Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 11 FRÉTTIR Gagnrýni á sjónvarpsumræður í kosningabaráttunni Miðillinn eða málefnafátækt? GAGNRÝNISRADDIR heyrðust eftir fyrsta umræðuþátt Sjón- varpsins í kosningabaráttuni sem fram fór á þriðjudaginn fyrir viku. Gagnrýni hefur meðal annars beinst að fyrh-komulaginu og þáttastjórnendum. Umræðurnar þóttu dauflegar og ekki gera kosn- ingamálum skil. Hlutverk stjórnenda erfítt Aðspurður um framkomna gagnrýni kvaðst Bogi Agústsson, fréttastjóri Sjónvarps, ekki óá- nægður með hlut stjórnenda í þættinum. „Mér fannst stjómend- ur valda sínu erfíða hlutverki nokkuð vel. Það er býsna erfitt að stjórna svona þáttum þar sem margir era í „panel“. Það sást kannski ennþá betur í umræðun- um á sunnudag, úr Reykjavíkur- kjördæmi, með átta frambjóðend- ur. Þá er orðið erfitt að ná upp ein- hverjum umræðum af viti.“ Óðinn Jónsson, annar stjómenda í fyrsta þættinum, sagðist alls ekki vilja verja eigin frammistöðu í þættinum, það væri annarra að meta hana. Hann benti þó á að kosningabaráttan væri skammt á veg komin og að það væri alltaf erfitt að ríða á vaðið með fyrsta þátt. „Maður veit aldrei hvernig spilast úr svona þætti; þarna eni ekki bara stjórnendur heldur 6 aðr- ir. En hins vegar er áberandi í stjórnmálaumi-æðunni í byrjun kosningabaráttunnar hversu mál- efnin eru dauflituð. Það er náttúr- lega stjómmálamannanna að kynna sínar skoðanh- og stefnumið.“ Erfítt að koma auga á hentugra form Þá benti Óðinn á að það orkaði alltaf tvímælis hvaða stefna væri tekin í umræðuþáttum af þessu tagi. „Ef staldrað er lengi við eitt mál, þá eru menn sakaðir um að hafa ekkert komið inn á önnur: Er við því að búast að menn fái ítar- lega umfjöllun um öll mál með sex frambjóðendum í 70 mínútna þætti?“ Bogi Agústsson sagðist ekki vita hvaða fom gæti hugsanlega hent- að betur fyrir kosningaumræður í sjónvarpi. „Ég sé ekki í augnablik- inu hvernig við getum uppfyllt okkar lýðræðislegu skyldur um það að vera vettvangur fyrir slíkar umræður öðruvísi. Ég er hins veg- ar opinn fyrir öllum hugmyndum. Þó það sé sjálfsagt dálítið erfitt að breyta þessu núna þar sem við er- um búnir að festa þetta allt niður.“ Bogi bendir á að Sjónvarpið hafi, og verði áfram, með sjón- varpsumræður um einstök mál- efni. „Við erum búnir að vera með utanríkismál og hálendið og eigum eftir að vera með umræður um fleiri málefni sem mun bera hátt í þessari kosningabaráttu. En svona umræður verða aldrei betri en þátttakendurnh- sem eru í þeim. Og það er aiveg ljóst að þegar mjög margir þátttakendur eru þá er býsna erfitt að ná upp líflegum umræðum," sagði Bogi að lokum. Kosningahátíð Samfylkingarinnar Morgunblaðið/Þorkell FRAMBJÓÐENDUR Samfylkingarinnar fagna í lok hátíðardagskrár í Háskólabíói á laugardag. Á myndinni eni (f.v.) Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Margrét Frímannsdóttir, Sigríður Jóhann- esdóttir og Björgvin G. Sigurðsson. Húsfyllir í Háskólabíói KOSNINGAHÁTÍÐ Samfylking- arinnar í Háskólabíói á laugar- dag var vel sótt að sögn Karls Hjálmarssonar, starfsmanns á kosningaskrifstofu Samfyiking- arinnar. „Gestir á hátíðinni voru 850 til 900. Salurinn var þétt set- inn og auk þess voru margir í anddyrinu þar sem boðið var upp á barnadagskrá.“ í FRAMHALDI af umræðum í sjónvarpi á sunnudag, þar sem m.a. var rætt um tekjutengingu barna- bóta hefur Alþýðusamband Islands sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Að gefnu tilefni vill Alþýðusam- band Islands taka fram að yfirlýs- ingar viðskiptaráðherra, Finns Ing- ólfssonar, um að verkalýðshreyfing- in hafi fengið ríkisstjórnina til þess að auka tekjutengingar eru ekki réttar. Á kosiiingahátíðinni voru frambjóðendur Samfylkingarinn- ar úr öllum kjördæmum kynntir. Meðal atriða á dagskránni var tónlistarflutningur, leikatriði og einsöngur. Guðmundur Andri Thorsson flutti pistil. Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Sam- fylkingarinnar, ávarpaði síðan gesti í hátíðarlok. Skattapakki ríkisstjórnarinnar frá árinu 1997 var ekki hluti af þeim kjarasamningum sem þá voru gerð- ir. ASI lagði fram allt aðrar tillögur í skattamálum t.d. um fjölþrepa tekjuskatt. Ríkisstjórnin fór ekki að þeim tillögum og lagði fram sínar eigin tillögur í allt öðrum anda. Allar yfirlýsingar um að Alþýðusamband Islands hafi fengið ríkisstjórnina til þess að auka tekjutengingar eru því rangar og ekki á rökum reistar." Y instrihrey fingin - grænt framboð Málþing í Norræna húsinu MÁLÞING Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs um umhverfisvæna atvinnuþróun verður haldið í Norræna húsinu í dag kl. 17.30 til 22.30. Meðal fyrirlesara eru Stefán Gíslason umhvei’fisstjórnunar- fræðingur, sem fjallar um sjálf- bært atvinnulíf, og dr. Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur, sem fjallar um lífrænan og vist- vænan landbúnað. Erindi Öldu Möller matvælafræðings ber heitið Hafið bláa hafið og bless- aður fiskurinn og erindi Gunn- ars Hjartarsonar umhverfis- verkfræðings nefnist Hreinsi- ferli og endui’vinnsla. Fleiri er- indi verða haldin og mun Hjör- leifur Guttormsson alþingis- maður stýra umræðunum. ASI segir yfírlýsingar ráðherra ekki réttar Morgunblaðið/Kristján Málin rædd á skrif- stofu Samfylkingar SAMFYLKINGIN í Norðurlands- kjördæmi eystra opnaði kosninga- skrifstofu í Skipagötu 18, 2. hæð, á Akureyri síðastliðinn sunnudag. Við það tækifæri komu saman frambjóðendur listans og hópur stuðningsmanna. Kristín Sigur- sveinsdóttir, sem skipar 3. sætið, Orlygur Hnefill Jónsson, sem er í öðru sæti, og Svanfríður Jónas- dóttir, oddviti listans, fóru yfir stöðuna. Gallup-kannanir á fylgi stjórnmálaflokka Sjálfstæðisfiokk- urinn fengi 44% í Reykjavík FYLGI Sjálfstæðisflokksins mæld- ist 44% í könnun Gallup um fylgi stjórnmálaflokka í Reykjavík sem gerð var 3.-10. apríl sl. Fylgi Sjálf- stæðisflokksins mældist minna en í könnun sem Gallup gerði um síð- ustu mánaðamót en heldur fleiri styðja Samfylkinguna og Fram- sóknarflokkinn en í fyrrgreindri könnun. Könnunin byggðist á 800 manna úrtaki í Reykjavík. Fylgi Samfylk- ingarinnar mældist 36,9%, fylgi Framsóknarflokksins 10,8%, Vinstrihreyfingin - grænt framboð fengi 5,7%, Frjálslyndi flokkurinn 1,4% og aðrir flokkar/listar fengju stuðning 1,1% aðspurðra. Rösklega 57% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í síðustu al- þingiskosningum ætla að kjósa hann nú og tæplega 86% kjósenda Sjálfstæðisflokksins ætla að kjósa sama flokk í næstu alþingiskosning- um. Þá ætla tæplega 74% kjósenda Alþýðuflokksins í síðustu alþingis- kosningum að kjósa Samfylkinguna. 80% kjósenda Kvennalistans og tæplega 56% kjósenda Alþýðu- bandalagsins í síðustu kosningum ætla að kjósa Samfylkinguna. 58% styðja ríkisstjórnina Stuðningur við ríkisstjórnina er minni í þessari könnun í Reykjavík en hann mældist á landinu öllu í könnun Gallup sem birt var fyrir viku. Tæplega 58% kjósenda í Reykjavík styðja stjórnina en á landinu öllu studdu 65% hana í síð- ustu Gallup-könnun. Á bilinu 92-95% stuðningsmanna stjórnar- flokkanna í Reykjavík styðja ríkis- stjórnina. Tæplega 18% stuðnings- manna Samfylkingarinnar styðja ríkisstjómina. Þeir sem voru óákveðnir eða neituðu að taka afstöðu voru aðeins 12,8%. Af þeim voru óákveðnir 7,2%. Tæplega 6% sögðust ekki myndu kjósa eða ætla að skila auðu. Sjálfstæðisflokkur með 45,9% á Reykjanesi FYLGI Sjálfstæðisflokksins í könn- un Gallup um fylgi stjórnmálaflokk- anna, sem unnin var fyrir Ríkisút- varpið, mældist 45,9% á Reykjanesi í könnun sem gerð var 5.-11. apríl sl. Fylgi Samfylkingarinnar mæld- ist 36,3%, Framsóknarflokksins 14%, Vinstrihreyfingin - Grænt framboð fengi 2,5%, Frjálslyndi flokkurinn 1% og Ki-istilegi flokkur- inn 0,2%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi mældist minna nú en í könnuninni sem gerð var um mán- aðamótin mars-apríl. Fleiri styðja Samfylkinguna nú en í fyrrgreindri könnun. Urtakið í könnuninni nú var 800 manns á Reykjanesi en síð- asta könnun byggði á 1.200 manna úrtaki af öllu landinu og þar af voru 300 á Reykjanesi. Rúmlega 83% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn árið 1995 ætla að kjósa hann aftur núna. Svipað hlutfall kjósenda Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Kvennalist- ans í kosningunum 1995, eða um 80%, ætla að kjósa Samfylkinguna núna. Um 55% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn ætla að gera það aftur núna. Tæplega 62% aðspurðra styðja ríkisstjórnina. Óákveðnir og þeir sem ekki tóku afstöðu voru 14,8% og 5% ætluðu ekki að kjósa eða hugðust skila auðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.