Morgunblaðið - 06.05.1999, Page 78

Morgunblaðið - 06.05.1999, Page 78
78 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens i þessUM /!U6LýsiM6n , TÍMA 'A KArrAGhs/HW Hundalíf Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Bréf til Halldórs Asgrímssonar Frá Ásthildi Cecil Þórðardóttur: PAÐ gladdi mig að heyra að Hall- dór Asgrímsson ætli að leggja milljarð aukalega í fíkniefnavamir, eða var það vímuefnavarnir. Eg er ekki viss um hvort heldur. Milljarð í fíkniefnavarnir, burt með sölumenn dauðans, segir slag- orðið. Það brenna á mér nokkrar spurningar sem ég vil fá svör við. Þar sem mér er málið skylt eins og svo mörgum öðrum, enda er þarna verið að seilast í atkvæði okkar. Hefur formaður Framsóknar- flokksins látið skilgreina hverjir eni sölumenn dauðans og hveijir eru fórnarlömb? Hefur formaður- inn unnið að skipulagi um hvernig hann hyggst verja milljarðinum? Hefur hann fengið til liðs við sig sérfræðing til að vinna að málinu? Fíkniefnavandinn er nefnilega langt í frá einfalt mál eða auðvelt og alls ekki til að leika sér með í einhverri kosningasmalamennsku. Hvað hefur Framsóknai'flokkur- inn verið að gera undanfarin fjögur ár? Hafa þingmenn þar á bæ komið fram með einhverjar tillögur eða úrræði til að lagfæra ástandið? Og seg þú mér, Halldór As- grímsson, ertu fyrst núna að upp- götva þennan fíkniefnavanda? Það má segja að það sé betra seint en aldrei, sérstaklega þar sem allt bendir til að þið verðið áfram í rík- isstjórn næsta kjörtímabil. En ég verð að segja að ef þetta er ekki annað en kosningabrella, fundin upp á auglýsingastofu þinni, þá er málið bæði lágkúrulegt og and- styggilegt. Að nota sér örvæntingu og neyð fólks á þennan hátt er ekki sæmandi háttsettum mönn- um. Að gera fólk sem er í sárum að kosningafíflum er sorglegra en orð fá lýst. Þess vegna vil ég að þú komir fram strax með þínar hug- myndir um hvernig þú ætlar að leysa þessi mál. Við eigum heimt- ingu á að fá þetta nánar skilgreint. Það er nú svo að þegar fólk hefur lent í þeim aðstæðum sem tilvon- andi atkvæðin þín hafa lent í, þá lítur maður öðruvísi á lífið og til- veruna. Maður er kannski ekki svo ginnkeyptur fyrir mistúlkun sann- leikans eða svikum, vegna þess að það eru þeir eiginleikar sem mað- ur er að berjast við dagsdaglega í sínu lífi. I komandi kosningum ætla ég að gefa Frjálslynda flokknum atkvæði mitt. Ég treysti því fólki best til að takast á við þessi málefni af festu og einurð. Mér finnst fólkið þar vera heilsteypt og hreinlynt. En vegna annarra bið ég þig um svar. Mér finnst einhvern veginn að ef þið í Framsóknarflokknum hefðuð raunverulegar áhyggjur af fíkni- efnaneytendum og aðstandendum þeirra hefði maður séð þess einhver merki í verkum ykkar síðastliðið kjörtímabil. Það sem ég man í fljótheitum er: Lokun meðferðarheimilisins Tinda, fjársvelti hjá Krísuvíkursamtökun- um, fjársvelti lögreglunnar í Reykjavík. Lofar þetta góðu? Ég skrifaði í vetur öllum þing- mönnum íslenska ríkisins um nauð- syn þess að setja á stofn meðferð- arstofnun sem ungt fólk á glapstig- um yrði dæmt til að vera á í stað þess að loka það í fangelsum. Það brennur á og einhvern tímann áttar fólk sig á að við getum ekki gleymt þessum hópi þegar tekið verður á fíkniefnavandanum. Það var fátt um aðgerðir þá. Svo mér brá við þegar þetta kom eins og sprengja í miðri kosningabaráttu. Þess vegna krefst ég svara við spurningum mínum. ÁSTHILDUR C. ÞÓRÐARDÓTTIR, Seljalandsvegi 100, ísafirði. Smáfólk YOÓ MAVE A BROTHER ANPASISTERAT, HOME..UiHVD0N'T YOU A5KTHEM? THANKS FOR N0T éETTIN<5 MAP.. Traust stjórn Frá Arnljóti Bjarka Bergssyni: BÚ ÞIG í góðviðri við illviðri, segir íslenskur málsháttur. Það sama má sennilega segja um góðæri og hall- æri. Ætíð er betra en ekki, að hafa vaðið fyrir neðan sig. Því hlýtur að vera þjóðinni hollt að hafa trausta og ákveðna stjóm í efnahagsmálum. Við Islendingar höfum líkt og flestir aðrir slæma reynslu ,af óráðssíu í efna- hagsmálum. Hver getur réttlætt það fyrir sjálfum sér og niðjum sín- um í framtíðinni að hafa kosið verðbólgu og annað vesen yfir sig nú þegar ríkissjóður er að komast í það horf að geta lagt fyrir í stað þess að leggja óheyrilegar fjár- hæðir ár eftir ár í vaxtagreiðslur og afborganir af erlendum lánum. Abyrg fjármálastefna er forsenda þess að atkvæði verði goldin ein- stökum framboðum. Það er skammgóður vermir að míga í skó sinn, sérstaklega við norðurheim- skautsbauginn þar sem allra veðra er von. Langþráður lífskjara bati, lækkandi skuldir ríkissjóðs, hagvöxtur er hagsæll hvati, hagldir og tögl í höndum góðum. A ári hveiju hækkar kaupmáttur, árangur hér öllum bjóðum, vinnumarkaður virðist sáttur, víst er það til góðs. ARNLJÓTUR BJARKI BERGSSON, formaður Varðar fus, Akureyri. Er komið vor? Komstu hingað Þú átt bróður og Þau verða dð þegar ég spyr Þakka þér fyrir að til að spyija mig að því? systur heima, af heimskulegra spurninga. verða ekki dð. hveiju spyrðu þau Vorið kemur í næstu viku. ekki? Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að Iútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.