Morgunblaðið - 16.04.1999, Page 51

Morgunblaðið - 16.04.1999, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 5 T MINNINGAR STEINUNNI. GUÐJÓNSDÓTTIR + Steinunn I. Guðjónsdóttir var fædd í Hafnar- firði hinn 14. maí 1916. Hún lést á Landakoti liinn 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Arn- fríður Jónsdóttir, f. 19.2. 1989, d. 21.3. 1963, og Guðjón Gunnarsson, f. 21.9. 1889, d. 24.2. 1961. Systur Steinunnar eru: Guðbjörg, lát- in, Jenný Marín, látin, Aslaug Hanna, látin. Eftir- lifandi systur Stein- unnar eru Bryndís og Hrafnhildur Inga. Hinn 23. október 1937 giftist Stein- unn Guðna Jóns- syni, f. 12.7. 1915, d. 25.6. 1990. Útför Steinunnar fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 7. apríl. Jótlandi. Þessi eftirréttur var það sem þú kallaðir sultaðar rabar- baralappir og voru bornar fram með rjóma og þú barst oft fram til hátíðarbrigða á sunnudögum. En á öðrum sviðum varstu frek- ar íhaldssöm, þú varst til dæmis lítið fyrir að taka í notkun nýjustu tæki eins og þvottavéi, þvoðir frek- ar á þvottbretti og sauðst þvottinn í kolakyntum potti. Afi var með tækjadellu eins og fleiri, og þau voru ófá heimilistækin sem hann kom með að Laugalandi, sem síðan fengu að rykfalla á loftinu. Ég var svo sem ekkert að skipta mér af þessu, en mér kom þó á óvart þeg- ar afi kom með hrærivél af flott- ustu gerð, en þú lést strax fara með hana upp á loft og sagðir það algjöran óþarfa að láta tækið hræra deig og þeyta rjóma, þetta færi allt miklu betur í höndunum á þér sjálfri. Þannig að í þér voru í raun tvær ólíkar persónur, annars vegar þetta spænska eða jafnvel franska útlit þitt sem gerði þig að heims- konu og hins vegar eiginleikar sem bundu þig tryggðaböndum við átt- hagana í dalnum, en þaðan fórst þú heldur ekki ótilneydd og ég man bara eftir einni eða tveimur ferð- um, annarri til ísafjarðar og hinni til Reykjavíkur í þetta eina skipti sem þú þurftir að leggjast á sjúkrahús um ævina og þá í smáað- gerð. Þú náðir líka öðrum fremur að nýta það sem umhverfið í kringum þig bauð upp á, tíndir mikið af berjum á sumrin, sultaðir og bjóst til berjasaft, tíndir fjallagrös og bjóst til úr þeim heimsins bestu fjallagi'asamjólk, nýttir heita læk- inn til að þvo alla sokka og áttir þér þinn eigin heita pott í læknum, þangað sem þú fórst reglulega og fyrir mér var það hátíðarstund að mega fara með þér í lækinn. Við þessa miklu samveru við þig lærði ég ýmislegt sem hefur oft komið mér að góðum notum síðan. Fyrst á eftir þekkti ég fjölda blóma- tegunda úr íslenski-i flóru, og einnig varstu ólöt við að syngja fyrir okkur og hluti þeirra texta síaðist inn og sat þar einhverja stund og ég er þeirrar skoðunar í dag að þau átta sumur sem ég var hjá ykkur afa hafi skilað mér grunni að ýmsu, sem hefur komið mér að notum seinna á lífsleiðinni, og ég hef lengi verið öf- undaður af félögum mínum, sem einnig voru í sveit á þessum árum, með hvaða veganesti ég kom með úr sveitinni og þá ekki síst frá þér. Fyrir þetta allt þakka ég þér amma mín, og kveð þig nú. Ég og dætur mínar, Ingibjörg og Ragnhildur, þökkum þér allt sem þú gafst okkur af þér um ævina, það er og verður okkur ómetanlegt. Þórður H. Ólafsson. Það eru ekki margir sem eiga því láni að fagna eða hafa tækifæri til að vera í sveit hjá langömmu sinni og afa. Ég var fyrst send ein í Laugarholt þegar ég var sex ára gömul og nokkur ár eftir það eyddi ég hluta af skólafríinu mínu hjá þeim, Lillu ömmusystur minni, og allri fjölskyidunni minni fyrir vest- an. Það var ósjaldan sem langamma gaf sér tíma til að sitja með mér í borðstofunni í Laugarholti og horfa yfir Skjaldfannardalinn og segja mér frá hvernig lífið var í dalnum þegar amma mín var ung kona. Langamma kunni líka óteljandi vís- ur sem hún lagði sig fram um að kenna borgarbarninu og hefur verið mér ómetanlegt veganesti. Það sem er mér þó minnisstæðast er hversu oft hún stóð með mér við eldhús- vaskinn og þreif verðandi kýr og kindur sem enn lifa ágætu lífi í bú- inu mínu í hlíðinni fyrir ofan bæinn þótt þær séu nú komnar á þriðja tuginn. Á lífsleiðinni á ég örugglega oft eftir að hugsa til langömmu minn- ar, þessarar sérstæðu konu, sem hafði yfir sér ákveðinn ævintýra- blæ. Ég er henni þakklát fyrir þá umönnun sem hún veitti mér í æsku minni og mun minnast henn- ar með virðingu og hlýju. Ingibjörg Þórðardóttir. Á þeim tíma er farfuglarnir láta sjá sig á Islandi þá kveður frænka okkar og vinkona þennan heim. Margs er að minnast er við kveðj- um Steinunni Guðjónsdóttur. Ætíð eru þó kveðjustundir erfiðar þrátt fyrir að um lífsins gang sé að ræða. Denna var ein af þeim sem öllum þótti værit um, hún var bara þannig kona. Á allan hátt var hún ætíð háttvís og kunni sig sem um drottningu væri að ræða en þau ummæli bera því vitni frá hversu góðu heimili hún kom og þar með allar hennar systur, systurnar frá Gunnarssundi 6. Nú eru aðeins tvær þeirra eftir meðal okkar en þeim ber sérstaklega að þakka þá alúð og umhyggju sem þær sýndu elstu systur sinni eftir að hún varð ekkja, svo og þeirra mönnum. Hún ræddi það oft hversu góðar systur hún ætti og góða mága. Þegar kemur að þakklæti til fólks þá er ekki hægt að láta hjá líða að segja frá þvi hve vel henni leið á Norðurbrún 1. Þar voru allir henni svo góðir en ekki verður hjá því komist að nefna sérstaklega Júlíönnu Sigurðardóttur sem var henni sérstök stoð, bæði á léttum sem erfiðum stundum. Einnig ber að minnast allra frá Hvoli með mikilli þökk fyrir mikla og trausta vináttu. Það er nú einu sinni svo að lengi býr að fyrstu gerð. Þannig mót- umst við öll til framtíðar og við eigum ekki næg orð til að tjá okk- ur um hve mikið var gert fyrir okkur eða hve mikið þakklæti við berum í brjósti. Þannig líður mér nú er ég hugsa til baka. Til margra ára bjuggum við í sama húsi og naut ég ómældrar um- hyggju þeirra hjóna Dennu og Dunna. Ékki voru stundirnar síðri við Vesturhópsvatn en ferðalög þangað urðu fleíri og fleiri eftir því sem árin liðu. Við fjölgun fjöl- skyldunnar kom betur og betur í ljós hve innileg vináttan var og hve sterk við gátum verið saman. Við látum þessi orð nægja á sama tíma og við geymum elsku- legar minningar í hjörtum okkar og framköllum á okkar ákveðnu stundum. Við hjónin ásamt börnum okkar þökkum Dennu að leiðarlokum fyrir allt og allt. Með okkur öllum tókst mikill og góður vinskapur sem mun aldrei hverfa frá okkur. Við munum öll minnast hjónanna Dennu og Dunna í bráð og lengd. Ásta, Bjarni og börn. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef út- fór er á mánudegi), er skilaft’estur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast íyrir hádegi á fóstudag. I miðvikudags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir há- degi tveimur virkum dögum fyrh’ birtingardag. Berist grein efth’ að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GEIR ÍSLEIFUR GEIRSSON rafvirkjameistari, Selbraut 17, sem lést á Landspítalanum föstudaginn 9. apríl, verður jarðsunginn frá Seltjarnar- neskirkju mánudaginn 19. apríl kl. 13.30. Bryndís Jónsdóttir, Jón Ólafur Geirsson, Geir Óttarr Geirsson, Margrét Harðardóttir, Hildur Elín Geirsdóttir, Gylfi Már Geirsson og Bryndís Soffía Jónsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, bróður okkar og afa, KRISTJÁNS KRISTJÁNSSONAR frá Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks vistheimilisins að Arnarholti á Kjalarnesi fyrir alúð og hlýhug. Kristján Kristjánsson, Valgerður Snæland Jónsdóttir, Árni Sæberg Kristjánsson, Friðrik Kristjánsson, Kolbrún Kristjánsdóttir, Kristján Kristjánsson. + Elskulegur eiginmaður rninn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR THORS, sem lést sunnudaginn 11. april, verður jarð- sunginn frá Fossvoqskirkju í dag, föstudaginn 16. apríl kl. 13.30. Svanhildur J. Thors, Lára Thors, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, Iðunn Thors, Jakob Hagedorn Olsen, Jóna Thors, Örn Thors, Svanhildur Thors, James M. Fletcher og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, GEORG HELGASON, Kirkjuvegi 11, Keflavík, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja miðviku- daginn 14. apríi. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jóhanna Friðriksdóttir, Friðrik Georgsson, Anna Jónsdóttir, Vilborg Georgsdóttir, Guðmundur Björnsson, Lovísa Georgsdóttir, Brynjar Hafdal. + Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNFRÍÐUR DAGMAR GUÐJÓNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt miðviku- dagsins 14. apríl. Útförin auglýst síðar. Málhildur T raustadóttir, Guðmundur Vésteinsson, Hildigunnur Guðmundsdóttir, Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir. + Faðir okkar, STURLA PÉTURSSON, Hrafnistu í Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 14. april. Börnin. + Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför JÓHANNS MATTHÍASAR JÓHANNSSONAR frá Bálkastöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Guðrún Magnúsdóttir og aðrir aðstandendur. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN SIGURÐSSON, Skollagróf, Hrunamannahreppi, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 11. apríl, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugar- daginn 17. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður í Hruna. Sigurður Haukur Jónsson, Fjóla Helgadóttir, Sigurjón Valdimar Jónsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Aðalheiður Jónsdóttir, Reynir Guðmundsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.