Morgunblaðið - 13.04.1999, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999
+ Guðrún Sig-
mundsdóttir
fæddist á Mel í
Hraunhreppi í Mýr-
arsýslu 9. maí 1913
og ólst upp í Fífl-
holtum í Hraun-
hreppi. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 4. aprfl síðast-
Iiðinn. Foreldrar
hennar voru Sig-
mundur Guðmunds-
son og Soffía Krist-
jánsdóttir. Bróðir
Guðrúnar var Krist-
ján, f. 12. janúar
1916, d. 18. janúar 1993.
Hinn 13. janúar 1940 giftist
Guðrún Guðmundi Gíslasyni, f.
Elskuleg amma okkar, Guðrún
Sigmundsdóttir, er látin. Okkur
langar að minnast hennar í fáein-
um orðum. Amma var okkur mjög
kær og mun hún ávallt eiga stóran
hlut í hjörtum okkar. Amma átti
stórt hjarta og nutum við alltaf
góðs af því. Hún var amman sem
allir hefðu viljað eiga og var það
okkar lán að fá að njóta hennar í
öll þessi ár.
Aldei komum við að tómum kof-
anum hjá ömmu, alltaf var hún til
staðar með heimalagað bakkelsi og
bros á vör. Ofáar stundir áttum við
með henni þar sem hún sat með
15.8. 1908. Börn
þeirra eru: 1) Bryn-
liildur, f. 21.8.1944,
gift Guðmundi
Garðarssyni. Þau
eiga finim dætur. 2)
Gísli, f. 4.3. 1951,
kvæntur Ingibjörgu
Jónsdóttur. Þau eiga
tvær dætur. 3) Sig-
mundur, f. 7.5. 1955,
kvæntur Agústu
Björgvinsdóttur.
Þau eiga þijú börn.
Fyrir átti Sigmund-
ur son. Barnabörn-
in eru fjögur.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnm klukkan 14.
okkur og kenndi okkur að prjóna
og hekla. Lagði hún mikla áherslu
á það að handavinnan væri vel
unnin og frágangur til sóma.
Það er með ólíkindum hvað
þessi hægláta kona hefur afkastað
miklu í gegnum tíðina af hannyrð-
um. Sem dæmi má nefna að nú
þegar hún er fallin frá lætur hún
eftir sig að minnsta kosti tveggja
ára birgðir af sjónvarpssokkum
handa yngstu börnunum sem
segja má að hafi verið hennar aðall
alla tíð. Einnig var hún byrjuð á
handavinnu sem gefa átti í jóla-
gjafir næstu jól. Við erum svo
MINNINGAR
lánsamar að eiga marga fallega
hluti eftir hana sem piýða heimili
okkar.
Amma var mjög vel gefin kona,
mannglögg, ættfróð og fylgdist
ætíð vel með því sem fram fór í
þjóðfélaginu. Hægt var að setjast
niður með henni og spjalla um
daginn og veginn. Var það með
eindæmum hve hugur hennar var
skýr þar til hún háði sína lokabar-
áttu.
Það sem situr fastast í huga
okkar er hve vel hún fylgdi okkur
eftir í lífi og starfi og er það með
eftirsjá sem við kveðjum elskulega
ömmu okkar. Megi hún hvfla í
friði.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatáiin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Asa, Guðrún, Sara,
Anna og Helga.
GUÐRUN
SIGMUNDSDÓTTIR
JON
STEFÁNSSON
+ Jón Stefánsson
fæddist í
Reykjavík 10. júní
1965. Hann lést af
slysförum 3. aprfl
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Bústaðakirkju 12.
aprfl.
Á páskadagsmorg-
un barst mér sú fregn
til útlanda að Jón
Stefánsson, vinur
minn og vinnufélagi,
hefði farist í snjófíóði.
I fyrstu trúði ég því ekki og fannst
að hann hlyti að hringja í mig eins
og vanalega. Við töluðum síðast
saman á miðvikudagskvöld fyrir
páska og þá sagðist hann ekki
myndu klára verkefnið sem hann
var að vinna fyrir mig fyrr en eftir
helgina því hann ætlaði í frí með
fjölskyldunni. Hann hafði margoft
hvatt mig til að gera það sama,
sagt mér umbúðalaust að ég væri
vitleysingur að taka mér aldrei frí.
Hann gladdist því mjög þegar ég
ákvað að fara með fjölskylduna til
útlanda í fyrsta skipti í rúm tíu ár.
Hann sagði að maður ætti ekki
bara að vinna heldur njóta lífsins
og leika sér.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
fyrir 12 árum þegar ég var nýbyrj-
aður í rekstri. Hann var þá rétt
rúmlega tvítugur. Ég var búinn að
reyna við annan mann að ná stelli
undan vörubfl þegar hann kom til
bjargar. Hann lagðist undir bflinn,
hamaðist og öskraði í hálftíma,
kom þá rennsveittur og kolsvartur
af sldt og kallaði „hífa!“. Það tók
hann sem sagt aðeins hálftíma að
gera það sem tveimur mönnum
hafði ekki tekist á einum og hálf-
um degi. Svona voru öll hans
vinnubrögð. Krafturinn var óeðli-
lega mikill. Þeir sem þekktu hann
eru örugglega sammála um að
hann hafi afkastað á við tvo til þrjá
menn. Þá var hann bóngóður með
afbrigðum og taldi ekki eftir sér að
mæta á laugardagskvöldum eða
sunnudagsmorgnum. Við hringd-
um og báðum um aðstoð, hann
kom og hló að okkur aumingjunum
fyrir að geta ekki bjargað okkur.
Svo reddaði hann öllu
á augabragði.
Það var ekki einasta
að hann væri fljótur
að koma tækjum aftur
í vinnu, sem helst
máttu ekki hætta að
snúast, heldur lagði
hann sig í framkróka
við að útvega vara-
hluti og leysa vanda-
málin á sem hag-
kvæmastan hátt. í
þeim efnum var hann
ótrúlega úrræðagóð-
ur.
Jón var seintekinn og alls ekki
allra en þegar maður var kominn
inn fyrir skelina komst maður að
því að hann var tilbúinn til að
fórna sér fyrir mann og að hann
mátti ekkert aumt sjá. Honum var
ekki aðeins umhugað um að rekst-
urinn hjá mér gengi vel heldur bar
hann hag fjölskyldu minnar einnig
fyrir brjósti. Þegar ég sagði hon-
um að nýfædd dóttir mín væri
óvær á nóttunni einsetti hann sér
að leysa það vandamál. Hann kom
margar ferðir heim og mældi jai-ð-
arspennu í húsinu, setti upp við-
nám og hafði svo samband til að
vita hvernig sú litla svæfi.
I þessum heimsóknum hans var
ýmislegt rætt. Hann hafði gaman
af að spjalla um pólitík og var oft
yfirlýsingaglaður. Skemmtilegast
fannst honum að hleypa okkur upp
og þegar honum tókst vel til hló
hann ógurlega. Hann uppskar í
staðinn að vera í stríðni kallaður
komminn á Kjalarnesinu og fannst
það voðalega sniðugt. Hann gat
alltaf baunað einhverju á íhaldið í
staðinn.
Ég hugsa til Jóns með miklum
söknuði. Skarð hans verður aldrei
fyllt. Eiginkonu, sonum og öðrum
ættingjum votta ég mína dýpstu
samúð.
Gísli Hjartarson.
JOHANN
GUÐMUNDUR
ÞOR VALDSSON
+ Jóhann Guð-
mundur Þor-
valdsson fæddist í
Reykjavík 19. júlí
1940. Ilann lést á
Vífilsstaðaspítala
23. mars síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá Selja-
kirkju 29. mars.
Jói bróðir okkar er
látinn. Hann hafði barist
eins og hetja við erfiðan
sjúkdóm í nokkur ár og
var þetta oft erfið ganga
hjá honum, konu hans
og bömum. Þú varst öllum svo góður
og hjálpfús, gafst svo mikið af sjálfum
þér til þeirra sem áttu erfitt. Hönd
þín var ávallt reiðubúin.
Tíminn er afstæður og minningarn-
ar sem fljúga um í huga okkar eru
miklu nær en árin sem þær tilheyi-a.
Minningai- um æsku og unglingsárin
sem vom okkur svo góð og skemmti-
leg.
Það voru dagar gleð-
innar, mikið var spilað,
sungið og leikið sér,
dagar sem gott var að
njóta með þér, mömmu,
pabba og afa, ömmum,
frændum og frænkum.
Dagarnir hafa verið
dimmir og öðravísi
núna. Því er það mikil
huggun að ylja sér við
minninguna. Við voram
svo lánsamar systur að
eiga þig. Það er líka
huggun að vita að þú ert
búinn að fá lausn frá
erfiðum veikindum og
að vita að þú varst svo sáttur við að
kveðja. Svo líka sú fullvissa að nú áttu
eilífa lífið í drottni.
Elsku bróðfr, það eru þakklátar
systur sem kveðja þig sem gafst okk-
ur svo mikið af góðleika þínum. Við
biðjum guð að blessa fjölskyldu þína
og halda utanum okkur öll í þessari
sorg og söknuði.
Erla og Inga.
HOSKULDUR
EGILSSON
+ Höskuldur Egilsson fæddist
íReykjavík 18.janúar 1943.
Hann lést í Landspítalanum 26.
mars síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Heydalakirkju 3.
aprfl.
Elsku Hössi minn. Síminn hringdi
snemma að morgni fóstudagsins 26.
mars sl. og í símanum var Margrét
systfr að tilkynna mér að þú værir
dáinn. Það þyrmdi yfir mig. Þótt ég
vissi að hverju stefndi, þá er fráfall
náins ættingja alltaf sárt og erfitt.
Þótt ég viti að þér líði vel nú og að
þú hafir fengið góða heimkomu til
mömmu og pabba, þá er sorgin yfir-
þyrmandi og ég held að ég sætti mig
aldrei við fráfall þitt, en auðvitað
reyui ég að vinna mig út úr því.
Ég hugga mig við allar góðu
minningamar.
Við upplifðum ýmislegt saman
enda ekki nema þriggja ára aldurs-
munur á okkur og sambandið náið
alla tíð. Við áttum mjög gott samtal í
nóvember sl. þar sem við ræddum
hluti sem höfðu legið þér á hjarta,
sem eru og verða geymd í hjarta
mínu.
Þú varst yndislegur bróðir og vin-
ur, snyrtimenni mikið og síðast en
ekki síst mikill djassáhugamaður.
Þú hefðir líklega farið um allan
heim til að hlusta á þá stóru, ef þú
hefðir haft efni á. Það má segja að
tónlist hafi verið þitt tjáningarform.
Þú reyndir í fyrstu eftir að ég flutt-
ist til Breiðdalsvíkur að fá mig til
að koma í Samkór suðurfjarða, en
ekkert gekk. Enda þótt góð tónlist
sé einnig hluti af mínu lífi, þá er
hún bara af annarri tegund. Þú
skildir mig auðvitað alveg, þótt þú
hefðir ekki nokkurn áhuga á minni
tegund. Málið er bara að djasstón-
list er toppurinn á tilveranni, eng-
inn skyldi halda annað.
Nú ertu farinn, elsku Hössi minn,
en eftir sitja minningarnar, þær
verða ekki teknar frá mér. Guð
geymi þig að eilífu, vinurinn minn,
við sjáumst síðar.
Ég vil að endingu þakka systur
okkar Margréti og Oskari mági fyr-
ir elsku þeirra í þinn garð alveg frá
því að þú veiktist, þar til yfir lauk.
Guð launi ykkur.
Elsku Oddi minn, nú eram við
bara þrjú eftir og ég bið guð að
gefa okkur öllum styrk til að takast
á við erfitt tímabil.
Þín systir
Ragnheiður.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar föður míns, tengdaföður,
bróður okkar og afa,
ÁKA JÓHANNESAR KARLSSONAR
frá Eyvík,
Tjörneshreppi.
Ævar Ákason, Þóranna Jónsdóttir,
Kristján Karlsson, Elísabet Jónasdóttir,
Svava Björg Karlsdóttir, Hinrik Þórarinsson,
Gunnsteinn Karlsson, Erla Eggertsdóttir
og barnabörn.
t
Hjartans þakkir fyrir veitta samúð og vináttu
við andlát og útför móður okkar, tengdamóð-
ur, ömmu og langömmu,
IÐUNNAR E. S. GEIRDAL,
Engihjalla 19,
Kópavogi.
Steinar Geirdal, Vigdís Erlingsdóttir,
Elvar Geirdal, Edda Pálsdóttir,
Marella Geirdal, Ari E. Jónsson,
Margrét Geirdal,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minn-
ar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÖNNU SVEINSDÓTTUR,
Hraunbraut 30,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 6A á
Borgarspítalanum og Fífanna fyrir þeirra aðstoð.
Gunnar Valgeirsson,
Guðni Gunnarsson, Guðbjörg Sigþórsdóttir,
Sigríður Gunnarsdóttir, Þorsteinn Hermannsson,
Sigurbjörg Anna Guðnadóttir, Guðmundur Friðrik Georgsson,
Guðrún Rósa Guðnadóttir, Benedikt Þór Leifsson,
Elínborg Þorsteinsdóttir, Jón Pálmar Sigurðsson,
Gunnar Þorsteinsson,
Brynjar Helgi Guðmundsson.