Morgunblaðið - 15.12.1998, Síða 49

Morgunblaðið - 15.12.1998, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Að deyða mann og annan, fullur undir stýri ÉG GERI ekki ráð fyrir að margir úr hópi lesenda hafi komist hjá því undanfarna daga, að heyra viðvaranir lögreglu þess efnis að nú sé mikil áhersla lögð á að koma í veg fyrir að menn aki eftir að hafa fengið sér í glas. Sú einarða af- staða lögregluyfii-valda að nú skuli vegir og götur hreinsaðar af stórhættulegum ölvuð- um ökumönnum, ætti því engum að koma á óvart. Það er mér því illskiljanlegt hvers vegna í ósköpunum það getur gerst að tugir manna séu nú teknir á ein- um sólarhring fyrir það vítaverða athæfi að aka ölvaðir. Það getur ekki verið að menn séu svo einfald- ir að halda sífellt að þeir geti ekið undir áhrifum áfengis og einhverjir allt aðrir lendi í því að deyða mann og annan, fullir undir stýri. Við sem stjórnum ökuprófum í landinu, hljótum að skoða hvort við höfum verið að útskrifa í stónim stíl öku- menn sem skortir gáfur til þess að gera sér grein fyrir að ölvun- arakstur er ekkert annað en glæp- ur Ef til vill þurfum við að bæta við bílprófin enn fleiri spurningum sem höfða til heilbrigðrar skyn- semi, þannig að enginn komist þar í gegn nema a.m.k að vera svo gáf- aður að hann geri sér grein fyrir að enginn, nákvæmlega enginn, er þannig skapaður að hann hafi hæfi- leika til þess að aka af fullu viti undir áhrifum áfengis, annarra vímuefna eða lyfja sem haft geta áhrif á aksturshæfni. En málið er víst ekki svona einfalt, fremur en svo margt í heimi hér. Líklega myndi enginn próftaki svara spumingu á ökuprófi, ef þar væru settar fram þrjár full- yi'ðingar, ölvunarakst- ur er glæpur, ölvun- arakstur er óæskileg- ur eða ölvunarakstur Óii H. er í lagi ef ekki er mik- Þórðarson ið drukkið, öðruvísi en svo að fyrirbærið sé glæpur. Líklega myndum við nú seint spyrja svona, en það sem ég á við er að hver einasti ökumaður veit þetta, spurningin er ekki um Við biðjum alla að muna ábyrgð sína í þessum efnum, segir Oli H. Þórðarson, og minnast reglunnar góðu, „eftir einn - ei aki neinn“. það. Það sem hins vegar gerist er í flestum tilvikum það, að menn missa dómgreind sína eftir neyslu áfengis, og dómgreindarskorturinn vex í réttu hlutfalli við magn þess sem drukkið er. Það er því ekki að ástæðulausu sem við segjum, að besta forvömin felist í, að láta ekki á þetta reyna. Fari fólk að skemmta sér og líkur eru á að áfengi verði haft um hönd, er ein- faldast að skilja bflinn eftir heima. Þar með er hann ekki tiltækur þeg- ar á reynir og menn freistast ekki til að gera vitleysuna, sem mörgum hefur orðið svo afdrifarík, eins og mörg dapurleg dæmi sanna. Jólaaðventan er skemmtilegur tími, með allri þeirri tilbreytingu sem þá er boðið upp á, m.a. jóla- hlaðborð og alls konar mannfagn- aði þar sem áfengir drykkir eru á boðstólum. Við biðjum alla að muna ábyi'gð sína í þessum efnum og minnast reglunnar góðu, „eftir einn - ei aki neinn“, sem fellur svo vel að kjörorðum tryggingafélag- anna, lögreglu, lækna, Umferðar- ráðs o.fl. um þessar mundir, „end- um ekki jólagleðina með ölvun- arakstri". Höfundur er franikvæmdasljóri Umferðarráðs. sJÓLIN! GANGAIGAMÐ - O 'Iólasveinn í hcimsókn §| Ít/T á hverjum dcgi frá 12. desember! ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 49. NÝBÓKEFTIRGUNNLAUG GUÐMUNDSSON vs ^ 0G SAMy^ Vv STJÖRNUMERKJANNA Persónuleiki allra stjörnumerkjanna Hvernig merkin eiga saman Bókin er 270 bls. og full af fróðleik ÚTGEFANDI: STJÖRNUSPEKISTÖÐIN S: 553 7075 Fréttir á Netinu ^mbl.is A.LUTAf= GITTH\SA£} A/ÝT7 Lax & síld Góðgœti d jólaborðíð ISLENSK MATVÆLI Kynniö ykkur fjölbreytta möguleika á merkingum á gallanna á heimasíöu okkar: www.formulal.is VERÐSPRENGJA í KOLAPORTINU Fallegar Ijósakrónur Klingjandi kristalgiös Kaffi og matarstell Urval af mokkabollum Glæsilegir lampar Kopar- og brassvara Friisenborg matar- og kaffistell. Úrval af hand- máluðum bollum frá 18 öld. | Plattar frá Bing og Gröndal oa Royal Cnopen- Ihagen / á Sprengiverði BORVÉLAR SLÍPIROKKAR SKRÚ FJÁRN ASETT VERKFÆRATÖSKUR TOPPLYKLASETT LÓÐBOLTAR VASAUÓS VERKFÆRASETT VATNSLITIR OLÍULITIR Fjöldi annarra verkfæra á verði sem ekki hefur sést hér á landi. Sjón er sögu ríkari. KOLAPORTIÐ MARKAÐSTORG Opið um helgar kl. 11 -17 og virka daga kl. 12-18 y Opið alla daga til jóla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.