Morgunblaðið - 13.04.1999, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 11
FRÉTTIR
Gagnrýni á sjónvarpsumræður í kosningabaráttunni
Miðillinn eða
málefnafátækt?
GAGNRÝNISRADDIR heyrðust
eftir fyrsta umræðuþátt Sjón-
varpsins í kosningabaráttuni sem
fram fór á þriðjudaginn fyrir viku.
Gagnrýni hefur meðal annars
beinst að fyrh-komulaginu og
þáttastjórnendum. Umræðurnar
þóttu dauflegar og ekki gera kosn-
ingamálum skil.
Hlutverk stjórnenda erfítt
Aðspurður um framkomna
gagnrýni kvaðst Bogi Agústsson,
fréttastjóri Sjónvarps, ekki óá-
nægður með hlut stjórnenda í
þættinum. „Mér fannst stjómend-
ur valda sínu erfíða hlutverki
nokkuð vel. Það er býsna erfitt að
stjórna svona þáttum þar sem
margir era í „panel“. Það sást
kannski ennþá betur í umræðun-
um á sunnudag, úr Reykjavíkur-
kjördæmi, með átta frambjóðend-
ur. Þá er orðið erfitt að ná upp ein-
hverjum umræðum af viti.“
Óðinn Jónsson, annar stjómenda
í fyrsta þættinum, sagðist alls ekki
vilja verja eigin frammistöðu í
þættinum, það væri annarra að
meta hana. Hann benti þó á að
kosningabaráttan væri skammt á
veg komin og að það væri alltaf
erfitt að ríða á vaðið með fyrsta
þátt. „Maður veit aldrei hvernig
spilast úr svona þætti; þarna eni
ekki bara stjórnendur heldur 6 aðr-
ir. En hins vegar er áberandi í
stjórnmálaumi-æðunni í byrjun
kosningabaráttunnar hversu mál-
efnin eru dauflituð. Það er náttúr-
lega stjómmálamannanna að kynna
sínar skoðanh- og stefnumið.“
Erfítt að koma auga
á hentugra form
Þá benti Óðinn á að það orkaði
alltaf tvímælis hvaða stefna væri
tekin í umræðuþáttum af þessu
tagi. „Ef staldrað er lengi við eitt
mál, þá eru menn sakaðir um að
hafa ekkert komið inn á önnur: Er
við því að búast að menn fái ítar-
lega umfjöllun um öll mál með sex
frambjóðendum í 70 mínútna
þætti?“
Bogi Agústsson sagðist ekki vita
hvaða fom gæti hugsanlega hent-
að betur fyrir kosningaumræður í
sjónvarpi. „Ég sé ekki í augnablik-
inu hvernig við getum uppfyllt
okkar lýðræðislegu skyldur um
það að vera vettvangur fyrir slíkar
umræður öðruvísi. Ég er hins veg-
ar opinn fyrir öllum hugmyndum.
Þó það sé sjálfsagt dálítið erfitt að
breyta þessu núna þar sem við er-
um búnir að festa þetta allt niður.“
Bogi bendir á að Sjónvarpið
hafi, og verði áfram, með sjón-
varpsumræður um einstök mál-
efni. „Við erum búnir að vera með
utanríkismál og hálendið og eigum
eftir að vera með umræður um
fleiri málefni sem mun bera hátt í
þessari kosningabaráttu. En svona
umræður verða aldrei betri en
þátttakendurnh- sem eru í þeim.
Og það er aiveg ljóst að þegar
mjög margir þátttakendur eru þá
er býsna erfitt að ná upp líflegum
umræðum," sagði Bogi að lokum.
Kosningahátíð Samfylkingarinnar
Morgunblaðið/Þorkell
FRAMBJÓÐENDUR Samfylkingarinnar fagna í lok hátíðardagskrár í Háskólabíói á laugardag. Á myndinni
eni (f.v.) Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Margrét Frímannsdóttir, Sigríður Jóhann-
esdóttir og Björgvin G. Sigurðsson.
Húsfyllir í Háskólabíói
KOSNINGAHÁTÍÐ Samfylking-
arinnar í Háskólabíói á laugar-
dag var vel sótt að sögn Karls
Hjálmarssonar, starfsmanns á
kosningaskrifstofu Samfyiking-
arinnar. „Gestir á hátíðinni voru
850 til 900. Salurinn var þétt set-
inn og auk þess voru margir í
anddyrinu þar sem boðið var upp
á barnadagskrá.“
í FRAMHALDI af umræðum í
sjónvarpi á sunnudag, þar sem m.a.
var rætt um tekjutengingu barna-
bóta hefur Alþýðusamband Islands
sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:
„Að gefnu tilefni vill Alþýðusam-
band Islands taka fram að yfirlýs-
ingar viðskiptaráðherra, Finns Ing-
ólfssonar, um að verkalýðshreyfing-
in hafi fengið ríkisstjórnina til þess
að auka tekjutengingar eru ekki
réttar.
Á kosiiingahátíðinni voru
frambjóðendur Samfylkingarinn-
ar úr öllum kjördæmum kynntir.
Meðal atriða á dagskránni var
tónlistarflutningur, leikatriði og
einsöngur. Guðmundur Andri
Thorsson flutti pistil. Margrét
Frímannsdóttir, talsmaður Sam-
fylkingarinnar, ávarpaði síðan
gesti í hátíðarlok.
Skattapakki ríkisstjórnarinnar
frá árinu 1997 var ekki hluti af þeim
kjarasamningum sem þá voru gerð-
ir. ASI lagði fram allt aðrar tillögur
í skattamálum t.d. um fjölþrepa
tekjuskatt. Ríkisstjórnin fór ekki að
þeim tillögum og lagði fram sínar
eigin tillögur í allt öðrum anda. Allar
yfirlýsingar um að Alþýðusamband
Islands hafi fengið ríkisstjórnina til
þess að auka tekjutengingar eru því
rangar og ekki á rökum reistar."
Y instrihrey fingin
- grænt framboð
Málþing
í Norræna
húsinu
MÁLÞING Vinstrihreyfingar-
innar - græns framboðs um
umhverfisvæna atvinnuþróun
verður haldið í Norræna húsinu
í dag kl. 17.30 til 22.30.
Meðal fyrirlesara eru Stefán
Gíslason umhvei’fisstjórnunar-
fræðingur, sem fjallar um sjálf-
bært atvinnulíf, og dr. Ólafur
R. Dýrmundsson ráðunautur,
sem fjallar um lífrænan og vist-
vænan landbúnað. Erindi Öldu
Möller matvælafræðings ber
heitið Hafið bláa hafið og bless-
aður fiskurinn og erindi Gunn-
ars Hjartarsonar umhverfis-
verkfræðings nefnist Hreinsi-
ferli og endui’vinnsla. Fleiri er-
indi verða haldin og mun Hjör-
leifur Guttormsson alþingis-
maður stýra umræðunum.
ASI segir yfírlýsingar
ráðherra ekki réttar
Morgunblaðið/Kristján
Málin rædd á skrif-
stofu Samfylkingar
SAMFYLKINGIN í Norðurlands-
kjördæmi eystra opnaði kosninga-
skrifstofu í Skipagötu 18, 2. hæð, á
Akureyri síðastliðinn sunnudag.
Við það tækifæri komu saman
frambjóðendur listans og hópur
stuðningsmanna. Kristín Sigur-
sveinsdóttir, sem skipar 3. sætið,
Orlygur Hnefill Jónsson, sem er í
öðru sæti, og Svanfríður Jónas-
dóttir, oddviti listans, fóru yfir
stöðuna.
Gallup-kannanir á fylgi stjórnmálaflokka
Sjálfstæðisfiokk-
urinn fengi
44% í Reykjavík
FYLGI Sjálfstæðisflokksins mæld-
ist 44% í könnun Gallup um fylgi
stjórnmálaflokka í Reykjavík sem
gerð var 3.-10. apríl sl. Fylgi Sjálf-
stæðisflokksins mældist minna en í
könnun sem Gallup gerði um síð-
ustu mánaðamót en heldur fleiri
styðja Samfylkinguna og Fram-
sóknarflokkinn en í fyrrgreindri
könnun.
Könnunin byggðist á 800 manna
úrtaki í Reykjavík. Fylgi Samfylk-
ingarinnar mældist 36,9%, fylgi
Framsóknarflokksins 10,8%,
Vinstrihreyfingin - grænt framboð
fengi 5,7%, Frjálslyndi flokkurinn
1,4% og aðrir flokkar/listar fengju
stuðning 1,1% aðspurðra.
Rösklega 57% þeirra sem kusu
Framsóknarflokkinn í síðustu al-
þingiskosningum ætla að kjósa
hann nú og tæplega 86% kjósenda
Sjálfstæðisflokksins ætla að kjósa
sama flokk í næstu alþingiskosning-
um. Þá ætla tæplega 74% kjósenda
Alþýðuflokksins í síðustu alþingis-
kosningum að kjósa Samfylkinguna.
80% kjósenda Kvennalistans og
tæplega 56% kjósenda Alþýðu-
bandalagsins í síðustu kosningum
ætla að kjósa Samfylkinguna.
58% styðja ríkisstjórnina
Stuðningur við ríkisstjórnina er
minni í þessari könnun í Reykjavík
en hann mældist á landinu öllu í
könnun Gallup sem birt var fyrir
viku. Tæplega 58% kjósenda í
Reykjavík styðja stjórnina en á
landinu öllu studdu 65% hana í síð-
ustu Gallup-könnun. Á bilinu
92-95% stuðningsmanna stjórnar-
flokkanna í Reykjavík styðja ríkis-
stjórnina. Tæplega 18% stuðnings-
manna Samfylkingarinnar styðja
ríkisstjómina.
Þeir sem voru óákveðnir eða
neituðu að taka afstöðu voru aðeins
12,8%. Af þeim voru óákveðnir
7,2%. Tæplega 6% sögðust ekki
myndu kjósa eða ætla að skila
auðu.
Sjálfstæðisflokkur með
45,9% á Reykjanesi
FYLGI Sjálfstæðisflokksins í könn-
un Gallup um fylgi stjórnmálaflokk-
anna, sem unnin var fyrir Ríkisút-
varpið, mældist 45,9% á Reykjanesi
í könnun sem gerð var 5.-11. apríl
sl. Fylgi Samfylkingarinnar mæld-
ist 36,3%, Framsóknarflokksins
14%, Vinstrihreyfingin - Grænt
framboð fengi 2,5%, Frjálslyndi
flokkurinn 1% og Ki-istilegi flokkur-
inn 0,2%.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins á
Reykjanesi mældist minna nú en í
könnuninni sem gerð var um mán-
aðamótin mars-apríl. Fleiri styðja
Samfylkinguna nú en í fyrrgreindri
könnun. Urtakið í könnuninni nú
var 800 manns á Reykjanesi en síð-
asta könnun byggði á 1.200 manna
úrtaki af öllu landinu og þar af voru
300 á Reykjanesi.
Rúmlega 83% þeirra sem kusu
Sjálfstæðisflokkinn árið 1995 ætla
að kjósa hann aftur núna. Svipað
hlutfall kjósenda Alþýðuflokksins,
Alþýðubandalagsins og Kvennalist-
ans í kosningunum 1995, eða um
80%, ætla að kjósa Samfylkinguna
núna. Um 55% þeirra sem kusu
Framsóknarflokkinn ætla að gera
það aftur núna.
Tæplega 62% aðspurðra styðja
ríkisstjórnina. Óákveðnir og þeir
sem ekki tóku afstöðu voru 14,8%
og 5% ætluðu ekki að kjósa eða
hugðust skila auðu.