Morgunblaðið - 06.05.1999, Page 62
62 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Framlög til menntamála
hafa aukist um 6 milljarða
MARKMIÐ sérhverrar þjóðar í
menntamálum hlýtur að vera, að
skólakerfí hennar veiti menntun og
þjónustu, sem stenst samanburð
við það besta sem þekkist á alþjóð-
legum vettvangi. Menntun skapar
ný störf á öllum sviðum og skiptir
sköpum fyrir samkeppnisstöðu
þjóðarinnar. A kjörtímabilinu, sem
nú er að líða, hefur náðst mikill ár-
angur í menntamálum undir for-
ystu Sjálfstæðisflokksins. Þrátt
fyiir það reyna vinstri menn að
telja kjósendum trú um, að dregið
hafí verið úr fjárveitingum til
skólamála og með því sé verið að
afvopna íslendinga í samkeppni
þjóðanna. Staðreyndirnar tala hins
vegar allt öðru máli og hvert
mannsbarn getur kynnt sér raun-
verulega stöðu mála.
61% hækkun til háskóla
Alls hafa framlög ríkisins til
menntamála aukist um 6 milljarða
kr. á kjörtímabilinu. Þetta er at-
hyglisvert þegar haft er í huga, að í
tíð síðustu vinstri stjórnar lækkuðu
framlög til menntamála um 30
milljónir kr.
Lítum nánar á nokkrar tölur:
Miðað við verðlag fjárlaga 1999
hafa heildarframlög ríkis og sveit-
arfélaga til skólamála á tímabilinu
1995 til 1999 hækkað um 30-40%,
eftir því hvaða forsendur er gefnar.
Framlög menntamálaráðuneytisins
tO fræðslumála, að undanskildum
grunnskólanum, hækkuðu um 35%
á sama tímabili og sama verðlagi,
eða úr 10,7 í 14,4 milljarða kr.
Framlög til háskólastigsins hækk-
uðu úr 3,57 í 5,76 millj-
arða kr., eða um 61%.
Það jafngildir hækkun
um 36% á hvern nem-
anda á háskólastigi.
Framlög til fram-
haldsskóla hækkuðu
úr 5,26 í 6,7 milljarða
kr., eða um 27,3%. Það
jafngildir 20% hækk-
un á hvern nemanda.
Arangur í stað
stöðnunar
Undir forystu Sjálf-
stæðisflokksins hefur
verið mótuð ný skóla-
steftia, þar sem farin
er leið valddreifmgar
og samkeppni í stað forsjárhyggju
og miðstýringar. Krafíst er fram-
fara og árangurs í stað metnaðar-
leysis og stöðnunar.
Flutningur grunnskól-
anna 1996 markaði
tímamót og með nýjum
framhaldsskólalögum
er stefnt að eflingu
fi-amhaldsskóla, eink-
um á sviði starfsnáms
og verkmenntunar.
Rammalöggjöf hefur
verið sett fyrir há-
skólastigið og unnið er
að sérlögum um ein-
staka háskóla. Þannig
er aukið svigrúm skól-
anna til sjálfstjómar
og ákvarðana um ráð-
stöfun fjármuna.
Þrír nýir háskólar
hafa tekið til starfa, Kennarahá-
skóli Islands, Listaháskóli Islands
og Viðskiptaháskólinn. Tveir hinna
síðarnefndu eru einkareknir. Þá
hefur rekstrarformi þriggja fram-
haldsskóla verið breytt þannig að
þeir eru nú reknir af einkaaðilum.
Allt þetta stuðlar að hagkvæmni og
Kosningar
Fjölmargt hefur áunn-
ist í menntamálum,
Póstgangan 1999
Jónas Þór
Guðmundsson
“Skerjafjörður
Keflavík
Kúagerði
segir Jónas Þór Guð-
mundsson, og hvetur til
að þeim árangri verði
ekki fórnað.
Posthússtræti
Hafnarfjörður
Vogar f
betri þjónustu við nemendur. Jafn-
framt er nú aukin áhersla lögð á
mat og eftirlit með árangri í skóla-
starfi og miðlun upplýsinga um
hann til almennings.
Betri menntun
Enn má nefna, að nýjar aðal-
námskrár fyrir leikskóla og grunn-
skóla, bóknámsbrautir framhalds-
skóla og tónlistarskóla, byggðar á
nýrri skólastefnu, hafa verið
kynntar undanfarnar vikur. Þar er
áhersla lögð á skýra markmiðs-
setningu til að auka skilvirkni og
gæði náms og kennslu. Jafnframt
er stefnt að átaki í endurmenntun
kennara og námsefnisgerð, auk
þess sem unnið er að gerð náms-
skráa fyrir iðn- og starfsgreinar.
Loks skal þess getið, að stefnt er
að stofnun nýrrar stúdentsprófs-
brautar í upplýsinga- og tækni-
menntun. í fjárlögum fyrir árið
1999 er gert ráð fyrir 135 milljón-
um ki’. til stefnu menntamálaráð-
herra um notkun upplýsingatækni
á sviðum mennta og menningar. A
næstu fímm árum verða auk þess
veittar 580 miiljónir kr. til rann-
sókna og þróunarstarfs á sviðum
upplýsingatækni og umhverfis-
mála. Þá má nefna, að markvisst er
unnið að eflingu símenntunar.
Af framangreindu er ljóst, að
málflutningur vinstri manna á ekki
við nein rök að styðjast. Fjölmargt
hefur áunnist í menntamálum í
stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og
skýr stefna hefur verið mörkuð inn
í nýja öld. Fórnum ekki þeim ár-
angri.
Höfundur er 1. varaformaður Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna.
Þann 13. maí árið 1776 gaf Kristján VII út tilskipun um póstferðir á íslandi. Til að minnast þess og fyrstu ferðar fastráðins
landpósts um Suðumes stendur Pósturinn fyrir sérstökum göngudögum í maí og júní. Fetað verður í fótspor landpóstsins
en það var árið 1785 sem Sigvaldi Sæmundsson, frá Sviðholti á Álftanesi. fór fyrstur landpósta frá Bessastöðum til
Suðurnesja og austur í sveitir.
Gengið verður í fimm áföngum á milli pósthúsa með viðkomu á Bessastöðum. Reynt verður að fylgja fornum leiðum
þar sem það er hægt.
6. maí kt. 20 verður póstgangan sett formlega við pósthúsið í Pósthússtræti 5. Heimir Þorleifsson sagnfræðingur
rifjar upp þætti úr sögu íslenskrar póstþjónustu. Gengin verður forn leið í Skerjafjörð þar sem hópurinn verður ferjaður
á báti yfir í Seiluna. Þaðan verður síðan haldið áfram að Bessastöðum.
13. maí, aðalgöngudaginn. hefst gangan kt. 10 á Bessastöðum og þar mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands.
heilsa upp á hópinn. Gengið verður suður í Kúagerði með viðkomu á pósthúsinu í Hafnarfirði. Boðið verður upp á grillaðar
pylsur í Kúagerði í lok göngunnar. Rútuferðir verða að Bessastöðum frá BSÍ kl. 9.15, pósthúsinu í Kópavogi kl. 9.30 og
pósthúsinu í Garðabæ kl. 9.45.
20. maí kl. 20. Gengið frá Kúagerði að pósthúsinu í Vogum.
Rútuferð frá BSÍ kl. 19.15.
27. maí kl. 20. Gengið frá pósthúsinu í Vogum eftir fornri
teið að pósthúsinu í Keflavík. Rútuferð frá BSÍ kl. 19.15. _ /\>V S} "'Cr/
3. júní kl. 20. Síðasti áfanginn. Gengið frá
pósthúsinu í Keflavík og fylgt fornri leið að
Básendum. Rútuferð frá BSÍ kl. 19.15.
4,
Rútuferðir verða ávallt í boði til Reykjavíkur frá
áfangastöðunum.