Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 20

Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐID VIÐSKIPTI Guðmundur Bjarnason afhenti umhverfisviðurkenningar umhverfísráðuneytisins í sátt við lífríki lands og sjávar Á DEGI umhverflsins, á sunnudag- inn, afhenti Guðmundur Bjamason umhverfisráðherra Olíufélaginu hf. og Haraldi Böðvarssyni hf. viður- kenningar umhverfisráðuneytisins á Café Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal. Allt frá því árið 1994, hefur ráðu- neytið afhent fyrirtækjum, sem skara fram úr í umhverfismálum, viðurkenningar, ef undanskilið er árið 1997. Að sögn Guðmundar var ákveðið að bæta úr þessu nú og því afhenti ráðuneytið tveimur fyrir- tækjum viðurkenningar að þessu sinni, annars vegar elsta útgerðar- fyrirtæki landsins, Haraldi Böðvars- syni hfi, fyrir árið 1997 og hins veg- ar Olíufélaginu hf. fyrir árið 1998. Guðmundur sagði að unnið hefði verið mjög myndarlega að umhverf- ismálum hjá báðum þessum fyrir- tækjum. Hann sagði að í 93 ára starfi Haralds Böðvarssonar hf. hefði ávallt verið lögð áhersla á að fyrirtækið ynni í sátt við lífríki lands og sjávar. „Á undanfömum ámm hefur ver- ið unnið myndarlega að aðbúnaði starfsmanna og verndun umhverfis og þar lagður grunnur að markviss- um vinnubrögðum í anda umhverf- isstjórnunar. í þessari vinnu er horft til ynargra atriða og má þar nefna: Úrgangs- og fráveitumál, hráefnisnotkun og nýtingu, notkun og meðhöndlun hættulegra efna, vöruþróun með tillíti til umhverfis- mála, umbúðanotkun, gæðamál og aðbúnað starfsmanna,“ sagði Guð- mundur. Þá sagði Guðmundur að fyrirtæk- ið hefði einnig unnið mikið starf við að nýta svokallaðan glatvarma frá þéttivatni soðkjarnatækja til upp- hitunar á húsakynnum fyrirtækis- ins, en prkan hefur verið ónýtt til þessa. Á næstu mánuðum verða öll húsakynni Haralds Böðvarssonar hf. á Ákranesi hituð upp með þess- um varma þegar verksmiðjan er í gangi. Olíufélagið hf. hlaut, eins og áður sagði, viðurkenningu ráðuneytisins fyrir árið 1998. Að sögn Guðmundar leggur fyrirtækið áherslu á forvarn- ir og stöðugar umbætur til að fram- fylgja stefnumiðum og markmiðum í umhverfismálum. Hann sagði fé- lagið vinna markvisst að því að framfylgja umhverfisstjórnunar- kerfi, en að það væri gert með að- stoð rekstrarhandbókar, sem allar bensínstöðvar félagsins hefðu, en í henni kæmi fram hver umhverfis- stefna fyrirtækisins væri. Á bensín- stöðvum félagsins eru einnig Eftir- litsbækur, sem notaðar eru við dag- legt eftirlit, en daglega eru skráðar yfir 35 færslur í hverja bók. „Olíufélagið leggur áherslu á að mengunarvarnarbúnaður bensín- stöðva sé fullnægjandi og að virkni hans sé ávallt sem best. Allar tunn- ur sem félagið, hvort heldur er á eigin olíubörum eða hjá viðskipta- vinum, eru endurnotaðar. Þvotta- stöðvar félagsins nota eingöngu um- hverfisvæn þvottaefni, en ekki hefð- bundna tjöruhreinsa," sagði Guð- mundur. Auk þess að fá sérstakt viður- kenningarskjal í tilefni dagsins, fengu fyrirtækin listaverk, sem unnin voru af listakonunum Krist- ínu ísleifsdóttur og Ólöfu Erlu Bjarnadóttur. Geir Magnússon forstjóri Olíufélagsins ESSO Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri HB „Viðurkenning eflir liðsandann“ „Umhverfisstefna sparar“ Morgunblaðið/Árni Sæberg UMHVERFISRÁÐHERRA Guðmundur Bjarnason afhendir Geir Magnússyni viðurkenningu umhverf- isráðuneytisins. Morgunblaðið/Árni Sæberg HARALDUR Sturlaugsson tekur við viðurkenningu umhverfisráðuneytisins fyrir árið 1997, úr hendi umhverfisráðherra. MÍN viðbrögð eru þau að mér finnst þetta sé mikil viðurkenning á okkar starfi, verandi með olíu sem aðalvöru. í umræðunni hefur verið stutt frá orðinu „olía“ yfir í orðið „mengun", bæði þegar rætt er um notkun olíunnar og með- höndlun," sagði Geir Magnússon um viðurkenningu umhverfisráðu- neytisins fyrir árið 1998 sem veitt voru Olíufélaginu hf. ESSO um helgina. „Notkunina ráðum við ekki við, en við höfum einsett okkur að haga meðhöndluninni þannig að við sé- um umhverfisvænir. Við höfum lengi verið meðvitaðir um umhverfismál og höfðum t.a.m. forgöngu um að setja utan um tankana þrær og sérstaka klæðn- ingu til að varna því að eldsneyti færi í jarðveg. Það var var hinsvegar árið 1997 sem við ákváðum að móta okkur um- hverfisstefnu,“ sagði Geir. Að sögn Geirs nýtti Olíufélagið sér þekk- ingu ESSO í Noregi þegar umhverfisstefna fyrirtæksins var mótuð og Elísabet Pálma- dóttir, verkfræðingur hjá Hönnun hf., hafi leitt vinnuna, auk svonefndrar umhverfis- og öryggisnefndar. Geir sagði einnig að umhverfismálin séu aðeins einn angi gæðakerfis sem nái yfir allan rekstur Olíufélagsins og væri unnið sam- kvæmt umhverfisstaðlinum ISO 14001, auk gæðastaðalsins ISO 9001 og vinnuverndar- staðlinum BS 8800. Geir sagði að allir starfsmenn séu virkjaðir í umhverfísmálunum og sé einn maður í þvi starfi að fara á milli þjónustustöðva að kenna fólki. „Það var mikil ánægja hjá okkar starfs- fólki hér með verðlaunin. Maður finnur að þetta hefur góð áhrif á liðsandann í svona fyr- irtæki.“ Hvað nýjungar varðar sem væntanlegar eru á þessu sviði hjá Olíufélaginu má nefna sérstaka gufugleypa sem eiga að gleypa gufu sem rýkur upp af olíubflum þegar eldsneyti er dælt á þá og síðar einnig þegar eldsneyti er dælt af þeim. Aðspurður segist Geir Magnússon ekki endilega sjá skilvirka framkvæmd umhverfis- stefnu sem tæki til að ná betri stöðu í sam- keppni á markaðnum. „Við erum bara að uppfylla okkar metnaðannál gagnvart okkar umhverfi. Ég sé ekki að markaðshlutföll olíu- félaganna hafi breyst vegna umhverfisstefnu, skógræktar eða landgræðslu eða stuðningi Olíufélagsins við innlenda ferðaþjónustu. Ég held að þessar átaksaðgerðir oh'ufélaganna séu ekki að breyta hlutföllunum þeirra á milli,“ sagði Geir Magnússon að lokum. „VERÐLAUNIN era okkur hvatning um að gera betur í fram- tíðinni, og ánægjulegt að fá svona viðurkenningu vegna þess að það er margt starfsfólk sem kemur að þessum umhverfismálum hjá fyrir- tækinu. Ef umhverfismálin eru í lagi þurfa margir að koma að þeim og verða allir að vera vakandi, alla daga. Það má segja að það að vinna að umhverfísmálum sé sagan enda- lausa,“ segir Haraldur Sturlaugs- son, framkvæmdastjóri Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi, en fyrirtækinu var um helgina veitt viðurkenning umhverfisráðuneyt- isins fyrir árið 1997. Haraldur segir að umhverfis- stefna Haraldar Böðvarssonar hf. miðist við að skapa heilnæma af- urð, hámarka nýtingu hráefna og ganga um umhverfið af virðingu. „I 93 ára starfi fyrirtækisins hefur ávallt verið lögð áhersla á að vinna í sátt við lífríki lands og sjávar. I þessari vinnu er horft til margra at- riða og má þar nefna úrgangs- og fráveitu- mál, hráefnisnotkun og nýtingu, notkun og meðhöndlun hættulegra efna, vöruþróun með tilliti til umhverfismála, umbúðanotkun, gæðamál og aðbúnað starfsmanna," segir Haraldur. Umhverfisvitund innan fyrirtækisins frá árinu 1933 „Það má segja að umhverfisvitund hafi ver- ið innan fyrirtækisins frá árinu 1933 Þegar rauði liturinn var fyrst settur á hús félagsins. Það hefur alltaf verið hugsað um að hafa snyrtilegt umhverfi og vel málað. Það er svona fyrsta skrefið í þeim málum,“ segir Haraldur en bætir við að áhersla á umhverf- ismál hafi hins vegar komið um svipað leiti og umhverfísvakning varð hér á landi fyrir nokki-um áram og menn fóru að ræða þau mál af alvöra. „Það hefur verið mun hraðari þróun í þess- um málum en menn kannski reiknuðu með. Það er að hluta vegna krafna erlendis frá, og eins vegna þess að áherslur í frystihúsum eru að færast yfir í áherslur matvælaiðnaðar sem kallar á síauknar kröfur um hreinlæti og ann- að,“ segir Haraldur. Hann segir að hjá fyrirtækinu séu um- hverfishópar sem geri tillögur um umbóta- verkefni. Aðalverkefni fyrirtækisins í um- hverfismálum á undanfórnum áram er endur- uppbygging sfldar- og fiskimjölsverksmiðj- unnar. Þar hefur verið lögð áhersla á að bæta umhverfi verksmiðjunnar, minnka lykt- og reykmengun frá henni, ásamt því að vinna verðmeiri afurðir. Kraftur, } • } þekking og frumkvæði fyrir Reyknesinga t t f 1- Siv Friðleifsdóttir Hjdlmar Árnason Páll Magnússon Kosnin^askrífstofa Bæjarhrauni 26 : Hafnarfiríi, ; s.565-4790! 565-5740[ 565-5742 1 u FRAMSÓXIWmaKKBIUIUI Tölvupóstur: 1 reyUjanes@xb.isJ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.