Morgunblaðið - 15.12.1998, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 15.12.1998, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Endeavour fer frá geim- stöðinni Reuters GEIMFARINN James Newman lýkur við að tengja saman aðaleiningar alþjóðlegu geimstöðvarinnar í þriðju og siðustu geimgöngu áhafnar geimferjunnar Endeavour á laugardag. Houston. Reuters. AHÖFN geimferjunnar Endeavour fór út úr alþjóðlegu geimstöðinni á sunnudagskvöld eftir að hafa tengt tvær aðaleiningar hennar saman í vikunni sem leið í 386 km fjarlægð frá jörð. Mikil gleði var í stjórnstöð Geimferðastofnunar Bandaríkj- anna (NASA) eftir vel heppnaða ferð geimferjunnar. Frank Cul- bertson, aðstoðarframkvæmda- stjóri geimstöðvarinnar, sagði að með henni hefði mannkynið náð varanlegri fótfestu í geimnum. „Þetta er grunnurinn að því að mannkynið geti alltaf átt mannaða geimstöð." Rússar vonuðust til þess að geta alltaf haft menn úti í geimnum þeg- ar þeir skutu fyrstu einingu geim- stöðvarinnar Mír á loft árið 1986, en efnahagsþrengingarnar í Rúss- landi hafa orðið til þess að þeir hafa ekki getað endurnýjað hana. 16 þjóðir taka þátt í að reisa nýju geimstöðina undir forystu Banda- ríkjamanna, sem vonast til þess að fjölþjóðasamstarfið gefíst betur. Nýja geimstöðin verður fjórum sinnum stærri en Mír, mun sjást greinilega með berum augum á jörðu og verður meðal björtustu hlutanna í næturhimninum. Gervihnöttur til hvalaleitar Sex manna áhöfn Endeavour fór út úr geimstöðinni kl. 20.25 í fyrra- kvöld. Geimferjan var síðan færð um 150 m frá geimstöðinni og Endeavour flaug hægt í kringum stöðina til að geimfararnir gætu tekið myndir af henni. Geimstöðin á að snúast hægt í geimnum þar til geimferjan Discovery verður send í maí eða júní á næsta ári til að stækka hana. Geimstöðin verður helmingi stærri á næsta ári þegar farnar verða fjór- ar geimferðir til að bæta við nýjum einingum. Þegar stöðinni verður lokið eftir rúm fimm ár verða í henni sex alþjóðlegar rannsóknar- stofur sem eiga að stunda rann- sóknir á sviði geimvísinda, jarðvís- inda, læknis- og líffræði og verk- fræði. Þessar rannsóknir er aðeins hægt að stunda án þyngdarafls jarðar og utan gufuhvolfsins. Endeavour snýr aftur til Kenn- edy-geimferðamiðstöðvarinnar í Cape Canaveral á Flórída í kvöld eða nótt. Aður en geimfararnir lögðust til svefns í gær losuðu þeir gervihnött úr farmrými geimferj- unnar. Hnötturinn verður notaður til að leita að hvölum í heimshöfun- um og prófa tæki sem verða notuð þegar fram líða stundir til að fylgj- ast með ferðum hvala í útrýmingar- hættu. Sungið fyrir Nób- elsskáld PORTÚGALINN José Saram- ago, sem hlaut Nóbelsverðlaun- in í bókmenntum í ár, sést hér á morgunsloppnum ásamt eigin- konu sinni Pilar del Rio eftir að sænskar stúlkur vöktu þau með söng á hótelinu í Stokkhólmi að morgni Lúsíu-dagsins, 13. des- ember, en liann er haldinn há- tíðlegur um alla Svíþjóð á þenn- an hátt. Saramago fékk verðlaun sín afhent um helgina. Reuters fað er TURBO þurrkun? rrkkerfinu blæs vélin út heitri mni sem hituð er upp af hitaelementinu. n fullkomna þurrkun. r—, BRÆÐURNIR tglORMSSON Láqmúla 8 • Sími 533 2800 Þrjátíu falla við landamæri Kosovo HER Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, felldi að minnsta kosti þrjátíu Kosovo-Albana og særði tólf aðra í átökum á landa- mærum Kosovo í gær, að sögn serbnesku iréttastofunnar Media Center. Var greint frá þessu á CNN. Bardagar munu hafa staðið yfir í um fimm klukkustundir og eru þeir mannskæðustu frá því að Richard Holbrooke, sendimaður Bandaríkja- stjómar, knúði fram samkomulag við Slobodan Milosevic, forseta Jú- góslavíu, 12. október síðastliðinn. Koma þessi átök á sama tíma og Christopher Hill, sendifulltrúi Bandaríkjamanna, hóf viðræður á Áhyggjur af vopnahléi IRA Dublin. Reuters. ÍRSKA lögreglan sagðist í gær hafa aukið viðbúnað sinn í landamæra- héruðum írlands og Norður-ír- lands til að sporna við þeirri ógn sem stafar af klofningshópum úr írska lýðveldishernum (IRA). Sakaði jafnframt Gerry Kelly, einn þingmanna Sinn Féin, stjórn- málaarms IRA, á nýju norður-írsku þingi sambandssinna um að reyna að þvinga IRA til að rjúfa vopnahlé sitt, sem nú hefur staðið síðan í júlí 1997. Sambandssinnar neita að setja heimastjórn á laggirnar með aðild Sinn Féin nema IRA afvopnist fyrst, en það taka IRA-menn ekki í mál. Greindu breskii’ fjölmiðlar frá því að IRA hefði kosið sér nýjan leið- toga um helgina, Brian Keenan, en hann hefur afplánað fjórtán ár í fangelsi fyrir aðild að sprengjutil- ræði á áttunda áratugnum. Mun Keenan vera í hópi harðlínumanna innan IRA og segja fréttaskýrend- ur þetta geta verið til marks um að áhrif leiðtoga Sinn Féin, Gerry Ad- ams og Martin McGuinness, fari dvínandi innan IRA, en það er ekki talið góðs viti því þeim Adams og McGuinness er eignaður heiður að því að hafa sannfært vopnabræður sína í IRA um að láta reyna á sátta- leiðina. nýjan leik við leiðtoga Kosovo-Al- bana. Stríðandi fylkingar hafa hvor- ar fyrir sig hafnað hugmyndum hans um hvernig leysa eigi deiluna um Kosovo, en Kosovo-Albanar hafa krafist fulls sjálfstæðis á meðan Ser- bar vilja að héraðið verði áfram und- ir yfirráðum Júgóslavíu. Munu vopnaðir Kosovo-Albanar hafa reynt að fara yfir landamæri Al- baníu og inn í Kosovo þegar til átak- anna kom í gærdag í nágrenni Gorozup og Liken, um 80 kílómetra frá Prístína. Greindu heimildii- CNN frá því að allir Kosovo-Albananna hefðu verið klæddir búningum Frelsishers Kosovo (KLA). • • Oryggismál eins og „gatasigti“ London. The Daily Telegraph. ÖRYGGISMAL í farþegaflugi al- mennt eru eins og „gatasigti“ og bjóða upp á hörmungar á borð við Lockerbie-hryðjuverkið. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu. I skýrslunni „Flug, hryðjuverk og öryggismál" sem sérfróðir menn um hryðjuverk hafa sett saman, er Bretum hrósað fyrir þá lærdóma, sem þeir hafa dregið af Lockerbie-hryðjuverkinu, en sagt er, að fólk, sem ferðast frá Banda- ríkjunum, flestum ríkjum Evrópu og öðrum heimshlutum, sé látið taka ónauðsynlega áhættu. I Bretlandi er allur farangur flugvéla á alþjóðlegum flugleiðum gegnumlýstur en víðast hvar í Evrópu aðeins fimm til tíu pró- sent. I Bretlandi er auk þess gengið úr skugga um, að allur far- angur, einnig sá, sem kemur með tengiflugi, tilheyri ákveðnum far- þegum. Hefði sá háttur verið hafðm- á á sínum tíma hefði mátt koma í veg fyrir Lockerbie- hryðjuverkið. Þá var farangur með sprengjunni fluttur yfir í Pan Am-flugvél á Heathrow-flugvelli úr Pan Am-flugvél, sem kom frá Frankfurt. I skýrslunni segir, að í Banda- ríkjunum og víðar hafi flugfélög ekki tekið upp þessa reglu vegna þess, að þau horfi í kostnaðinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.