Morgunblaðið - 27.04.1999, Page 43

Morgunblaðið - 27.04.1999, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 43 * arkirkju Pétursson og Björg Þórhallsdóttir kum Sinfóníuhljómsveitar Norður- rkjukóra í Eyjafirði. 1 idsius Morgunblaðið/Kristján nihátíðar í Akureyrarkirkju. Þrátt fyrir allt sem á móti mælti hefðu kristnir menn miklu að miðla. „Við vitum hvar við viljum standa.“ Sýningar og hátíðartónleikar Að hátíðarguðsþjónustu lokinni var opnuð sýning Þjóðminjasafns íslands og Minjasafnsins á Akureyii í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á nokkrum af elstu gripum sem varð- veist hafa úr kirkjum í Eyjafirði. Þar eru einnig sýndar kirkjuteikn- ingar úr Eyjafirði eftir Jón Helga- son biskup, sem hann teiknaði í vísi- tasíuferðum sínum á árunum 1921 til 1922. Sýningin „Jesús Kristur eftirlýst- ur“ var opnuð í Listasafninu á Akur- eyri, en það er sýning um ímynd Jesú Krists gegnum söguna eins og hún hefur verið túlkuð í myndlist og myndgerð. Hátíðardagskrá upphafsdags Kristnihátíðar lauk með hátíðar- tónleikum Sinfóníuhlómsveitar Norðurlands og samkórs kirkjukóra i Eyjafirði sem í voru um 200 manns. Stjórnandi var Guðmundur Óli Gunnarsson, en einsöngvarar voru Björg Þórhalls- dóttir, sópran, Óskar Pétursson, tenór og Jóhann Smári Sævarsson, bassi. Flutt voru verk eftir Pál Is- ólfsson, Charles Ground og Svein- björn Sveinbjörnsson. jo jo to o> o> o> 437% Fylgi sfjórnmálaflokka í kosningum 1995 og í skoðanakönnunum síðan Spurt í nóv. 1995 til apríl 1999: Hvað myndi fólk kjósa ef alþingiskosningar væru haldnar nú? 26,4% F - p Frjálslyndi flokkurinn Húmanistaflokkurinn 0,2% Vinstri hreyfingin/ grænt framboð 0 Q704 0 T5Í 1 ■^==»2,3% o-y-i t-t- i—i t-í i 0 -e-i—i—i—i Skoðanakönnum Félagsvísindastofnunar um fyigi stjórnmálaflokka .-25. apnt 1999) Framsóknar- flokkur Alls Fiokkað eftir kyni Karlar Konur Flokkað eftir búsetu Landsbyggðin Reykjanes Reykjavík Flokkað eftir aldri 60 ára og eldri 45-59 ára 35-44 ára 25-34 ára 18-24 ára Sjálfstæðisflokkur Samfylkingin Frjáls- Vinstri hr. lyndir grænt fr. 19,8% 117,5% I 22,4% 28,7% 20,0% 343,7% | 45,4% ]41,8% 47,1% 48,0% 26,4% 25,3% 27,7% 21,2% 26,4% ~ 31,4% 28,0% 24,4% 28,9% 24,9% 26,6% 2,3% 13,9% I 0,3% I 2,2% 17,5% 17,4% ] 7,6% 111,2% | 3,8% 12,7% 11,4% 11117,3% ■ 4,7% I 2,2% 13,4% 10,6% 11,6% 7,0% Mi 10,5% i 6,7% 18,1% 3,9% Konur og aldraðir hverfa frá stuðningi við Samfylkingu Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar virð- ist staðfesta að Samfylkingunni hefur tekist illa upp í kosningabaráttunni. Framboðið hef- ur stöðugt veríð að tapa fylgi frá því það efndi til prófkjörs í Reykjavík og á Reykjanesi í lok janúar. Egiil Ólafsson leitaði skýringa á fylgisbreytingum stj órnmálaflokkanna. SAMKVÆMT skoðanakönn- un sem Félagsvísindastofn- un gerði fyrir Morgunblaðið dagana 22.-25. aprfl fær Framsóknarflokkurinn 19,8% íylgi, Sjálfstæðisflokkurinn 43,7%, Sam- fylkingin 26,4% Frjálslyndi flokkur- inn 2,3%, Vinstrihreyfingin 7,5% og aðrir flokkar 0,3%. Fylgi Samfylkingarinnar hefur sveiflast upp og niður á síðustu mán- uðum. Það fór niður þegar foiystu- menn flokksins deildu sem harðast um fyrirkomulag framboðsmála í lok síðasta árs. Eftir að samkomulag náðist um þau mál og prófkjör voru haldin í Reykjavík og Reykjanesi í lok janúar jókst stuðningur við Sam- fylkinguna. I könnun sem DV gerði í byrjun febrúar mældist stuðningur við framboðið tæplega 36% eða svip- að og stuðningur við Sjálfstæðis- flokkinn. Síðan hefur stuðningur við Samfylkinguna minnkað jafnt og þétt. Mistök gerð í kosningabaráttu Samfylkingarinnar Það virðist greinilegt að eitthvað hefur farið úrskeiðis í kosningabar- áttu Samfylkingarinnar. Framboð- inu hefur ekki tekist að koma stefnu- málum sínum með skýrum hætti til kjósenda. Þetta endurspeglast kannski hvað best í auglýsingum Samfylkingarinnar en þar er lögð megináhersla á að birta myndir af frambjóðendum, en stefnumálin eru eins og í aukahlutverki. I stað þess að leggja áherslu á fá afmörkuð vel- ferðarmál leggja frambjóðendur framboðsins áherslu á að í kosning- unum sé kosið um hvort á Islandi eigi að ríkja meiri jöfnuður í þjóðfé- laginu. Hætta er á að þessi óskil- greindi jöfnuður hljómi í eyrum ein- hverra sem yfirlýsing um skatta- hækkanir. Nauðsynlegt var fyrir Samfylk- inguna eftir átökin um framboðsmál- in í haust að reyna að sannfæra kjós- endur um að þarna væri á ferðinni samstæð heild. Myndbirtingunum er ætlað að sýna þetta. Þetta virðist ekki duga til, sérstaklega ekki þegar frambjóðendur Samfylkingarinnar gefa yfirlýsingar sem endurspegla ágreining þeirra á milli. Nægir þar að benda á yfirlýsingar Össurar Skarphéðinssonar um Evrópumál. Talsvert var um það rætt í vetur að Samfylkingin þyrfti að tilnefna sér talsmann sem hefði umboð til að túlka stefnuna. Þetta var gert en virðist að einhverju leyti hafa orðið til þess að draga þrótt úr öðrum for- ystumönnum. Jóhanna Sigurðardótt- ir hefur t.d. ekki notið sín í kosninga- baráttunni. Það sem mestu skiptir er þó að Margrét Frímannsdóttir er ekki jafnafgerandi í málflutningi og formenn stjórnarflokkanna, Davíð Oddsson og Halldór Ásgiímsson. Það veldur Samfylkingunni ei-fið- leikum að aðrir flokkar, ekki síst Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri- hreyfingin, hafa gagm-ýnt hana harð- lega í kosningabaráttunni. Hinir flokkamir óttast því greinilega þetta nýja stjórnmálaafl og reyna hvað þeir geta að gera það tortryggilegt. Þetta virðist þeim hafa tekist að ein- hverju leyti. Framsóknarflokkurinn í sókn Framsóknarflokknum hefur hins vegar tekist að bæta verulega stöðu sína í kosningabaráttunni. Fylgi hans er núna komið upp fyrir kjörfylgi flokksins í kosningunum 1987 og 1991. Hann er samt enn rúmlega 3 prósentustigum undir því sem hann fékk í síðustu kosningum, en þá vann flokkurinn góðan sigur. Framsóknar- flokkurinn virðist njóta þess að eiga öflugan og vinsælan formann sem í nýlegri skoðanakönnun Gallups mældist með mestan stuðning af ráð- herrum ríkisstjómarinnar. Flokkur- inn hefur lagt áherslu á fá afmörkuð velferðarmál öfugt við Samfylking- una. Samkvæmt könnuninni hefur Framsóknarflokkurinn aukið fylgi sitt í öllum kjördæmum. Sérstaklega á þetta við um Reykjanes þar sem fylgið fer úr 10,6% í 20% sem er nán- ast sama fylgi og flokkurinn fékk í kjördæminu í síðustu kosningum. í kosningabaráttunni hefur Framsókn- arflokkurinn lagt sérstaka áherslu á að ná til fjölskyldufólks með börn á framfæri t.d. með áherslu á barna- kort og fíkniefnavamir. Þetta virðist hafa skilað sér því að fylgi flokksins meðal fólks á aldrinum 25-34 ára fer úr 11% í 19,3%. Þá virðist flokknum ganga vel að laða til sín konur. Fylgi flokksins meðal kvenna hefur á ein- um mánuði farið úr 16,7% í 22,4%. Konur ganga til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn Sjálfstæðisflokkurinn hefm’ einnig verið að vinna á í kosningabaráttunni og mælist hann nú með 6,6 prósentu- stiga meiri stuðning en í kosningun- um 1995. Flokkurinn nýtur þess að eiga öfluga og vinsæla forystumenn, en bæði Davíð Oddsson og Geir Ha- arde era meðal vinsælustu stjórn- málamanna landsins. Kosningabar- átta flokksins hefur verið traust. Hann hefur ekki lagt fram mikinn loforðalista, en lagt þeim mun meiri áherslu á efnahagslegan árangur í stjórnartíð flokksins. Stefna flokks- ins að þessu leyti er því lögð fram með skýram hætti. í könnun Félagsvísindastofnunar í mars sl. kom fram að Sjálfstæðis- flokkurinn naut aðeins stuðnings 26,6% kjósenda 60 ára og eldri. Óá- nægðir sjálfstæðismenn virðast vera að skila sér til flokksins því að stuðn- ingur í þessum aldurshóp mælist nú 35,9%. Sömuleiðis virðist flokkurinn njóta meh-i hylli kvenna nú en fyrir mánuði. Þá ætluðu 36,4% kvenna að styðja Sjálfstæðisflokkinn, en nú segjast 41,8% kvenna ætla að styðja hann. Konur og aldraðir virðast vera að færa sig í talsverðum mæli frá Sam- fylkingunni til Sjálfstæðisflokksins. Fyrir mánuði ætluðu 39,5% kvenna að kjósa Samfylkinguna, en nú að- eins 27,7%. Síðast ætluðu 39,4% kjósenda 60 ára og eldri að kjósa Samfylkinguna, en núna er þetta hlutfall komið niður í 28%. Stuðningur við Vinstrihreyfinguna hefur verið að aukast hægt og síg- andi síðustu vikurnar. Erfiðleikar Samfylkingarinnar eiga án efa sinn þátt í að styrkja stöðu flokksins. Flokkurinn hefur á að skipa öflugum foringja, Steingrími J. Sigfússyni, sem hefur staðið sig vel í kosninga- baráttunni. Samkvæmt könnun Fé- lagsvísindastofnunar nær flokkurinn kjördæmakjörnum manni í Reykja- vík og samkvæmt nýlegri könnun Gallups er Steingrimur J. öruggur inn á Norðurlandi eysti’a. Frjálslynda flokknum hefur enn ekki tekist að sannfæra kjósendur um að hann sé nægilega trúverðugt afl. Fyiirfram hefði mátt búast við að flokkurinn næði helst að höggva í raðir sjálfstæðismanna en það virð- ist ekki ætla að gerast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.