Morgunblaðið - 27.04.1999, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 27.04.1999, Qupperneq 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Ásdís Systkini fagna SYSTKININ Guðný og Skúli Gunnsteinsbörn hafa ærna ástæðu til að fagna þessa dagana - Skúli varð Islandsmeistari með Aftureldingu, sem liann þjálfar ^ og Guðný hampaði í gær Islands- meistaratitli með Stjörnunni. ■ Stjarnan/BB -------------- KR-sport kaupir þrjá veitingastaði «*ÍR-SPORT hefur fest kaup á ' ’þremur veitingastöðum við Eiðis- torg, Rauða ljóninu, Koníaksstof- unni og Sex baujunni. Kaupverð fæst ekki gefíð upp. „KR-sport er hlutafélag með samning um rekstur knattspyrnu- deildar og samkvæmt samþykktum félagsins er gert ráð fyrir að fyrir- tækið geti fjárfest á sviði lista, menningar og afþreyingariðnaðar," sagði Hjörtur Nielsen, einn stjórn- armanna. „Kaupin koma því heim og saman við þá stefnu sem fyrir- tækið markaði sér frá byrjun. Þetta er hluti af því að renna frekari stoð- um undir rekstur fyrirtækisins KR- sport því rekstur knattspyrnudeild- - ^ar er í eðli sínu áhættusamur.“ Hjörtur sagði að miklar vonir væru bundnar við þessa fjárfest- ingu. Sagði hann að sjálfsagt yrði rekstri þessara veitingastaða breytt en að ekki væri tímabært að greina frá því með hvaða hætti en einhver hluti þeirra yrði fjölskylduvænni. „Þetta hefur engin áhrif á kaup leikmanna," sagði hann. „Meistara- flokkur KR er rekinn samkvæmt rekstraráætlun og það stóð aldrei til að eyða öllu hlutafé í leikmenn á fyrsta ári. Menn eru að hugsa til framtíðar." Könnun Félagsvísindastofnunar sýnir stjórnarflokkana styrkja stöðu sína Framsókn vinnur mest á en Samfylkingin tapar FRAMSÓKNARFLOKKURINN, Sjálfstæðis- flokkurinn og Vinstrihreyfingin vinna á en Sam- fylkingin tapar fylgi samkvæmt nýrri skoðana- könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið. Fylgistap Samfylkingarinnar frá síðustu könnun Félagsvísindastofnunai-, sem gerð var fyrir einum mánuði, er 7,1 prósentu- stig, en fylgisaukning hinna flokkanna þriggja er á bilinu 1,2-3,5 prósentustig. Framsóknar- flokkurinn bætir mestu við sig. Fyrirvari um þingsæti Samkvæmt skoðanakönnuninni fær Fram- sóknarflokkurinn 19,8% (16,3% í mars), Sjálf- stæðisflokkurinn 43,7% (41,3%), Samfylkingin 26,4% (33,5%), Frjálslyndir 2,3% (2,5%), Vinstrihi-eyfíngin 7,5% (6,3%) og aðrir flokkar 0,3% (0,1%). Félagsvísindastofnun setur ákveðna fyrirvara við útreikning þingsæta, en sé miðað við hlut- fallstölu fengi Framsóknarflokkurinn 13 þing- menn, Sjálfstæðisflokkurinn 28, Samfylkingin 17 og Vinstrihreyfíngin 5. Vinstrihreyfingin fengi kjördæmakjörinn mann í Reykjavík Skipting fylgisins í Reykjavík bendii- til þess að Vinstrihreyfingin fengi kjördæmakjörinn þingmann í Reykjavík, en flokkurinn mælist þar með 7,3% fylgi. Framsóknarflokkurinn hefur bætt verulega stöðu sína á Reykjanesi, en þar mælist flokkurinn með 20% fylgi, en var með 10,6% stuðning í síðustu könnun. Fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins er fyrst og fremst í Reykja- vík þar sem stuðningur við flokkinn mælist 48%, en var 42,8% fyrir mánuði. Fylgistap Samfylk- ingarinnai' er nokkuð jafnt í öllum kjördæmum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins meðal kvenna hefur aukist umtalsvert frá síðustu könnun en stuðn- ingur við flokkinn meðal karla hefur nánast ekkert breyst milli kannana. Stuðningur flokks- ins meðal aldraðra hefur einnig aukist þótt flokkurinn njóti enn minnst stuðnings meðal þessa aldurshóps. A sama tíma virðast konur og aldraðir vera að hverfa frá stuðningi við Sam- fylkinguna í talsvert miklum mæli ef marka má könnunina. Könnunin var gerð dagana 22.-25. apríl. Hún byggðist á slembiúrtaki úr þjóðskrá sem náði til 1.500 einstaklinga, 18 ára og eldri. Nettósvörun var 71,7%. Alls ætluðu 7,2% að skila auðu eða kjósa ekki og 3,9% neituðu að svara. ■ Konur/43 Tveir ungir strákar komu í veg fyrir töluvert tjón 1 Gufuneskirkjugarði Morgunblaðið/Ingvar Slökktu eld við geymsluskúr TVEIR ungir drengir, Dagur Snær Sævarsson og Arnar Ólafs- son, komu í veg fyrir töluvert Ijón í gærkvöld er þeir, með hjálp veg- faranda og slökkviliðs Reykjavík- ur, slökktu eld við geymsluskúr í Gufuneskirkjugarði. Að sögn slökkviliðs voru drengimir að leika sér þegar þeir urðu varir við brunalykt og gengu þeir á lyktina. Lyktin leiddi þá að stórum, rúmlega 100 fm, geymsluskúr, en kveikt hafði verið í msli við skúrinn. Drengirnir stöðvuðu ökumann og báðu hann um að hringja í slökkviliðið. Hann fór sfðan með drengjunum að skúrnum og með hjálp slökkvitækis úr bflnum tókst þremenningunum að slökkva nánast allan eld áður en slökkviliðið kom. Slökkviliðsmenn Ieyfðu síðan drengjunum að klára verkið, en til þess fengu þeir að nota brunaslöngur slökkviliðsins. * Islendingur viðstaddur þegar ólæti brutust út í Rotterdam á sunnudag „Líktist helst stríðsástandi“ „ÉG GEKK áleiðis frá þeim stað sem ólætin brutust út um mínútu áður en þau byrjuðu og var kom- inn um þrjátíu metra í burtu þeg- ar ég heyrði skyndilega skothvelli, sennilega á miUi 15 og 20 talsins. Þá fylltist manngrúinn skelfíngu og hljóp af stað,“ segir Örn Gunn- arsson lögfræðingur sem staddur var á ráðhústorginu í Rotterdam í "Hollandi á sunnudag, þegar óeirð- ir brutust út í kjölfar fótboltaleiks. Þar varð lið Feyenoord Hollands- meistari í knattspyrnu eftir leik við NAC Breda sem endaði með jafntefli, 2-2. Talið er að að minnsta kosti sextán manns hafí orðið fyrir eiðslum í ólátunum og að lög- -Æ ÖRN Gunnarsson Iögfræðingur. • /-»eglan hafi sært fjóra ólátaseggi með byssu- skotum, þar af einn alvarlega. Attatíu voru handteknir og tjónið sem unnið var er talið nema á milli 160 og 300 milljónum króna. Ruddu fólki í burtu „Enginn vissi fyrir víst hvað var að gerast en ekki leið á löngu áður en óeirðalögreglan kom á staðinn og ruddi svæðið," segir Öm. „Þama er gatan T-laga og lögreglumennirnir stilltu sér upp í miðjunni og ruddu fólkinu í burtu í þrjár áttir sem voru opnar. Þeir virtust forðast að lemja fólk og reyndu frekar að fá fólk í burtu án átaka, en ef þeir þurftu að kljást við einhvern voru tveir til þrír lög- reglumenn sem tóku á hverjum og einum. Um alla borg var fólk handtekið allt að tveimur tímum eftir að ólætin hófust. Skemmdirnar voru gríðarlegar og heimamenn segja þetta helst líkjast stríðsá- standi.“ Eftir leikinn er áætlað að um 250 þúsund manns hafi safnast saman á torginu fyrir fram- an ráðhúsið til að hylla sigurvegarana. Örn var í þeim hópi ásamt írskum skólabróður sínum, en Órn stundar MBA-nám í viðskiptafræði í borg- inni. „Þetta er í raun og veru skríll sem réðst á lögregluna, ekki venjulegir aðdáendur Feyen- oord. Þetta eru meðal annars óánægðir at- vinnuleysingjar, eiturlyfjaneytendur og drykkjuboltar. Það er talið að á milli 150 og 200 manns hafí tekið þátt í átökunum við lögregl- una. Þeir vh'ðast hafa króað af þrjá menn úr hinni almennu deild lögreglunnar og gert aðsúg að þeim. Lögi’eglumönnunum fannst þeim vera ógnað og skutu upp í loftið. Einhverjir segja að ólátaseggirnir hafí líka verið vopnaðir og skotið á lögregluna og þeir síðan svai'að skothríðinni, en þær fregnir eru óstaðfestar," segir Öm. Reuters LIÐSMENN óeirðalögreglunnar í Hollandi handtaka fótboltabullu í miðborg Rotter- dam eftir að heiftarleg átök brutust út á milli óeirðaseggja og lögreglumanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.