Morgunblaðið - 27.04.1999, Page 31

Morgunblaðið - 27.04.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 31 ERLENT Tilræðismennirnir í Littleton í Colorado stefndu að enn meiri blóðsúthellingum Hugðust myrða a.m.k. 500 manns Reuters LOGREGLAN f Littleton áætlaði að um 70.000 manns hefðu sótt minn- ingarathöfn um tólf nemendur og einn kennara sem biðu bana í árás tveggja unglinga í framhaldsskóla staðarins f vikunni sem leið. Littleton. The Daily Telegraph, AP. FORELDRAR annars tilræðis- mannanna, sem urðu tólf nemendum og kennara að bana í framhaldsskóla í Littleton í Colorado í vikunni sem leið, vissu af byssu og búnaði til sprengjugerðar í herbergi sonai- síns en létu hjá líða að grípa í taumana, að sögn Johns Stones, lögreglustjóra Jefferson-sýslu. Lögreglustjórinn skýrði ennfremur frá því um helgina að tilræðismennirnir hefðu ætlað að myrða að minnsta kosti 500 nemend- ur og kennara, ráðast á íbúðarhús í grennd við skólann, ræna síðan flug- vél og brotlenda henni í New York. John Stone sagði að tilræðismenn- irnir tveir, Eric Harris, 18 ára, og Dylan Klebold, 17 ára, hefðu skrifað dagbók og þar kæmi fram að þeir höfðu skipulagt árásina í ár áður en þeir létu til skarar skríða. Stone sagði að afsagað hlaup byssu, sem notuð var í tilræðinu, og búnaður til sprengjugerðar hefðu fundist í herbergi annars tilræðis- mannanna og hann furðaði sig á því að foreldrarnir skyldu ekki hafa gripið í taumana. „Eg tel að foreldr- ar eigi að bera ábyrgð á gerðum barna sinna,“ sagði lögreglustjórinn. „Eg myndi hafa miklar áhyggjur ef ég sæi byssuhlaup og efni til sprengjugerðar í herbergi sonar míns.“ Lögi'eglustjórinn neitaði að skýra frá því hvort hann ætti við foreldra Harris eða Klebolds. Hann skýrði ennfremur frá því að í dagbók til- ræðismannanna kæmi fram að þeir Ætluðu síðan að ræna flugvél og brotlenda henni í New York hefðu þaulskipulagt árásina og ákveðið að láta til skarar skríða á af- mælisdegi Adolfs Hitlers. Þeir hefðu m.a. teiknað kort af skólanum og ná- grenni hans og fylgst með mötuneyti og bókasafni skólans í marga mánuði í því skyni að meta hvenær best væri að hefja árásina til að verða sem flestum að bana. „Ætluðu að drepa eins marga og þeir gætu“ í dagbókinni kemur fram að til- ræðismennirnir könnuðu hvar best væri að skjóta á nemendur og kenn- ara skólans og útilokuðu nokkra staði vegna slæmrar lýsingar. Dag- bókin leiddi ennfremur í ljós að til- ræðismennirnir hugðust einkum myrða íþróttamenn, sem höfðu gert gys að þeim vegna aðildar þeirra að „rykfrakkamafíunni", hópi óvinsælla nemenda við skólann. Lögreglustjórinn sagði ennfremur í viðtali við The Denver Post að til- ræðismennh-nir hefðu ætlað að ræna flugvél og brotlenda henni í New York ef þeir kæmust lífs af úr fram- haldsskólanum. „Þeir ætluðu að brenna skólann til kaldra kola, ganga síðan berserksgang í ná- grenninu og drepa eins marga og þeh- gætu.“ Hugsanlegra vitorðs- manna Ieitað Lögreglan kvaðst enn telja að til- ræðismennirnir hefðu notið aðstoðar annarra við að undirbúa árásina og fela rúmlega 30 sprengjur í bygging- unni og á skólalóðinni. Enn er þó talið að Harris og Klebold hafí verið þeir einu sem beittu byssum í árásinni. Tilræðismennirnir notuðu fjórar byssur í árásinni og bandaríska al- ríkislögi-eglan FBI hefur komist að því að átján ára vinkona Klebolds keypti tvær þeirra á byssusýningu í Denver fyrir einu og hálfu ári. Lög- reglan hefur yfirheyrt hundruð manna til að hafa uppi á hugsanleg- um vitorðsmönnum. Þúsundir manna minnast fórnarlambanna Áætlað er að um 70.000 manns hafi sótt minningarathöfn um fórnar- lömb tilræðismannanna á bílastæði verslunarmiðstöðvar nálægt fram- haldsskólanum í Littleton á sunnu- dag. A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, og eiginkona hans voru á með- al viðstaddra. Mikið fjölmenni var einnig við út- för þriggja nemenda sem tilræðis- mennirnir urðu að bana. Klebold var hins vegar jarðsettur í kyrrþey og foreldrar hans gáfu út yfirlýsingu þar sem þeir báðust afsökunar á gerðum sonar síns. „Við elskuðum hann eins mikið og við gátum elskað barn. Harmur okkar vegna dauða hans og þessa harmleiks er ólýsan- legur.“ mm r<Y7A CRISPIX Kauptu þér pakka af Kelloggs kornflögum og þu fœrð kassa af Kelloggs Crispix morgunmúslí í kaupbœti! ---KaOþtu þér pakka I af Kelloggs kornflögum og þú foerð kassa af Kelloggs Crispix morgunmúslí í kaupbœtil Kauptu þér pakka af Síríus rjómasúkkulaði og þú færð annan Opit5 rxtag frá lítOO- til gunmu^f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.