Morgunblaðið - 02.03.1999, Page 38

Morgunblaðið - 02.03.1999, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ > Enn um fj ölmiðla „Hlutlœgnin hefur verið ein þrálátasta blekking fjölmiðlanna. Enn er talað um að vandaðir fölmiðlar stundi klutlæga fréttamennsku þrátt fyrir ábendingar McLuhan og fleiri um að hún sé ómöguleg. “ Fjölmiðlar eru fram- lenging á skilning- arvitum okkar, segir kanadíski bók- menntafræðingur- inn Marshall McLuhan í grein sinni, The medium is the messa- ge, sem birtist í bók hans, Und- erstanding Media: The Extensions ofMan (1964). Kenning McLuhan, sem er sennilega frægastur fyrir skrif sín um Gutenberg stjörnuþok- una eða The Gutenberg Galaxy (1962), er sú að sjónvarpið og aðrir fjölmiðl- VIÐHORF ar séu fram- lenging á ákveðnum eig- inleikum Eftlr Þröst Helgason mannsins rétt eins og landbúnaðarvélar og aðrar vélar. Það hefur hins veg- ar ekki verið alveg Ijóst í hug- um fólks að hver einstakur mið- ill er takmarkaður, líkt og allar vinnuvélar. Sláttuvél slær til dæmis grasið en það þarf aðra vél til að raka því saman. A sama hátt er prentmiðill gjöró- líkur útvarpi eða sjónvarpi; þessir miðlar veita okkur upp- lýsingar á afar mismunandi hátt. Að mati McLuhan hefur fólk hins vegar einhverra hluta vegna ekki gert þennan grein- armun. Þegar einstaklingur kemst í tæri við fjölmiðil virðist hann ekki bera skyn á form hans, það hverfur hreinlega í skuggann af inntakinu sem ver- ið er að miðla. Fyrir vikið eru allir fjölmiðlar taldir algerlega hlutlæg, gagnsæ tæki til að skapa merkingu. McLuhan sýn- ir fram á það í grein sinni að allt frá því á sextándu öld hafi menn haldið því fram að form miðilsins komi inntaki eða merkingu þeirra skilaboða sem hann miðli ekkert við. Form og inntak séu með öðrum orðum aðskilin. Hann heldur því sömu- leiðis fram að með tilkomu raf- væddrar samskipta- og miðlun- artækni hafi orðið svo róttæk og hröð breyting á því hvemig við dreifum og skiptumst á upp- lýsingum að við erum orðin ónæm fyrir því hvemig slíkir miðlar móta vitundarlíf okkar. Við gleymum með öðrum orðum að upplýsingamar sem við tök- um við mótast af miðlinum hveiju sinni, að miðillinn sé merkingin, eins og segir í grein- artitli McLuhans. (Sjá A Cultural Studies Reader. Hi- story, Theory, Practice, 1995, s. 225-35.) Ef við göngum út frá því að fólk hafl almennt ekki gert sér grein fyrir þessum takmörkun- um fjölmiðlanna, eins og McLu- han gerir, þá era vissulega ákveðnar hættur fólgnar í þessu. Fjölmiðlar era þá öflugt og viðsjált tæki til þess að móta, takmarka og stýra hugsun fólks. Vald fjölmiðla og áhrif hafa raunar verið eitt helsta áhyggjuefni menningarvita alla þessa öld. A síðustu áram hefur hins vegar trúin á að almenn- ingur sé ekki jafn hugsunar- og andvaralaus og menningai'vit- amir hafa talið aukist mjög. Franski fræðimaðurinn Michel de Certeau, sem ég hef fjallað um áður í þessum dálki, og fleiri hafa til að mynda greint marg- víslegar birtingarmyndir á við- spymu almennings við mótun- arvaldi kerfisins og sístreymi áhrifa úr fjölmiðlum. Spjótin standa hins vegar enn á fjölmiðlunum sem virðast miklu frekar vaða áfram í villu og svíma. Hlutlægnin hefur ver- ið ein þrálátasta blekking þeirra. Enn er talað um að vandaðir fjölmiðlar stundi hlut- læga fréttamennsku þrátt fyrir ábendingar McLuhan og fleiri um að hún sé ómöguleg. (Nokkrar deilur sprattu til dæmis um það hvort umfjöllun Morgunblaðsins frá síðasta ári um virkjanaáform á hálendinu hafí verið hlutlæg eða ekki. Töldu sumir henni það til for- áttu að hafa verið afar gildis- hlaðin, hún hefði verið „nei- kvæð“, jafnvel „rómantísk".) Ef við fylgjum greiningu McLu- hans út í ystu æsar er birting á framheimildum, eins og til dæmis dómsúrskurðum, ekki einu sinni hlutlæg frétta- mennska vegna þess að miðill- inn er á milli sendanda skila- boðanna og viðtakanda. Það sem vanalega er átt við með hlutlægni fjölmiðla era hins vegar ákveðin vinnubrögð sem sumir vísinda- og fræðimenn telja sig líka hafa vald á og eiga ekki að fela í sér neina tilraun til huglægrar túlkunar á við- fangsefninu. Þetta hafa, allt til þessa dags, þótt afskaplega góð vinnubrögð en þau eru í raun fyrst og fremst óheiðarleg og blekkjandi í ljósi þess að frá- sögn eða frétt getur aldrei gefíð nema mjög brotakennda mynd af því sem fjallað er um, auk þess sem bæði miðillinn og höf- undurinn (blaðamaðurinn, fréttamaðurinn, fjölmiðlamað- urinn) hafa mótandi áhrif á frá- sögnina (fréttina). Það er jafn- vel skapandi eða túlkandi hugur á bak við ljósmyndimar sem birtast í blöðunum, eins og Ein- ar Falur Ingólfsson, myndstjóri Morgunblaðsins, benti á í menningarþætti Ríkissjón- varpsins, Mósaík, fyrir skömmu. (Þegar myndir Ragn- ars Axelssonar, sem birtar vora með áðumefndri umfjöllun Morgunblaðsins um virkjana- áform á hálendinu, era skoðað- ar kemur berlega í ljós að þar gat ekki verið um hlutlæga um- fjöllun að ræða.) En hvaða kröfu eigum við þá að gera á fjölmiðla? Umfram allt þá að þeir eltist ekki við goðsögnina um hlutlægnina, heldur vinni út frá forsendum (takmörkunum - möguleikum) miðils síns í greiningu og túlkun upplýsinga. Með þeim hætti geta þeir miðlað upplýsingum á heiðarlegan hátt og sinnt hlut- verki sínu sem gagnrýnendur. Forysta Alþýðusambands- ins gefst upp á Islandi ÓTAL sjónarmið era um hvernig verka- lýðshreyfingin á að beita sér í stjórnmál- um. Leiðin sem Al- þýðusamband Islands kaus að fara var þverpólitísk. Fyrir miðja öldina sleit hún skipulagstengslin við stjórnmálakerfíð og gerði pölitískar mála- miðlanir innanbúðar þar sem ítök stjóm- málaflokka hafa farið síminnkandi. Hugmyndin um sterka og sjálfstæða verkalýðshreyfingu liggur nærri kjarna allra vinstrist- jórnmála og almenna verkalýðs- hreyfingin hefur notið stuðnings þorra vinstrimanna, og raunar langt út fyrir þeirra raðir, þrátt fyrir skiptar skoðanir um það hversu heppileg málamiðlunin inn- anbúðar hafí verið. Víðtæk afskipti almennu verkalýðshreyfingarinnar af efnahagsmálum og atvinnulífi í gegnum nefnda- og stjómarsetu í aðskiljanlegustu nefndum, ráðum og félögum er alla jafna talin til góðs enda tilgangurinn háleitur; að tryggja lífskjör launafólks. Engu að síður hafa þeir sem staðið hafa álengdar og beðið eftir að Eyjólfur hresstist með vaxandi ugg tekið eftir að forysta almennu verkalýðshreyfingarinnar sannfær- ist hægt og bítandi um að bjargráð Alþýðusambandsins komi frá Brassel. í stað þess að vinna málefnum verkalýðshreyfingar- innar fylgi á innlend- um forsendum og með tilliti til aðstæðna hér heima leitar ASI- kontórinn í laga- og reglugerðarframskógi Evrópusambandsins að paragröfum til að lemja á íslenskum stjórnvöldum. Eflaust er eitt og annað nýti- legt úr réttindabálk- um Evrópusambands- ins. Hitt er öllum ljóst að lög og reglur millj- ónaþjóða eins og Frakka og Þjóðverja verða ekki svo glatt flutt inn í litla lýðveldið okkar. Af þeirri ástæðu einni er ótímabært að velta fyrir sér inngöngu í Evr- ESB Hallað hefur á verka- lýðshreyfínguna, segír Páll Vilhjálmsson, og hún misst vægí sem þjóðfélagsafl. ópusambandið. Ekki er fyrirséð hvað úr Evrópusambandinu verð- ur og sennilega mun fyrst reyna á hlutskipti smáþjóða á jaðri Evrópu þegar austurhluti álfunnar er kom- inn inn í sambandið. Þangað til eigum við að bíða átekta og gera þá samninga sem nauðsyn krefur en aðra ekki. Nýja sannfæringin tekur sinn toll af dómgreindinni á Grensásvegi. í kvöldfréttum Út- varpsins 24. febrúar var endur- sögn af gorti framkvæmdastjóra Alþýðusambandsins Ara Skúlason- ar á fundþ Samiðnar þar sem hann sagði ASI og Vinnuveitendasam- bandið ráða meiru um lög og samninga á Evrópska efnahags- svæðinu en íslensk stjórnvöld. Vesalings forysta verkalýðshreyf- ingarinnar er búin að gefast upp á verkalýðspólitík á Islandi og tekur höndum saman við Vinnuveitenda- sambandið til að boða forræði frá Brassel. I fréttinni er haft eftir fram- kvæmdastjóranum að æskilegt sé að Island sæki um inngöngu í Evr- ópusambandið. Frumherjar verkalýðshi-eyfingarinnar börðust fyrir mannsæmandi lífskjörum en þeir kunnu einnig skil á dýpri sannindum. Til að mynda þeim að hvorki kaupa þrjátíu silfurpening- ar sálarfrið né baunadiskur ham- ingju. Einu sinni stóð verkalýðs- hreyfingin vörð um reisn einstak- lingsins og sjálfstæði þjóðarinnar. Ekki til að fá brauð á borðið held- ur vegna þess að án sjálfsforræðis era efnisgæði hjóm. Núna eru ekki á dagskrá önnur lífsgildi en þau sem reiknuð era í krónum og auram. Og það kreppir að al- mennu verkalýðshreyfingunni sem aldrei fyrr. Hvenær kveikir forysta Alþýðusambandsins á samhenginu? Höfundur er fulltnii hjá Rannsóknarráði Islands. Páll Vilhjálmsson Opið bréf til Austfírðinga LENGI getur vont versnað. Inn um dyr lesenda Morgunblaðs- ins barst nú um helg- ina Kynningarblað Sambands íslenskra sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi með fyrirsögninni: „Eitt stærsta hagsmunamál Austurlands." Með þessari útgáfu setur forysta austfírska sveitarstjómarsam- bandsins sig í mjög slæma stöðu. I stað þess að reynt sé að líta á afar umdeilt mál frá fleiri en einni hlið hef- ur stjóm sambandsins gefið út ein- hliða áróðursrit þar sem úir og grá- ir af staðleysum og blekkingum. Út- gáfan er til þess eins fallin að skipta Austfirðingum enn frekar en orðið er í tvær andstæðar fylkingai'. Þetta skref er þeim mun fáránlegra sem öllum má vera ljóst að litlar sem engar líkur eru á að Norsk Hydro eða aðrir erlendir fjárfestar leggi á næstu áram fram fé í bygg- ingu álbræðslu á Reyðarfirði. Skoðanakannanir benda til að mikill meirihluti landsmanna sé andvígur virkjun Jökulsár í Fljóts- dal með miðlunarlóni á Eyjabökk- um. Gegn þessum eindregnu við- horfum eiga sveitarstjómarmenn á Austurlandi ekki að snúast með því að bíta nú í skjaldarrendur og storka almenningsálitinu í landinu. I stað þess ættu þeir að leggjast á sveif með þeim sem óska eftir að Fljótsdalsvirkjun lúti lögformlegu mati á umhverfisáhrifum, en tillaga þar að lútandi liggur nú öðra sinni fyrir Alþingi. Barist fyrir úreltri hugmynd Menn hljóta að spyrja hvort það sé hlutverk Sambands sveitarfélaga á Austur- landi að beita sér út- gáfu þar sem einhliða er haldið fram kostum stóriðju og gefa henni það yflrbragð að fram- tíð Austurlands standi og falli með þessu máli. Skoðanakönnun sem sömu aðilar beittu sér fyrir síðastliðið sumar benti til að nær þriðjungur Austfirð- inga væri andvígur fyrirhugaðri stóriðju og aðeins rúmur helmingur legði upp úr því að vii'kjað væri á Austurlandi. Út- Virkjanir Algjört óráð er að binda meiri orku en þegar er orðið í málmbræðslum, segir Hjörleifur Guttorms- son, hvort sem er á Austurlandi eða annars staðar. gáfa sveitarstjórnarsambandsins verður að teljast óeðlilegt tiltæki, meðal annars í ljósi veralegrar andstöðu við málið heima fyrir. Ritlingur SSA er heldur ekki ein- Hjörleifur Guttormsson skorðaður við Austurland heldur felst í honum almenn gylling á stóriðju sem helsta úrræði í at- vinnuþróun landsmanna. Væri ekki nær fyrir forystu sambandsins að eyða takmörkuðum fjármunum í að kynna og leita stuðnings við líf- vænlegar hugmyndir í atvinnuþró- un í stað þess að róa með þessum hætti fyrir mengandi risaál- bræðslu, sem fellur hvorki að aust- firskum né íslenskum aðstæðum. Vísasti vegurinn til hrömunar mannlífs á Austurlandi er að beita sér fyrir slíkum úreltum hugmynd- um og sárt til þess að vita að ráða- menn eyði kröftum sínum í þá iðju. Gjörbreytt viðhorf Undanfarin ár hafa skapast gjör- breytt viðhorf í orkumálum Islend- inga. Vegna almennrar kröfu um umhverfisvernd og hlífð við hálendi Islands og helstu náttúraperlur í landinu er ljóst að aðeins brot af því vatnsafli sem talað hefur verið um að virkja verður í reynd til ráð- stöfunar. Risaálbræðsla á Austur- landi með 500 þúsund tonna árs- framleiðslu myndi taka til sín jafn- mikið af raforku og nú er framleidd í landinu. Fram era komnar metn- aðarfullar og jákvæðar hugmyndir um vetnissamfélag á íslandi, þar sem innlend mengunarlaus orka kæmi í stað jarðefnaeldsneytis. I þessu skyni þyrfti að virkja og framleiða tvöfalt meiri orku en færi í umrædda risaálbræðslu. Það mun reynast ærið viðfangsefni að ná sátt um virkjanir sem til þarf í þessu skyni, svo og til að bregðast við vexti almenns markaðar. Al- gjört óráð er að binda meiri orku en þegar er orðið í málmbræðslum, hvort sem er á Austurlandi eða annars staðai'. Hér þarf að skapa sátt um sjálf- bæra orkustefnu sem lið í vist- vænni atvinnuþróun á Islandi. Slíku verkefni ættu forsvarsmenn Austfirðinga að leggja lið í stað þess að berja hausnum við stein. Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.