Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 26

Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ 120 hviki ÍDOPHILUS PLUS Góður ferðafélagi. Fyrír meltingarfærín. i&ii Hheilsuhúsið Skólavöröustlg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri MARIA LÖVISA FATAHÖNNUN SKÓLAVÖROUSTÍG 3A • S 562 6999 Ostéöcare Verið vandlát skal kalt ,, Hver tafla CAI.CH M inniheldur œmn 400 mg. af ™ kalki Ca++ (einnig til í vökvaformi) wL o VITABIOTICS - þar scm náttúran og vísindin vinna saman Fæst í flestum lyfjaverslunum Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854 Kostar ekkert að hlusta á talvélina í 118 Um leið og samband næst við tal- vélina í 118 byrja sumir GSM-sím- ar með gjaldmæli að telja. Hver er skýringin á því ef gjald er ekki tekið fyrir símtalið fyrr en sam- band næst við þjónustufulltrúa? Svar: „Sumir símar eru útbúnir með gjaldmæli og það er rétt að mælirinn byrjar að telja um leið og samband næst við talvélina í 118,“ segir Olafur Stephensen forstöðu- maður kynningarmála hjá Lands- símanum. „Viðkomandi símstöð sendir frá sér merki, sem gerir það að verk- um að mælirinn á símanum fer í gang. Um leið sendir símstöðin annað merki til gjaldfærslubúnað- ar um að gjaldtaka skuli ekki hafín. Þegar starfsmaður svarar í 118 er sent þriðja merkið um að nú skuli gjaldtaka hafin. Það fer því ekki á milli mála að ekki er byrjað að gjaldfæra fyrr en svarað er og biðtíminn fer ekki á reikning símnotandans. Ekki hefur verið fundin tæknileg lausn á því vandamáli að gjaldmælar í símum byrja að telja um leið og samband næst við talvélina en unnið er að því.“ Nýtt stafrænt mynd- ver AUGLÝSINGASTOFAN Næst hefur opnað fullkomið stafrænt ljósmyndamyndver. I myndver- inu eru teknar ljósmyndir fílmu- laust og myndirnar færðar beint inn á tölvu, að því er segir í fréttatilkynningu frá stofunni. I tilkynningunni segir einnig að í myndverinu sé ljósabúnað- ur, tölva, bakgrunnar, eldunar- aðstaða fyrir matarmyndatökur og fleira. Myndavélin sem notuð er í myndverinu er Kodak/Ca- non stafræn myndavél, en hún er samkvæmt fréttinni sú fyrsta hér á landi sem tekur myndir í 24 Mb stærð. „Mikill ávinningur er af staf- rænni myndatöku, viðskiptavinir fá hraðari þjónustu og endanleg mynd fæst samstundis,“ segir í tilkynningunni. Næst sér um myndatöku fyrir viðskiptavini og býður þjónustu ljósmyndara, auk þess að bjóða upp á fullvinnslu auglýsinga og annars kynningarefnis þegar myndirnar eru tilbúnar. Mynd- verið er einnig leigt út til ljós- myndara og annarra fagmanna, að því er segir í fréttatilkynning- unni. BJÖRN Valdimarsson og Arndís Lilja Guðmundsdóttir, grafískir hönnuðir, að störfum í myndverinu. Peysurúvalið í Glugganum Spurt og svarað um neytendamál Leyfðutijartanu aðráða! I Sólblóma er hátt hlutfall íjölómett- aðrar fitu og lítið af mettaðri. Mcð því að velja Sólblóma á brauðið dregur þú úr hættu á aukinni blóðfitu (kólesteróli). 8!,5% Fita í 100 g vfþmbl.is LLTA/= e!TTH\/AÐ /VÝTT Nýtt Morgunblaðið/Sverrir Korn og mjöl AXIÐ í Borgarnesi hefur sett þijár nýjar vörutegundir á mark- að, hertogablöndu, bókhveitimjöl ogperlubygg. I fréttatilkynningu frá Axinu kemur fram að hertogablandan er kornblanda fyrir þá sem baka heima, hún er sett saman úr sex tegundum af fræi og korni. Her- togablandan hentar vel í brauð- bökunarvélar með öðru mjöli. Bókhveitimjöl er fínt. mjöl sem malað er úr fræi bókhveitijurtar- innar sem er skyld rabarbara. Það er aðallega notað í pönnu- kökur og brauð m.a. í Blini pönnukökur. Perlubygg er hýðis- laust byggkorn sem nota má í brauðbakstur, soðna grænmetis- rétti eða borða það soðið á sama hátt og hrísgrjón. Allar tegund- irnar eru í 700 gramma pökkum. Vörurnar frá Axinu fást í helstu matvöruverslunum og dreifingu annast Bergdal ehf. í Reykjavík. ----------------- Smjörlíki frá KEA Smjörlíkisgerð KEA er þessa dagana að setja á markað nýja gerð af smjörliki. Notuð er við smjörlíkisgerðina innflutt olía sem er nánast transfitusýrulaus. I fréttatilkynningu frá KEA kemur fram að lögð er áhersla á hollustu við framleiðsluna og reynt er að ná fram æskilegri fitusýrusam- setningu og hafa hlutfallið milli einómettaðra og fjölóinettaðra situsýra sem jafnast. Nýja smjörlíkið hentar í bakst- ur og til annarrar matargerðar. Pakkningarnar eru þær sömu og á venjulegu Akra smjörlíki en lit- urinn öðruvísi til aðgreiningar. -------♦-♦-♦----- Italskar matvörur KARL K. Karlsson hefur hafið innflutning á ítölskum matvörum frá Saclá en fyrirtækið býður upp á tvær vörulínur, l’Antipasto sem er forréttalína og PastaGusto sem eru pastaréttir. I fréttatil- kynningu frá Karli K. Karlssyni keniur fram að forréttalínan inni- haldi sólþurrkaða tómata, þistil- hjörtu, baunir, villisveppi, papriku og ólífur. Réttirnir þurfa enga matreiðslu heldur eru settir á bakka eða í skál og borðaðir með ostum og góðu brauði. Saclá PastaGusto-h'nan inniheldur pesto, grænmeti, ólífur og sól- þurrkaða tómata. Saclá-vörur fást t.d. í Nýkaupi, Fjarðarkaupi og Nettó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.