Morgunblaðið - 15.12.1998, Page 68

Morgunblaðið - 15.12.1998, Page 68
ts 68 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Þátturinn M8 popptíví loftið á Áttunni NINA Björk er annar af kynnum nýja poppþáttarins. Ekki haft tíma fyrir jólaskapið „VIÐ ERUM að gera rosalega spennandi íslenskt popptíví," segir Nína Björk hressilega og auðheyrt að htín hefur mjög gaman af til- verunni enda er hún kynnir þátt- arins M8 popptíví ásamt Adda Fannari tír Skítamdral sem fdr í fyrsta skipti í loftið í gær. Hvaða þáttur er þetta eiginlega'! „Við verðum með fullt af gdðri t dnlist," svarar Nína Björk. „Það koma hljdmsveitir til okkar í hveijum þætti og einhverjir lista- menn og við ætlum umfram allt að hafa gaman af þessu. Tdnlistin verður bæði íslensk og erlend.“ Og það kennir ýmissa grasa í þættinum. „Þarna verður Bryndís Asmundsddttir „skemmtilegasta kona landsins" með fjörlegt inn- legg um lífið og tilveruna. Viktor Hdlm Jdnmundsson rdtari Skíta- indrals verður hjálparhellan okk- ar. Jdn Atli rödd Guðs á X-inu verður alltaf með topp tíu listann. Mikael Torfason verður með (r. V/SA VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4539-8700-0003-2001 4539-8700-0003-2019 4539-8100-0003-9374 4539-8100-0003-8897 4543-3700-0022-1781 4543-3700-0027-9888 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest V/SA VISA ISLAND Álfabakka 16, 109 Rvík. Sími 525 2000. bökagagnrýni. Arnar Gauti í GK ætlar að koma skoðunum sinum á framfæri. Og loks verður Yasmine Olsson dansari sem unnið hefur við myndbandagerð títi í heimi með John Stone og Backstreet Boys og fleirum." Þannig að það er ástæða til að hlakka til? „Mér líst rosalega vel á þetta,“ segir Nína Björk. „Mér finnst þetta spennandi og það verður fínt fyrir jölin að slaka aðeins á og kveikja á sjdnvarpinu.“ Hversu mjög verður þátturinn í anda MTV? „Ekkert fram tír hófí,“ segir Nína Björk. „Við ætlum að vera við sjálf.“ Hversu Iengi verður þátturinn á dagskrá? „Hann verður keyrður fram að 30. desember. Þetta er reynslutími og svo kemur í ljds hvað verður. Við vonum auðvitað að þetta verði tekið upp aftur síðar. Þátturinn verður á milli 17 og 20 á hverjum degi nema um helgar og endur- sýndur frá 11 til 14.“ Er þetta í fyrsta skipti sem þú kemur fram ísjónvarpi? „Þetta er fyrsta skiptið í þátta- gerð,“ svarar Nína Björk. „Eg hef verið í auglýsingum og bítímynd." Þú lékst í Hjarnið logar undir leikstjórn Friðriks Þórs Friðriks- sonar. Hvenær verður hún frum- sýnd? „Það er ekki komið á hreint; það er eitthvað verið að fínpússa hana.“ Ertu búin að sjá hana? „Já.“ Hvernig leist þér á? „Htín er rosa falleg og fín,“ svarar Nína Björk og bætir við: „Listræn.“ Ertu komin íjólaskap? „Það er bara búið að vera svo bijálað að gera að maður hefur varla haft tt'ma fyrir jdlaskapið," svarar htín og hlær. „En það kem- ur pottþétt.“ Fingur5krím5li [Öpj feykirófa Skólavöröustíg 1a Ný kvenfataverslun í Aðalstræti 9 Ný sending frá GRACE COLLECTION. Silkiblússur á tilboði Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-14 -Sími 552-2100 ÁRNI Þdrarinsson les tír Ndttin hefur þtísund augu. Pressukvöld á aðventu Skáld úr röðum blaða- manna Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ hélt Blaðamannafélag íslands Press- ukvöld á efn hæð veitingastaðar- ins Sólon íslandus. Kvöldið var tileinkað skáldskap og lásu blaðamenn úr nýútgefnum bók- um sínum. Fyrstur steig í pontu Árni Þórarinsson, sem las kafla úr bók sinni Nóttin hefur þúsund augu. Þá tók við Eiríkur Eiríks- son sem las úr bók sinni Áin mín, sem er eins og höfundur sagði ekki ættarsaga úr fjárhúsi held- ur safn veiðisagna. Þá tók við Gerður Ki’istný sem las söguna „Mengele var misskilinn húmoristi" úr smásagnabók sinni Eitruð epli og að lokum las Sindri Freysson úr verðlauna- bók sinni Augun í bænum. Félagsmenn mættu ágætlega til að hlýða á kollegana lesa úr bókum sínum, en aðeins má finna að skvaldri í salnum sem truflaði talsvert þá sem lengst frá pontunni sátu. Hins vegar má hrósa Blaðamannafélaginu fyrir tiltækið. ÁSGEIR Friðgeirsson á visir.is, Sindri Freysson blaðamaður á Morgunblaðinu, Árni Finnsson og Gerður Kristný, ritstjöri Mannlífs. HÉR er hlustað af athygli en við borðið sitja Ingibjörg Anna Arn- arddttir, Bjarni Brynjölfsson og Kristján Þorvaldsson hjá Frdða, en þeir tveir síðastnefndu eru ritstjdrar Séð og heyrt. Nútímalegt danspopp TOIVLIST Geisladiskur WIDE NOISE Wide Noise, breiðskífa tvíeykisins Súrefnis. Stírefni skipa Þröstur Elvar Óskars- son og Páll Arnar Svein- björnsson en þeim til aðstoð- ar á plötunni eru Franz Gíslason söngvari, Hafþór trommuleikari, Tdmas Tóm- asson gítarleikari, og Höskuldur rappari. Lög eru eftir Þröst en títsetningar og upp- tökustjtírn voru í höndum Páls. Umslagið gerði Spessi. Innn gefur tít. 34,03 mín. SÚREFNI er helsta danssveit landsins nú um stundir og hefur sýnt og sannað að hún kann að laga sig að straumum samtímans. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út fyrir ári og var um margt prýðileg þó sitthvað, þar á meðal hljómur plöt- unnar, hafi haldið aftur af henni. Á nýrri plötu sinni, Wide Noise, er sveitin aftur á móti með allt sitt á hreinu, lögin eru almennt skemmti- legri en fyrri verk og hljómur tals- vert betri. Á skífunni sýnir Súrefni einnig tilburði til að taka kúrsinn í aðra átt og bætir inn lifandi hljóð- færaleik og söng með góðum ár- angri. Upphafslag plötunnar sem Franz Gíslason syngur hefur talsvert heyrst í útvarpi, enda bráðvel heppnaður bræðingur af rokki og kraftmikilli danstónlist. Franz syngur vel að vanda, en einna mest lyftir laginu að þar sé lifandi slag- verk og svo er víða á Wide Noise; samþætting vélrænnar hrynsúpu og lifandi trommuleiks gefur meiri kraft ogbetra bragð. I öðru lagi skífunnar er höggvið í sama knérunn að fá gest til liðs við sveitina, en að þessu sinni er það Tómas Tómasson slidegítar- leikari sem fer á kostum, aukin- heldur sem hann leggur til stuttan raddbút sem endurtekinn er eftir þörfum. Þriðja lagið gefur þriðja gestinn, Hössa rappara úr Quarashi, sem spinnur af listfengi eins og honum einum er lagið, en Súrefnis- menn laga sig að honum og fara býsna nærri Quarashi í prýðilegu lagi. Þessi þrjú lög, og reyndar það fjórða líka, eru frábær byrjun á breiðskífunni sem lögin sem á eftir koma ná ekki alveg að standa undir. Vekur spurningar um hvort ekki hefði verið rétt að raða skífunni öðruvísi upp í stað þess að láta fjögur bestu lög- in koma í einni röð í upphafi og víst er erfitt að fylgja eftir lagi eins og Desert Drifter svo vel sé. Ekki má þó skilja þetta sem svo að ekkert sé spunnið í lögin sem á eftir koma, fimmta lag skífunnar, No Mistakes, er bráðgott og einnig bassaveislan í Jay’s Dimension. Súrefni er á réttri leið með tónlist sína; Þresti er einkar lagið að semja giípandi nútímaleg danspopplög og sjálfsagt er fyrir þá félaga að þróa áfram þá hugmynd að hafa lifandi hljóðfæraleikara í sem flestu, aukin- heldur sem skemmtileg notkun radda ætlar að reynast þeim vel. Umslag plötunnar er skemmti- legt og dregur athyglina að hljóm- sveitinni með því að sýna eitthvað allt annað. Góð hugmjmd og vel út- færð. Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.