Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 57

Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 57 UMRÆÐAN Sjálfstæðis- flokknum er alvara SJÁLFSKIPAÐIR sérfræðingai’ í sjávar- útvegsmálum hafa að undanförnu talað hátt og mikið um sjávarút- vegsmálin og nauðsyn þess að breyta sjávar- útvegskerfínu í grund- vallaratriðum. Frjáls- lyndir vilja kvótakerfíð dautt strax og senda alla togara út fyrir landgrunnið. Samfylk- ingin vill leggja kerfíð af á fjórum árum eða svo og bjóða upp afla- heimildirnar. Það mætti halda að þessir frambjóðendur hefðu engar áhyggjur af því hvort hægt verði að stunda útgerð á Islandi yf- irleitt eða ekki. Innantóm slagorð Sjávarútvegur Gáleysislegt tal um sjávarútveginn, segir Kristján Pálsson, getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein. og upphrópanir eru þeirra ær og kýr og þeir tala um þennan undir- stöðuatvinnuveg eins og vísinda- skáldsögu. Sjávarútvegurinn er undirstaðan Gáleysislegt tal um sjávarútveg- inn getur haft mjög alvarlegar af- leiðingar fyrir þessa mikilvægu at- vinnugrein. Flest stærstu sjávarút- vegsfyrirtæki landsins eru komin á hlutabréfamarkað og er talið að um 17.000 Islendingar séu beint og óbeint hluthafar í íslenskum sjáv- arútvegsfyrirtækjum. Upphrópan- ir um að breyta stjórnkerfinu í grundvallaratriðum leiða til óró- leika á markaðinum og verðfalls hlutabréfa þessa fólks. Það er merkilegt að heyra „Fylkinguna“ (Össur, Jóhönnu og co.) tala um að uppboð á aflaheimildum leiði til betri nýliðunar í gi’eininni. Hverjir halda þau að kaupi kvótann, það verða auðvitað þeir sem eiga mestu peningana, sem eru ekki nýliðarnir. Það sama á við um að uppboð leiði til bættrar stöðu lands- byggðarinnar. „Fylk- ingarmenn" vita ekki hvar peningamir era mestir, það er í Reykjavík. Uppboðs- kvótinn mun því safn- ast til Reykjavíkur en ekki Raufarhafnar. Hugmyndir þeirra „Fylkingarmanna" era því alveg innstæðulausar og í raun stórhættulegar þegar hagur þjóð- arinnar allrar er hafður í huga. Hugmyndir þeirra era álíka illa undirbúnar og þegar Jóhanna skellti á húsbréfakerfinu árið 1990. Húsbyggjendur töpuðu þá 7,6 milljörðum króna í affollum árin 1990-1993 á flumbragangi Jó- hönnu, þáverandi félagsmálaráð- herra. Stefna Sjálfstæðisflokksins Sem fyrr er það stefna sjálf- stæðismanna að styrkja undirstöð- ur þessarar mikilvægustu atvinnu- greinar landsmanna. Það teljum við best gert með því að ná sátt um núverandi stjórnkerfi. Það má gera með því að útgerðin greiði fyrir þá þjónustu sem hún fær í dag frá ríkinu, m.a. Hafrannsókna- stofnun og Sjómannaskólanum. Þjónustugjöld í þessu formi fyrir aðgang að auðlindinni era viðun- andi. Sjávarútvegurinn verður um leið að fá frjálsræði til að ná þeirri hagkvæmni út úr sínum aflaheim- ildum sem kostur er og þjónar þjóðarhag. Þessu teljum við best náð með því að byggja í grandvallaratriðum á núverandi stjómkerfi fiskveiða. Ábyrgð hefur verið aðal Sjálfstæð- isflokksins og helsta einkenni, þeg- ar Sjálfstæðisflokkurinn segist vilja breyta er það alvara. Höfundur er alþingismaður. w_ Kristján Pálsson «r „Þó að íslenska ríkisstjórnin hafi verið ein sú fyrsta sem lét þýða Grundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra, þá er ekki nóg að þýða þær. Það þarf líka að framfylgja þeim." Úr fréttabréfi Biskupsstofu: „Helmingur skjólstæðinga Hjálparstarfsins eru öryrkjar. Eru þetta sæmandi kjör í velferðarsamfélagi á tímum hagvaxtar og afgangs á fjárlögum? Vissir þú að öryrkjar á íslandi eru aðeins 7.776 talsins? Getur verið að það sé hagkerfinu ofviða að bæta kjör þessa hóps?" Janúar 1999. r- Desember 1997. Oryrkjabandalag Islands Skráning skuldabréfa á Verðbréfaþing íslands Útgefandi: Lýsing á flokknum: Nafnverð útgáfu Skráningardagur á VÞÍ Viðskiptavakt á VÞÍ Milliganga vegna skráningar Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík, kt. 541185-0389. 1. flokkur A 1998, 7 ára kúlubréf með vaxtagjalddögum, verðtryggð, 5% ársvextir. Vaxtagjalddagar tvisvar á ári. HöfuðstólI skuldarinnar endurgreiddur með verðbótum 1. september 2005. 400.000.000 kr. að nafnverði. Bréfin eru öll seld. Bréfin verða skráð á VÞÍ hinn 3. maí 1999. Búnaðarbankinn Verðbréf. Búnaðarbankinn Verðbréf. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum BLINAÐARBANKINN VERÐBRÉF Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík, sími 525 6060, fax 525 6099. Fasteignir á Netinu Ólafur Örn Haraldsson þingmaður Reykvfkinga hef barist fyrir mannréttindum minnihlutahópa \ samfélag c*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.