Morgunblaðið - 27.04.1999, Page 59

Morgunblaðið - 27.04.1999, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 59* KVÓTAFLOKKAR ríkisstjórnar og græn- ingjar Steingríms leggja höfuðáherzlu á að skjóta fiskveiðimál- um undan dómi kjós- enda í alþingiskosn- ingunum. Og fá til þess góðan stuðning flestra fjölmiðla. T.d. hefir Morgunblaðið næstliðnar vikur ótal sinnum vitnað til þeirra ummæla Stein- gríms Sigfússonar að allir flokkar væru sammála um að breyt- inga væri þörf á nú- gildandi fiskveiði- stjórnarlögum, eins og þar væri stórisannleikur fundinn. Sú blákalda staðreynd blasir hinsvegar við öllum að ríkisstjóm- arflokkarnir, ásamt Vinstri að því er virðist, eru sammála um að fisk- veiðistjómarkerfið skuli áfram standa óbreytt í grandvallaratrið- um. Eða eins og orðrétt segir í samþykkt Landsfundar Sjálfstæð- isflokksins: „Landsfundurinn telur mikilvægt að í grandvallaratriðum verði byggt á núverandi fiskveiði- stjómunarkerfi“. Formaður Framsóknarflokksins hefír marg- ítrekað sömu afstöðu síns flokks. Þarf einhverjum fleiri blöðum um þetta að fletta? En - hvemig í ósköpunum skyldi á því standa, að kvótaflokk- arnir kosta kapps um að skjóta þessu stærsta máli þjóðarinnar undan dómi kjósenda? Hvernig má það vera að þeir vilja ekki láta kjósa um „bezta stjórnkerfi fisk- veiða í heimi“ svo vitnað sé til sjáv- arútvegsráðherrans, Þorsteins Pálssonar? Og leigupenni Sjálf- stæðisflokksins á Dag- blaðinu varpar önd- inni léttar og skrifar helgarpistil um „Kosningamálið sem hvarf1. Þetta er að vísu of- urlítill misskilningur hjá ritstjóranum. Fiskveiðistjórnardeil- an er kosningamálið, sem kvótaflokkarnir reyna af kostgæfni að fela. Hvers vegna? Vegna þess að þar er á ferðinni svívirðilegasta eigna- tilfærsla sem um getur, þar sem Kvótaflokkar Það kemur að skulda- dögunum, segir Sverrir Hermannsson. Því lengur sem uppgjörið dregst þeim mun sárs- aukafyllra verður það. lunginn úr þjóðarauðnum er mul- inn undir fáa útvalda. Vegna þess að kerfið er háska- legt sóunarkerfi, þar sem sjómenn era neyddir til að kasta aftur í haf- ið aflaverðmætum fyi’ir milljarða árlega. Vegna þess að starfsgrein út- vegsins er lokað skömmtunarkerfi, þar sem ungir athafnamenn era útilokaðir. Vegna þess að skuldir í sjávar- útveginum hækka í stjamfræðileg- ar tölur þegar lénsherrarnir selja kvóta sinn og hverfa í brott með gripdeildina sem ríkisvaldið af- hendir þeim. Vegna þess að kvótakerfið er óskaplegasta landeyðingarstefna, sem yfir Island hefir riðið, þar sem fólk í heilu landshlutunum er slitið upp með rótum og hrakið burt frá verðlausum eignum sínum. Þess vegna er það að ríkis- stjórnarflokkarnir þora ekki að láta kjósa um fiskveiðimálin. Þeir vita upp á sig skömmina. í Sjálf- stæðisflokknum ráða peninga- furstar LÍÚ nú lögum og lofum. í Framsóknarflokknum ráða mestu einkahagsmunir formannsins sjálfs, en fyrirtæki hans og fjöl- skyldu hans í Höfn í Homafirði hefir nú yfir að ráða kvóta, sem meta má á 9 milljarða - níu þús- und milljónir króna - sem er að vísu ekki há tala, ef kvótafrúin í heilbrigðisráðuneytinu og hennar fjölskylda í H. Böðvarssyni á Akranesi er metin til verðs í kvóta- aurum. Hvort sem það verður nú eða síðar mun þetta skelfilega kerfi hrynja eins og spilaborg. Ekkert skipulag, sem reist er á stoðum ósanngirni og yfii-gangs fær stað- izt til lengdar. Upplýst þjóð kann að verða afvegaleidd um hríð með afli áróðurs sem arðræningjarnir borga. En ekki til lengdar. Það kemur að skuldadögunum. Því lengur sem uppgjörið dregst þeim mun sársaukafyllra verður það. Að ekki sé um að tala að framkvæmt verði með illu, en góðar vættir forði oss frá. Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. Hvers vegna? Sverrir Hermannsson Aóalílindur 1999 Aðalfundur Samskipa hf. verður haldinn miðvikudaginn 28. apríl kl. 16:00 íGullteig, Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. gr. samþykkta félagsins um aðalfundi. Önnur mál löglega upp borin. Dagskrá, ársreikningur félagsins, endanlegar tillögur, skýrsla stjórnar og skýrsla endur- skoðenda liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn veróa afhent á fundarstað. Stjórn Samskipa hf. SAMSKIP Fréttir á Netinu ýi> mbl.is A.LLTAf= eiTTHXSAL} /VÝT7 Þriðjudaginn 27. apríl hefst 1 * Bókahríngrásin 1999 ___/ Gamlar bækur hahda nýjum lesendum! Hvernig væri að hreinsa til í bókahillunum og leyfa fleirum að njóta gömlu bókanna þinna? Þú styður gott málefni - og kannski finnur þú aðrar bækur sem þurfa að rata á rétta hillu. Þær kosta bara 500 krónur kílóið! Allar tekjur til LAUF Mál og menning og Rás 2 standa að Bókahringrásinni og rennur allur ágóði til LAUF, landssamtaka áhugafólks um flogaveiki. Allar bækur vel þegnar Þú kemur með bækur, gamiar eða nýlegar, íslenskar eða erlendar, innbundnar eða kiljur. Þá er einnig velkomið að senda bókakassa til Máls og menningar, Bókabúðar Keflavíkur eða Bókvals merkta: Bókahringrásin. Móttaka er hafin! Bækur á kílóverði Sala þessara bóka hefst á miðvikudag og lýkur á sunnudagskvöld. Þetta er gífurlega spennandi fyrir alla sanna lestrarhesta því það er aldrei að vita hvaða gersemar verða á borðum! Aðeins eitt verð: 500 krónur kílóið! Endurnýjum bókakostinn - og förum að lesa! Athugið að nú er móttaka og sala á fjórum stöðum. Opnunartímar Mál og menning Laugavegi 18 Opið virka daga kl. 9-22, lokað laugardaginn 1. maí, opið sunnudag kl. 10-22. Mál og menning Síðumúla 7 Opið virka daga kl. 8-18, lokað laugardaginn 1. maí, lokað sunnudag. Bókval Akureyri Opið virka daga kl. 9-22, opið laugardaginn 1. maí og sunnudag kl. 10-22. Bókabúð Keflavíkur Opið virka daga kl. 9-18. Lokað laugardaginn 1. maí og sunnudag. tAr uur é&ftaíúS Hegfatikur 12 aw40!-tiua Mál og menning Laugavegi 18 Síöumúla7-9 Sími 515 2500 Sími 510 2500 www.mm.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.