Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 25

Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 25 VIÐSKIPTI Övissa um samruna Telecom og Deutsche Telekom GENGI hlutabréfa í símafyrirtæk- inu Telecom Italia féll um 1,7% í gær vegna óvissu um hvort af sam- runa fyrirtækisins og Deutsche Tel- ekom yrði, en fyrirtækin hafa átt í samrunaviðræðum að undanfömu. Fulltrúar stjórnvalda á Italíu og í Þýskalandi ætla að hittast í vikunni til að reyna að ná sáttum í málinu. Ein af hindrunum fyrir því að af samrunanum, sem metinn er á 81 milljarð dollara, eða ríflega 5.800 milljarða íslenskra króna, geti orð- ið, er að ítölsk stjórnvöld krefjast þess að þýsk stjórnvöld selji 72% hlut sinn í Deutsche Telekom og að Telecom Italia, sem er minnihluta- aðilinn í samrunanum, verði metinn til jafns við Deutsche Telekom. Ritvélaframleiðandinn Olivetti ágirnist einnig Telecom Italia og hefur þegar gert tilboð í fyrirtækið upp á 65 milljarða dollara, í pening- um og hlutabréfum, eða 4.700 millj- arða króna. Stjórn Telecom mun, samkvæmt heimildum, hittast í dag til að ræða boð Olivettis, þó ákvörðunar um hvoru tilboðinu verði tekið sé ekki að vænta strax. ---------------- Risalán Oliv- ettis tilbúið RISALÁNTAKA Olivetti fyrirtæk- isins ítalska upp á rúma 1.700 millj- arða íslenskra króna (22,5 milljarða evra) er tilbúið til afgreiðslu frá lánadrottnum fyrirtækisins þegar Olivetti gerir formlega tilboð í Tel- ecom Italia símafyrirtækið, en til- boðið hljóðar upp á tæpa 4.670 milljarða króna. Telecom Italia hefur kynnt áætl- anir um rúmlega 5.800 milljarða króna samruna við hið þýska Deutsche Telecom sem tilraun til að koma í veg fyrir að Olivetti takist að kaupa Telecom Italia. Sérfræðingar á lánamörkuðum segja að lántaka Olivetti kunni að ryðja brautina fyrir önnur svipuð risalán sem nauðsynleg muni verða þegar síma- og fjarskiptageiri Vest- ur-Evrópu verði endurskipulagður. ------♦-♦-♦----- Erlend um- svif Tele Danmark f vexti AUKNINGIN í veltu erlendra fjár- festinga danska símafélagsins Tele Danmark verður meiri en.sem nem- ur rekstrarútgjöldum á þessu ári, sagði Knud Heinesen, stjórnarfor- maður Tele Danmai-k, m.a. á aðal- fundi fyrirtækisins. Heinesen var sérlega ánægður með rekstrarár- angur Talkline-símafélagsins í Þýskalandi, en Tele Danmark á það félag að öllu leyti. Árið 1998 tókst að fjölga viðskiptavinum í farsíma- viðskiptum úr 272.000 í 909.000 tals- ins, en Talkline velti um 60 milljörð- um króna árið 1998. Mikill vöxtur var einnig í öðrum félögum sem Tele Danmark á stór- an hlut í, meðal annars Belgacom í Belgíu, Polkomtel í Póllandi, Sun- rise í Sviss, Telenordia í Svíþjóð og UMC í Úkraínu. Erlendar fjárfest- ingar Tele Danmark voru 38% af heildarfjárfestingum félagsins árið 1998, og er það hlutfall í vexti. WWH7109T GENERAL ELECTRIC ÞVOTTAVÉL •4,5 kg »1000 snúninga. / lutfjvwt TL52PE HOTPOINT ÞURRKARI •5 kg »m/barka »veltir í báðar áttir. Genemltlednc sr TFG20JRX GENERAL ELECTRIC AMERÍSKUR ÍSSKÁPUR með klakavél og rennandi vatni •h:170, b: 80,d: 77,5 »491 lítra. Hutpuvrt Hutputnt DF23PE HOTPOINT UPPÞVOTTAVÉL •12 manna «8 kerfi •b:60,h:85,d:60. TC 72 PE HOTPOINT ÞURRKARI 6 kg »barkalaus •m/rakaskynjara •veltir í báðar áttir. RAFTÆKJAV E R S LU N HEKLA LAUGAVEGI l 72 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 569 5770 AÐRIR SÖLUAÐILAR: Heimskringlan Kringlunni •Rafmætti Miðbæ, Hafnarfirði »K Á Selfossi Austurvegi 3, Selfossi »Verslunin Vík Egilsbraut 6, Neskaupstað •Reynisstaðir Vesturvegi 10, Vestmannaeyjum »K.Þ. Smiðjan Garðarsbraut 5, Húsavík >Jókó Furuvöllum 13, Akureyri •Verslunin Hegri Sæmundargötu 7, Sauðárkróki "Verslunin Straumur Silfurgötu 5, ísafirði «Rafstofan Egilsgötu 6, Borgarnesi »Hljómsýn Stillholti 23, Akranesi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.