Morgunblaðið - 04.03.1999, Side 54

Morgunblaðið - 04.03.1999, Side 54
54 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ SÉRA Björn Halldórsson í Sauðlauksdal skrifaði bók um hússtjórn árið 1782. Bókina nefndi hann Arnbjörg. Þar fjallar hann um hannyrðir og hannyrðanám. Hann segir meðal annars að útmánuðir „frá miðjum vetri, sem er frá þorra komu og allt fram til hvítasunnu, eru handyrðatími húsmóðurinnar, þá er sólfar meir en fyrr og bjartara loft ti vandaverka, þá er og svo hent- ugur menntunartími ungra meyja til sauma, útsauma, út- pijóns og fleira þess háttar.“ Svo nú er lag! Þó nútímakonan hafi betra ljós árið um kring við handa- vinnu sína en konan í gamla bændasamfélaginu þá mun hækkandi sól og „bjartara loft“ alltaf hafa mikil áhrif hversu vel sem rafljósin lýsa. Dagsbirtan er ekki bara full- komið ljós sem lýsir vel á handverkið heldur er marg- sannað hversu góð áhrif það hefur á sálartetrið hjá fólki sem býr á norðurhveli jarðar. Það eru engin nútímasannindi því langt aftur í aldir alla leið til heiðni og enn lengra er að finna heimildir um miklar hátíðir sólinni til heiðurs á þeim tíma þegar hún fer að hækka á lofti. Varðandi liti þá er það ein- göngu dagsbirtan sem segir allan sannleikann um hvern- ig litur raunvei-ulega er og kannast eflaust flestir við það. Þó til sé á markaðnum rafljós sem á að líkja eftir dagsbirtunni þá jafnast ekk- ert á við dagsbirtuna sjálfa. I tilvitnuninni hér að ofan úr bók- inni Arnbjörgu vakti athygli mína fyrri hluti orðsins „handyrðatími“. Þ.e.a.s. „handyrðir“ í stað „hannyrð- ir“. Ég fór að velta því fyrir mér hvers vegna þessi breyting hefði átt sér stað því í raun stendur orðið „handyrðir" mikið nær merkingu þess, heldur en orðið „hannyrðir" gerir. Skv. starfsmanni orðabókar Háskólans er hér um niðurfellingu á d-inu að ræða líklega vegna fram- EINFALT að hekla sér eða sínum tösku og trefíl úr Peer Gynt. Fyrirsæta: Auður Magndís. burðar. Þ.e.a.s. vegna samlögunar á orðum eða hljóðum. Sem sagt orðið „hannyrðir" er þjálla í munni en orð- ið „handyrðir" og þvi hefur það breyst. Slík samlögun orða er víða að fínna í tungumál- inu sem markast af ákveð- inni leti í framburði. Þar höf- um við það og ljótt er að heyra hve langt angar let- innar ná. Þar sem búið er að „þreyja þorrann" eins og sagt er, er ekki úr vegi á út- mánuðum (tveir, þrír sein- ustu mánuðir vetrar, einkum góa og einmánuðir skv. forn- íslensku tímatali) að hekla sér eða sínum skemmtilega og einfalda tösku og trefil úr Peer Gynt sem ung stúlka úr Hafnarfirði hannaði. Greinilegt er að það að gera sína hluti og flíkur sjálfur er komið í tísku aftur. En tískan er undarleg tík og oft er erfitt að fylgjast með hvað er „inn“ og hvað er „út“ en þó má stóla á eitt, hún eltir skottið á sjálfri sér, hring eftir hring, og nú er lag fyrir ungar stelpur og gamlar að hekla á „handyrðatíma húsmóðurinnar". Hekluð hliðartaska Hönnun: Auður Magndís Fjöldi af dokkum: Gult: 218/2323 2 d. Rústrautt: 242/4049 1 d. Dökkbrúnt: 320/3082 1 d. Mosagrænt: 295/8764 1 d. Karrýbrúnt: 227/2346 3 d. Grænt:395/8545 1 d. Heklunál nr. 4 Taskan er hekluð í tveimur stórum ferningum og gerð ílöng með því að hekla stuðla á einn kantinn. Takið eftir að litaskipt- in eru ekki eins báðum megin. Byrjið í miðju með gulu nr. 218/2323, heklið 5 loftlykkjur og myndið hring með keðjulykkju. 1. umferð: Heklið 3 loftlykkj- ur = fyrsti stuðull (eins í öllum umferðum). Heklið í hringinn 3 stuðla, 1 loftlykkju, 4 stuðla, 1 loftlykkju, 4 stuðla, 1 loftlykkju, 4 stuðla, 1 loftlykkju og lokið hringnum með keðjulykkju = 4 horn. Slítið frá. 2. umferð: Heklið 3 loftlykkj- ur með rústrauðu 242/4049 = fyrsti stuðull, 2 stuðla, 2 loft- lykkjur, 3 stuðla, * 1 loftlykkja, 3 stuðlar 2 loftlykkjur 3 stuðlar í loftlykkjuhornið *. Endurtakið frá *-* út umferðina. (Lokið hringnum með keðjulykkju eftir hverja umferð). 3. umferð: Heklið keðjulykkj- ur að næsta loftlykkjuhomi, 3 loftlykkjur 2 stuðla 2 loftlykkjur 3 stuðla í loftlykkjuhornið. * 1 loftlykkja, 4 stuðlar um loft- lykkjuna á milli hornstuðlanna, 1 loftlykkja, 3 stuðlar 2 loft- lykkjur og 3 stuðlar í hornið *. Éndurtakið frá *-* út umferð- ina. Slítið frá. 4. umferð: Heklið með brúnu 320/3082, 3 loftlykkjur í loft- lykkjuhornið, 2 stuðla 2 loft- lykkjur 3 stuðla, * 1 loftlykkja, 3 stuðlar í næsta loftlykkju- boga, 1 loftlykkja 3 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 1 loft- lykkja, 3 stuðlar 2 loftlykkjur og 3 stuðlar í loftlykkjuhornið *. Endurtakið frá *-* út umferð- ina. Slítið frá. 5. umferð: Mosagrænt 298/2063, heklið í hornið 3 loft- lykkjur, 2 stuðla, 2 loftlykkjur, 3 stuðla. * 1 loftlykkja, 3 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 1 loft- lykkja, 3 stuðlar í næsta loft- lykkjuboga, 1 loftlykkja, 3 stuðl- ar í næsta loftlykkjuboga, 1 loft- lykkja, 3 stuðlar 2 loftlykkjur og 3 stuðlar í loftlykkjuhornið *. Endurtakið frá *-* út umferð- ina. Heklið næst 2 umferðir með karrýbrúnu 227/2346, 1 umferð með rástrauðu 242/4049, 1 um- ferð gult 218/2323. Endið með mósagrænu 298/2063 = 10 um- ferðir í allt. Athugið: Það fjölgar um einn stuðlahóp í hvei-ri umferð á milli horna. Stuðlahópur = 3 stuðlar. Heklið annað stykki eins en byrjið með grænu 395/8545 eina umferð, 2 umferðir bránt, 1 um- ferð rástrautt. Heklið nú stuðla fram og til baka meðfram einni hliðinni á báðum stykkjunum. Byrjið með bránu á grænt/rústrauðu á rústrautt, heklið 42 stuðla, snúið með 3 loftlykkjum, heklið 41 stuðul. Slítið frá. Heklið 1 umferð með rústrauðu/karrýbránu, 1 umferð og trefill karrýbrúnt/brúnt og 2 umferðir mosagrænt, eins báðum megin. Slítið frá. Heklið nú bandið þannig: Fitjið upp 12 loftlykkjur, heklið fyrsta stuðulinn í 4. loftlykkju frá nálinni og stuðul í hverja loftlykkju = 9 stuðlar, (þrjár fyrstu loftlykkjurnar = fyrsti stuðull). Snúið við með 3 loft- lykkjum, heklið 8 stuðla (= 9 stuðlar). Heklið þannig þar til að bandið mælist u.þ.b. 165 sm. eða æskileg lengd. Frágangur: Saumið bandið saman. Heklið töskuna saman þannig: Leggið bandið við hlið- ina á öðru stykkinu, passið að réttan snúi út og stuðlaheklið upp = opið á töskunni. Heklið bandið og hliðarnar saman með gulu 218/2323 og fastapinnum, u.þ.b. 3 fastapinna í hvern stuðul á bandinu. Heklið þrjár hliðar saman. Slítið frá. Hekiið hinar hliðarnar eins saman. Gangið vel frá öllum endum. Trefill: Heklað eins og 1. -5. umferð á tösku. Fitjið upp 5 loft- lykkjur með gulu 218/2323 á heklunál nr. 4,5 og heklið 1. um- ferð. Slítið frá. Heklið næstu fjórar umferðir með karrý- brúnu. Slítið frá. Heklið þannig níu ferninga. Heklið eða saumið þá saman. Heklið fastapinna hringinn í kring um trefílinn með karrýbrúnu eina umferð. Gangið vel frá öllum endum. Setjið kögur á trefilinn. Kögur: Klippið u.þ.b. 35 sm langan spotta og leggið tíu spotta saman og setjið í hvem loft- lykkjuboga neðst á treflinum. Anna Lilja fyrsti kvennameistari Hellis SK/VK Ilellisheimilið, Þönglabakka J KVENNAMEISTARAMÓT HELLIS 28. feb. 1999 ÁSLAUG Kristinsdóttir sigraði á fyrsta Kvennameistaramóti Hellis sem haldið var um síðustu helgi. Áslaug hlaut 6(4 vinning af 7 mögulegum. Hún gerði jafntefli við Þorbjörgu Lilju Þórsdóttir sem hafnaði í 2. sæti með 6 vinn- inga. í þriðja sæti varð Aldís Rún Lárusdóttir með 5(4 vinning. I 4.-6. sæti höfnuðu Anna Lilja Gísladóttir, Margrét Jóna Gests- dóttir og Ebba Valvesdóttir með 4 vinninga. Þær Anna Lilja og Margrét Jóna urðu efstar félagsmanna í Taflfélaginu Helli og tefldu því einvígi um meistaratitil félagsins. Einvígið var teflt á mánudag. Tefldar vora tvær skákir og urðu lyktir þær að Anna Lilja vann báðar skákirnar. Anna Lilja Gísladóttir er því fyrsti kvenna- meistari Taflfélagsins Hellis. Bæði Anna Lilja og Margrét Jóna eru ungar að árum, Anna Lilja er 11 ára og Margrét Jóna 10 ára. Það er því óhætt að segja að þær eigi framtíðina fyrir sér. Úrslit urðu annars sem hér segir: 1. Áslaug Kristinsdóttir 6V2 v. 2. Þorbjörg Lilja Þórsdóttir 6 v. 3. Aldís Rún Lárusdóttir 5l/2 v. 4. -6. Anna Lilja Gísladóttir, Margrét Jóna Gestsdóttir og Ebba Valvesdóttir 4 v. 7. Steinunn Kristjáns-dóttir 3‘/2 v. 8. -11. Una Helga Jónsdóttir, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Bárðardóttir og Rakel Karlsdóttir 3 v. 12. Bergþóra Rós Ólafs-dóttir 2 v. 13. Elísa Jensdóttir IV2 v. Miðað við þátttökuna í tveimur fyrstu kvennaskákmótum Hellis er ekki annað að sjá en að grund- völlur sé fyrir framhaldi á þessari starfsemi. Bæði skákmótin hafa verið mjög skemmtileg og fram hefur komið áhugi hjá þátttak- endum á fleiri slíkum mótum. Auk góðrar þátttöku skákkvenna úr yngstu aldursflokkunum er ekki síður ánægjulegt að sjá að með þessum skákmótum hefur tekist að fá skákkonur sem vora virkar fyrir nokkrum árum til þess að taka aftur þátt í skákmótum. Skákstjórar á Kvennameistara- móti Hellis voru Vigfús Óðinn Vigfússon og Daði Örn Jónsson. Kasparov á signrbraut Þessa dagana stendur yfir afar öflugt skákmót í Linares á Spáni. Mótið er í 20. styrkleikaflokki og meðalstig þátttakenda eru 2.735. Þátttakendur eru átta talsins og tefld er tvöföld umferð. Þegar átta umferðir hafa verið tefldar hefur Garry Kasparov örugga for- ystu, hefur hlotið sex vinninga og er 1(4 vinningi á undan næstu mönnum, þeim Anand og Kramnik. Kasparov hefur unnið allar fjórar skákir sínar með svörtu en gert jafntefli með hvítu: 1. Garry Kasparov 2812 6 v. 2. Viswanathan Anand 2783 4>/2 v. 3. Vladimir Kramnik 2740 4!4 v. 4. Miehael Adams 2710 4 v. 5. Peter Leko 2711 3>/2 v. 6. Veselin Topalov 2686 3!4 v. 7. Peter Svidler 2703 3 v. 8. Vasilij Ivanchuk 2714 3 v. Fyrir utan sigur Kasparovs á Svidler í áttundu umferð vakti byrjunin í skák þeirra Topalov og ALDÍS Rún Lárusdóttir, Þorbjörg Lilja Þórsdóttir og Áslaug Kristinsdóttir. Kramnik mikla athygli. Topalov fórnaði riddara strax í 4. leik (l.e4 e5 2.Rf3 Rf6 3.Rxe5 d6 4. Rxf7). Líklega hefur þessi leikmáti ekki sést áður í svo sterku skák- móti, en skákin endaði með jafntefli. Karpov og Piket í jafnteflisgír Þeir Anatoly Kai’pov MARGRÉT Jóna Gestsdóttir og Anna Lilja og hollenski stórmeistar- Gísladóttir kepptu um meistaratitil Hellis. inn Jeroen Piket tefldu átta skáka einvígi í Mónakó dagana því 4 vinningar gegn 4. Piket er í 21.2-2.3. Allar skákirnar enduðu 50. sæti á nýjasta stigalista FIDE með jafntefli og lokaúrslitin urðu með 2.619 stig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.