Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 21 Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda hf., um hagræðingu við sölu sjávarafurða Hagræðing næst ekki án breytinga BRYNJÓLFUR Bjarnason, for- stjóri Granda hf., sagði á aðalfundi félagsins síðastliðinn fóstudag, að sú hagræðing sem fram fer í fram- leiðslufyrirtækjum og verslunar- fyrirtækjum erlendis krefðist sömu hagræðingar við sölu afurða. Þetta kalli á skjóta og skilvirka boðleið milli framleiðenda og söluaðila þeirra, en slíkum hagræðingum verði ekki náð án verulegra breyt- inga á viðhorfum og fyrirkomulagi á sölu sjávarafurða. Trú á að breyting hjá SH hafi verið til góðs Brynjólfur vék að því í máli sínu á aðalfundinum að skiptar skoðanir hafi verið um stefnu Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna hf. eftir að fé- laginu var breytt í hlutafélag 1. janúar 1997, en þá var í sjö ár búið að ræða um breytingu á félaginu úr framleiðslusamvinnufélagi í hluta- félag. Rifjaði Brynjólfur upp það sem hann sagði á aðalfundi Granda hf. 4. apríl 1997, en þar sagði hann: „Með breytingu á SH í hlutafélag var afnumin sú afurðasöluskylda sem gilt hafði í fyrra félagsformi, þ.e. að meðlimir væru skyldugir að afhenda til sölumeðferðar allar frystar afurðir sínar. Við breytt fyrirkomulag eru gerðir viðskipta- samningar um sölu afurða eftir mörkuðum og fisktegundum. Það er trú okkar að hið nýja félagsform muni efla og styrkja Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna til þeiiTa starfa, að markaðssetja afurðir Granda við sem hæst verð.“ Gríðarleg samkeppni Brynjólfur sagði að það væri enn skoðun sín að þessu fyrirtæki hafi verið heillavænlegt að breyta fé- lagsformi sínu þó fyrr hefði verið, í þeim tilgangi að standast sam- keppni á alþjóðlegum sjávaraf- urðamarkaði og ná fram arðsemi í rekstri sínum. „Gríðarleg samkeppni er í öllum þjóðfélögum og verðum við Islend- ingar varir við það í almennum fyr- irtækjarekstri og ekki síst í sjávar- útvegi. Það sama gerist á erlendum mörkuðum, þar sem mikil sam- þjöppun verður á kaupendum okk- ar afurða. Sú hagræðing sem fram fer í framleiðslufyrirtækjum og verslunarfyrirtækum erlendis krefst sömu hagræðingar við sölu afurða. Þetta kallar á skjóta og skilvirka boðleið milli framleiðenda og söluaðila þeirra, sem þurfa að stunda öflugt vöruþróunar- og markaðsstarf. Við skulum vona að í tæka tíð takist að ná fram slíkum hagræðingum, en það verður ekki án verulegra breytinga á viðhorf- um og fyrirkomulagi á sölu sjávar- afurða," sagði Brynjólfur. Veltikort Visa í notkun HANDHOFUM kreditkorta hjá Visa ísland gefst nú kostur á að breyta kortum sínum í Veltikort, þar sem korthöfum er í sjálfs- vald sett hversu mikið greitt er af hverri mánaðarúttekt svo fremi sem um er að ræða 5.000 krónur að lágmarki, eða 5% auk vaxta. Korthafar geta óskað eftir að breyta núverandi kreditkortum í Veltikort, eða fá viðbótarkort með veltisniði. Samkvæmt upp- lýsingum frá Visa er yfirstand- andi tímabil, það er frá 18. mars síðastliðnum til 18. apríl næstkomandi, fyrsta kortatíma- bil Veltikortanna sem innheimt verður fyrir um næstu mánaða- mót. Vélaviðgerðir Stórás 6 »210 Garðabæ sími 569 2100 • fax 569 2101 HÖNNUN / SMÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTA HÉÐINN SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS Hádegisveróarfundur Er gengi hlutafjár í tölvufyrirtækjum raunhæft? Hótel Loftleiðum, Vikingasal, 15. april 1999 kl. 12.00-14.00 Mikill hækkun hefur verið á gengi hlutabréfa í tölvufyrirtækjum og virðist sú hækkun vera varanleg. Þessi hækkun er ekki islenskt fyrirbæri því að hlutafé í Internetfyrirtækjum hefur margfaldast á stuttum tíma. • Hvernig á að meta slík fyrirtæki? • Hverjar eru ástæður hækkunar undanfarið? • Standa fyrirtækin undir væntingum? • Gefur útrás von um hærra veró? • Eru fjárfestar að flýja sjávarútveginn og flytja sig yfir i tölvufyrirtækin? Fyrirlesarar Frosti Bergsson, Opnum kerfum hf. Bjarni Þorvarðarson, FBA Vilhjálmur Þorsteinsson, C0DA á ístandi hf. Þátttökugjöld - hádegisverður innifatinn 5.500 kr. fyrir utanfélagsmenn 4.300 kr. fyrir fétagsmenn SÍ Skráning Þátttaka tilkynnist Skýrslutæknifétagi íslands í síðasta lagi 14. apríl 1999. Simi 553 2460, netfang sky@sky.is Æ 9 Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið M SBVRISJÓIXJRLNN -fyrirþigogþírm JÉl Isœ Verkefnisstjóm um upplýsingasamfólagið © SAMTÖK IÐNAÐARINS 0 ICEPRO nefnd um rafræn viðskipti verslunarrAð Islands Samtök í viðskipta- og atvinnulífi, ásamt iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytinu og Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið, boða til opinnar ráðstefnu um rafræn viðskipti í nútíð og framtíð á Hótel Loftleiðum, þingsal 1-4, á morgun, miðvikudaginn 14. apríl 1999, kl. 08:45-11:45. 08:45 09:00 09:10 09:45 10:05 10:30 10:50 11:10 11:30 11:45 Skráning Setning Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins ísiensk löggjöf og alþjóðaþróun með tilliti til rafrænna viðskipta GunnarThoroddsen og Skúli Magnússon, lögfræðingar Upplýsingasamfélagið og vinnumarkaðurinn Magnús Norðdahl, lögmaður ASÍ Kaffihlé Agaðri vinnubrögð, aukin arðsemi, fleiri sóknarfæri Kolbeinn Kristinsson, formaður Verslunarráðs íslands Rafræn bylting í bankaviðskiptum Halldór J. Kristjánsson, formaður Sambands íslenskra viðskiptabanka Skýrar leikreglur stuðla að framgangi rafrænna viðskipta Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra Samantekt Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Eimskips Ráðstefnulok Tilkynningar um þátttöku berist með símbréfi eða tölvupósti til ráðstefnudeildar Ferðaskrifstofu íslands fyrir klukkan 13 í dag, 13 apríl. Símbréf 562 3345, netföng: lara@itb.is, gudrunb@itb.is og olof@itb.is. Ráðstefnugjald er kr. 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.