Morgunblaðið - 04.03.1999, Síða 15

Morgunblaðið - 04.03.1999, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 15 Alþjóðlegur bænadagur kvenna ALÞJÓÐLEGUR bænadagur kvenna er á fostudag, 5. mars, en þann dag hittast konur hvarvetna og biðja fyrir sameiginlegu málefni og njóta samfélags hver við aðra. í ár verður sérstaklega beðið fyrir kristnum konum í Venezúela. Af því tilefni verður bænasamkoma í Akureyrarkirkju kl. 20.30 á föstudagskvöld og eru allar konur velkomnar. Samkoman er skipulögð af konum í öllum trúfélögum og ætluð öllum þeim sem vilja eiga samfélag við aðrar kristnar konur og leggja sitt af mörkum til að bæta hag kvenna í Venezúela. Fyrir 55 ára og eldri Skúlagata 40A „penthousea Vorum að fá í einkasölu glæsilega 163 fm „penthouse“- íbúð á tveimur hæðum ásamt stæði í bílgeymslu. Tvennar svalir. Sólstofa. 3 svefnherb. 2 glæsileg baðherb. Stór stofa og borðstofa. Parket, marmari og fiísar á gólfum. Gegnheilt mahóní handrið á milli hæða. Sveinbjörn og Birna taka á móti ykkur frá kl. 14.00 í dag. Fasteignasalan Gimli, Þórsgötu 26, sími 552 5099. Tríó Ólafs Stephensen í Deiglunni TRÍÓ Ólafs Stephensen leikur á tón- leikum á vegum Jazzklúbbs Akur- eyrar á heitum fimmtudegi í kvöld, fímmtudagskvöldið 4. mars, en þeir hefjast kl. 21. Þeir félagar Tómas R. Einarsson, Guðmundur R. Einarsson og Ólafur Stephensen eru löngu landsþekktir fyrir skemmtilegar útfærslur á „al- þýðulögum" sem þeir hafa fært í sveiflubúning. Einkunnarorð þeirra hafa verið að hafa ánægjuna í fyrir- rúmi og kemur það heim og saman við þær vinsældir sem tríóinu hafa hlotnast. Tríóið hefur leikið saman í um tíu ár og víða farið, m.a til Bandaríkj- anna, Grænlands, Suður-Ameríku, Malasíu og Taílands. Þeir leika lög úr kvikmyndum, gömul kúrekalög, kurteislegar blússtrófur, dægurflug- ur, þjóðlög, sálmalög og lög úr smiðju Atla Heimis, Mozarts og Ell- ingtons. A hverjum tónleikum flytja þeir eitthvert nýtt efni sem mótast af þeirri stemmningu sem skapast hverju sinni. Nokkur fyrirtæki á Akureyri eru aðalfjárstoð tónleikanna, Búnaðar- bankinn, Café Karólína, Fosshótel, Rarik, Pricewater-housecoopers og VSÓ ráðgjöf Akureyri. Aðgangseyr- ir er innifalinn í árgjaldi félaga í Jazzklúbbi Akureyrar og þá er ókeypis fyrir skólafólk, en annars er aðgangseyrir 1.000 krónur. Tríóið djassar fyrír Þingeyinga á Hótel Húsavík á fóstudagskvöld kl. 21. ---------------- Veðurklúbburinn á Dal- bæ í Dalvíkurbyggð Mikill snjór í mars „ÞAÐ á eftir að snjóa meira og þó uokkuð meira,“ segir í spá Veður- klúbbsins á Dalbæ fyrir marsmán- uð og þykir mörgum þó nóg kom- ið. Febrúarspá klúbbsins gekk vel eftir og nú hafa félagarnir í klúbbnum spáð f veðrið í mars þó erfiðlega hafi gengið að kalla sam- an fund þar sem 90% klúbbfélaga hafa legið í rúminu vegna veik- inda. Gangi spá félaganna eftir mun snjóa mikið í mars og veðrinu svipa til þess sem var í sfðasta mánuði. Seinni hluti mánaðarins verður vindasamur, jafnvel vest- lægar áttir, en nú í fyrri hluta hans verður meira um norðlægar áttir. „Við getum átt von á tveimur góðum hríðarskotum og gæti ann- að skotið slegið hátt upp í veðrið um og eftir miðjan febrúar," segir í spá klúbbfélaga. Útivistarfólk geti átt von á örfáum góðum og björtum dögum og þá eins gott að grípa tækifærið. Miðað við það hvernig veðrið á Góunni byrjaði eru félagarnir á Dalbæ sannfærðir um að sumarið verði gott en einnig má nefna að þeir spá því að jarðskjálftar verði í fréttum f þessum mánuði. Þú átt leik Tcfldu á mátnetinu Þú getur teflt á netinu. Þú getur skorað á fólk í skák. Þú getur farið yfir skákir þínar að leik loknum. Þú getur fylgst með skákum annarra. Við gefum skákstig og höldum lista yfir stigahæstu skákmenn. Við höldum skákmót. Það kostar ekkert að vera með. mim MÁTNETIÐ matnet.simnet.is Það er markmið Símans Internet að auka möguleika Internetnotenda til samskipta sín á milli. Við erum leiðandi í að prófa og kynna nýjar aðgangsleiðir inn á Internetið. Skákþjónninn er ein af leiðunum til þess. Mátnetið er samstarfsverkefni Símans Internet og Skáksambands íslands. SKÁKSAMBAND ÍSLANDS SÍMINNi.ntérnet> www.simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.