Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 25 ÁRÁS NATO Á JÚGÓSLAVIU Serbar sagðir hafa þvingað fram játn- ingu um njósnir AROÐURSSTRIÐIÐ Lonrion, Canberra. Reutere. STJÓRNVÖLD í Ástralíu sögðu í gær „fáránlegar" þær staðhæfing- ar Serba að ástralskur hjálpar- starfsmaður, sem júgóslavnesk stjórnvöld hafa í haldi, væri njósn- ari, þrátt fyrir að Serbar hafi sýnt opinberlega myndband af mannin- um, Steve Pratt, þar sem hann gengst við því að hafa stundað njósnir í Kosovo. Alexander Downer, utanríkisráðherra Ástral- íu, sagðist í gær hafa farið fram á það við stjórnvöld í Belgrad að þau slepptu Pratt og öðrum hjálpar- starfsmanni, Peter Wallace, þegar úr haldi. Pratt og Wallace störfuðu á veg- um alþjóðlegu hjálparstofnunarinnar CARE í Ástralíu og munu júgóslav- nesk stjómvöld hafa tekið þá hönd- um fyiTr tæpum tveimur vikum nærri landamærum Júgóslavíu og Rróatíu skömmu eftir að Atlants- hafsbandalagið (NATO) hóf loftárás- ir sínar á serbnesk skotmörk. Er ekkert hafði til mannanna tveggja spurst um nokkurra daga skeið voru myndir af Pratt sýndar í júgóslavnesku sjónvarpi á sunnudag. „Þegar ég kom til Júgóslavíu nýtti ég mér það skjól sem CARE veitti mér til að stunda njósnir í landinu,“ sagði Pratt síðan í myndskeiðinu. „Eg beindi einkum sjónum mínum að Kosovo og afleiðingum sprengju- herferða NATO.“ Milislav Pajic, talsmaður Jú- góslavíustjórnar, sagði í gær að Pratt væri einn fjöldamargra vest- rænna manna sem hefðu starfað í skjóli lögmætra samtaka í Jú- góslavíu, en í raun verið að stunda njósnir. „Hann var handtekinn af yf- irvöldum fyrir njósnastarfsemi í Jú- góslavíu og hann viðurkenndi síðan að hafa yfir að ráða heilu njósnaneti, og að hann hefði misnotað serbneska samstarfsmenn sína í þessu skyni,“ sagði Pajic. Downer sagði hins vegar í gær að enginn fótur væri fyrir þessum stað- hæfingum, út í hött væri að fullyrða að Pratt hefði stundað njósnir og Serbar hlytu að hafa lagt Pratt orð í munn. Brian Doolan, yfirmaður CARE í Júgóslavíu, tók í sama streng og sagði útilokað að Pratt hefði játað njósnii- að fyrra bragði. „Eg þekki Steve Pratt mjög, mjög vel. Hann er vinur minn. Eg get full- yrt að Steve var í þessu myndskeiði ekki eins og hann á að sér síðan í Serbíu. VILTU KOMA ÞER UPP ÓDÝRRI VINNUAÐSTÖÐU? Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 22.31 lkr. á mánuði Fjármögnunarleiga Útborgun 188.554 kr. 12.129 kr. á mánuði Serbneskur blaða- maður myrtur Belgrad. Reuters. SERBNESKUR blaðamaður og stjórnarandstæðingur, Slavko Curu- vija, var skotinn íyrir utan heimili sitt í Belgrad á sunnudaginn. Al- þjóðlegu blaða- mannasamtökin, Blaðamenn án landamæra (RSF), kröfðust þess í gær að serbneska lög- reglan leiddi mál- ið til lykta hið fyrsta. Curuvija, sem var eigandi dag- blaðsins Dnevni Telegraf, var að koma heim til sín í fylgd tveggja vina er tveir árásarmenn skutu hann um miðjan dag. Samstarfskona hans, Branka Prpa, var með Curuvija er hann var skotinn. „Eg sneri mér við [eftir fyrsta skot- ið] og sá hvar Slavko féll á jörðina. Eg öskraði og einn mannanna kom upp að mér og sló mig í höfúðið með byssu. Eg datt niður og sá þá hinn manninn skjóta Slavko í höfuðið." Morðið kemur í kjölfar ásakana af hálfu serbneskra fjölmiðla um að Curuvija hafi verið hlynntur loft- árásum Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Júgóslavíu. Hafa vinir hans og talsmenn RSF vísað ásökun- unum algjörlega á bug. Serbnesk yftrvöld hafa hert að- gerðir sínar verulega gegn óháðum fréttaflutningi síðustu mánuði. I yfir- lýsingu RSF frá því í gær segir: „Serbneskir blaðamenn líta á morðið sem aðvörun og jafnvel sem hvatn- ingu til að ráðast gegn þeim sem yf- irvöld segja tilheyra „fimmtu her- deildinni.“ Með fimmtu herdeildinni er átt við þá sem eru „undir áhrifum frá Vesturlöndum.“ I síðasta mánuði var Curuvija ásamt tveimur samstaifsmönnum hans á Dnevni Telegraf dæmdir í fimm mánaða fangelsi fyrir að viðra grunsemdir um aðild fulltrúa serbnesku ríkisstjórnarinnar að morði. Curuvija hafði verið góðvinur Miru Markovic, eiginkonu Milos- evic, en sá vinskapur fór fyrir lítið er hann gagnrýndi stefnu Milosevic í Kosvo opinberlega í fyrrahaust. Slavko Curuvija George Robertson segir Milosevic í vanda Aðeins „tímaspurs- mál“ fyrir Serba Lundúnum. Reuters. - GEORGE Robertson, varnarmála- ráðherra Bretlands sagði í gær að loftárásir Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Júgóslavíu væru búnar að draga veru- lega úr getu serbneska hers- ins. Nú teldu hershöfðingjarn- ir, að Slobodan Milosevic stund- aði „sjálfsmorðs- stefnu,“ sem yrði blettur á þjóðinni um langan aldur. Þessi orð lét Robertson falla í samtali við bresku sjónvarpsstöðina BBC á sama tíma og utanríkisráðherrar aðildarríkja NATO funduðu í Brussel um loft- árásir bandalagsins. Robertsson ítrekaði þá afstöðu NATO að loftárásir væru áskjósan- legasta leiðin til að hrekja hersveitir Milosevic frá Kosovo. Hann sagði landher aðeins mundu vera sendan inn í héraðið eftir að samkomulag hefði nást í deilunni og mun hlutverk hans þá vera að framfylgja því sam- komulagi. Robertson vildi ekki geta sér til um það hversu lengi hann teldi loft- árásirnar myndu standa yfir. „En ég tel það Ijóst að staða Milosevic er að veikjast og brestir að myndast innan ríkisstjórnarinnar í Belgrad. Mai’gt bendir til þess að hershöfðingjar og stjórnmálaleiðtog- ar í Serbíu vilji ekki sökkva með Milosevic. Það er því aðeins tíma- spursmál hvenær veldi Milosevie brestur," sagði Robertson. George Robertson Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 23.752 kr. á mánuði Fjármögnunarleiga Útborgun 199.799 kr. 12.827 kr. á mánuði Rekstrarleigusamníngur Engin útborgun 36.140 kr. á mánuSi Fjármögnunarleiga Útborgun 312.450 kr. 19.797 kr. á mánuSi Rckstrarlciga er mifiuS er vifi 24 mánufii og 20.000 km akstur á ári. Fjármögnunarleiga er mifiufi vifi 60 mánufii og 25% útborgun, greiðslur eru án vsk. Vsk leggst ofan á leigugreifislur en vifikomandi fær hann endurgreiddan ef hann er mefi skattskyldan rekstur. Allt verfi er án vsk. ATVINNUBÍLAR FY RIRT ÆKJAÞJÓNUSTA Ármúli 13 Si'mi 575 1200 Söludeild 575 1220 HYUnDRI 6 0TI fóir • JIA • 3 3 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.