Morgunblaðið - 27.04.1999, Page 66
x 66 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hátíð harmon-
*
ikkunnar í Asgarði
HIN árlega Hátíð harmonikkunnar
1999 verður haldin í samkomuhús-
inu Asgarði (Glæsibæ), laugardags-
kvöldið 1. maí kl. 20.30. Dagskráin
hefst með barnatónleikum kl.
20.30, þar sem fram koma nemend-
ur hjá Almenna músíkskólanum og
Tónlistarskóla Akraness. Síðan
fylgja hátíðartónleikar þar sem
fram kemur m.a. 46 manna Stór-
hljómsveit Harmonikkufélags
w Reykjavíkur, Matthías Kormáks-
son, nýbakaður Islandsmeistari í
harmonikkuleik, í efsta flokki, í
flokki 11-15 ára Oddný Björgvins-
dóttir; Hljómsveit Karls Adolfsson-
ar; Hljómsveitin Stormurinn (9
manna úrvalssveit). Þá koma fram
einleikarnir Jóna Einarsdóttir,
Sveinn Rúnar Björnsson, Garðar
Olgeirsson og systurnar Asa og
Ingunn Eiríksdætur. Að tónleikum
loknum verður harmonikkudans-
leikur. Meðal hljómsveita má nefna
20 manna Léttsveit Harmonikufé-
lagsins, hljómsveitina Neista með
Karli Jónatanssyni í fararbroddi,
hjómsveit Ulrich Falkner og tríó
Böðvars og söngkonan Ragnheiður
Hauksdóttir.
Forsala aðgöngumiða er hafín hjá
Almennu umboðsskrifstofunni.
FRÁ afhendingu styrkja Sumargjafar.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Þetta er rétti
staðurinn...
Bílaland B&L er ein stærsta bílasala landsins með notaða bíla af öllum stærðum og gerðum. Bílaland er í nýja B&L húsinu við Grjótháls 1 (rétt ofan við Select við Vesturlandsveg) og þú gengur inn ffá Fosshálsi. Síminn er 575 1230, við erum með rétta bílinn á réttum stað - og á rétta verðinu. L 1
Járnháls Fossháls ?
s Ö 'd5
Hestháls
Við bjóðum allar tegundir bílalána. (Select)
Visa/Euro raðgreiðslur. Vestu rl an d svegu r
...fyrir rétta bílinn:
BMW 735 IL,
árg. 90, 3500, ss^
a. 4d, vínrauóur,
11^, ek. 149 þús.
VW Polo, árg.
1400, 5g, 5d, svartur, elc 13 þús.
kr. 1.240.000,
Hyundai Sonata, árg. 9/y^HHRP
3000, ss, 5g, 4d, grænn, ek. 26 þús.
kr. 1.690.000,-
■PF VWGolfGL,
j^rg. 97, 1400, 5g,
5d, blár, ek. 31 þús.
'J&jjjjjjjÉ/fö, Toyota Hi Lux,
wB&m'iucg. 92, 2400,
8§g*|®r' 5g, 4d, hvítur,
ek. 150 þús.
kr. 1.550.000,-
Hyundai Elantra GLS^iÍi&PWB^
árg. 96, 1800, ss, 5d, Ijósblár, ek. 34 þús.,
kr. 1.290.000.
síjuHyundai Accent,
98, 1500, 5g, 3d,
silfurgrár, ek. 26 þús.
5GMCJimmy,
lr árg. 96, 4300, ss,
pd, rauóur, ek. 46 þús.
kr. 2.950.000,
Renault Megane,
'árg. 98, 1600, ss, 5d,
_ blár, ek. 14 þús.
MMC Pajero V-6,
árg. 91, 3000, ss,
5d, hvítur,
mMÉ ek. 100 þús,
WfBSF Renault
RlpF Megane RN,
Imrg. 97, 1400, 5g,
5d, blár, ek. 23 þús.
Subaru Legacy Wagon/^^^^^^
árg. 93, 2000, ss, 5d, vínrauóur, ek. 90 þús.
kr. 1.240.000,-
|É|jprTord I scort
^^^BP^^Wagon, árg. 97,
HpF 1400, 5g, 5d,
PP*"7,TTT''" rauður, ek. 37 þús.
kr. 1.120.000,-
Suzuki VitaraJLX, árg. 93,
1600, 5g, 3d, hvítur, ek. 95 þús.
kr. 880.000,-
Grjótháls 1
sími 575 1230
Styrkir veitt-
ir á 75 ára
afmæli
Sumargjafar
BARNAVINAFÉLAGIÐ Sumar-
gjöf minntist 75 ára afmælis síns
sumardaginn fyrsta í leikskólanum
Grænuborg. Formaður félagsins,
Jón Freyr Þórarinsson skólastjóri,
rakti í stuttu máli sögu Sumargjafar
en félagið var stofnað 22. apríl 1924
að tilhlutan reykvískra kvenna. Fé-
lagið gerði sumardaginn fyrsta að
hátíðisdegi íslenskra bama og fjár-
öflunardegi sínum með því að selja
merki, fána og „Sólskin" sem var
lítil bók ætluð bömum. Lengi vel
stóð félagið fyrir útihátíðarhöldum í
Reykjavík og hélt skemmtanir í bíó-
um borgarinnar sumardaginn
íyrsta.
í upphafí rak félagið dagheimili
einungis á sumrin en upp úr 1940
fór dagheimilum að fjölga og sá
Sumargjöf um rekstur fyrir
Reykjavíkurborg fram til 1979 er
Dagvist barna tók við rekstrinum.
Uppeldisskóli Sumargjafar, síðar
Fóstruskólinn, var stofnaður 1946
og rekinn í samvinnu við Reykjavík-
urborg uns ríkið tók við menntun
leikskólakennara með stofnun Fóst-
urskóla íslands 1973.
í dag á Sumargjöf tvo leikskóla
sem leigðir eru Reykjavíkurborg
annars vegar Grænuborg og hins
vegar Steinahlíð en á 25 ára afmæli
félagsins færðu hjónin Halldór Ei-
ríksson og Ellý Schepler Eiríksson
Steinahlíð að gjöf og er hún nú orð-
in skemmtileg vin í borgarlandinu,
segir í fréttatilkynningu.
Styrkir til fræðslu, tækjakaupa
og endurmenntunar
Að loknum leik lúðrasveitar og
upplestri ljóða úr „Sólskini“ voru
veittir fjórir styrkir í tilefni af af-
mælinu og runnu þeir til félaga og
stofnana sem sinna málum barna og
ungmenna sem vegna fötlunar á
huga og geði hafa lent til hliðar í
samfélaginu.
I tilkynningunni segir. Þannig
fengu Umsjónarfélag einhverfra og
Foreldrafélag geðsjúkra barna
hvort um sig 500.000 krónur til
fræðslu og kynningar á vanda við-
komandi barna. Barna- og ung-
lingadeild Landspítalans (BUGL),
sem þyrfti að stækka verulega til að
veita fleiri börnum úrlausn, fékk
250.000 krónur til tækjakaupa og
Dalbrautarskólinn, sem einkum
sinnir málefnum nemenda frá
BUGL og býr við mjög léleg húsa-
kynni, fékk 250.000 krónur til end-
urmenntunar kennara skólans.
Fulltrúar styrkþega, þau Ástrós
Sveinsdóttir frá Umsjónarfélagi
einhverfra, Jenní Steingi’ímsdóttir
frá Foreldrafélagi geðsjúkra barna,
Olafur Guðmundsson, yfirlæknir
BUGL, og Guðmundur Ingi Leifs-
son, skólastjóri Dalbrautarskóla,
þökkuðu öll þann hlýhug sem
Sumargjöf sýndi með styrkjunum
og töldu að þeir skiptu máli í starf-
semi hjá viðkomandi og beindu jafn-
framt athygli að vanda þessara
barna og unglinga.