Morgunblaðið - 06.05.1999, Page 6

Morgunblaðið - 06.05.1999, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Slapp óbrotinn eftir 8 metra fall KARLMAÐUR var fluttur á slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir vinnuslys við Fossvogsskóla skömmu eftir klukkan 13 í gær. Vinnupallur hrundi undan mann- inum við vinnu sína og féll hann um átta metra til jarðar. Hann kenndi til eymsla í baki og meiddist á fæti en er óbrotinn að sögn læknis á Sjúkra- húsi Reykjavíkur. Mátti mildi telja að maðurinn kom ekki niður á steyputeina sem stóðu upp í loftið hvarvetna í kringum slys- staðinn. Vegna mikillai- fallhæðar átti að fylgjast áfram með hinum slasaða á sjúkrahúsinu. Morgunblaðið/IRG Móðir 8 ára drengs er ósátt við að hann hafí getað keypt fyrir 5.000 kr. í söluturni Keypti fótboltamyndir fyrir á fjórða þúsund GETA börn keypt fyrir háar Qárhæðir í sölu- turnum og verslunum án þess að við það séu gerðar athugasemdir af afgreiðslufólki? Steinunn Hjartardóttir, móðir átta ára drengs í Hafnarfirði, lenti í því í síðustu viku að sonur hennar tók frá henni fímm þúsund krónur án hennar vitundar. Að því búnu fór hann út í næsta söluturn og keypti fótbolta- myndir fyrir 3.700 krónur, tvær möppur til að setja myndirnar í á 700 krónur, auk sæl- gætis og gosdrykkjar. Fyrir þessa fjárhæð fékk hann 37 pakka af fótboltamyndum, sem hann tók upp strax eftir innkaupin og gaf fé- laga sínum nokkra pakka. Steinunn komst að þessu athæfi drengsins síðar um kvöldið og fór strax með hann út í verslunina. „Mér fannst ekki eðlilegt að átta ára barn skyldi hafa verið afgreitt með svo mikla fjár- muni í höndunum. Þetta er gífurlegt magn af fótboltamyndum sem hann keypti og tók ég strax á málinu með því að segja honum að með þessu athæfi hefði hann misst rétt á ákveðnum hlunnindum og hann yrði undir sérstöku eftirliti næsta mánuðinn. Að því loknu fór ég með hann og talaði við sjoppueigandann og afgreiðslustúlkuna sem afgreiddi hann með þetta. Eigandinn sagði að þau gætu ekki alltaf verið að hringja í for- eldra til að athuga hvort börn mættu eyða þeim peningum sem þau væru með. Mér finnst hins vegar ótrúlegt að foreldrar sendi börn sín út í sjoppu með svona háar fjárhæðir til þess að þau geti keypt það sem þau vilja,“ segir Steinunn. Fengið svívirðingar frá foreldrum „Stelpan í sjoppunni sagði að hann hefði bara keypt myndir fyrir 2.200 krónur, en það var ekki satt vegna þess að myndirnar voru mun fleiri en það. Hún sagði að hann hefði keypt þær í smáskömmtum en hann segir að hann hafi fyrst keypt fyrir 2.500 krónur, opn- að pakkana hjá sjoppunni og farið strax inn aftur og keypt meira. Og það kemur heim og saman við fjölda myndanna.“ Elfar Berg eigandi verslunarinnar Holta- nesti í Hafnarfirði, þar sem drengurinn keypti fótboltamyndirnar í þessu tilviki, segir að starfsfólk verslunarinnar hafi ekki gert at- hugasemdir við kaup drengsins meðal annars vegna þess að í fyrri tilvikum hafi foreldrar tekið það óstinnt, upp að gerðar hafi verið at- hugasemdir við þær fjárhæðir sem börnin höfðu í höndunum. „Við höfum oft, lent í því að þegar krakkar koma með mikla peninga þá höfum við hringf heirn til viðkomandi og spurt hvort hann mætti kaupa fyrir svona mikið. Þá höfum við yfirleitt fengið viðkvæðið: „Eruð þið að þjóf- kenna barnið mitt?“ Þetta hefur komið fyrir oft og mörgum sinnum. Ég hugsa að það hafi haft mest áhrif á það hvernig afgreiðslustúlk- an brást við í þetta sinnið, en við höfum oft fengið svívirðingar frá foreldrum þegar við gerum athugasemdir við háar upphæðir eins og til dæmis 1.000 krónur," segir Elfar. Þekkja slík tilvik Elfar segir að drengurinn hafi fyrst komið í verslunina með fimm þúsund króna seðil um eftirmiðdaginn og keypt fimm pakka. „Stúlk- an sem var þá við afgreiðslu spurði hvort hann mætti eyða svo miklum peningum. Hann sagðist hafa fundið þá niður á Ásvöll- um, sem er íþróttasvæði Haukanna. Síðan kom hann aftur eftir kvöldmat og þá var komin önnur vakt. Þá kom hann með klink og keypti fyrir það, svo fór hann út en kom aftur inn og þá með þúsund kall sem hann sagðist hafa fundið fyrir utan,“ segir Elfar. Elfar segist hafa sagt við móðurina að hann gæti ekki borið ábyrgð á uppeldi barnsins hennar en ef ekki hefði verið búið að rífa myndirnar upp hefði hann verið tilbúinn að bæta henni það upp. Morgunblaðið/Kristinn ÁTTA ára drengur keypti fótboltamyndir fyrir á fjórða þúsund krónur í söluturni. Morgunblaðið ræddi við nokkra eigendur söluturna um það hvort börn með mikla pen- inga væru yfirleitt afgreidd. AHir þekktu slfk tilvik en sögðu flestir að barn sem vildi eyða 500 krónum þætti athugavert. „Það er ekki eðlilegt að barn fái að fara út í sjoppu með 5.000 krónur til að kaupa 50 pakka af fótboltamyndum. Það kemur alltaf fyrir að krakkar komi með 500 kall og vilji fá bland í poka fyrir allt. En það er alltaf eitt- hvað gruggugt við það,“ segir Sævar Örn Gunnlaugsson eigandi söluturnsins Allt í einu við Jafnasel í Reykjavík. Aðrir eigendur sölu- turna tóku undir hans orð, sögðu athugavert ef börn á þessum aldri væru með 1.000 krón- ur til þess að eyða. Guðrún Aradóttir, rekstr- araðili söluturnsins Neskjörs á Nesvegi segir að fyrir nokkrum árum hafi barn viljað versla fyrir háa fjárhæð. Afgreiðslufólkið hafi kannað málið og komist að því að féð var ekki heiðarlega fengið. Guðmundur Steinsson eigandi söluturnsins Póló á Bústaðavegi segist fyrir nokkrum ár- um hafa lent í svipuðu atviki þegar barn hafi komið með 500 krónur og viljað fá bland í poka fyrir allt saman. Hann hafi afgreitt við- komandi og fengið óánægða foreldra í versl- unina skömmu síðar. Helga Guðrún Jónas- dóttir, einn af eigendum söluturnsins Nammigott á Vesturgötu, tekur undir með hinum viðmælendunum og segir nauðsynlegt, að hafa strangt eftirlit með því sem börn versla í söluturnum og hvað þau kaupi fyrir mikinn pening. Iðnaðarráðherra um kísilgúrnám í Syðri-Flóa Til skoðun- ar að fá er- lenda sér- fræðinga FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra hefur sett fram þá hugmynd að erlendir sérfræðingar verði fengnir til að meta hugsanlega áhættu af gísilgúrnámi í Syðri-Flóa Mývatns. „Það er mikil tortryggni í gangi hjá heimamönnum um þær rann- sóknarniðurstöður sem liggja fyrir. Ég tel vera mikilvægt að menn eyði þeirri tortryggni. Þess vegna hef ég verið með þá hugmynd að menn leiti eftir því að fá erlenda sérfræðinga á þessu sviði til þess að meta þær nið- urstöður sem þama eru. Þetta yrði gert í fullri samvinnu og sátt við þá aðila sem hafa staðið að þessum nið- urstöðum en málið er á algeru frum- stigi,“ sagði Finnur. Villandi fyrirsögn Fyrirsögh fréttar. sem birtist í Morgunblaðinu í gær af fundi sem sveitarstjórn Skútustaðahrepps boð- aði til í Skjólbrekku í Mývatnssveit í fyrrakvöld gaf ekki rétta mynd af ummælum Valgerðar Sveri'isdóttur, þingmanni Framsóknarflokks, á fundinum. Er beðist velvirðingar á þessu. --------------- Málfarsráðunautur RTJV Fer best á því að tala um Netið HELGA Jónsdóttir, málfarsráðu- nautur hjá Ríkisútvarpinu, segir fai'a best á því að nota orðið Netið yfir það sem á erlendum tungumálum kallast Intemet. Helga segist hafa verið spurð álits á þessu síðastliðið sumar. Þá hafi hún lagt til að notast yrði við Lýðnet sem gefið væri upp í nýútkomnu Tölvuorðasafni. „Orðið virðist ekki ætla að öðlast hylli lýðsins svo ég veit ekki hvort ég get haldið því jafn eindregið fram núna,“ segir Helga. Sjálf segist hún tala um Netið. Einnig segist hún hafa heyrt talað um Alheimsnetið og sjálfri hafi sér dottið í hug orðið Heimsnet. „Ég sé ekkert voðalegt við það að nota Internet sé það gert til glöggvunar. Við hikum oft ekki við það að nota erlendan fyrripart framan við ís- lenskan seinnipart. Við bendum hins vegar fólki á að tala um Netið til þess að komast hjá þessari slettu,“ segir Helga. Japansferð kostaði 1,1 milljón BORGARSTJÓRI hefur svarað fyr- irspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins um kostnað vegna Japans- ferðar þriggja fulltrúa borgarinnar í mars. Kostaði ferðin rúma 1,1 millj- ón króna. Ferðina fóru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Alfreð Þor- steinsson, formaður stjómar Orku- veitu Reykjavíkur, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR. I svari borgarstjóra kemur fram að heildar- kostnaður hafi verið 1.135.4876 krón- ur og var hlutur borgarsjóðs 458.875 kr. og hlutur OR 676.612 kr. Greiddar vora rúmlega 380 þús- und krónur fyrir fargjöld, 408 þús- und fyrir gistingu og 338 þúsund krónur í dagpeninga. Annar kostnað- ur var 6.900 kr. Andlát BJÖRN BJARNASON BJÖRN Bjamason, fyrrverandi rektor Menntaskólans við Tjömina, lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur þriðjudaginn 4. maí síð- astliðinn á áttugasta aldursári. Hann fæddist 6. ágúst 1919 í Bolung- arvík. Foreldrar Björns vora Bjami Eiríksson kaupmaður og Halldóra Benediktsdóttir. Björn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1939. Cand. mag.-gráðu öðlaðist hann frá Kaupmannahafnarháskóla 1945. Hann var stundakennari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1945-’46 og Verslunarskóla íslands 1945-’46 og 1948-’50. Bjöm gegndi kennarastöðu við Menntaskólann á Akur- eyi’i 1946—’48 og við Menntaskólann í Reykjavík 1945-’46 og 1948-69. Stundakenn- ari var hann við verk- fræðideild Háskóla Is- lands 1950-’69 og stærðfræðikennari til B.A.-prófs frá 1951. Sat í landsprófsnefnd 1963-’70. Björn varð dósent við HÍ 1969- 70. Hann var síðan skipað- ur rektor við Mennta- skólann við Tjömina (síðar MS 1977) 1970 en var jafnframt stundakennari við Hí 1970-’71. Björn lét af störfum sem rektor haustið 1987. Eftirlifandi eiginkona Bjöms er Erla Geirsdóttir. Börn þeirra eru Helga, Geir og Halldóra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.