Morgunblaðið - 13.04.1999, Side 25

Morgunblaðið - 13.04.1999, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 25 ÁRÁS NATO Á JÚGÓSLAVIU Serbar sagðir hafa þvingað fram játn- ingu um njósnir AROÐURSSTRIÐIÐ Lonrion, Canberra. Reutere. STJÓRNVÖLD í Ástralíu sögðu í gær „fáránlegar" þær staðhæfing- ar Serba að ástralskur hjálpar- starfsmaður, sem júgóslavnesk stjórnvöld hafa í haldi, væri njósn- ari, þrátt fyrir að Serbar hafi sýnt opinberlega myndband af mannin- um, Steve Pratt, þar sem hann gengst við því að hafa stundað njósnir í Kosovo. Alexander Downer, utanríkisráðherra Ástral- íu, sagðist í gær hafa farið fram á það við stjórnvöld í Belgrad að þau slepptu Pratt og öðrum hjálpar- starfsmanni, Peter Wallace, þegar úr haldi. Pratt og Wallace störfuðu á veg- um alþjóðlegu hjálparstofnunarinnar CARE í Ástralíu og munu júgóslav- nesk stjómvöld hafa tekið þá hönd- um fyiTr tæpum tveimur vikum nærri landamærum Júgóslavíu og Rróatíu skömmu eftir að Atlants- hafsbandalagið (NATO) hóf loftárás- ir sínar á serbnesk skotmörk. Er ekkert hafði til mannanna tveggja spurst um nokkurra daga skeið voru myndir af Pratt sýndar í júgóslavnesku sjónvarpi á sunnudag. „Þegar ég kom til Júgóslavíu nýtti ég mér það skjól sem CARE veitti mér til að stunda njósnir í landinu,“ sagði Pratt síðan í myndskeiðinu. „Eg beindi einkum sjónum mínum að Kosovo og afleiðingum sprengju- herferða NATO.“ Milislav Pajic, talsmaður Jú- góslavíustjórnar, sagði í gær að Pratt væri einn fjöldamargra vest- rænna manna sem hefðu starfað í skjóli lögmætra samtaka í Jú- góslavíu, en í raun verið að stunda njósnir. „Hann var handtekinn af yf- irvöldum fyrir njósnastarfsemi í Jú- góslavíu og hann viðurkenndi síðan að hafa yfir að ráða heilu njósnaneti, og að hann hefði misnotað serbneska samstarfsmenn sína í þessu skyni,“ sagði Pajic. Downer sagði hins vegar í gær að enginn fótur væri fyrir þessum stað- hæfingum, út í hött væri að fullyrða að Pratt hefði stundað njósnir og Serbar hlytu að hafa lagt Pratt orð í munn. Brian Doolan, yfirmaður CARE í Júgóslavíu, tók í sama streng og sagði útilokað að Pratt hefði játað njósnii- að fyrra bragði. „Eg þekki Steve Pratt mjög, mjög vel. Hann er vinur minn. Eg get full- yrt að Steve var í þessu myndskeiði ekki eins og hann á að sér síðan í Serbíu. VILTU KOMA ÞER UPP ÓDÝRRI VINNUAÐSTÖÐU? Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 22.31 lkr. á mánuði Fjármögnunarleiga Útborgun 188.554 kr. 12.129 kr. á mánuði Serbneskur blaða- maður myrtur Belgrad. Reuters. SERBNESKUR blaðamaður og stjórnarandstæðingur, Slavko Curu- vija, var skotinn íyrir utan heimili sitt í Belgrad á sunnudaginn. Al- þjóðlegu blaða- mannasamtökin, Blaðamenn án landamæra (RSF), kröfðust þess í gær að serbneska lög- reglan leiddi mál- ið til lykta hið fyrsta. Curuvija, sem var eigandi dag- blaðsins Dnevni Telegraf, var að koma heim til sín í fylgd tveggja vina er tveir árásarmenn skutu hann um miðjan dag. Samstarfskona hans, Branka Prpa, var með Curuvija er hann var skotinn. „Eg sneri mér við [eftir fyrsta skot- ið] og sá hvar Slavko féll á jörðina. Eg öskraði og einn mannanna kom upp að mér og sló mig í höfúðið með byssu. Eg datt niður og sá þá hinn manninn skjóta Slavko í höfuðið." Morðið kemur í kjölfar ásakana af hálfu serbneskra fjölmiðla um að Curuvija hafi verið hlynntur loft- árásum Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Júgóslavíu. Hafa vinir hans og talsmenn RSF vísað ásökun- unum algjörlega á bug. Serbnesk yftrvöld hafa hert að- gerðir sínar verulega gegn óháðum fréttaflutningi síðustu mánuði. I yfir- lýsingu RSF frá því í gær segir: „Serbneskir blaðamenn líta á morðið sem aðvörun og jafnvel sem hvatn- ingu til að ráðast gegn þeim sem yf- irvöld segja tilheyra „fimmtu her- deildinni.“ Með fimmtu herdeildinni er átt við þá sem eru „undir áhrifum frá Vesturlöndum.“ I síðasta mánuði var Curuvija ásamt tveimur samstaifsmönnum hans á Dnevni Telegraf dæmdir í fimm mánaða fangelsi fyrir að viðra grunsemdir um aðild fulltrúa serbnesku ríkisstjórnarinnar að morði. Curuvija hafði verið góðvinur Miru Markovic, eiginkonu Milos- evic, en sá vinskapur fór fyrir lítið er hann gagnrýndi stefnu Milosevic í Kosvo opinberlega í fyrrahaust. Slavko Curuvija George Robertson segir Milosevic í vanda Aðeins „tímaspurs- mál“ fyrir Serba Lundúnum. Reuters. - GEORGE Robertson, varnarmála- ráðherra Bretlands sagði í gær að loftárásir Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Júgóslavíu væru búnar að draga veru- lega úr getu serbneska hers- ins. Nú teldu hershöfðingjarn- ir, að Slobodan Milosevic stund- aði „sjálfsmorðs- stefnu,“ sem yrði blettur á þjóðinni um langan aldur. Þessi orð lét Robertson falla í samtali við bresku sjónvarpsstöðina BBC á sama tíma og utanríkisráðherrar aðildarríkja NATO funduðu í Brussel um loft- árásir bandalagsins. Robertsson ítrekaði þá afstöðu NATO að loftárásir væru áskjósan- legasta leiðin til að hrekja hersveitir Milosevic frá Kosovo. Hann sagði landher aðeins mundu vera sendan inn í héraðið eftir að samkomulag hefði nást í deilunni og mun hlutverk hans þá vera að framfylgja því sam- komulagi. Robertson vildi ekki geta sér til um það hversu lengi hann teldi loft- árásirnar myndu standa yfir. „En ég tel það Ijóst að staða Milosevic er að veikjast og brestir að myndast innan ríkisstjórnarinnar í Belgrad. Mai’gt bendir til þess að hershöfðingjar og stjórnmálaleiðtog- ar í Serbíu vilji ekki sökkva með Milosevic. Það er því aðeins tíma- spursmál hvenær veldi Milosevie brestur," sagði Robertson. George Robertson Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 23.752 kr. á mánuði Fjármögnunarleiga Útborgun 199.799 kr. 12.827 kr. á mánuði Rekstrarleigusamníngur Engin útborgun 36.140 kr. á mánuSi Fjármögnunarleiga Útborgun 312.450 kr. 19.797 kr. á mánuSi Rckstrarlciga er mifiuS er vifi 24 mánufii og 20.000 km akstur á ári. Fjármögnunarleiga er mifiufi vifi 60 mánufii og 25% útborgun, greiðslur eru án vsk. Vsk leggst ofan á leigugreifislur en vifikomandi fær hann endurgreiddan ef hann er mefi skattskyldan rekstur. Allt verfi er án vsk. ATVINNUBÍLAR FY RIRT ÆKJAÞJÓNUSTA Ármúli 13 Si'mi 575 1200 Söludeild 575 1220 HYUnDRI 6 0TI fóir • JIA • 3 3 40

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.