Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 72

Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 72
72 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 KIRKJUSTARF I DAG MORGUNBLAÐIÐ LAUGARNESKIRKJA Kristin íhugun í Laugarneskirkju ENN boðar fullorðinsfræðsla Laug- ameskirkju til opins fundar. Á þessu þriðjudagskvöldi, 27. apríl, mun sr. Tómas Sveinsson sóknar- prestur, flytja eríndi í safnaðar- heimilinu um kristna íhugun. Yir- skriftin er sótt í orð Páls postula: „Þér eruð musteri heilags anda.“ Fundurinn hefst kl. 20 og lýkur kl. 21, en þá hefst þriðjudagur með Þorvaldi, lofgjörðarstund í kirkj- unni þar sem Þorvaldur Halldórs- son leiðir söng við píanóundirleik Gunnars Gunnarssonar, en sr. Bjarni Karlsson flytur ritningarorð og bæn. Athugið að gengið er til fullorð- insfræðslunnar um dyr á kórbaki og niður stiga inn í gamla safnaðar- heimilið. En þegar komið er á þriðjudag með Þoi-valdi er gengið beint inn um aðaldyr kirkjunnar. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 10-14. Léttur hádegisverð- ur. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14-16. Fundur í æskulýðs- félaginu kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl. 20.30. Dómkirkjan. Barnastarf fyrir 6-9 ára börn kl. 10.15 og kl. 14.15 í safn- aðarheimilinu. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Æskulýðsfélagið Örk (yngri deild) kl. 20. Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára böm kl. 17. Laugarneskirkja. Kl. 20 fullorðins- fræðsla Laugarneskirkju heldur fund um kristna íhugun. Sr. Tómas Sveinsson sóknarprestur flytur er- indið „Þér eruð musteri heilags anda“. Gengið inn um dyr að aust- anverðu á kórgafli kirkjunnar. Opið og ókeypis fyrir alla. „Þriðjudagur með Þorvaldi“ kl. 21. Lofgjörðar- stund með Þorvaldi Halldórssyni. Gunnar Gunnarsson leikur á píanó og sr. Bjami Karlsson flytur ritn- ingarorð og bæn. Seltjarnameskirkja. Foreldra- morgunn kl. 10-12. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Hjúkr- unarfræðingar frá heilsugæslustöð- inni í Árbæ koma í heimsókn. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15 í umsjá Önnu Sigurkarlsdótt- ur. Leikfími, léttur málsverður. Kl. 20.30 æskulýðsstarf, unglingastarf 13 ára og eldri á vegum KFUM & K og Digraneskirkju. Síðasta skipti á þessum vetri. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 17.30. Æsku- lýðsstarf fyrir 8. bekk kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar, opið hús kl. 13.30-15.30. Helgi- stund, söngur, handavinna, létt spjall og kaffíveitingar. Æskulýðs- starf fyrir 8. bekk kl. 20-22 í kirkj- unni. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30. „Kirkjukrakkar" í Rimaskóla fyrir börn 7-9 ára kl. 17-18. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Prédikunarklúbbur gresta kl. 9.15 í umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7-9 ára börn frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30 í Vonar- höfn Strandbergs. Kristin íhugun í Stafni, Kapellu Strandbergs, kl. 21.30- 22. Heimsborgin - Rómverja- bréfið, lestur í Vonarhöfn kl. 18.30- 20. Keflavíkurkirkja. Helgistund í Hvammi, félagsmiðstöð eldri borg- ara kl. 14-16. Upplestur, söngur og hugvekja. Umsjón hefur Lilja G. Hallgrímsdóttir, djákni. Einar Öm Einarsson annast undirleik. Lágafellskirkja. Foreldramorgnar, samvera á þriðjudögum kl. 10-12. Allir foreldrar velkomnir til sam- verunnar í umsjá Þórdísar og Þuríðar í safnaðarheimilinu. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.30. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn- ir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Samvera á vegum systrafélagsins kl. 20. Sr. Anna S. Pálsdóttir flytur hugleiðingu. Allar konur hjartan- lega velkomnar. Ilólaneskirkja, Skagaströnd. KFUM og K fyrir 9-12 ára kl. 16. Biblíulestur í Sæborg kl. 20. KEFAS. Bænastund í kvöld kl. 20.30. Á morgun, miðvikudag er samverustund unglinga kl. 20.30. Allir velkomnir. VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Opið bréf til ríkisstjórnar ísiands VELVAKANDA barst eft- irfarandi bréf: „Varpholti, 18. apríl 1999. Við sem þetta bréf skrifum enim í meðferð á Varpholti í Eyjafirði. Við getum ekki orða bundist yfir því ástandi sem lýst er í sjónvarpinu nú nánast á hverjum degi um stöðu meðferðarmála jafnaldra okkar. Tólf mánaða bið í að komast á Stuðla og önnur bið eftir langtímavistun. Þessi staðreynd er alveg fráleit og mestar líkur þær að sá sem er hjálparþurfi sé kominn í harðari neyslu, jafnvel byrjaður að sprauta sig, meðan á bið- tíma stendur. Sú stað- reynd að vita af krökkum sem við þekkjum sem eru beinlínis í lífshættu vegna vímuefnaneyslu fyllir okk- ur ófognuði. Við höfum séð það áður að þegar einhver hópur fólks er í hættu staddur hér á landi eru ævinlega Islendingar fyrstir til að rétta út hjálp- arhönd og við erum viss um að allir vilja það líka núna í þessu tilviki. I fréttatíma sjónvarps- ins fimmtudaginn 15. apríl sagði forstjóri Barna- verndarstofu, Bragi Guð- brandsson, að það þyrfti 150 milljónir til að eyða biðlistanum strax. Okkur er spurn: Er þetta eitthvað mál? Skilaði til dæmis ekki Landssíminn 2.200 milljón- um í hagnað á síðasta ári? Það eru til peningar fyrir þessu og það er ykkar að útrýma þessari skömm sem biðlistarnir á Stuðlum eru. Við verðum að hafa það fast í huga að við, ung- lingar í dag og komandi kynslóðir eiga eftir að stjórna landinu þegar okk- ar tími kemur og því eins gott að okkar kynslóð nái ekki að þróa með sér mikla vímuefnaíikn, heldm- fái meðferð strax. Það eru ótvíræð mann- réttindi að geta leitað sér aðstoðar og á sama hátt al- varlegt mannréttindabrot að geta það ekki þegar þess er þörf. Með von um skilning og aðgerðir strax. Anna 16 ára, Brynja 15 ára, Brynjar Þór 15 ára, Gígja 15 ára, Hrafnhildur 16 ára, Rannveig Eva 16 ára, Sif 15 ára Vantar platta MIG vantar platta frá 1974. Eru þeir þrír í setti og hannaðir af Rúnu en mig vantar þann rauðgula í settið. Upplýsingar hjá Borghildi í síma 462 7496. Fyrirspurn VELVAKANDA barst eft- irfarandi fyirspurn frá Sigurði Pálssyni: „Hvað verður ríkissjóð- ur af miklum skatttekjum vegna skattaafsláttai' vegna hiutabréfakaupa?" Dýrahald Kettlingur týndist frá Hverafold KETTLINGUR, svartur og appelsínugulur í andliti, með hvítar loppur, týndist sl. föstudag frá Hverafold. Hann er ómerktur. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 896 0598. Kettlingar óska eftir heimili FJÓRIR kettlingar óska eftir góðu heimili. Upplýs- ingar í síma 581 2316. NÁMSMENN taka lestrarpásu við Þjóðarbókhlöðuna í blíðviðrinu. SKAK skila manninum til baka og leika 15. - Rg4 16. h3 -15 17. Rg3 - Bd6 þótt hann standi höllum fæti) 16. Dxh6 - c5 17. Rxf6+ - Rxf6 18. He5 og svartur gafst upp. Pavel Kotsur frá Ka- sakstan sigi-aði nokkuð óvænt á mótinu. HVÍTUR á leik llinsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á rússnesku bikarmóti í Novogord í vor. Sergei Volkov (2.585) var með hvítt og átti leik, en Alisa Galliamova (2.555) hafði svart. 14. Bxh6H - gxh6 15. Dd2 - Hfe8 (Hvítur vinnur einnig eftir 15. - Rxe4 16. Hxe4 - Dd6 17. Hxe7 - Dxe7 18. Dxh6 - Rf6 19. Hel, svo svartur hefði átt að COSPER ÉG hringi um leið og ég kem til Parísar, ef þið verðið þá komin heim í Skýlufjörð í tíma. Víkverji skrifar... BÖRN hafa oft kvartað við Vík- verja yfir því að þeim gangi erfiðlega að fá afgreiðslu í verslun- um og sölutumum borgarinnar. Oft ryðjist fullorðið fólk fram fyrir þau og stundum sé hreinlega eins og afgreiðslufólkið sjái þau ekki ef þau bíða kurteislega eftir af- greiðslu. Víkverji nefndi þetta við af- greiðslustúlku í myndbandaleigu í nágrenni heimilis hans og sagði henni að hann hefði fengið kvart- anir frá ungum vinum sínum um að þeim væri ekki sinnt sem skyldi þegar þeir kæmu á leiguna. Af- greiðslustúlkan brást mjög vel við kvörtunum Víkverja og talaði við sitt samstarfsfólk um málið. Eftir þetta hefur Víkverji heyrt hjá börnum að viðmót afgreiðslu- fólksins í viðkomandi myndbanda- leigu gagnvart þeim sé orðið allt annað og betra. Eru þessi við- brögð fyrirtækinu til sóma og von- andi hugsar afgreiðslufólk sinn gang og gleymir því ekki að börn eru jafngóðir viðskiptavinir og full- orðið fólk. Jafnframt megum við fullorðna fólkið ekki gleyma því að við vorum einu sinni börn og að okkur fannst það gjörsamlega óþolandi þegar ruðst var fram fyr- ir okkur á sínum tíma. XXX EITT af eftirlætiskaffihúsum Víkverja er Grái kötturinn á Hverfísgötu. Víkverji man hrein- lega ekki eftir að hafa fengið betra kaffi á íslensku kaffihúsi. Ekki spillir fyrir skemmtilegt andrúms- loft á staðnum þar sem hinir ýmsu kvistir íslensks samfélags setjast niður og spjalla um heima og geima. Eru umræðurnar oft mjög fjörugar og skiptir þá engu hvort fólk þekkist eður ei. * Eins er mikið úrval bóka á staðnum sem gestir geta giuggað ‘i og ef þeir hafa ágimd á einhverri bók geta þeir tekið hana með sér gegn því að þeir skilji aðra sam- bærilega eftir. Víkverji er meðal þeirra mörgu sem sækja staðinn stíft um helgar enda næsta víst að einhver setp maður þekkir rekist inn í mat eða kaffi. Ekki spillir matseðillinn fyr- ir og er þar fremstur í flokkí „Trukkurinn" sem samanstenduí’ af eggjum, beikoni, kartöfium, tómötum, ristuðu brauði og alveg* himneskum amerískum pönnukök- um

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.