Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 53
hve hann var vel gefinn og heil-
steyptur raaður.
Elsku Guðmundur! Þú heyrir von-
andi til mín handan við móðuna
miklu. Ég vil þakka þér af öllu
hjarta íyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig og fjölskyldu mína. Megi
almættið vaka yfir þér og ástvinum
þínum um ókomna tíð.
Mínerva M. Haraldsdóttir.
Við minnumst Guðmundar Ólafs-
sonar úr læknadeild Háskóla Is-
lands sem úrvals félaga í starfi og
leik. Hann var ljúfur og hlýr í við-
móti, oftast glaðbeittur og leitaðist
við að varpa kímni og birtu á
augnablikin í dagsins önn. Strax á
námsárunum átti Guðmundur eig-
inkonu og fjögur börn, en þrátt fyr-
ir annríki urðu samverustundir
okkar utan námsins þó nokkuð
margar. Minnisstæð eru atvik í
gleðskap þar sem Guðmundur með
lipurri mælsku sinni bjargaði félög-
um úr vanda. Hann var í fremstu
röð í fótboltaleikjum okkar við
dönsku læknanemana í Skotlandi
krufningasumarið 1967.
Árin hafa liðið hratt og sífelþt
orðið lengra milli endurfunda. A
tuttugu ára útskriftarafmæli okkar
1992 komum við saman, og þá
kynnti Guðmundur fyrir okkur
seinni eiginkonu sína. Þegar við
komum saman í fyiTa var hann for-
fallaður. Við höfum sannreynt að
Guðmundur var góður læknir.
Hann var glöggur og afkastamikill í
starfi og gæddur farsælli dóm-
greind. Það stuðlaði að einstaklega
góðu sambandi hans við sjúklinga
hversu vel hann hlustaði á fólk.
Guðmundur stundaði læknis-
starfið af kappi, einnig eftir að
hann fékk það mein sem dró hann
til dauða. Hann lét ekki deigan síga
og starfaði síðast á lækningastof-
unni nú í janúar.
Við sendum ástvinum Guðmund-
ar Ólafssonar hugheilar samúðar-
kveðjur vegna ótímabærs fi’áfalls
hans. Blessuð sé minning hans.
Læknakandidatar frá
Háskóla íslands 1972.
Enn er höggvið skarð í hóp okk-
ar sjálfstætt starfandi heimilis-
lækna. Fyrir 15 mánuðum kvödd-
um við starfsbróður okkar, Ragnar
Arinbjarnar, og nú er Guðmundur
Ólafsson látinn, langt um aldur
fram. Banamein þeirra beggja var
lungnakrabbamein.
Síðastliðið ár var Guðmundi ein-
staklega erfitt, því auk sjúkdóms-
stríðsins missti hann einn þriggja
sona sinna. Hann lét samt ekki
bugast og reyndi að sinna læknis-
störfum fram undir hið síðasta.
Hann sýndi þannig styrk og æðru-
leysi.
Guðmundur var afar þægilegur
maður í umgengni og ávann sér
vinsældir starfssystkina og annars
samstarfsfólks, bæði á Læknastöð
Austurbæjar, þar sem læknastofa
hans var og hjá Læknavaktinni.
Guðmundur lauk embættisprófi
frá læknadeild Háskóla íslands
með 1. einkunn árið 1972. Hann
hafði þá þegar öðlast nokkra starfs-
reynslu í heimilislækningum og að
námi loknu starfaði hann m.a. í
nokkur ár sem héraðslæknir á Sel-
fossi. Hann hélt til framhaldsnáms í
heimilislækningum í Svíþjóð árið
1977 en eftir heimkomuna starfaði
hann á heilsugæslustöðinni á Akur-
eyri þar til hann opnaði eigin
læknastofu í Reykjavík fyrir 13 ár-
um. Guðmundur var vinsæll heimil-
islæknir og mun verða saknað af
skjólstæðingum sínum. I samskipt-
um sínum við okkur starfsbræður
hans í Félagi sjálfstætt starfandi
heimilislækna reyndist hann ávallt
traustur og stuðlaði að þeirri sam-
heldni, sem hefur einkennt hópinn
á undanfómum árum. I okkar röð-
um mun þessa góða drengs sannar-
lega verða saknað.
Um leið og ég kveð Guðmund
með þakklæti og virðingu sendi ég
eftirlifandi eiginkonu hans og öðr-
um vandamönnum samúðarkveðj-
ur.
Ólafur F. Magnússon.
Kveðja frá samstarfsfólki
á Læknamiðstöð Austurbæjar
Fallinn er í valinn, langt um aldur
fram, vinur okkar og samstarfsfé-
lagi, Guðmundur Ólafsson heimilis-
læknir, aðeins 54 ára að aldri. Guð-
mundur starfaði víða á sjúkrahús-
um við lækningar með námi í lækn-
isfræði við Háskóla íslands og eftir
að námi lauk á sjúkrahúsum í
Reykjavík og einnig í dreifbýlinu.
Eftir það lá leiðin til Svíþjóðar til
framhaldsnáms en hugur hans
hneigðist að heimilislækningum.
Þegar heim kom starfaði Guðmund-
ur sem heilsugæslulæknir á Akur-
eyri og Selfossi en hóf sumarið 1985
störf sem heimilislæknir á Lækna-
miðstöð Austurbæjar, Háteigsvegi
1. Þegar mest var störfuðu á
Læknamiðstöðinni fjórtán læknar í
hinum ýmsu sérgreinum læknis-
fræðinnar og var Guðmundur eini
heimilislæknirinn. Okkur hinum
varð fljótlega ljóst að Guðmundur
var ákaflega greiðvikinn og vinsæll
heimilislæknir, sem viuldi hvers
manns vanda leysa. Oft varð vinnu-
dagurinn langur því ofan á hin dag-
legu störf bættust vaktir í borginni
um nætur og helgar. Sérlega er
okkur minnisstæð góðvild og um-
hyggja Guðmundar fyrir öldruðu
fólki og þeim sem minna máttu sín
en þeim sýndi hann sérstaka nær-
gætni. Hann var glöggur við sjúk-
dómsgreiningar og farsæll læknir.
Hann lét sér mjög annt um sína
nánustu, eiginkonu og börn hennar
svo og börn sín af fyrra hjónabandi.
Segja má að samstarf okkar við
Guðmund hafi frá upphafi verið
ákaflega gott og ánægjulegt þannig
að aldrei bar skugga á. Upp í hugann
koma ferðir starfsfólks Læknamið-
stöðvaiinnar og maka þeirra bæði
innan lands og utan en í þeim ferðum
nutu Guðmundur og Birna eiginkona
hans sín vel og skemmtilegri ferðafé-
laga er vart hægt að hugsa sér.
Fyrir um það bil tveimur árum
syrti skyndilega í álinn þegar í ljós
kom að Guðmundur var haldinn
krabbameini. Eftir aðgerð var hann
þó mjög bjartsýnn á að lækning hefði
fengist og hóf að starfa aftur af full-
um krafti eftir að meðferð lauk. Þrátt
fyrir þessi miklu veikindi og önnur
áfoll í fjölskyldunni stóð Guðmundur
af sér stormana og hélt læknisstarf-
inu ótrauður áfram. Við sem störfuð-
um við hlið Guðmundar undruðumst
andlegt og líkamlegt þrek hans.
Fyrir fáeinum mánuðum varð
ljóst að sjúkdómurinn hafði tekið
sig upp og horfur ekki góðar. Þó
bar Guðmundur sig vel og gekkst
undir frekari meðferð í von um
bata. Þrátt fyrir ótrúlegan lífsvilja
og sálarstyrk varð Guðmundur að
lúta í lægra haldi fyrir illkynja sjúk-
dómi og lést hann umvafinn sínum
nánustu á Landspítalanum þann 24.
mars síðastliðinn. Blessuð sé minn-
ing góðs drengs og félaga. Við sam-
starfsfólk Guðmundar á Læknamið-
stöð Austurbæjar sendum fjöl-
skyldu hans innilegar samúðar-
kveðjur.
Samstarfsfólk Lækna-
miðstöð Austurbæjar.
Kæri vinur. Morguninn sem þú
fórst frá okkur heyrðum við í út-
varpinu flutt þessi orð: A grænum
grundum lætur þú mig hvílast, leið-
ir mig að vötnum þar sem ég má
næðis njóta, þótt ég fari um dimm-
an dal óttast ég ekkert illt því að þú
ert hjá mér, sproti þinn og stafur
hugga mig.
Þessi orð urðu okkur líka huggun
þegar við fréttum andlát þitt og að
þrautum þínum væri lokið.
Við kynntumst fyrst þegar þú
hittir hana Birnu þína og fylgdumst
með hvernig ást og umhyggja mót-
aði hina fallegu umgjörð um líf ykk-
ar sem þið byggðuð upp saman.
Ljúfmennska, góðvild og hlýja hafa
auðkennt öll okkar samskipti og
þakklæti er okkur efst í huga fyrir
allar góðu stundirnar. Það hefur
líka verið aðdáunai-vert að sjá af
hve miklu hugrekki og bjartsýni þið
tókust á vð áföllin sem að undan-
förnu hafa verið bæði mörg og stór.
Okkur er víst ekki ætlað að skilja
hvers vegna svona margt er lagt á
suma en aðra ekki. Við verðum
samt að trúa því að það hafi ein-
hvem tilgang. Aðdáunarvert hefur
verið hvernig hetjan okkar hún
Birna hefur staðið eins og klettm- í
öllum þessum áföllum.
Við söknum góðs vinar, ljúflings
sem allan vanda vildi leysa, höfð-
ingja heim að sækja, hjartahlýs og
elskulegs félaga.
Megi góður Guð vera með Birnu
og öllum aðstandendum og megi
minningamar um góðan og ljúfan
dreng hugga og verma á komandi
tímum.
Hvíl í friði og friður Guðs þig
blessi.
Gréta og Pétur.
Nú þegar skammdegið hopar fyr-
ir sólargeislunum ríkir sorg í hugum
okkar eftir að okkur barst sú fregn
að Guðmundur vinur okkar væri lát-
inn. Við áttum því láni að fagna að
kynnast Guðmundi eftir að Birna
vinkona okkar hafði kynnt okkur
fyrir sínum nýja lífsfórunauti.
Eftir því sem á samband þeirra
leið nutu þau samveru hvort annars
í hvívetna og ást þeirra blómstraði.
Við gerðum okkur fljótt grein fyrir,
hversu vel gerður og góður maður
Guðmundur var.
Ekki spillti fyrir vinskapnum að
áhugi okkar á stangveiði var svipað-
ur. Við fórum nokkrar ferðir til
veiða saman vítt og breitt um landið
að ógleymdum þeim ferðum sem
hann bauð mér í með sér í Sogið.
Má segja að þar hafi hann verið á
heimavelli því Guðmundur var
fæddur á Bíldsfelli í Grafningi. Á
stundum sem þessum í fríi og við
veiðar vita þeir sem til þekkja, að
góður félagsskapur skiptir miklu
máli. í félagsskap Guðmundar
skipti ekki máli þótt veiðin væri
dræm, því alltaf var hann léttlyndur
og hafði góða kímnigáfu. Tel ég mig
því mjög lánsaman að hafa fengið að
njóta þessara góðu samverustunda
með honum.
Guðmundur hafði einnig mikinn
áhuga á knattspyrnu og átti hann
sér sín uppáhalds lið bæði erlendis
og hér heima. Minnist ég oft, stuttu
eftir okkar fyrstu kynni, þegar við
hittumst á Laugardalsvellinum að
nýloknum bikarúrslitaleik. Sigur-
gleðin leyndi sér ekki á svip Guð-
mundar er við hittumst í stúkunni.
Til að milda vonbrigði mín sagði
hann við mig: „Jafntefli hefði nú
verið sanngjöm úrslit.“ Hann
skynjaði þó fljótt á gleðisvip mínum
að þama var hann að tala við sam-
herja en ekki áhanganda liðsins sem
beið lægri hlut. Ríkti því mikil gleði
er við komumst að því að við gátum
eftirleiðis farið saman á völlinn og
fylgst með okkar mönnum.
Guðmundur var læknir að mennt
og starfaði sem slíkur bæði hér
heima og erlendis. Því fannst okkur
hjónum, þó sérstaklega eftir hin
góðu kynni, að sjálfsagt væri að
Guðmundur yrði heimilislæknir fjöl-
skyldu okkar. Tók hann á móti okk-
ur af mikilli alúð eins og honum var
lagið. Alltaf var hann boðinn og bú-
inn ef eitthvað bjátaði á, ávallt mátti
heyra hann segja: „Elskurnar mín-
ar, hringið þið eins oft og þið þurf-
ið,“ jafnvel þó við hringdum seint að
kveldi. Fagmennska Guðmundar í
starfi var slík, að í nálægð hans fann
maður til fyllsta öryggis og áhyggj-
urnar hurfu eins og hendi væri veif-
að. Umhyggja hans fyrir skjólstæð-
ingum sínum var slík að allir þeir
sem til hans leituðu tengdust hon-
um sterkum tryggðarböndum.
Fyrir rúmum tveimur árum
greindist Guðmundur með alvarleg-
an sjúkdóm. Hafði náðst það góður
árangur í lækningu við vágestinn,
að við þorðum að vona að venjulegt
eftirlit nægði í nánustu framtíð. Sú
von dvínaði þegar Guðmundur tjáði
okkur fyrir stuttu, að sjúkdómurinn
hefði tekið sig upp að nýju og að
heilsa sín væri ekki nógu góð. Alltaf
var hann þó bjartsýnn og sannfærð-
ur um að sigurinn yrði hans að lok-
um og barðist hann fyrir því til síð-
asta dags.
Á stund sem þessari er eðlilegt að
maður velti fyrir sér tilgangi lífsins.
Við trúum því að Guðmundi hafi ver-
ið ætlað æðra verkefni á nýjum stað.
Minningar um góðan og kæran vin
eru okkur nú efst í huga, minningar
sem ekki verða frá okkur teknar.
Eg sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umveíji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Pó svíði nú sorg mitt hjarta
þásælteraðvitaafþví,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þ.S.)
Um leið og við kveðjum Guðmund
sendum við Birnu okkar, Þóru móð-
ur hans, sonum hans og öðrum að-
standendum hugheilar samúðar-
kveðjur.
Bjarni og Björg.
Vorið 1964 útskrifaðist stærsti
stúdentahópurinn sem útskrifaður
hafði verið frá Menntaskólanum í
Reykjavík, alls 209 manns. í þeim
hópi var Guðmundur Ólafsson og
reyndar í merkilegasta bekknum að
áliti okkar bekkjarsystkinanna,
nefnilega 6T, sem var eini blandaði
bekkurinn þetta ár.
Guðmundur kom úr Vogahverfmu
með nokkrum félögum þar og hafði
fengið gott vegamesti til námsins
sem honum sóttist ágætlega. Hann
féll vel í hópinn og var hvers manns
hugljúfi, nærgætinn og athugull og
mikill húmoristi. Guðmundur var
góður íþróttamaður og stóð okkur
flestum framar, hálfgerð íþrótta-
stjama í körfubolta og var hann
gerður að formanni Iþróttafélags
MR þar sem hann stóð fyrir mörg-
um uppákomum á því sviði.
Að stúdentsprófi loknu hélt hver í
sína áttina. Guðmundur var sá eini
okkar sem fór í læknadeild og út-
skrifaðist þaðan. Á eftir fylgdu
mörg ár þar sem hann ýmist dvald-
ist úti á landi eða erlendis við sín
störf og gat því samgangur við okk-
ur hin því ekki orðið mikill. Strák-
arnir í bekknum tóku fljótlega uppá
því að hittast í hádeginu svona einu
sinni í mánuði og á seinni ámm
bættust stelpumar í hópinn. Guð-
mundur hafði þá opnað sína lækna-
stofu í Reykjavík og fór að mæta
með okkur, stundum seint, enda
gengu sjúklingarnir fyrir. Hann
virtist hafa óendanlegan tíma til
þess að hlusta á þá og var því mjög
farsæll í sínu starfi.
Það var fyrir tveim ámm að Guð-
mundur greindist með krabbamein.
Hann taldi okkur trú um að þetta
væri aðeins tímabundinn verkur
sem hann myndi sigrast á. Á þess-
um tveim ámm mætti hann vel á
fundi okkar, eftir því sem heilsa
hans og tími leyfðu. Hann reyndi að
njóta lífsins til fulls með sinni ágætu
eiginkonu, Bimu, og lagðist í ferða-
lög um heiminn. Komu þau hjón víða
við og hreif hann okkur með sér í
frásögnum af ferðum þeirra hjóna.
Síðasti fundur okkar bekkjarfé-
laga sem Guðmundur mætti á var í
lok janúar. Þar var hann hress að
vanda, smáverkur í hægri hendi en
okkur öllum var ljóst af frásögn hans
að veruleg veikindi steðjuðu að.
Að loknu þessu alltof stutta ævi-
skeiði sínu viljum við bekkjarfélag-
ar þakka Guðmundi samfylgdina
sem var okkur öllum til mikillar
ánægju. Góðs drengs verður sárt
saknað af félögunum.
Bekkjarfélagar í 6T.
• Fleiri minningargreinar um
Guðmund Ólafsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
+
Þökkum öllum, sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við fráfall og útför
BJARGAR VALDIMARSDÓTTUR
frá Hrísey.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og vist-
mönnum á Dalbraut 27 fyrir umönnun og
vináttu við hina látnu.
Björn Friðbjörnsson,
Ástrún Jóhannsdóttir,
Sigurlaug Barðadóttir,
Haukur Hafliðason,
Hulda Jóhannsdóttir,
Guðrún Friðbjörnsdóttir,
Óli D. Friðbjörnsson,
Dagbjört Garðarsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Lokað
Læknastofur okkar í Domus Medica verða lokaðar eftir hádegi í
dag vegna útfarar GUÐMUNDAR ÓLAFSSONAR, heimilisiæknis.
Björgvin Á. Bjarnason,
Frosti Sigurjónsson,
Guðmundur Elíasson,
Ólafur Ingibjörnsson,
Sigurður Jónsson,
Svanur Sveinsson,
Sveinn R. Hauksson,
Valur Júlíusson.
Lokað
Vegna jarðarfarar GUÐMUNDAR ÓLAFSSONAR, iæknis, verða
læknastofur okkar í Kringlunni lokaðar eftir hádegi fimmtudaginn
4. mars.
Guðmundur B. Guðmundsson,
Gunnar Baarregaard,
Hafsteinn Skúlason,
ísak G. Hallgrímsson,
Konráð Sigurðsson,
Ólafur F. Magnússon.
Lokað
Vegna jarðarfarar GUÐMUNDAR ÓLAFSSONAR, læknis, verða
læknastofur okkar í Austurveri og Glæsibæ lokaðar eftlr hádegi
fimmtudaginn 4. mars.
Jón Gunnar Hannesson,
Sigurður Sigurðsson.