Morgunblaðið - 27.04.1999, Síða 36

Morgunblaðið - 27.04.1999, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR • • Ogun og listfeng’i TONLIST lS a I ii r i n n EINSÖNGSTÓNLEIKAR Finnur Bjarnason og Graham John- son fluttu söngverk eftir Schubert, Wolf, Poulenc og fimm íslensk tón- skáld. Föstudagurinn 23. aprfl, 1999. LJÓÐASÖNGUR er sérstök listgrein innan söngmenntar, þar sem texti og túlkun skiptir miklu máli, er aftur hefur áhiif á alla tón- mótun söngvarans og krefur píanó- leikarann um þátttöku í þessum leik með texta og tóna. Laglínan víkur oftlega fyrir blæbrigðatúlkun og er jafnvel gefm píanóinu, sem þannig fær stærra listrænt hlut- verk en aðeins að leika undir hið sungna og heildstæða lag. Lieder- söngverkin eftir Schubert hafa sér- stöðu, því hann hafði samtímis vald á heildstæðu lagrænu tónferli og túlkun textans, sem birtist oft jöfn- um höndum í sönglínunni sem sjálfstætt lag og píanóinu, bæði sem blæbrigða undirleikur og í sjálfstæðu tónmáli þess. Finnur Bjarnason er okkar stóra von um frábæran Ijóðasöngv- ara og sl. fóstudag söng hann ásamt Graham Johnson lieder- verk þriggja meistara og hóf tón- leikana með fímm söngverkum eft- ir Schubert. Fyrsta lagið, Alinde, er samið í janúar 1827 og í tón- verkaröð hans nr. 904. Þetta er í raun leikræn rómansa, við kvæði eftir Johann Friedrich Rochlitz, skáld og eiganda tímaritsins Musikalische Zeitung, í Leipzig. Við annað kvæði eftir Rochlitz, An die Laute, samdi Schubert eina af sínum fallegustu perlum. Annað Schubert-lagið á efnisskránni hefst á sömu orðum og það fyrsta, Die Sonne sinkt þar sem dauðinn er frelsunin. A eftir þessi sér- kennilega lagi söng Finnur um vorið, Im Frúhling (1826) en tón- hugmynd þessa lags kemur einnig fyrir í lokaþætti A-dúr píanósónöt- unnar. Þarna getur að heyra ein- hvern ljúfasta samleik söngi-addar og píanós, eins einföld og tónskip- anin annars er og var þetta fallega vorlag sérlega vel flutt, bæði af söngvara og píanista. Líklega er Der Kreuzzug fræg- ast þeirra laga, er Schubert átti á efnisskránni og þar kemur fram sérkennilegt næmi Schuberts fyr- ir texta. I undirspilinu er sönglag- ið einraddað með sönglínunni, fyr- ir þrjár fyrstu vísurnar en þegar kemur þar að er munkurinn stendur við gluggann og hoi-fir á eftir krossfórunum, er söngröddin látin syngja undirrödd við laglín- una í píanóinu, er gefur þessu ein- falda lagi sérkennilega depurð, er þeir félagar náðu að móta mjög fallega. Der Unglúckliche (1821) var síðasta Schubert-lagið á þess- um tónleikum, lag sem einnig á sér samhljóm við önnur tónverk Schuberts, eins og t.d. ófullgerðu sinfóníuna en textinn felur í sér hina rómantísku heimsógleði og vansælu. Öll lögin voru vel sungin og túlkunin á fíngerðu nótunum, svo að á köflum var hún meira leikin en sungin. Þessi túlkunaraðferð, að leggja meiri áherslu á leikræna túlkun textans en að syngja tónlínur lag- anna, á betur við sönglögin eftir Hugo Wolf, enda er textanum gert þar hærra undir höfði en hjá Schubert, sem var fyrst og fremst söngvari. Söngverk þau er Finnur flutti eftir Wolf, eru öll við kvæði eftir Eduard Mörike en það voru In der Friihe, Fussreise, Auf ein altes Bild, Begegnung, Gebet, Ver- borgenheit, sem er eitt af frægari lögum Wolfs og síðast gamankvæð- ið Kveðja, þar sem Mörike veitir sér þá ánægju, að sparka bók- menntagagnrýnandanum niður stiga, er veltur niður með miklum ski-uðningum og látum. Þess má geta, að Wolf vakti fyrst athygli sem gagniýnandi, og þótti oft vera meinfyndinn og miskunnaralaus og var sérstaklega uppsigað við Bra- hms. Gebet og Auf ein altes Bild eru viðkvæm lög er voru mjög fal- lega flutt en sérstaklega var þó flutningurinn sannfærandi í Ver- borgenheit, sem er einstaklega fagur heimsógleðisöngur, þess er þráir einveru og frið frá freisting- um heimsins. Lagaflokkurinn Tel jour telle nuit, eftir Poulenc, við kvæði eftir Paul Eluard, er ekta leikur með orð, þar sem tónlistin, bæði söng- rödd og píanóleikur, er þjónn ljóðs- ins og er þetta verk samið 1937, er franskt tónlistarlíf stóð í mestum blóma. Poulenc var jafnaldri Jóns Leifs (1899), leikinn píanisti en þótti sem tónskáld á stundum hlaupa útundan sér. I þessum sönglögum er ekki að heyra þær gamansömu tilvitnanir, sem oft komu eins og „skollinn úr sauðar- leggnum" en verkið í heild er mjög samfellt og vel samið. Þarna voru báðir flytjendur í essinu sínu, meistaralegur píanóleikurinn og leikræn túlkun Finns, hreint frá- bær, frá upphafi til enda. Tónleikunum lauk með fimm ís- lenskum sönglögum, sem voru Gígjan, eftir Sigfús Einarsson, Kvöldsöngurinn fallegi, eftir Markús Kristjánsson, er var ein- staklega vel fluttur og sérstaklega þó píanóundirleikurinn. Þá kom skemmtilega glettið lag, eftir Emil Thoroddsen, við kvæði Jónasar, Sáuð þið hana systur mína, er var hressilega flutt. Þar næst var flutt lag eftir tónskáld, er lést fyrir rúmum hundrað árum og hét Arni Beinteinn Gíslason. Þetta stutta lag er sannkallaður Lieder og heitir Vísan, sem skrifuð var á vis- ið rósablað og er hún ort af Bene- dikt Gröndal. Flutningur Finns í þessu sérstæða lagi, var hápunkt- ur tónleikanna. Tónleikunum lauk með Síðasti dansinn, eftir Karl Ottó Runólfsson, við leikrænt kvæði Kristmanns Guðmundsson- ar og þar fóru félagarnir á kost- um. Það sem í heild einkenndi tón- leikana var fínlegur flutningur, þar sem túlkunin var ívið meira leikin en sungin en umfram allt, borinn uppi af miklu listfengi, bæði hjá einsöngvara og píanóleikaranum Graham Johnson, sem á stundum stal senunni með frábænim leik sínum. Það er sannkallað gleðiefni að fylgjast með þroska Finns Bjarnasonar sem listamanns, því honum hefur mikið verið gefið, er gerir list hans sjálfsagða og leik- andi fagi’a. Þá er það mikil gæfa Finns, að starfa með manni eins og Graham Johnson, sem er listamað- ur hljómborðsins, hógvær en á stundum svolítið innhverfur í túlk- un sinni, er hann klæðir sérstæð- um fínleik, þó hann eigi til að skella á skeið, þar sem það á við. Sá fínleiki og um leið leikræn túlkun textans, er var ríkjandi í flutningi þeirra félaga, er bæði markmið og val þeirra og tilheyrir ákveðnum stfl, þar sem siglt er framhjá mikilli tónun, sem einnig má ýkja um of, og fer ekki ávallt vel í ljóðasöng. Það sem, þegar öll- um vangaveltum um val lýkur, skiptir mestu máli, er að í flutningi þeiira félaga, Finns Bjarnasonar og Graham Johnson, var að heyra mikið listfengi og afburða agaða túlkun á vandmeðfarinni list ljóða- söngsins. Jón Ásgeirsson MYNPLIST Mokka, Skðlavörðnstíg TEXTÍL ILMUR STEFÁNSDÓTTIR Til 7. maí. Opið daglega frá kl. 10-23.30, en sunnudaga frá kl. 14-23.30. ILMUR Stefánsdóttir sýnir ekki mörg verk á Mokka og sýning hennar er ekki umfangsmikil, en með fáeinum einstaklega fáguðum og hugmyndaiTkum verkum sannar hún ágæti sitt. Líkt og Evu Hesse forðum daga gengur Ilmi best þeg- ar hún gleymir faginu og einbeitir sér eingöngu að efniviðnum og óheftum möguleikum hans. Þannig eru ferhyrndu verkin sem mest minna á hefðbundinn, tvívíðan textíl snöggtum daufari og áhrifaminni en hin þar sem Ilmur leyfir sér að vaða langt út fyrir hefðbundin landa- inæri veflistarinnar. í þeim myndum nær Ilmur held- ur ekki því beina sambandi við myndefnið - líkamann og innri starfsemi hans - sem henni tekst í bestu verkunum á sýningunni. Táknræn eða allegorísk skírskotun til myndefnis, án fulltingis beinnar ögrunar 1 útfærslu, dugar myndlist- inni ekki lengur. Það þýðir að tákn- rænn expressjónismi á borð við þann sem nýttist Picasso svo af- bragðsvel fyrir stríð - Guernica er frægasta dæmið - hefur ekki lengur tilætluð áhrif. Hið óviðjafnanlega heldur áfram að heimta sína glímu og þar af leiðandi nemur listin og listskynjunin aldrei staðar. Það eru því Ijósleiðara- og matar- límsverkin - og iyfjahylkin - sem lyfta sýningu Ilmar yfir hið venju- bundna. í þeim er að finna þann galdur sem hrífur; hið óvænta, óvenjulega og óræða. Þetta eru jafnframt verkin sem teygja merk- ingarmið veflistarinnar langt út fyr- ir núverandi landamæri sín og skilja EIN af þrívíðum veggmyndum Umar Stefánsdóttur á Mokka. okkur eftir með þá skyldu á herðum að endurskilgreina umfang hennar. Ekki vantar þræðina í þessi verk. Ljósið berst eftir þeim með ógnar- hraða eins og rennandi vatn í pípum og birtir í leiðinni upp gagnsætt innvolsið í blöðrunum, sem einna helst minna á líknarbelg. Eins eru lyfjahylkin - væntanlega einnig úr steyptu matarlími - líkust náttúru- formum í ætt við ígulker á hafs- botni. Þannig tekst Ilmi að virkja sinn nýja efnivið með höfðun til líf- fræði og líffærafræði án þess þó að gera minnstu tilraun til að blekkja áhorfandann. Hún eftirlætur hon- um hugmyndaflugið á þessari eftir- minnilegu smásýningu. Halldór Björn Runólfsson LJÓSAGANGUR í VEFJUNUM Söngg'leði TÖNLIST Hafnarborg KÓRSÖNGUR Kvennakór Suðurnesja flutti ís- lensk og erlend þjóðlög, dægurlög og lög úr söngleikjum. Sljörnandi: Ágota Joó. Undirleikari: Vilberg Viggósson. SÚ framþróun sem hefur orð- ið á söng kóra víða út um land, má að miklu leyti þakka því að um árabil hafa starfað tónlistar- skólar víða um landið. Það tekur í raun 10 ár að skila nemanda sæmilega leiknum og vel læsum á tónlist og mátti greinilega heyra, að eitthvað höfðu konurn- ar í Kvennakór Suðumesja lært í söng og hljóðfæraleik. Tónleik- arnir sl. sunnudag í Hafnarborg hófust með Kvennaslag, eftir Sigfús Einarsson, hressilegt lag, er var ágætlega flutt. í laginu, Senn kemur vor, eftir Kabalev- skí, mátti heyra hljómfagra mýkt og í How merrily we live, eftir Michael East (1580-1648) enskan orgelleikara og tónskáld, mátti heyra vel mótaðan fjöl- radda söng. íslensk/danska þjóðlagið, Friðrik sjöundi kóng- ur, var mjög vel sungið og sama má segja um Ave Maria, eftir Kodáiy, sem þó mátti heyra, að var tónalt nokkuð erfítt. Það var töluverð reisn yfir söng kórsins í Sanctus og Bene- dictus eftir Gounod en einsöng í þessum messukafla söng Sigrún O. Ingadóttir mjög smekklega. Ungverska þjóðlagið, Lati sigauninn, í frábærri raddsetn- ingu Kodály, var mjög vel flutt- ur og auðheyrt að söngstjórinn er kröfuharður um ákveðinn hryn. Sænska þjóðlagið fagra, frá Vermalandi, var sérstaklega fallega sungið og þar gat að heyra hversu sópranamir eru góðir, eins og einnig mátti heyra í Ziguenerleben, sönglagi eftir Schumann, í umritun fyrir kvennakór. Síðasta lag fyrir hlé var tyrknesk/balkanst lag, sem nefnist Uskudare og er eftir D.B. Tamás. Þetta er skemmti- legt lag, trálega byggt á þjóðlagi og við gamansaman texta um hjónabandssælu og vonbrigði. Eins fyrr segir var söngur kvennakórsins sérlega hrynviss en einnig gat að heyra mikla „dynamic“ í fallega raddmótuð- um söng þeirra og auðheyrt að Ágota Joó er frábær kórstjóri og stýrir sínu fólki af fag- mennsku. Eftir hlé sungu tvær úr sópraninum einsöng, Bima Rún- arsdóttir í Lindinni eftir Eyþór Stefánsson og Laufey H. Geirs- dóttir, í La Carita eftir Rossini, er báðar sungu sitt ágætlega. Þar með lauk hinum alvarlegi'i þætti söngskrár og það sem eft- ir lifði tónleikana, vom sungin lög úr söngleikjum, bítlalög og eitt lag eftir Gisla Helgason, Kvöldsigling og svo endað á syrpu úr Fiðlaranum á þakinu. Það sem einkenndi þennan seinni hluta tónleikanna, var mikil sönggleði og oft þó nokkur tilþrif í söng og leik með hljóð- fall, enda kom þá til samstarfs við konumai- hryn-combó, bassi og trommur og í sumum lögun- um einnig harmonikka. Meðleikari á píanó var Vil- berg Viggósson, er átti ágætan leik í Sanctus eftir Gounod, sígaunalagi Schumanns, Lind- inni eftir Eyþór og La Carita eftir Rossini. Þá átti hann stóran þátt í skemmtilegum hrynleik, sem konumar náðu oft að magna upp, eins og t.d. í Uskudare og svo skemmtilögun- um í seinni hluta efnisskrárinn- ar. Kvennakór Suðurnesja er vel syngjandi kór, hefur á að skipa góðum röddum og auðheyrt að Ágota Joó er frábær kórstjóri og fyrir utan að laða fram góðan söng hefur hún einnig lagt mikla rækt við hrynskerpu og söng- gleði, sem gaf tónleikunum í heild sérlega glaðlegtyfirbragð. Jón Asgeirsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.