Morgunblaðið - 04.03.1999, Side 8

Morgunblaðið - 04.03.1999, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nei góði, það er X-D gat næst. @ Husqvarna Husqvarna heimilistækin eru komin aftur til landsins. Þau taka á móti gestum í verslun okkar alla virka daga frá 9:00- 18:00. Endurnýjum góð kynni! Ráðstefna um endurhæfingu MG-sjúkra Góður árangur í Finnlandi MG-félag íslands, Myasthenia Gravis, heldur ráðstefnu um endurhæf- ingu MG-sjúki-a á morg- un klukkan 13.30 á Hótel Sögu A-sal. Félag þetta var stofnað 29. maí 1993 og er formaður þess Ólöf S. Eysteinsdóttir. Á ráð- stefnunni verða haldnir þrír iyrirlestrar, fínnsk- ur taugasálfræðingur, Tarja Ketola, flytur fyr- irlestur um endurhæf- ingu MG-sjúkra á tauga- endurhæfingarstöðinni Masku í Finnlandi og einnig talar Tarja Sal- minen og segir frá reynslu sinni af þessari endurhæfíngu, en hún hefur strítt við þennan Finnbogi Jakobsson sjúkdóm um árabii. Loks kynnir Finnbogi Jakobsson læknir MG- sjúkdóminn. Hann var spurður hvemig þessi sjúkdómur lýsti sér helst? „Myasthenia Gravis er nefnt vöðvaslensfár á íslensku. Þetta er sjálfsónæmissjúkdómur sem lýsir sér í því að það verður truflun á flutningi boðefíia frá taugum yfir á vöðva vegna þess að viðtækin sem boðeíhin hafa áhrif á í vöðvunum hafa skemmst vegna þess að mótefni bindast þeim. Þetta lýsir sér með vöðvaslappleika sem get- ur komið fram í augnvöðvum með tvísýni. í tal- og kyngingarvöðvum með þvoglumælgi og kyngingar- erfiðleikum og í útlimavöðvum með vöðvamáttminnkun. Ein- kennin era mjög breytileg og era mest eftir áreynslu en minnka oft við hvíld.“ -Hvað er mest einkennandi fyrir sjúkdóminn ? „Máttminnkunin í andlitsvöðv- um veldur því að fólk verður oft sviplaust. Það á ei’fitt með að brosa og augnlokin vilja hanga. Það verður líka gjarnan nefmælt vegna máttminnkunar í koki. Það á stundum erfitt með að lyfta höfði vegna máttminnkunar í háls- og hnakkavöðvum og einnig á það erfitt með að vinna með hendurnar upp fyrir sig vegna máttminnkunar í upphand- leggsvöðvunum. Þá á það einnig í erfiðleikum með að ganga upp eða niður stiga vegna mátt- minnkunar í fótum. Mikill breyti- leiki er í dreifingu máttminnkun- ar milli sjúklinga, sumir eru með mest áberandi einkenni í andliti og höfði en aðrir í útlimum.“ - Hver eru fyrstu einkenni þessa sjúkdóms? „Þau geta verið mjög væg og oft erfítt að greina hann í upp- hafi. Einkenni lýsa sér fyrst og fremst sem mikil þreyta og lítils- háttar máttminnkun af og til. Síðan fara einkenni hægt vax- andi og aukast eftir ________________ álag og áreynslu, Einkennin jafnvel þanmg að ein- staklingurinn getur ekki gert ákveðna hluti en fær síðan máttinn aftur eftir hvfld. Ein ► Finnbogi Jakobsson er fæddur 1956 í Karlskrona í Svíþjóð en ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð 1975 og læknaprófi frá Háskóla íslands árið 1981. Sémám og störf stundaði hann í taugalæknis- fræði við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi til ársins 1994 er hann fluttist til íslands. Doktor- sprófi lauk Finnbogi við Karof- inska sjúkrahúsið 1991. Hann starfar nú á taugalækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og er dósent í taugalæknisfræði við Háskóla Islands. Finnbogi er kvæntur Elínu Flygenring lög- fræðingi og eiga þau tvær dætur. eru mjog breytileg eru til staðar er mjög auðvelt að greina hann við læknisfræðilega skoðun en þegar einkenni eru væg eða óvenjuleg þá getur greiningin orðið vandasamari. Greiningin byggist á blóðprófi þar sem mæld era mótefni sem ráðast á ascetylkolinviðtæki í taugavöðvamótunum. Síðan er einnig hægt að greina þetta með taugalífeðlislegum mælingum, þar sem annars vegar er hægt að raferta vöðvann endurtekið og fá þannig fram máttminnkun í hon- um og hins vegar er með sér- stakri nálaraðferð hægt að mæla boðflutninginn yfir tauga- vöðvamótin sem er minnkaður í þessum sjúkdómi.“ - Hvað er helst til ráða? „Annars vegar er beitt ein- kennameðferð og hins vegar meðferð við bólgusvörun sjálfsónæmissjúklingsins. Gefin era lyf til að auka magn boðefna sem aftm’ eykur vöðvakraft og lyf til að minnka mótefnafram- leiðslu. Loks er hóstakirtillinn einstaka sinnum fjarlægður. Þetta er langvinnur sjúkdómur sem þarfnast langrar meðferðar. 60 til 70% sjúklinga geta búist við að ná góðum bata á nokkrum __________ árum. Á íslandi er vitað um 17 einstak- linga með Myast- henia Gravis en sam- anborið við erlendar rannsóknir ættu þeir kennandi er að sjúklingar era miklu betri á morgnana en versna eftir því sem líður á dag- inn. Ýmsir ytri þættir svo sem aðrir sjúkdómar, lyf, aðgerðir og meðganga geta gert sjúkdóminn verri og greinist hann oft í tengslum við slíkt.“ - Hvernig er þessi sjúkdómur greindur? „Þegar dæmigerð einkenni að vera milli 20 og 25 þannig að ógreindir einstaklingar geta leynst hér. Endurhæfing hefur ekki verið liður í meðferð MG- sjúklinga til þessa. í Finnlandi hefur verið starfrækt kerfis- bundin endurhæfing frá 1991 hjá þessum sjúklingum og era þeir fremstir á Norðurlöngum á þessu sviði, það er því mikill fengur að fá að njóta reynslu þeirra á þessu sviði.“ ; I 1 1 f | I fítffiwiirr^ _____________________jHiaiiL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.