Morgunblaðið - 06.05.1999, Síða 59

Morgunblaðið - 06.05.1999, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 59 UMRÆÐAN Þögnin er til margra hluta nytsamleg... JÁ, HANN Davíð forsætisráðherra er að vakna til lífsins í kosn- ingabaráttunni. Eg kunni hins vegar betur við þögnina, því þögnin ____ er til margra hluta nyt- samleg, þótt hennar sé " ekki getið í smáatrið- um. Ég komst ekki á fundinn hans á Akur- eyri á fimmtudags- kvöldið - og harma það ekki, en ég heyrði aftur á móti í honum í svæðisútvarpinu okkar kvöldið eftir. Davíð, af hveiju talarðu svona? Þótt ég hafí ekki kosið Sjálfstæð- isflokkinn í tvennum síðustu kosn- ingum - reyndai- skilaði ég auðu - þá hef ég varið þig í bak og fyrir, en nú er farið að koma að því, að ég geti það ekki lengur. Þú vitnar stundum í hana móður þína, og ég vitna stundum í mína móður. En nú langar mig að vitna í afa þinn og föður. Það er nefnilega þannig, að foreldrar mínir eru fæddir og uppaldir á Eyrarbakka, og móðir mín er í dag 86 ára. Hún telpuhnokkinn fór einu sinni til Nordals tannlæknis með mikla tannpínu. Hún var logandi hrædd og angistin skein úr augum hennar. Eftir að afi þinn hafði skoðað litla munninn sagði hann með mjög hugsandi og sefandi röddu: „Ja, það verður nú sennilega að taka þessa tönn væna mín.“ Litlum lófum var skellt fyrir andlitið og þeim haldið fast. „Ég vil það ekki! Þarf að sprauta? Ég finn ekkert til núna.“ Hvað heldur þú að afí þinn hafi sagt? „Jæja, vina mín. Ég er nú búinn að taka tönnina - hún er hérna, sjáðu.“ Þvílík snilld! Mörgum árum seinna, eða árið 1939, er þessi kona húsmóðir suður með sjó, lögð inn á Landspítalann og skal eiga sitt fyrsta barn - eldri systur mína. Og þá annast hana að mestu ungur læknakandidat, sem hét Oddur. Þetta leit ekki vel út hjá hinni verðandi móður, en hún var aldrei í minnsta vafa um að allt færi vel. Þetta var erfitt, en hvorugt beið skaða af. Meira hefur mér eig- inlega ekki verið sagt - en ég er viss um það, að reynslan af tann- lækninum forðum hefur meitlast í huga móður minnar. Sú reynsla, og það að hafa haft þennan kandidat - tannlæknissoninn - sér við hlið á Landspítalanum, hefur haft sitt að segja. I andliti móður minnar get ég lesið í svipina. Spjallið um Eyr- arbakka, fólkið og fjöruna. En nú vilt þú sennilega fá að vita af hverju ég hætti að kjósa minn gamla flokk. Og ég skal segja þér það. Þegar ég flutti tO Hríseyjar 1991 var það alltaf inni í myndinni að verða kannski trillukarl seinna meir - engin spurning, eins og Árni Tryggvason, vinur minn, hefði sagt. Ég vissi um aflatakmarkanirnar, en að hlutirnir mundu breytast í það forað, sem orðið er... Trillukariarnir hérna í Hrísey eru að deyja út. Það er engin end- urnýjun og bátarnir hrúgast upp á kambinum. Hvar er betra að stunda sjóinn og sækja verðmesta fiskinn? Davíð, sjáðu nú til þess að ég geti keypt mér trillu og sótt sjóinn svona síðustu árin, og að það borgi sig - þá á ég við, að þetta standi nú undir sér og tengist ekki einhverju tekjutengdu rugli. Að vísu er ég ekki kominn á neinn virðulegan ald- ur, en fólk sem er 67 ára og eldra er Helgi Sigfússon búið að skila sínu. Það á ekki að þurfa að standa í þessu ströggli - þú veist það eins vel og eg sjálfur. Á Hvanneyri, þaðan sem ég er búfræðing- ur, var einn besti kennarinn sjálfstæðis- maður. Hann var einu sinni beðinn að útvega mann á svínabú - vinnumann. Hann fann drenginn og sá starfaði lengi við orðstír. Kenn- arinn var hins vegar spurður, af hverju hann hefði valið þennan dreng. Eftir talsverðar umræður, og álit á öðrum skyldum hlutum, sagði kennarinn: „Meðalgreindur samvizkusamur Kosningar Taktu nú sönsum, Davíð, segir Helgi Sigfússon, áður en þú verður að framsóknar- manm. maður gerir þjóðfélaginu meira gagn heldur en gáfaður skíthæll." Davíð, þú mátt alls ekki taka þetta til þín, en hættu að dangla með þessari „framsókn", nýrri framsókn, þessa leiðina eða hina leiðina ... skiptir ekki máli - taktu nú sönsum áður en þú verður að framsóknarmanni. Farðu þá leið, sem sættir þjóðina sem mest. Árið 2000 er merkisár íyrir Is- lendinga og við eigum að muna það ár - við eigum að muna það ár um ókomna framtíð. Nú er þitt stóra tækifæri framundan, en vita skaltu að þú hefur ekki fengið dóm á stjórnmálafundi eins og Halldór Hermannsson hefur fengið: „Engum blöðum var um það að fletta hvaða frambjóðandi naut mestrar hylli fundai-manna, Hall- dór Hermannsson, oddviti Frjáls- lyndra, sem fór á miklum kostum og þótti skemmtilegri og harð- skarpari en aðrir ræðumenn.“ Þá máttu vita annað Davíð, að ég vil þá báða bræður inn á þing. Þeir eru harðduglegir, skarpgreindir og skemmtilegir. Og það er nefnilega málið, það eru eiginlega ekki neinir skemmtilegir menn á þingi lengur. Manstu hvað Hannibal sagði? „Ef stjórnmálamenn eru leiðinlegú’ fyr- irgefst þeim aldrei." Þeir bræður tveir og nokkrir dyggir skjaldsvein- ar með þeim geta virkilega orðið þér að liði, eins og Sverrir er búinn að segja, en þá verður þú líka að taka sönsum. Höfundur cr i 6. sæti Frjálslynda flokksins á Norðurlandi eystra. Yfírvaldið burt! Á ÍSLANDI sem og í öðrum meintum lýð- ræðisríkjum er framið lúmskt valdarán á u.þ.b. fjögurra ára fresti. Kjósendur eru nánast neyddir til þess að afsala sér völdum sínum til kjörinna full- trúa sem svo telja sig koma hinum ýmsu málum í framkvæmd í samræmi við meintan vilja almennings. í raun era kjósendur þar með komnir í íjög- uira ára frí, enda era þeir ekkert spurðir frekar um afstöðu í ein- stökum málum. irvaldsins er eina leið- in til þess að stuðla að lýðræðislegum þroska einstaklingsins og það er nákvæmlega þetta sem hugmyndafræði anarkismans gengm- út á. Anarkisminn boðar ekki eiginlegt stjórnleysi með kaos og ringulreið heldur j'fh'valdslaust samfé- lag með lýðræði í sinni hreinustu mynd þar sem fólkið raunvera- lega ræður. Hlutverk Þórarinn kjörinna fulltrúa er að Einarsson koma í framkvæmd sýnilegum vilja al- Fulltrúalýðræði Fulltráalýðræðið er rotnandi hræ. Það stuðlar að skoðanaleysi, áhrifaleysi og afstöðuleysi almenn- ings og heftir þroska þein-a sem samfélagsþegna. Hinn almenni þjóðfélagsþegn finnur lítið fyrir ábyrgðarkennd og áhrifamætti ef hann er ekki virkur í ákvörðunar- töku í veigamiklum samfélagsleg- um málefnum. Beint lýðræði Það má svo sem vera að beinna lýðræði geti ógnað efnahagslegum stöðugleika og hindrað efnahags- legar framfarir. Einhverjum kann að þykja skynsamlegt að stjórn- völd hafi vit fyrir „heimskum lýðn- um“ og tryggi þeim efnahagslega velsæld. Én efnahagslegur upp- gangur getur skilað sér í andlegum niðurgangi og þá komum við nefni- lega að spurningunni um sjálfan tilgang lífsins. Hver vill viðurkenna það að hann telji tilgang lífsins vera að hámarka efnaleg gæði? Ef við nálgumst svarið á þeirri for- sendu að tilgangurinn hafi fremur eitthvað að gera með þroska og hamingju í stað efnahagslegrar velsældar, þá hlýtur það að teljast grandvallaratriði að virkja einstak- linginn í því að upplifa áhrifamátt sinn með virkri þátttöku í mótun umhverfisins með aukinni ábyrgð og siðferðiskennd. Það er nú líka svo að grundvallarforsenda lýð- ræðisins er máttur og réttur ein- staklingsins til þess að hafa áhrif. Hugmyndafræði anarkismans Við þurfum því að losna við þroskahöft yfirvaldsins. Afnám yf- Brandtex fatnaður Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Emm f sumarshapi 201 afsiáúur af ðitum efnuiu úl~ vihuna Vefnaðarvörur Hlíðasmára 14, Kópavogi, sími 564 5533. Kosningar Fulltrúalýðræðið er rotnandi hræ, segir Þórarinn Einarsson. Það stuðlar að skoðana- leysi, áhrifaleysi og af- stöðuleysi almennings. mennings, þ.e. samkvæmt niður- stöðum úr þjóðaratkvæðagreiðsl- um. Fjölmiðlar Anarkistar hafa engar öflugar kosningamaskínur til þess að fjár- magna kostnaðarsamar auglýs- ingaherferðir. Anarkistar njóta heldur ekki jafnræðis í almennri fjölmiðlaumræðu þar sem ein- göngu framboð á landsvísu fá að vera með. Þar að auki miðar hefð- bundin fjölmiðlaumræða að því að fá fram skýrari afstöðu flokkanna í sérhæfðum málaflokkum og hentar því ekki Anarkistum sem leggja á það höfuðáherslu að það sé hlut- verk fólksins að taka beina afstöðu í þeim málum en ekki stjórnmála- manna. Að lokum I komandi kosningum vilja An- arkistar gefa kjósendum færi á að koma þeim skilaboðum á framfæri að þeir vilji endurheimta atkvæði sitt og virkja samfelldan áhrifa- mátt þess. Með því að krossa við „Z“ er þeim skilaboðum komið á framfæri. Með því að kjósa eitt- hvað annað má segja að það þýði masókíska yfírlýsingu um staðfest valdaafsal til viðkomandi flokks. Höfundur skipar fyrsta sæti á fram- boðslista Anarkista í Reykjavfk. Stökktu til Benidorm 2m w w . jum í 1 eða 2 vikur frá kr. 29.955 Heimsferðir bjóða > SíðllStll 19 SffitÍn nú þetta ótrúlega tilboð til Benidorm hinn 2. júní, þessa vinsælasta áfangastaðar Islendinga. Þú bókar núna og tryggir þér sæti í ferðina 2. júní og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér á hvaða gististað þú gistir í fríinu. Á Benidorm er sumarið byrjað og hér nýtur þú frísins við frábærar aðstæður og um leið getur þú valið um spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Verð kr. 29.955 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, vikuferð 2. júní, skattar innifaldir. Verð kr. 39.990 M.v. 2 í herbergi/íbúð, vikufcrö 2. júní, skattar innifaldir. Verð kr. 39.955 M.v. hjóh með 2 böm í íbúð, 2 vikur 2. júní, skattar innilaldir. Verð kr. 49.990 M.v. 2 í studíó/fbúð, 2 vikur, 2. júní, skattar innifaldir. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is í_
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.