Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Framlög til menntamála hafa aukist um 6 milljarða MARKMIÐ sérhverrar þjóðar í menntamálum hlýtur að vera, að skólakerfí hennar veiti menntun og þjónustu, sem stenst samanburð við það besta sem þekkist á alþjóð- legum vettvangi. Menntun skapar ný störf á öllum sviðum og skiptir sköpum fyrir samkeppnisstöðu þjóðarinnar. A kjörtímabilinu, sem nú er að líða, hefur náðst mikill ár- angur í menntamálum undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyiir það reyna vinstri menn að telja kjósendum trú um, að dregið hafí verið úr fjárveitingum til skólamála og með því sé verið að afvopna íslendinga í samkeppni þjóðanna. Staðreyndirnar tala hins vegar allt öðru máli og hvert mannsbarn getur kynnt sér raun- verulega stöðu mála. 61% hækkun til háskóla Alls hafa framlög ríkisins til menntamála aukist um 6 milljarða kr. á kjörtímabilinu. Þetta er at- hyglisvert þegar haft er í huga, að í tíð síðustu vinstri stjórnar lækkuðu framlög til menntamála um 30 milljónir kr. Lítum nánar á nokkrar tölur: Miðað við verðlag fjárlaga 1999 hafa heildarframlög ríkis og sveit- arfélaga til skólamála á tímabilinu 1995 til 1999 hækkað um 30-40%, eftir því hvaða forsendur er gefnar. Framlög menntamálaráðuneytisins tO fræðslumála, að undanskildum grunnskólanum, hækkuðu um 35% á sama tímabili og sama verðlagi, eða úr 10,7 í 14,4 milljarða kr. Framlög til háskólastigsins hækk- uðu úr 3,57 í 5,76 millj- arða kr., eða um 61%. Það jafngildir hækkun um 36% á hvern nem- anda á háskólastigi. Framlög til fram- haldsskóla hækkuðu úr 5,26 í 6,7 milljarða kr., eða um 27,3%. Það jafngildir 20% hækk- un á hvern nemanda. Arangur í stað stöðnunar Undir forystu Sjálf- stæðisflokksins hefur verið mótuð ný skóla- steftia, þar sem farin er leið valddreifmgar og samkeppni í stað forsjárhyggju og miðstýringar. Krafíst er fram- fara og árangurs í stað metnaðar- leysis og stöðnunar. Flutningur grunnskól- anna 1996 markaði tímamót og með nýjum framhaldsskólalögum er stefnt að eflingu fi-amhaldsskóla, eink- um á sviði starfsnáms og verkmenntunar. Rammalöggjöf hefur verið sett fyrir há- skólastigið og unnið er að sérlögum um ein- staka háskóla. Þannig er aukið svigrúm skól- anna til sjálfstjómar og ákvarðana um ráð- stöfun fjármuna. Þrír nýir háskólar hafa tekið til starfa, Kennarahá- skóli Islands, Listaháskóli Islands og Viðskiptaháskólinn. Tveir hinna síðarnefndu eru einkareknir. Þá hefur rekstrarformi þriggja fram- haldsskóla verið breytt þannig að þeir eru nú reknir af einkaaðilum. Allt þetta stuðlar að hagkvæmni og Kosningar Fjölmargt hefur áunn- ist í menntamálum, Póstgangan 1999 Jónas Þór Guðmundsson “Skerjafjörður Keflavík Kúagerði segir Jónas Þór Guð- mundsson, og hvetur til að þeim árangri verði ekki fórnað. Posthússtræti Hafnarfjörður Vogar f betri þjónustu við nemendur. Jafn- framt er nú aukin áhersla lögð á mat og eftirlit með árangri í skóla- starfi og miðlun upplýsinga um hann til almennings. Betri menntun Enn má nefna, að nýjar aðal- námskrár fyrir leikskóla og grunn- skóla, bóknámsbrautir framhalds- skóla og tónlistarskóla, byggðar á nýrri skólastefnu, hafa verið kynntar undanfarnar vikur. Þar er áhersla lögð á skýra markmiðs- setningu til að auka skilvirkni og gæði náms og kennslu. Jafnframt er stefnt að átaki í endurmenntun kennara og námsefnisgerð, auk þess sem unnið er að gerð náms- skráa fyrir iðn- og starfsgreinar. Loks skal þess getið, að stefnt er að stofnun nýrrar stúdentsprófs- brautar í upplýsinga- og tækni- menntun. í fjárlögum fyrir árið 1999 er gert ráð fyrir 135 milljón- um ki’. til stefnu menntamálaráð- herra um notkun upplýsingatækni á sviðum mennta og menningar. A næstu fímm árum verða auk þess veittar 580 miiljónir kr. til rann- sókna og þróunarstarfs á sviðum upplýsingatækni og umhverfis- mála. Þá má nefna, að markvisst er unnið að eflingu símenntunar. Af framangreindu er ljóst, að málflutningur vinstri manna á ekki við nein rök að styðjast. Fjölmargt hefur áunnist í menntamálum í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og skýr stefna hefur verið mörkuð inn í nýja öld. Fórnum ekki þeim ár- angri. Höfundur er 1. varaformaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna. Þann 13. maí árið 1776 gaf Kristján VII út tilskipun um póstferðir á íslandi. Til að minnast þess og fyrstu ferðar fastráðins landpósts um Suðumes stendur Pósturinn fyrir sérstökum göngudögum í maí og júní. Fetað verður í fótspor landpóstsins en það var árið 1785 sem Sigvaldi Sæmundsson, frá Sviðholti á Álftanesi. fór fyrstur landpósta frá Bessastöðum til Suðurnesja og austur í sveitir. Gengið verður í fimm áföngum á milli pósthúsa með viðkomu á Bessastöðum. Reynt verður að fylgja fornum leiðum þar sem það er hægt. 6. maí kt. 20 verður póstgangan sett formlega við pósthúsið í Pósthússtræti 5. Heimir Þorleifsson sagnfræðingur rifjar upp þætti úr sögu íslenskrar póstþjónustu. Gengin verður forn leið í Skerjafjörð þar sem hópurinn verður ferjaður á báti yfir í Seiluna. Þaðan verður síðan haldið áfram að Bessastöðum. 13. maí, aðalgöngudaginn. hefst gangan kt. 10 á Bessastöðum og þar mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands. heilsa upp á hópinn. Gengið verður suður í Kúagerði með viðkomu á pósthúsinu í Hafnarfirði. Boðið verður upp á grillaðar pylsur í Kúagerði í lok göngunnar. Rútuferðir verða að Bessastöðum frá BSÍ kl. 9.15, pósthúsinu í Kópavogi kl. 9.30 og pósthúsinu í Garðabæ kl. 9.45. 20. maí kl. 20. Gengið frá Kúagerði að pósthúsinu í Vogum. Rútuferð frá BSÍ kl. 19.15. 27. maí kl. 20. Gengið frá pósthúsinu í Vogum eftir fornri teið að pósthúsinu í Keflavík. Rútuferð frá BSÍ kl. 19.15. _ /\>V S} "'Cr/ 3. júní kl. 20. Síðasti áfanginn. Gengið frá pósthúsinu í Keflavík og fylgt fornri leið að Básendum. Rútuferð frá BSÍ kl. 19.15. 4, Rútuferðir verða ávallt í boði til Reykjavíkur frá áfangastöðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.