Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 68
J MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF mo. NETFANG: RITSTJ(SMBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Góð loðnuveiði meðfram allri suðurströndinni - styttist í hrygningu Dagur við nótt í veiðum o g vinnslu LOÐNA veiðist nú meðfram allri suðurströndinni, allt frá Hornafirði vestur í Reykjanesröst, eftir kalsa- tíð í síðustu viku. Víða hefur mynd- ast löndunarbið á þeim stöðum sem næst eru miðunum og eru jafnvel dæmi um að skipin hafi siglt með aflann norður fyrir land, til Siglu- fjarðar, til löndunar. Sjómenn segja ' vetrarvertíðina hafa einkennst af ótíð, loðnan hafi verið erfið við að eiga og sé því mikilvægt að ná sem mestu magni á land á meðan veður haldist skaplegt. Aðeins sé nú um vika í að íyrsta loðnan hrygni og því verði að leggja dag við nótt í veiðum og vinnslu, enda gríðarleg verðmæti í húfi. Hrognataka hófst m.a. í Grinda- vík, Helguvík og Vestmanneyjum, en frysting var sums staðar í gangi á Austfjörðum. „Það er verið að ^■frysta loðnu úr eystri göngunni fyr- ir austan og bytjað er að taka hrognaprufur fyrir sunnan,“ sagði Jarðskjálft- ar í Eyja- fjallajökli Steindór Gunnarsson, markaðs- stjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. Hann sagði að hrognafyil- ingin væri um 23% á veiðisvæðinu við suðurströndina en um 17% til 18% íyrir austan. „Þetta er allt á beinu brautinni," sagði hann. „Það er verið að frysta á Vopna- firði fyrir Japan en ætli það sé ekki svanasöngurinn," sagði Pétur Is- leifsson hjá íslenskum sjávarafurð- um og bætti við að hrognataka færi að hefjast fyrir austan. Samtais um 51.000 tonnum hafði verið landað hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar í gær og sagði Haukur Bjömsson útgerðarstjóri að fryst- ingu væri sennilega lokið en vænt- anlega yrði byrjað að taka hrogn á morgun. „Við höfum fryst um 1.100 tonn fyrir Japansmarkað en mér sýnist að þeir vilji ekki meira af þessari smáloðnu," sagði hann. „Við höfum sent einn bát á miðin til að ná í hrognaloðnu og hann ætti að koma aftur á miðvikudag en síð- an sendum við fleiri út í kjölfarið. Það er loðna alls staðar en þessi hrognatökuloðna virðist núna vera á svæðinu frá Vestmannaeyjum að Reykjanesi," sagði Haukur. Nánast að veiðum í innsiglingunni „Við fengum 800 tonn í Reykja- nesröstinni en svo dýpkaði á henni,“ sagði Sveinn ísaksson, skipstjóri á Víkingi AK, í gær og bætti við að vel gengi hjá bátum við Vestmanna- eyjar og austur í bugtum. „Menn eru farnir að huga að hrognum og spá í hrognatöku," sagði Sveinn. „Það er engin frysting hjá okkur núna en hrognatakan er að byrja,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson, markaðsstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Hjalti Bogason hjá Fiskimjöli og lýsi í Grindavík tók í sama streng. „Það er gegndar- laus veiði og þeir eru nánast að veiða í innsiglingunni héma en fyrir vikið er nokkur löndunarbið. Hins vegar er verið að kreista á fullu.“ Morgunblaðið/Golli BENEDIKT Kristbjörnsson, löndunarstjóri hjá Fiskimjöli og lýsi í Grindavík, með sýnishorn af hrognavinnslu gærdagsins. Morgunblaðið/Sigurgeir MIKIL loðnuveiði var um helgina og hófst hrognataka m.a. í Vest- mannaeyjum þar sem stúlkurnar í ísfélaginu höfðu í nógu að snúast. Fyrirhugnð sala Áburðarverksmiðjunnar rædd á Alþingi V eldur óvissu um vetnisframleiðslu SNARPUR jarðskjálfti, 3,5 á Richt- er, sem átti upptök í norðanverðum Eyjafjallajökli, fannst víða á Suður: landi laust fyrir klukkan 14 í gær. í .-j_ kjölfarið komu nokkrir minni skjálftar. Barði Þorkelsson, jarð- skjálftafræðingur á Veðurstofu Is- lands, sagði að þetta væri stærsti skjálfti sem komið hefði á þessum slóðum í meira en áratug. Barði sagði að jarðskjálftahi-inur, sem átt hefðu upptök í Eyjafjalla- jökli, hefðu komið í gegnum árin. Það sem væri merkilegt við þessa hrinu væri hvað fyrsti skjálftinn hefði verið stór. Hann hefði fundist vel undir Eyjafjöllum, í Fljótshlíð, Landeyjum og á Hvolsvelli. . A Ekkert bendir til eldgoss Ofan við Varmahlíð undir Eyja- fjöllum urðu húsráðendur varir við að klakabrynja, sem myndast hafði yfir foss í klettunum, hrundi niður ásamt grjóthnullungum þegar jarð- skjálftinn reið yfir. Eyjafjallajökull er virk eldstöð, '^jæm síðast gaus 1821-23. Barði sagði að þessi hrina benti ekki til að eldgos væri að hefjast. TVEIR þingmenn Framsóknar- flokksins, þeir Hjálmar Ámason og Guðni Ágústsson, vöruðu í gær við sölu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi og sögðu hana valda óvissu um verksmiðjureksturinn og um áform nýstofnaðs vetnisfé- lags, Vistorku hf., sem Áburðar- verksmiðjan á aðild að. Stjómar- andstæðingar tóku undir gagnrýni þingmannanna tveggja við utan- dagskráramræðu um málið á AI- þingi í gær. Guðmundur Bjamason landbún- aðarráðherra sagðist myndu leggja fram á ríkisstjómarfundi í dag til- lögu einkavæðingamefndar um að 1.275 milljóna króna tilboði Har- aldar Haraldssonar yrði tekið. Hann benti á að það væri 275 millj- ónum króna hærra en fyrirfram gefið lágmarksverð. KEA í áburðarinnflutning? Eiríkur S. Jóhannsson, kaupfé- lagsstjóri KEA, segist gera ráð fyrir að áburðarinnflutningur auk- ist á næstunni. Hann útilokar ekki að KEA hefji eigin innflutning. Ei- ríkur spáir því að aukin harka fær- ist í samkeppnina um áburðarsölu. Markaðshlutdeild Áburðarverk- smiðjunnar hefur undanfarin tvö ár verið yfir 90%. Áburðarsala hér á landi fer að mestu leyti fram í gegnum umboðsaðila og þar era KEA, Kaupfélag Árnesinga, Kaup- félag Borgnesinga og Sláturfélag Suðurlands umsvifamest. Stærsti irinflytjandi áburðar er fyrirtækið Isafold, sem er í eigu Bananasöl- unnar hf. ■ KEA útilokar ekki/2 ■ Varar við sölu/10 Vísa gjald- heimtu til Samkeppn- isstofnunar STJÓRNENDUR Máls og menn- ingar ætla að leita allra leiða til að fá nýrri gjaldskrá fyrir útgáfu og birtingu gagna frá Landmælingum Islands hnekkt en þeir telja að gjaldskráin eigi sér ekki lagastoð. Hefur lögfræðingum fyrirtækisins verið falið að skoða málið. Einnig hefur verið ákveðið að óska eftir áliti Samkeppnisstofnunar á rétt- mæti þess hvernig að gjaldtökunni er staðið, en forsvarsmenn Máls og menningar telja óeðlilegt að þurfa að sæta því að sækja sérstaklega um leyfi til Landmælinga vegna út- gáfu korta og leggja allar áætlanir sínar um kortaútgáfu fyrir keppi- nautinn. Endurskoðuð gjaldskrá gagnrýnd Mál og menning mun síðar í þess- ari viku gefa út þrjú ný landsfjórð- ungakort af íslandi og að sögn Hall- dórs Guðmundssonar, útgáfustjóra Máls og menningar, var ákveðið að greiða umrædd leyfisgjöld sam- kvæmt gjaldskrá Landmælinga með þeim fyrirvara að íyrirtækið telji að hún eigi sér ekki stoð í lög- um og að leitað verði allra leiða til að fá henni hnekkt. Umhverfisráðuneytið gaf út nýja gjaldskrá á síðasta ári fyrir útgáfu og birtingu gagna frá Landmælingum á prentuðu formi sem sætti harðri gagnrýni. Varð það til þess að gjaldskráin var end- urskoðuð og hún gefin út að nýju fyrr á þessu ári. Að sögn Halldórs er ýmislegt til bóta í nýju gjald- skránni en þó eru óbreytt þau grundvallaratriði sem varða gjald- heimtu og leyfi til kortagerðar og kortaútgáfu sem fyrirtækið getur ekki sætt sig við. „Við geram engan ágreining um að borgað sé íyrir þau tölvugögn sem við fáum frá Landmælingum. Okkur finnst hins vegar hart að þurfa að borga þennan nefskatt eða birtingargjald af hverju framleiddu korti,“ segir Halldór. Kortin að stærstum hluta unnin af Máli og menningu Hann gagnrýnir einnig hvernig að gjaldtökunni er staðið, en skv. gjaldskránni þarf að sækja skrif- lega um leyfi til Landmælinga vegna útgáfu korta og skýra frá því í umsókninni hvert sé upplag þeirra korta sem birta á, stærð og staðsetning o.fl. Halldór bendir á að umrædd kort séu að stærstum hluta unnin af kortagerðarmanni Máls og menningar. Landmæling- ar setji hins vegar einhliða skil- mála fyrir birtingarleyfinu og ákveði einhliða í hvaða gjaldflokki fyrirtækið lendi. „Við teljum að okkar kortagerð- armaður eigi síst minna í þessum kortum en þeir og jafnvel meira, því þótt stuðst sé við hæðarlínur, vötn og vegi frá þeim, þá er áferð okkar korta allt önnur en þeirra og þau era teiknuð fyrir okkur og engan annan. Blaðskiptingin er önnur en tíðkast hefur, mælikvarðinn er ann- ar en hefur verið á þeirra kortum og bakhliðin er sérstaklega unnin fyrir okkur, þar sem eru myndir af helstu ferðamannastöðum og upp- lýsingar á fjóram tungumálum. Engu að síður innheimta þeir gjöld af okkur nánast eins og við séum að gera sérútgáfu af þeirra kortum,“ segir Halldór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.