Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999
FUNDUR LEIÐTOGA NATO
MORGUNBLAÐIÐ
ySJBL- 0 W jBBj g||pv ; £ F/JI JMí - jll
y m pwa - i |
_
Davíð Qddsson eftir fund NATO
„Höfum þrek
og úthald til að
fara með sigur
af hólmi“
Fundi leiðtoga NATO lauk í Washington á
sunnudag og segir Davíð Oddsson forsæt-
----------7----------------— ■
isráðherra að Islendingar geti vel við nið-
urstöður hans unað. Asgeir Sverrisson
ræddi við forsætisráðherra í Washington.
AP
BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Javier Soiana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandaiagsins, ásamt leið-
togum annarra NATO-ríkja við byggingu í Washington sem kennd er við Ronald Reagan.
Ný markmið í krafti
nýrrar stefnu
í öryggismálum
Washington. Morgunblaðið.
LEIÐTOGAR aðildarríkja Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) sam-
þykktu á laugardag á fundi sínum í
Washington nýja öryggis- og her-
málastefnu sem m.a. kveður á um að
herafli þess geti látið til sín taka utan
skilgreinds vamarsvæðis þess líkt og
nú hefur gerst í Kosovo.
Javier Solana, framkvæmdastjóri
NATO, sagði ó fundi með blaðamönn-
um að stefnan nýja gerði ekki ráð fyr-
ir því að leita þyrfti samþykkis Sa-
meinuðu þjóðanna áður en gripið yrði
til hemaðaraðgerða. Þegar ákvörðun
yrði tekin um að láta vopnin tala utan
vamarsvæðis yrði slíkt gert á „viðeig-
andi grandvelli laga“. Ekki væri í ráði
að gera bandalagið að hnattrænu fyr-
irbrigði heldur yrði áfram byggt á
hugmyndinni um varnarsamstarf
beggja vegna Atlantshafsins.
Umboð til valdbeitingar
Vitað var að á leiðtogafundinum
yrði tekist á um hvaða umboð þyrfti
að liggja fyrir til þess að NATO gæti
beitt hervaldi utan vamarsvæðis að-
ildarríkjanna 19. Frakkar hafa um
nokkurt skeið haldið því fram að það
geti bandalagið aðeins gert í umboði
Sameinuðu þjóðanna. Skömmu eftir
að viðræðum leiðtoganna lauk á laug-
ardag höfðu franskir fréttamenn það
eftir Chirac Frakklandsforseta að
einmitt þetta hefði orðið niðurstaða
fundarins. Bandaríkjamenn, Bretar
og fleiri ríki hafa ekki viljað að Sa-
meinuðu þjóðunum verði falið slíkt
vald í málefnum bandalagsins enda
myndi það þýða að ríkjum á borð við
Rússland og Kína yrði í raun fengið
neitunarvald þegar rætt væri um
hvort beita bæri herafla NATO utan
vamarsvæðis þess.
Ný markmið skilgreind
Solana sagði að makmið NATO á
nýrri öld hefðu verið skilgreind á
fundinum auk þess sem fyrirheit um
sameiginlegar vamir og samstarf
ríkjanna beggja vegna Atlantshafsins
hefðu verið ítrekuð. NATO hygðist
tryggja frið og stöðugleika í Evrópu
og standa vörð um lýðræðislegt gild-
ismat innan og handan landamæra
sinna. Samstarfið við ríki utan banda-
lagsins í Evrópu yrði styrkt til að
tryggja að „evrópskar áherslur“
fengju eðlilegt vægi en jafnframt
yrðu Atlantshafstengslin áfram einn
af homsteinum bandalagsins.
„Mannréttindi og réttindi minni-
hlutahópa verða sífellt mikilvægari á
alþjóðavettvangi og NATO hefur lag-
að sig að þeirri þróun,“ sagði Solana
er hann var spurður hvort fullveldis-
hugtakið væri á undanhaldi í alþjóða-
málum.
Óbreytt herfræði í Kosovo
Um átökin í Kosovo sagði fram-
kvæmdastjórinn að engar ákvarðanir
hefðu verið teknar varðandi hugsan-
legan landhemað gegn sveitum Serba
í héraðinu. „Við höfum ekki breytt
herfræði okkar. Loftárásunum verð-
ur haldið áfram og við ætlum að fara
með sigur af hólmi í þessum átökum."
NATO endurskoðaði hins vegar áætl-
anir sínar á degi hverjum.
Nánara samstarf við
ríkin í „biðsalnum“
í máli Solana kom fram að banda-
lagið hefði samþykkt sérstaka áætlun
er miðaði að því að koma á sem nán-
ustu samstarfi á stjómmála- og hern-
aðarsviðinu við ríki þau sem lýst
hefðu yfir áhuga á að ganga í NATO.
Þar ræðir um níu ríki þ.á m. Eystra-
saltsríkin þrjú og er vísað jafnt til
þeirra allra í yfirlýsingu leiðtoganna,
sem ber yfirskriftina „Bandalag 21.
aldarinnar". „Við hyggjumst vinna
með þessum ríkjum á degi hverjum
og færa þau eins nálægt NATO og
frekast er kostur," sagði hann og ít-
rekaði að stefna sú varðandi stækkun
bandalagsins sem hann hefur sjálfur
kennt við „opnar dyr“ væri enn í fullu
gildi. Hins vegar væri ekkert eitt ríki
umfram önnur nefnt í yfirlýsingu leið-
toganna hvað stækkunina varðaði.
Verða rússnesk
ohuskip stöðvuð?
Solana sagði NATO vilja treysta
samskipti sín við Rússland en Rúss-
ar hundsuðu Washington-fundinn
vegna loftárása NATO í Júgóslavíu.
Hann ítrekaði fyrri yfirlýsingar um
að skipum á vegum NATO yrði falið
að tryggja að olía yrði ekki flutt sjó-
leiðina til Júgóslavíu. Framkvæmda-
stjórinn var margoft spurður hvort
þetta þýddi að bandalagið hygðist
stöðva og skoða rússnesk skip á
þessum slóðum er kynnu að hafa
meðferðis olíu handa Serbum. Þess-
ari spumingu svaraði framkvæmda-
stjórinn ekki beint en kvað ljóst að
bandalagið hygðist koma í veg fyrir
slíka flutninga. Yfirlýsingar sem
borist hefðu frá stjórnvöldum í
Moskvu hvað þetta varðaði væra
„misvísandi".
Bill Clinton Bandaríkjaforseti tók í
sama streng á blaðamannafundi og
lét í ljós þá von að til þess kæmi ekki
að Rússar sæju Serbum fyrir olíu.
„Það blasir við að þegar flugmenn
okkar hætta á degi hverjum lífi sínu í
árásarferðum til að granda birgða- og
hreinsistöðvum íyrir olíu getum við
ekki lýst því yfir að olíu megi flytja
sjóleiðina til Júgóslavíu," sagði forset-
inn.
Samræmd viðbrögð við út-
breiðslu gereyðingarvopna
Solana kvað leiðtogana hafa rætt
hættuna sem fylgdi útbreiðslu ger-
eyðingarvopna. Bandalagið gæti ekki
leitt þessa hættu hjá sér. Hefði því
verið ákveðið að aðildarríkin myndu
auka samstarf sitt á þessu sviði og
samræma viðbrögð við útbreiðslu
slíkra vígtóla. Framkvæmdastjórinn
var spurður hvort þetta þýddi að
bandalagið hygðist láta til sín taka í
fjarlægum heimshomum á borð við
Persaflóa. Var svar hans það að ekki
væri ráð fyrir því gert að starfsemi
NATO yrði hnattræn.
Framfaraáætlun
fyrir Suðaustur-Evrópu
Loks gat Solana þess að málefni
Suðaustur-Evrópu hefðu verið ofar-
lega á baugi á fundinum. NATO vildi
að ríkin á þessu svæði gætu rannið
saman við meginstef hinna evrópsku
hefða og því hefði verið ákveðið að
bandalagið beitti sér fyrir áætlunum
á þremur sviðum í þessum heims-
hluta. Þar væri um að ræða öryggis-
og efnahagsmál auk þess sem unnið
yrði að því að byggja upp lýðræðis-
lega stjórnarhætti. „Aðrar stofnanir
munu einnig koma við sögu en
NATO mun sjá um hernaðarþátt-
inn.“
Serbar ógni
ekki nágrönnum sfnum
Á sunnudag funduðu leiðtogar
NATO með fulltrúum sjö nágranna-
ríkja Kosovo. Við upphaf þeirra við-
ræðna sagði Clinton Bandaríkjafor-
seti að ríki þessi hefðu stutt aðgerðir
bandalagsins þrátt fyrir þá áhættu
sem því fylgdi. Þjóðir þessar hefðu
einnig tekið við miklum fjölda fólks
sem flúið hefði heimkynni sín í
Kosovo. Clinton varaði stjórnvöld í
Júgóslavíu við að ógna nágrannaríkj-
um sínum. „Ef ráðamenn í Belgrad
ögra nágrönnum sínum, munum við
bregðast við.“
Leiðtogafundinum í Washington
lauk á sunnudag með fundi í svo-
nefndu samstarfsráði Evrópu- og Atl-
antshafsríkja (EAPC) en í því taka
þátt 19 þjóðir NATO og 25 samstarfs-
ríki bandalagsins.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
segir að Islendingar hafi íyrir sitt
leyti lagt á það áherslu á leiðtogafundi
Atlantshafsbandalagsins í Was-
hington að NATO yrði áfram grand-
vallað á hugmyndinni um tengsl aðild-
arríkjanna beggja vegna Atlantshafs-
ins á sviði öryggis- og varnarmála.
Telur Davíð Oddsson íslendinga
mega vel við niðurstöðu fundarins
una, en í yfirlýsingu leiðtoganna, sem
birt var á laugardag, era tengsl þessi,
sem oftast era nefnd Atlanshafs-
strengurinn, margítrekuð auk þess
sem tekið er fram að aukið samstarf
Evrópuríkja á sviði öryggis- og vam-
armála skuli jafnframt fela í sér að
þau ríki NATO sem utan Evrópusam-
bandsins (ESB) standa skuli koma að
ákvarðanatöku á þeim vettvangi. For-
sætisráðherra segir góðan anda hafa
einkennt fund leiðtoganna og algjör
eining hafi ríkt um nauðsyn þess að
„ÁSTANDIÐ í Kosovo skyggði að
sjálfsögðu á flest annað á fundinum,
sem einkenndist annars af mikilli
samstöðu NATO-ríkjanna um þær
aðgerðir, sem þar hefur verið gripið
til,“ sagði Halldór Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra í samtali við Morgun-
blaðið um hátíðarfund NATO í Was-
hington íyiir helgi.
Fyrir fundinum lágu ýmis mál en
mestur tími fór í ræða Kosovo-deil-
una og leiðir til að stöðva ofsóknimar
gegn íbúum héraðsins. Sagði Hall-
dór, að í þessu máli hefðu NATO-rík-
in verið með einum huga og sam-
þykkt, að loftárásunum yrði haldið
áfram þar til stjórnvöld í Júgóslavíu
féllust á kröfur bandalagsins. Þær
eru í meginatriðum þær, að
serbneskt herlið verði flutt frá
Kosovo og flóttafólkinu leyft að snúa
aftur undir vernd alþjóðlegra gæslu-
sveita.
Fundinn í Washington sátu leið-
togar og fulltrúar ýmissa ríkja, sem
sýnt hafa áhuga á NATO-aðild og
þar á meðal« sumra nágrannaríkja
stöðva með hervaldi þjóðemishreins-
anir stjómar Slobodans Milosevics
Júgóslavíuforseta í Kosovo.
Leiðtogafundinum í Washington,
sem m.a. var efnt til í því skyni að
fagna 50 ára afmæli NÁTO, lauk á
sunnudag. Dagskrá fundarins, sem
stóð yfir þijá daga, var gífurlega
ströng og má segja að fulltrúar aðild-
arríkjanna 19 auk 24 ríkja sem eiga
samstarf við NATO hafi verið á stans-
lausum fundum frá morgni til mið-
nættis. Gífurlega ströng öryggisgæsla
einkenndi fund þennan, svo ströng
raunar að elstu menn á sviði slíkra
fræða kveðast ekki muna annað eins.
Hagsmunir NATO-ríkja
utan ESB
Aðspurður um tengsl NATO-ríkja
og aðildarríkja Evrópusambandsins,
sem nú leitast við að efla samstarf sitt
á sviði öryggis- og vamarmála, sagði
Serbíu. Fyrst eftir að loftárásirnar
hófust var talið, að þær myndu verða
til að draga úr þessum áhuga en að
sögn Halldórs virðist því þveröfugt
farið. Hann hefði aukist ef eitthvað
væri enda teldu ríki eins og til dæmis
Makedónía, að öryggishagsmunum
sínum væri hvergi betur borgið en
innan NATO.
Evrúpuríkin axli meiri
ábyrgð á vörnum sínum
Af öðram málum, sem rædd voru á
fundinum, vora áætlanir um, að Evr-
ópusambandið tæki formlega við því
starfi, sem unnið hefði verið að á veg-
um Vestur-Evrópusambandsins og
axlaði um leið meiri ábyrgð á vörnum
Evrópuríkjanna. Sagði Halldór, að
um þessi mál yrði fjallað á fundum á
næstunni. Kvað hann þessar hug-
myndir vera að flestu leyti eðlilega
þróun en þó yrðu menn að vera vak-
andi fyrir því, að hún leiddi ekki til
þess, að bilið milli Evrópusambands-
ríkjanna og þeirra, sem utan þess
standfvykifitfrá því, sem nú væri.
Halldór Ásgrímsson um NATO-fundinn
Mogunblaðið/Gunnar G. Vigfússon
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra er hann flutti ræðu hjá
National Press Club í síðustu viku.
Einhugur um
árásir NATO