Morgunblaðið - 15.12.1998, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 15.12.1998, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 13 FRÉTTIR Átak gegn ölvunarakstri UNDANFARNAR þrjár helgar hafa bifreiðatryggingafélögin og Umferðarráð verið með kynningar- bás í Kringlunni þar sem öku- mönnum gefst kostur á að setja upp sérhönnuð gleraugu, sem sýna umhverfið eins og það lítur út með augum drukkins manns. Þannig fá ökumenn tækifæri til að ganga eftir línu á gólfinu með gleraugun á sér og finna hvernig jafnvægisskynið skerðist, líkt og þeir væru drakknir. Að þeirri raun lokinni geta þeir ímyndað sér hvernig er að setjast undii- stýri þannig á sig komnir. Kynningarbásinn er liður í átakinu Endum ekki jólagleðina með ölvunarakstri. Geta ökumenn jafnframt tekið þátt í við- horfskönnun um ölvunarakstur og lagt nafn sitt í pott, en úr honum verður síðar dregin út utanlands- ferð. Of margir ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur Georg Kr. Lárusson varalög- reglustjóri og Olafur Olafsson, fyrrverandi landlæknir, mættu í Kringluna um helgina, settu upp gleraugun og gengu „vínhaltir“ um gólf til að hvetja ökumenn til aðgæslu þegar vín er haft um hönd og bíllinn í seilingarfjar- lægð. Veldur það lögreglu miklum áhyggjum hversu margir hafa verið teknir fyrir ölvun við akstur síðan átakið hófst í lok nóvember. A annan tug ökumanna var tekinn um síðastliðna helgi og alls hafa margir tugir ökumanna verið teknir síðan átakið hófst. Lög- reglunni finnst að ökumenn og - konur mættu nota strætisvagna og leigubíla í ríkari mæli til að koma í veg fyrir að setja sig í að- stöðu, sem þau hefðu aldrei óskað eftir, eingöngu vegna augnabliks óaðgætni. Morgunblaðið/Golli GEORG Kr. Lárusson, varalögreglustjóri í Reykjavík, gengur sem drukkinn væri í Kringlunni með sérhönnuð ölvunargleraugu. Okumenn fengu að prófa að vild og meðtóku skilaboðin: „Nei takk, ég er á bíl.“ Skipaður skólastjóri Garðyrkju- skóla ríkisins •DR. SVEINN Aðalsteinson, plöntulífeðlisfræðingur, hefur verið skipaður, af landbúnaðarráðherra, í stöðu skólastjóra Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum frá 1. janúar 1999. Skipað er í stöð- una til fimm ára. Dr. Sveinn Aðalsteinsson er fæddur 1 Hvera- gerði 2. ágúst 1960. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1979 og B.Sc. prófi í líf- fræði frá Háskóla íslands árið 1983 og kennsluréttindanámi frá Há- skóla Islands 1984. Lauk doktors- prófi frá plöntulífeðlisfræðideild Háskólans í Lundi 1990. Dr. Sveinn var skipaður aðstoð- arprófessor frá 1991 við Garðyrkju- vísindastofnun sænska landbúnað- arháskólans í Alnarp (SLU), að- stoðardeildarstjóri rótar- og rótar- beðsefnadeildar Garðyrkjuvísinda- stofnunar SLU í Alnarp. Varði dós- ent titil í garðyrkjuvísindum við SLU í apríl 1997. Starfaði sem fag- deildarstjóri við Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum frá 1. ágúst 1997 til 1. janúar 1998 og sem til- raunastjóri við skólann frá 1. janú- ar 1998. Dr. Sveinn er kvæntur Helgu Pálmadóttur og eiga þau tvö börn. Níu umsækjendur voru um stöð- una og mælti skólastjóm Garð- yrkjuskólans einróma með dr. Sveini Aðalsteinssyni. ----------------- Á 141 km hraða á Breið- holtsbraut LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði ofsaakstur ökumanns á Breiðholts- braut fyrir ofan Víðidal á laugar- dagskvöld. Ók hann á 141 km hraða á klst., en hámarkshraði þar er 70 km á klst. Var hann sviptur ökuleyfi á staðnum og á yfir höfði sér fjár- sekt. Annar ökumaður var einnig sviptur ökuleyfi þegar hann var stöðvaður eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 103 km hraða á Gull- inbrú þar sem 50 km hámarkshraði er leyfður. Enn annar ökumaðm- var síðan sviptur ökuleyfi þegar hann var stöðvaður á Bústaðavegi að morgni sunnudags eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 108 km hraða. Hann er einnig grunaður um ölvun við akstur. Lögreglan stöðvaði alls 24 öku- menn fyrir hraðakstur um helgina og heldur áfram eftirliti með hraðakstri og ölvunarakstri. nýfar sendinsar ♦Columbia Sportw car Companj » Úlpur - enn fleiri litir og tegundir, gott verð - henta öllum... AColumbia Sportswcar Company* Kuldaskór ný sending - góð í slabbio...mai gerðir og litir. AColumbia nr Sportswear Company* Hanskar ný sending - brettahanskar, fleecehanskar, - pottþéttir í kuldann, verðfrá kr. 1.490.- Úrval af bakpokumog töskum í jólapakkann... □□□□□ □□□□□ □□□□□ 00000 □□□□□ □□□□□! SpOtÍ VÖRUÍUÍS i 1 - Sími 577-5858
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.