Morgunblaðið - 04.03.1999, Page 43

Morgunblaðið - 04.03.1999, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 43 Safnaðarstarf Alþjóðlegur bænadagur kvenna UM allan heim koma kristnar konur saman til bæna fyrsta fbstudag í mars ár hvert. Hér á Islandi hafa konur komið saman þennan dag áratugum saman til að biðja fyrir fólki í fjarlægum löndum, konur úr mörgum kirkju- deildum og á öllum aldri. Sem fyrr verða bænastundir víða um land í tilefni bænadagsins. I Reykjavík verður haldin samkoma í Háteigskirkju að kvöldi föstudagsins 5. mars kl. 20.30. Að henni standa konur úr Aðventkirkjunni, Aglow Reykjavík, Fríkirkjunni í Reykjavík, Hjálpræðishernum, Hvítasunnu- kirkjunni, Kaþólsku kirkjunni, KFIJK, Kristniboðsfélagi kvenna og Þjóðkirkjunni. Orgelleikari er Sig- rún Eckhoffs og Sigrún Jónsdóttir, 13 ára, leikur á fíðlu. Stjómandi er Katla Kristín Ólafsdóttir ásamt sr. Maríu Agústsdóttur. Ræðukonur eru þrjár, Þórdís Agústsdóttir, for- maður KFUK, Ásgerður Margrét Þorsteinsdóttir frá Hvítasunnukirkj- unni og Norunn Rasmussen frá Hjálpræðishernum í Noregi. Bæði konur og karlar eru hjartanlega vel- komin í Háteigskirkju á Alþjóðleg- um bænadegi kvenna. Dr. Einar Sigurbjörnsson í Hafnarfjarðar- kirkju DR. EINAR Sigurbjömsson, pró- fessor í trúfræði, heldur fræðsluer- indi í Strandbergi tvo laugardags- morgna í mars. Þann 6. mars mun hann fjalla um kristna guðsmynd og trú og 13. mars mun hann fjalla um gmnnstef Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Erindin hefjast kl. 11. Að þeim loknum er boðið upp á sam- ræður og léttan hádegisverð þátttak- endum að kostnaðarlausu. Fyrir nokkmm missemm flutti faðir Einars, dr. Sigurbjöm Einars- son, biskup, fræðslueeiindi á laugar- dagsmorgnum um guðrækni og kristna íhugun í Hafnarfjarðai'kirkju og Strandbergi. Fjöldi manns sótti þessi merku erindi og var mjög góð- ur rómur gerður að þeim. Þess er vænst að þessi fræðsluerindi dr. Ein- ars verði líka vel sótt. Altaris- sakramentið FIMMTUDAGINN 4. mars kl. 20.30 verðui- fræðslukvöld í Seljakirkju. Þar flytur sr. Valgeh- Ástráðsson er- indi um innihald og merkingu altar- issaki-amentisins. Erindi þetta er hið fjórða og síðasta í röð erinda á veg- um Reykjavíkurprófastsdæmis eystra um helgihald kh-kjunnar og helstu áherslupunkta þess. Fyrirlesturinn er öllum opinn og umræður og kaffi á eftir. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14-17. Biblíulestur kl. 20.30 í safnaðarheimili Áskirkju. Jóhannes- arbréf lesin og skýrð. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Bústaðakirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla ald- urshópa í safnaðarheimilinu á milli kl. 14-16. Hallgrimskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun, altaris- ganga. Léttur málsverður í safnað- arheimili eftir stundina. Fundur Kvenfélags Hallgrímskirkju kl. 20. Elísabet Sigurgeirsdóttir flytur er- indi í máli og myndum um Halldóru Bjamadóttur. Dómhiidur Jónsdóttir segir frá kynnum sínum af Halldóru og Björg Þórisdóttir les ljóð eftir uppáhaldshöfund Halldóru, Matthías Jochumsson. Gestir velkomnir. Iláteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17. í auga stormsins, kyrrð, íhugun, bæn, lofsöngur og fræðsla. Kl. 19.30 innri íhugun. Kirkjan opn- uð kl. 19.15 til kynningar fyrir þá sem era að koma í fyrsta skipti. Kl. 20.15 trúarreynsla - fræðsla, kl. 21 Taizé-messea. Langholtskirkja. Opið hús fyrir for- eldra yngri barna kl. 10-12. Fræðsla: Umhirða húðar. Jóna Margrét Jóns- dóttir, hjúkranarfræðingur. Söng- stund. Passíusálmalestur og bæna- stund kl. 18. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel frá kl. 12. Léttur málsverður að stundinni lokinni. Samvera eldri borgara kl. 14. Hróbjartur Amason guðfræðingur frá Viðskipta- og tölvuskólanum flytm- erindi um eldri borgara og tölvutækni. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra laugardag 6. mars kl. 15. Farið í Gerðasafn í Kópavogi og sýning Svölu Þórisdóttur Salman skoðuð. Allir velkomnir. Þátttaka tilkynnist í síma 511 1560 í dag og á morgun föstudag milli kl. 10-12. Selljarnameskirkja. Passíusálma- lestur kl. 12.30. Starf fyrir 9-10 ára böm kl. 17-18.15. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Fræðsluerindi í prófastsdæminu fyr- ir almenning sem verða í Seljakirkju í febrúar og marsmánuði á fimmtu- dögum kl. 20.30 og munu fjalla um: Táknmál kirkjunnar. Sr. Valgeir Ástráðsson flytur erindið í kvöld sem nefnist: „Altarissakramentið“. Um- ræður um efnið og kaffi á eftir. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn á föstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12 í umsjá Fjólu Grímsdóttur og Bjargar Geirdal. Leikfimi aldr- aðra kl. 11.15. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Bænarefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar, einnig má setja bænarefni í bæna- kassa í anddyri kirkjunnar. Felia- og Hólakirkja. Starf fyrir 11- 12 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. Áhugaverðir fyrirlestrar, létt spjall og kaffi og djús fyrir börn- in. Kyrrðarstundir í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, fyrirbænir, altarisganga og léttur hádegisverður. I-Ijallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára böm kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf eldri borgara í dag kl. 14-16 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir 9- 12 ára stráka er í dag kl. 17.30. Fræðslukvöld kl. 20.30 fyrir almenn- ing. Sr. Valgeh' Ástráðsson fjallar um altarissakramentið. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára böm frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6. Æskulýðsfundur kl. 20-22. Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12 í Vonar- höfn. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl. 17- 18.30 í Vonarhöfn. Vídalínskirkja. Bæna og kyrrðar- stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bibl- íulestur kl. 21. Víðistaðakirkja. Foreldramorgun milli kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12 árabörnkl. 17-18.30. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. , Keflavíkurkirkja. Æfingar ferming- arbarna í kirkjunni. Þau sem ferm- ast 21. mars kl. 10.30 komi fimmtu- daginn í kirkjunni kl. 14.30 og þau sem fermast 21. mars kl. 14 komi í kirkjuna kl. 15.10. Þau sem fermast 28. mars kl. 10.30 komi í kirkjuna kl. 15.50 og þau sem fermast 28. mars kl. 14 komi í kirkjuna kl. 16.30. Kirkjan opin kl. 16-18. Kyrrðar-, fyr- irbæna- og fræðslustund í kirkjunni kl. 17.30-18. Sr. Ólafur Oddur Jóns- son ræðir um ábyrgð fjölmiðla. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 14.30 helgistund á sjúkrahúsinu i dagstofunni á 2. hæð. Kl. 17 TTT7‘ Kirkjustarf 10-12 ára krakka. Kl. 20.30 opið hús í unglingastarfinu í KFUM & K húsinu. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 lof- gjörðarsamkoma. Ofurstarnh- Nor- unn og Roger Rasmussen. © Husqvarna ■1 Husqvarna heimilistækin eru komin aftur til landsins. Þau taka á móti gestum í verslun okkar alla virka daga frá 9:00- 18:00. Endurnýjum góð kynni!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.