Morgunblaðið - 27.04.1999, Page 18

Morgunblaðið - 27.04.1999, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Starfsmenn Nýherja tóku fyrstu skóflu- stunguna ALLIR starfsmenn Nýhjeija, 225 talsins, mynduðu merki fé- lagsins er þeir tóku fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu Nýherja við Borgartún 33 í Reykjavík í gær. Byggingar- framkvæmdum verður lokið á 8 ára afmæli félagsins þann 2. aprfl árið 2000. Húsið, sem verður um 6.400 fermetrar mun rúma alla starf- semi Nýheija sem nú eru þröngar skorður settar á tveimur stöðum í Reykjavík, Skaftahlíð 24 og Skipholti 37. Morgunblaðið/J úlíus • fflB&'C^ ST ■_• .v^L.vg i ' jAj Atlantsskip stefna á 45% markaðshlutdeild í innflutningi frá Bandaríkjunum Segjast bjóða 67% lægra verð en keppinautarnir ATLANTSSKIP, sem annast sjóflutninga fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, hafa ákveðið að bjóða fast verð fyrir flutninga í sjófrakt frá Bandaríkjunum til Islands, og að sögn Stefáns Kjæmested, framkvæmdastjóra Atlantsskipa, er um að ræða 40% til 67% lægra verð en verðskrá samkeppnisaðila Atlantsskipa. Verð Atlantsskipa fyrir 20 feta gám verður 1.600 dollarar og 1.900 dollarar fyrir 40 feta gám. „Þetta er lægra verð heldur en við höfum verið að bjóða hingað til, en við viljum ná aukinni markaðshlutdeild og í stað þess að eyða miklum tíma í að semja um einhverjar nokkrar krónur er öllum boðið þetta verð,“ sagði Stefán. Hann sagði að um væri að ræða 1.400 gámaeiningar sem Atlantsskip gætu selt á ári. Stefán sagði að Atlantsskip stefndu að því að ná 45% mark- aðshlutdeild í innflutningi frá Bandaríkjunum en að hans sögn er félagið nú þegar komið með yfír 35% markaðshlutdeild að flutningunum fyrir varnarliðið meðtöldum. Ekkert nýtt Þórður Sverrisson, fram- kvæmdastjóri flutningasviðs Eimskips, sagði að Atlantsskip hefðu verið að bjóða umrædd verð frá því félagið hóf siglingar í nóvember síðastliðnum. Hann segir fullyrðingar Atlantsskips um mun á flutningsgjöldum ekki réttar eins og viðskiptavinir Eim- skips þekkja. „Undirtektir viðskiptavina hafa verið litlar á liðnum sex mánuðum, enda þjónusta Atl- antsskipa ótrygg þar sem þeir hafa átt í erfiðleikum með vöru- meðferð, siglingaráætlun og fleira. Þannig að það er ekkert nýtt í þessu svokallaða verð- stríði," sagði Þórður. Fengu rannsóknar- styrk frá ÍSAL ÍSLENSKA álfélagið hf. veitti tvo styrki til rannsóknarverk- efna á sviði umhverfismála og rannsókna á náttúru landsins á miðvikudag, síðasta vetrardag. Styrkupphæðin skiptist þannig að Hafsteinn Helgason, verkfræðingur hjá Línuhönnun hf., hlaut 900 þúsund krónur til framhaldsrannsókna á bindieig- inleikum leirs, sem nefndur er bentónit, á fokgirni foksands og útskoli köfnunarefnissambanda úr tilbúnum áburði. Þá hlaut Jóhannes Sturlaugsson hjá Veiðimálastofnun 300 þúsund krónur til rannsókna á dverg- bleikju í Straumsvík. Á myndinni stendur Einar Guðmundsson, staðgengill for- stjóra ISAL, milli styrkþeg- anna, Hafsteins Helgasonar, t.h., og Jóhannesar Sturlaugs- sonar, t.v. BTogAT&T kaupa sig inn á japanskan markað BRITISH Telecommunications og AT&T fjarskiptafyrirtækin hafa fest kaup á 30 prósenta hlut í fyrirtækinu Japan Telecom Co. fyrir rúmlega 1,8 milljarða bandaríkjadala. Vestræn fjarskiptafyrirtæki hafa iengi haft það að markmiði að geta boðið þráð- lausa fjarskiptaþjónustu í Japan og með kaupunum hafa BT og AT&T gert það mögulegt. Þetta er fyrsta sameiginlega fjárfesting BT og AT&T en fyrirtækin hafa með sér samstarf um útbreiðslu fjarskipta- þjónustu um heiminn. Fjarskipta- markaður í Japan, sem var lengi lok- aður erlendum fyrirtækjum, hefur verið að opnast að undanfórnu og eru kaupin fyrsta stóra fjárfesting erlendra aðila þar í landi. Talið er að kaupin muni hafa í fór með sér auk- inn samruna fyrirtækja á japönskum fjarskiptamarkaði. Frekara alþjóðlegs samstarfs og samruna er að vænta meðal fyrir- tækja á fjarskiptasviðinu og vilja mörg af stóru fyrirtækjunum þannig búa sig undir enn frekari tækni- framfarir 1 greininni. I síðustu viku var tilkynnt um 82 milljarða sam- starf Deutsche Telekom og Telecom Italia og einnig stendur yfir hörð samkeppni milli japanskra o g breskra stórfyrirtækja um yfirtöku á símafyrirtækinu Cable and Wirel- ess, svo að dæmi séu nefnd. í kjölfar þess að ríkisrekin símafyi'- irtæki hafa verið einkavædd og farið á almennan mai'kað hefur samstarf fyrirtækja frá ólíkum löndum færst mjög í vöxt. Fyrirtækjalausnir Nýherja á Hótel Örk 7. og 8. maí Nýherji blæs til ráóstefnunnar „Fyrirtækjalausnir Nýherja" 7. og 8. maí á Hótel Örk í Hveragerði og er það í sjöunda skipti sem Mýherji efnirtil slíkrar ráðstefnu sem ávallt hafa verið feikivel sóttar. Á ráðstefnunni gefst tækifæri til að kynnast flestum þeim lausnum og nýjungum sem fyrirtækið hefur að bjóða íslenskum fyrirtækjum. Ráðstefnunni lýkur á hádegi laugardaginn 8. maí. Haldnir verða yfir 30 fyrirlestrar og margir þeirra af erlendum fyrirlesurum. Umfjöllunarefni er mjög fjölbreytt, s.s. IBM AS/400 nýjungar og lausnir, IBM RS/6000 og IBM WebSphare, netverslun og SET staðalinn, System/390, Lotus Motes lausnir, SAP fjárhagsupplýsingakerfið, nýjungar og lausnir í netbúnaði, PC sparnaðarmöguleikar, Metfinity netþjóna, nettölvu IBM,Tivoli netumsjónarbúnað,fjármögn- unar- og rekstrarleigu, Canon nettengdar Ijósritunarvélar, afgreiðslukerfi, ráðgjöf Mýherja og þjónustudeild Mýherja. Þátttaka tilkynnist með rafrænni skráningu frá heimasíðu Nýherja http://www.nyherji.is eigi síðar en föstudaginn 30. apríl nk. Mánari upplýsingar um ráðstefnuna má einnig finna á heimasíðu Nýherja. Vorráðstefna * Sparaðu þínu fyrirtæki fé með lausnum Nýherja "*■ Hittu alla helstu tölvuumsjónarmenn landsins Eigðu Ijúfa daga í sveitasælunni í Hveragerði * Bókaðu strax því þátttakendafjöldi er takmarkaður NÝHERJI Skaftahltð 24 ■ S:569 7700 http://www.nyherji.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.