Morgunblaðið - 27.04.1999, Síða 10
10 PRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Mótmælir
stuðningi við
hernaðar-
stefnu NATO
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Vinstri-
hreyfíngunni - grænu framboði:
„Vinstrihreyfingin - grænt fram-
boð vekur athygli á því að NATO
hefur nú herjað á Júgóslavíu með
loftárásum í rúman mánuð með
fullum stuðningi íslenskra stjórn-
valda. Þessar hernaðaraðgerðir
hafa ekki orðið til að færa deiluaðila
nær samkomulagi nema síður sé og
aukið á hörmungar almennings í
landinu. I ljósi þess vill Vinstri-
hreyfíngin - grænt framboð ítreka
andstöðu sína við stríðsrekstur
NATO á Balkanskaga og undir-
strika það grundvallarviðhorf að
slíkar deilur á ekki að leysa með
hervaldi. Tafarlaust vopnahlé og
nýjar samningaviðræður undir for-
ystu óháðra aðila er eina færa leiðin
út úr þeirri höi-mulegu stöðu sem
upp er komin.
í>á mótmælir Vinstrihreyfingin -
grænt framboð sérstaklega stuðn-
ingi ríkisstjórnar Islands við nýja
hernaðarstefnu NATO sem ætlar
framvegis að taka sér sjálfdæmi til
hemaðaríhlutunar utan landsvæða
aðildarríkjanna. Sérstaka athygli
vekur stuðningur forsætisráðherra
íslands við þessa stefnu og að
NATO beri að hans mati engin
skylda til að taka mið af starfi og
ákvörðunum Öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna."
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SAMFYLKINGIN ræddi málefni útlendinga á fundi sínum á sunnudag en þar kom m.a. fram vilji til þess að
bæta lagalega stöðu innflytjendafjölskyldna á Islandi.
„Menntun og
menning eða
mötun og
forréttindi“
VINSTRI hreyfingin - grænt
framboð efnii' til fundar um
menntamál í kosningamiðstöðinni á
Suðurgötu 7 í kvöld kl. 20.30.
Frummælendur verða: Svanhildur
Kaaber verkefnisstjóri, Ingibjörg
Hafstað, kennsluráðgjafí nýbúa-
fræðslu, Óskar Dýnuundur Ölafs-
son, íþrótta- og tómstundaráðgjafi,
og Kolbrún Halldórsdóttir leik-
stjóri, frambjóðandi til Alþingis. Að
loknum framsögum verða umræður
undir stjórn Guðlaugar Teitsdóttur
skólastjóra. „Á því kjörtímabili
sem nú er að ljúka hafa ýmsir af-
drifaríkir hlutir gerst á sviði
fræðslumála. Ýmislegt bendir til að
dreifstýringar- og einkavæðingar-
stefna ríkisstjórnarinnar skerði
jafnrétti til náms,“ segir í fréttatil-
kynningu.
Samfylkingin ræðir málefni útlendinga á íslandi á opnum fundi
Móta þarf heildstæða stefnu
MAKAR íslenskra ríkisborgara,
sem eru af erlendu bergi brotnir,
hafa minni rétt hér á landi en er-
lendir makar ríkisborgara annarra
landa Evrópska efnahagssvæðisins
(EES). Hinir fyrrnefndu hafa engin
atvinnuréttindi fyrstu þrjú árin eft-
ir að þeir flytja hingað til lands á
sama tíma og hinir síðamefndu fá
atvinnuréttindi um leið.
Þetta kom m.a. fram í máli Guð-
jóns Atlasonar á fundi Samfylking-
arinnar um málefni útlendinga á Is-
landi á sunnudag. Kom fram á fund-
inum vilji Samfylkingarinnar til
þess að bæta lagalega stöðu inn-
flytjendafjölskyldna hér á landi og
sagði Guðrún Ögmundsdóttir, fram-
bjóðandi Samfylkingarinnnar í
Reykjavík m.a. að móta þyrfti al-
menna heildstæða stefnu í málefn-
um útlendinga.
Guðjón talaði á fundinum fyrir
hönd manna sem eru að stofna
mannréttindasamtök innflytjenda á
íslandi og fjölskyldur þeima og
sagði farir sínar ekki sléttar. „Eg
held ég segi ykkur í fáum dráttum
söguna af baráttu okkar hjónanna
til að fá atvinnuleyfi fyrir Annie,
konuna mína. Við sóttum um ótíma-
bundið dvalar- og atvinnuleyfi fyrir
nokkrum mánuðum. Annie hefur átt
lögheimili hér í rúmlega tvö og hálft
ár. Við erum gift og eigum eina
dóttur saman. Dvalarleyfið var veitt
á þeim forsendum að hún væri gift
og hefði átt lögheimili hér í meira
en tvö ár sem er víst lágmark sam-
kvæmt lögunum,“ sagði hann og
benti á að Annie hefði því ótíma-
bundið dvalarleyfi hér á landi. Hins
vegar hefði umsókninni um atvinnu-
leyfið verið hafnað. „Við áfrýjuðum
synjuninni til félagsmálaráðuneytis-
ins en þangað má samkvæmt lögum
skjóta til úrskurðar ákvörðun
Vinnumálastofnunar. Nokkrum vik-
um síðar fengum við langt bréf frá
félagsmálaráðuneytinu þar sem
synjunin var sögð gild og kröfu okk-
ar um undanþágu hafnað.“
Málið hjá umboðsmanni
Alþingis
Guðjón sagði að þau hefðu í áfrýj-
uninni rökstutt rækilega hvers
vegna Annie ætti rétt á atvinnuleyf-
inu. „Hún býr jú á íslandi, á íslensk-
an maka og bam sem er íslenskur
ríkisborgari," sagði hann og benti á
að nú hefðu þau lagt fram kvörtun
til umboðsmanns Alþingis. Guðjón
tók fram að hann liti svo á að um
brot á mannréttindum væri að ræða,
auk þess sem um væri að ræða bi'ot
á EES-samningnum. „Því ef vega-
bréf mitt væri þýskt eða hollenskt
en allt annað óbreytt mætti Annie
vinna hér. Eins getum við flutt til
annan-a EES-landa og þar má hún
vinna. Makar íslenskra ríkisborgara
eru því réttminni hér á landi en
makar ríkisborgara annaiTa EES-
landa,“ sagði hann og benti jafn-
framt á að i frumvarpi um útlend-
inga sem lagt hefði verið fram á síð-
asta þingi væri ekki gert ráð fyrir
því að reglur um dvalar- og atvinnu-
leyfi yrðu settar undir einn hatt.
11
Morgunlaðið/Ámi Sæberg
Tveir sjúkrabílar
til Rauða krossins
Forseti íslands afhenti umhverfísverðlaun frjálsra félagasamtaka
Störf Guðmundar Páls
*
Olafssonar viðurkennd
Morgunblaðið/Golli
GUÐMUNDUR Páll Ólafsson náttúrufræðingur tók við umhverfis-
verðlaunum frjálsra félagasamtaka í Ráðhúsi Reykjavíkur á miðviku-
dag, en það var forseti Islands, herra Ólafur Ragnar Gnmsson, sem
RAUÐI kross íslands hefur keypt
tvær nýjar sjúkrabifreiðar af gerð-
inni VW Transporter af Heklu hf.
Gerðar voru nauðsynlegar breyt-
ingar á bflunum hérlendis, meðal
annars sett á þá stálþak, að sögn
Marinós Marinóssonar deildar-
stjóra í sjúkraflutningum hjá
Rauða krossinum. Bílana segir
hann vera búna mjög fullkomnum
tækjum, meðal annars spennu-
breyti fyrir hitakassa til þess að
auka enn frekar öryggi við flutn-
inga á íyrirburum.
Hekla gefur
hálfa inilljón
Hrafnkell Gunnarsson fjármála-
stjóri Heklu afhenti Sigrúnu Áma-
dóttur framkvæmdastjóra Rauða
krossins bílana í gær, og færði í
leiðinni Rauða krossinum 500.000
kr. að gjöf frá fyrirtækinu vegna
aðstoðarinnar við flóttafólkið frá
Kosovo.
Bifreiðarnar bætast í hóp um 70
sjúkrabfla Rauðakrossdeildanna
um allt land. Önnur bifreiðin er í
eigu Rauðakrossdeildarinnar í
Borgarfirði en hin fer til deildar-
innar á Fljótsdalshéraði og Borgar-
firði eystri.
Bflarnir hafa reynst
mjög vel
Bflar af því tagi sem um ræðir
eru í notkun í Vík í Mýrdal, á Húsa-
vík, á Blönduósi, á Akureyri, í Búð-
ardal og á Patreksfirði. „Þeir hafa
reynst mjög vel en nýjustu bílamir
eru þó búnir öflugra rafmagnskerfi
og uppíylla strangari kröfur um ör-
yggi,“ segir Marinó. í þeim era
ABS bremsur, öryggisloftpúðar íyr-
ir ökumann og farþega, og þriggja
punkta öryggisbelti í læknisstól.
Guðmundur Páll
hefur um árabil
stundað fræðslu um
náttúru íslands
GUÐMUNDUR Páll Ólafsson nátt-
úrufræðingur hlaut umhverfisverð-
laun frjálsra félagasamtaka, sem
afhent vora í íyrsta skipti í Ráðþúsi
Reykjavíkur á miðvikudag af Ólafi
Ragnari Grímssyni, forseta ís-
lands.
Um árabil hefur Guðmundur
stundað fræðslu um náttúra Is-
lands og ber þar hæst bækur hans
Perlur í náttúra íslands, Fuglar í
náttúra íslands og Ströndin í nátt-
úru Islands.
Sr. Gunnar Kristjánsson, sem
átti sæti í dómnefnd, sagði að Guð-
mundur hefði verið ötull baráttu-
maður fyrir verndun náttúrannar
og sýnt djörfung, framkvæði og
ábyrgð sem væri öðram til hvatn-
ingar.
Starfsferill Guðmundar er
geysilega íjölbreyttur
Nefndi Gunnar sérstaklega mót-
mæli Guðmundar við Fögrahveri á
Köldukvíslareyram síðastliðið sum-
ar, þar sem hann dró íslenskan fána
í hálfa stöng en fánanum var ætlað
að sökkva í hækkandi vatni hins
nýja uppistöðulóns. Fullyrti Gunn-
ar að atburður þessi hefði ýtt
óþyrmilega við mörgum og kallað
fólk til umhugsunar um verndun
hálendisins.
Guðmundur, sem er fæddur 2.
júní árið 1941 á Húsavík, hefur
starfað sem skólastjóri og kennari,
ritað námsbækur og fræðirit og
unnið mikið með náttúra- og heim-
ildaljósmyndun. Hann vann m.a.
náttúruminjaskrá Vestfjarða, heim-
ildamynd um selveiðar við ísland
og heimildamynd um náttúru og
búsetu í Vestureyjum á Breiðafirði.
Að umhverfisverðlaununum
standa Landvernd, Náttúravernd-
arsamtök íslands, SÓL í Hvalfirði,
Félag um verndun hálendis Austur- “
lands, Fuglaverndunarfélag Is-
lands og NAUST.