnadeildar Garðyrkjuvísinda- stofnunar SLU í Alnarp. Varði dós- ent titil í garðyrkjuvísindum við SLU í apríl 1997. Starfaði sem fag- deildarstjóri við Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum frá 1. ágúst 1997 til 1. janúar 1998 og sem til- raunastjóri við skólann frá 1. janú- ar 1998. Dr. Sveinn er kvæntur Helgu Pálmadóttur og eiga þau tvö börn. Níu umsækjendur voru um stöð- una og mælti skólastjóm Garð- yrkjuskólans einróma með dr. Sveini Aðalsteinssyni. ----------------- Á 141 km hraða á Breið- holtsbraut LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði ofsaakstur ökumanns á Breiðholts- braut fyrir ofan Víðidal á laugar- dagskvöld. Ók hann á 141 km hraða á klst., en hámarkshraði þar er 70 km á klst. Var hann sviptur ökuleyfi á staðnum og á yfir höfði sér fjár- sekt. Annar ökumaður var einnig sviptur ökuleyfi þegar hann var stöðvaður eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 103 km hraða á Gull- inbrú þar sem 50 km hámarkshraði er leyfður. Enn annar ökumaðm- var síðan sviptur ökuleyfi þegar hann var stöðvaður á Bústaðavegi að morgni sunnudags eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 108 km hraða. Hann er einnig grunaður um ölvun við akstur. Lögreglan stöðvaði alls 24 öku- menn fyrir hraðakstur um helgina og heldur áfram eftirliti með hraðakstri og ölvunarakstri. nýfar sendinsar ♦Columbia Sportw car Companj » Úlpur - enn fleiri litir og tegundir, gott verð - henta öllum... AColumbia Sportswcar Company* Kuldaskór ný sending - góð í slabbio...mai gerðir og litir. AColumbia nr Sportswear Company* Hanskar ný sending - brettahanskar, fleecehanskar, - pottþéttir í kuldann, verðfrá kr. 1.490.- Úrval af bakpokumog töskum í jólapakkann... □□□□□ □□□□□ □□□□□ 00000 □□□□□ □□□□□! SpOtÍ VÖRUÍUÍS i 1 - Sími 577-5858

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.