Morgunblaðið - 27.04.1999, Síða 38

Morgunblaðið - 27.04.1999, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Gunnarshólmi og Austurlönd fjær TOFVIJST Sölvasalur, Sólon íslandus Szymon Kuran fíðlu, Astvaldur Traustason píanó, Birgir Bragason rafbassa og Steingrimur Guðmunds- son tabla, darbuka og trommur. Múlinn á Sóloni Islandusi fímmtudagskvöldið 22. apríl 1999. ÞAÐ var heimstónlistarblær á Steingrími indíafara og félögum hans þegar þeir upphófu Múlatón- leika sína sl. fimmtudagskvöld. Szymon strauk raffíðlu og Stein- grímur sat á gólfí og sló tablatromm- ur indverskar. Þeir félagar léku lengi saman í bræðingssveitinni Súld en nú er Steingrímur líklega þekkt- astur fyrir Milljónamæringana sína þarsem Astvaldur og Birgir leika með honum. Upphafsspuni þeirra fé- laga var þó jafnfjærri Millunum og Súldin hljómsveit Guðmundar Stein- grímssonar, og verkin flest eftir Ast- vald Traustason og Szymon Kuran og mörg þeirra svo ný af nálinni að þeim hafði enn ekki hlotnast nafn. Annað lag á efnisskránni var eftir Szymon í impressjónískum stíl með skvettu af Asíu og minnti í sumu á síðasta kaflann í Austurlandasvítu Duke Elliongtons;: Ad lip on Nippon. I kjölfarið sigldi Gunnarshólmi eftir Astvald Traustason og „skein yfir landi sól á sumarvegi". Þetta var fal- legt verk með non-ænum blæ, en minnti þó í sumu bæði á Kaldalóns og síðustu verk píanómeistarans franska, Miehell Petruccianis, án þess ég búist frekar við að Astvaldur þekki þau. Heimurinn er einn á fjöl- miðlaöld og áhrifin berast hratt heirnshornanna á milli. Ég kunni betur við Szymon eftir hlé þegar hann lagði raffiðlunni og tók upp sína gömlu fylgikonu. Hann lék listilega einn þrjár kvenlýsingar er hann hefur samið. Sú fyrsta var um Jennifer; glaður og léttur svíngari, þá kom myndin af Mildred, ástríðufullur blús og loks falleg og tilfinninga- þrungin klassísk mynd af Svanhvíti. Þarna tókst Szymoni best upp þetta kvöld, aftur á móti var svíngópusinn þeirra félaga, nafnlaus, heldur mis- heppnaður, en einsog flest lögin sem þeir léku þetta kvöld gæti hann batn- að allmikið við frekari spilun. Það væri gaman að fá tækifæri til að heyra þá félaga oftar, ég man varla eftir að hafa heyrt Steingrím spila heimsdjass síðan á RúRek fyrir margt löngu er Birgir og Óskar Ing- ólfsson léku með honum og nefndist það tríó Tala. Steingrímur hefur ver- ið nær einn Islendinga til að kynna okkur heimsdjass, en hann er mjög fjölhæfur ásláttarleikari og leika framandi trumbur við hvem sinn fingur í höndum hans, en svíng- trommari er hann ekki og lopadjass- inn honum fjarri. Vernharður Linnet Orðabókaráðstefna Hagþenkis Endurskoðun samheita- orðabókarinnar brýnust NÝJAR, auknar og endurbættar útgáfur íslensku samheitaorða- bókarinnar og íslenskrar orða- bókar handa skólum og almenn- ingi virðast efst á óskalista þeirra sem starfa á ritvellinum hér á landi þegar rætt er um hjálpargögn. Þetta kom fram í framsögum og umræðum á ráðstefnu sem Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslugagna, efndi til í Þjóðarbókhlöðunni á degi bókarinnar. Yfirskrift ráð- stefnunnar var; Höfum við feng- ið þær orðabækur sem þörf er á? Frummælendur voru Ingi- björg Haraldsdóttir, Agúst H. Bjarnason, Bernard John Scudder, Jón Hilmar Jónsson, Guðrún Halldórsdóttir, Asta Svavarsdóttir, Dóra Hafsteins- dóttir og Mörður Arnason. I máli þeirra kom fram ánægja með þá grósku sem gætir á seinni árum í útgáfu orðabóka sem gagnast rithöfundum, þýð- endum og öðrum sem verða í starfi sínu að keppa að góðri málnotkun. Einnig kom fram mikill áhugi á því að tölvutækn- in yrði nýtt sem best til að svara þörfum fyrir góð gagna- og orðasöfn. Hröð uppbygging orðasafna í rafrænu formi fer fram á vegum orðabanka Is- lenskrar málstöðvar og Orða- bókar Háskólans. Enn fremur er hafið á vegum Námsflokka Reykjavíkur samning orðasafns í rafrænu formi þannig að þar verður að finna þýðingu á ís- Ienskum orðum yfír á mörg tunjgumál. A ráðstefnunni var að því vik- ið hve mikið og endalaust verk- efni það er að semja og gefa út hentugar og vandaðar orðabæk- ur. I máli frummælenda kom margt fram um hvernig nýta má tölvutæknina til að vinna gegn þeirri úreldingu sem jafnan fylg- ir útgáfu orðabóka í bókarformi. Af máli þeirra mátti ráða að ljóst er að í framtíðinni verða orða- bækur í tvenns konar formi, bók- arformi og rafrænu. Hjá Máli og menningu er t.d. stefnt að endur- skoðaðri útgáfu Islenskrar orða- bókar á geisladiski auk þess sem verkið kemur út á bók. Morgunblaðið/Golli INGIBJÖRG Haraldsdóttir, Ijóðskáld og þýðandi, var meðal frummæl- enda á ráðstefnu Hagþenkis um orðabækur. Tár úr KVIKMYJVPIR Bíóborgin, K r i n g 1 u h í ó, Nýja Bítí, Akureyri MESSAGE IN A BOTTLE ★★ Leikstjóri Louis Mandoki. Handritshöfundur Gerald Di Pego, e. skáldsögu Nicholas Sparks. Kvikmyndatökustjóri Caleb Deschamel. Tónskáld Gabriel Yared. Aðalleikendur. Kevin Costner, Robin Wright Penn, Paul Newinan, Robbie Coltrane, John Savage, Illeana Douglas. Bandarísk. 130 mín. Warner Bros. 1999. BLAÐAKONAN Theresa Os- bome (Robin Wright Penn), enn í sárum eftir skilnað, gengur fram á flöskuskeyti í nokkurra daga fríi í Maine. Skeytishöfund- ur syrgir þar konu sína á afskap- lega hjartnæman og ljóðrænan hátt. Hefur lesturinn slík áhrif á konuna að eitt leiðir af öðru uns hún er sett í það verkefni að hafa uppi á bréfritara. Leitin ber hana til sjávarpláss í Norður-Karólínu, þar sem hún finnur fyrst foður bréfritara (Paul Newman), síðan höfundinn, bátasmið að nafni Garret (Kevin Costner). Karl faðir hans reynir að leiða þau saman en Garret er enn um of upptekinn af fortíðinni (er búinn að vera ekill í tvö ár), svo Ther- esa sest aftur við borðið sitt á Chicago Tribune. Hún kom sér heldur ekki að því að segja hon- um ástæðu heimsóknar sinnar í plássið. Bátasmiður seiglast um síðir norður í rokrassinn Chicago og allt virðist stefna í lukkunnar velstand er hann finnur, óforvar- endis, flöskuna góðu, sem leiddi þau saman og bregst við hinn versti. Allt fer upp í loft um sinn og örlögin virðast ekki alltof hrif- in af samdrættinum. Costner er í kreppu sem stjarna, eftir nokkrar afleitar myndir, sem gengu illa. Hvað veldur því að hann valdi Flösku- skeyti til að reyna að ná áttum að nýju, er hreinasta ráðgáta. í fyrsta lagi er handritið ófull- nægjandi að flestu leyti. Ótrú- verðugt, bragðlítið, aðalpersón- urnar illa skrifaðar, innihaldið fornfáleg tilfinningavella sem endar með álappalegum ósköp- um. Söguefni sem þetta hefði flösku sómt sér betur í „Familísjornal“ eða ámóta sjoppubókmenntum. Það má vel vera að skáldsaga Sparks sé bitastæðari, en ef svo er þá hefur handritshöfundurinn ekki staðið sig í stykkinu. Þá er myndin alltof löng, dettur niður á löngum köflum þegar ekkert markvert er að gerast. Annar stór galli er leikur Costners, sem á að sýna af sér mikla tilfínninga- krísu og vekja samúð áhorfand- ans - sem er grundvallaratriði. Hann er drumbslegur og ekki hjálpar honum handritið sem gerir Garret að tvístígandi, sjálfselskum þumbara. Theresa er ekki trúverðug heldur, óör- ugg, hlédræg, í fýlu og karÞ mannsleysi. Heldur ósennilegt. I meðförum hinnar glæsilegu Robin Wright getur maður ekki ímyndað sér að hún fengi yfirleitt að ganga laus. Wright tekst þó ekki að glæða samband þeirra Costners nauðsynlegu lífi. Það er steingelt og Akkilesarhæll mynd- arinnar. Engu er líkara en að skaphundurinnm Sean Penn, maður hennar, hafi staðið með morðglampa í auga á bak við tökuvélarnar í ástarsenunum, svo kyndauðar sem þær eru. Kaflinn þegar Garret fer í hina örlagaríku sjóferð er ömurlegur. Illa gerður tæknilega, einkum hvað snertir stúdíótökurnar, en það sem verra er, yfirmáta dramatískur - á þann ódýra hátt sem nýtur sín betur í klútabók- menntum en á tjaldinu. Leikar- arnir og áhorfendur eiga betra skilið. Leikstjórinn, Louis Mandoki, hefur gert góðar myndir (The White Palace og Gaby, A True Story) og vondar (When a Man Loves a Woman). Hér siglir hann lengst af í dáðlítilli fagmennsku, með ótrúlegt ofurdrama í farteskinu. Hann á þó sín augna- blik. Eins nokkrir aukaleikararn- ir. Robbie Coltrane, Ileanna Dougas, og Jesse James (sem ungur sonur Theresu), eru öll vel viðunandi. Bestur er þó gamli sjarmörinn hann Paul Newman, sem stelur hverri senu þar sem glittir í hann. Maður sér fyrir sér aðra og skárri mynd er hann seg- ir sem svo við Theresu: „Ef ég væri 150 árum yngri, þá værirðu í vandræðum, unga kona.“ Það er ekki svo vel, því miður. Sæbjörn Valdimarsson Karlakórinn Stefnir Islensk verk, aríur og Bítlalög 'sát. Sigrún Hjáimtýsdóttir VORTÓNLEIKAR Karlakórsins Stefnis verða þrennir á þessu vori. Þeir fyrstu verða í Salnum í Kópavogi í kvöld, þriðju- dag, kl. 20.30. Aðrir tónleik- arnir verða í Ar- bæjarkirkju föstudaginn 30. apríl kl. 20.30. Þriðju og síð- ustu tónleikam- ir verða svo á heimaslóðum í nýjum sal Varmárskóla þriðju- daginn 4. maí kl. 20.30. Á efnisskrá kórsins er að finna verk bæði eftir innlend og erlend tónskáld. M.a. nýtt íslenskt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, aríu Sarastrós úr Töfraflautunni, Ó, Isis og Ósíris eftir Mozart, verk eftir Lennon/McCartney og syrpu úr óperettunni Leðurblakan eftir Jóhann Strauss þar sem Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur einsöng með kórnum en hún syngur aðal- hlutverkið í samnefndu verki í Is- lensku óperunni um þessar mundr ir. Stjórnandi Stefnis er Lárus Sveinsson og undirleikari Sigurð- ur Marteinsson. Einsöngvarar KARLAKÓRINN Stefnir. auk Sigrúnar Hjálmtýsdóttur eru Birgir Hólm, Ólafur J. Bjarnason og Stefán Jónsson. Þetta er fimmtugasta og níunda starfsár Stefnis og eru enn í kórnum stofnfélagar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.