Morgunblaðið - 08.05.1999, Page 6
6 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Rasim Bega, 53 ára húsgagnasmiður frá Kosovo, hafði aldrei
heyrt Islands getið fyrr en í gærkvöldi
FULLTRÚAR Rauða kross Islands ræða við meðlimi Vesseli-fjölskyldunnar sem kemur til íslands í kvöld.
Lengst til vinstri er Hólmfríður Gísladóttir og til hægri er Sigríður Guðmundsdóttir.
Á ekkert nema lífsþróttinn
Fimmtíu og tveir
Albanar frá Kosovo
eru væntanlegir til Is-
lands í kvöld. Flótta-
mannastofnun SÞ út-
bjó lista yfír þá og
varalista en ekki gekk
þrautalaust að finna
flóttamennina, margir
voru farnir og aðrir
ekki tilbúnir að fara til
Islands. Skapti Hall-
grímsson og Sverrir
Vilhelmsson fylgdust
með gangi mála í
Makedóníu í gær og
ræddu við flóttamenn
sem sögðust sáttir við
að fara til Islands.
ÞAÐ gekk ekki þrautalaust
að finna flóttamenn í
Brazda-flóttamannabúð-
unum í nágrenni Skopje í
Makedóníu í gær til að flytjast til
íslands. Flóttamannastofnun Sam-
einuðu þjóðanna hafði útbúið lista
fyrir starfsfólk Rauða kross Is-
lands yfír það fólk sem til greina
kæmi - og þar af voru 50 manns á
forgangslista. í ljós kom þegar far-
ið var að vínna í málinu að allir af
50 manna listanum voru farnir, og
margir þeirra rúmlega 100 sem
voru á varalista voru annaðhvort
ekki tilbúnir að fara; dreymdi um
að flytjast til Þýskalands eða
Bandaríkjanna, eða voru þegar
famir.
Fimmtíu og tveir Albanar frá
DRENGUR frá Kosovo sem býr ásamt fjölskyldu sinni heima hjá albanskri fjölskyldu
í þorpinu Haradcinovo sem Morgunblaðsmenn heimsöttu í gærmorgun.
talsmenn flestra ef ekki allra fjöl-
skyldnanna tóku það fram að þeir
væru að sjálfsögðu mjög sáttir við
að fara til íslands en um tíma-
bundið ástand væri að ræða; allir
vildu helst fara aftur heim til
Kosovo. Gengið var tjald úr tjaldi,
fólk var ýmist ekki heima eða far-
ið úr landi - jafnvel flutt fyrir
löngu - en á endanum tókst að
finna nógu marga til að flytja
heim.
Bróðir rafvirkjans
skýtur upp kollinum
Eftir að hafa gengið fram og til
baka um einar búðimar, þær sem
kenndar eru við Brazda, var hægt
að telja nógu marga á að koma til
íslands. „Ég veit ekkert um ísland
hevrt Um þetta
■
BLESS, amma mín! Ungur drengur kveður ömmu sína og afa sem
komu að Stankovec-flóttamannabúðunum í gær til að ræða við ætt-
ingja sína. Þeir sem eru þar inni fá ekki að fara út en ættingjamir
land,“ sagði Bega í samtali við
Morgunblaðið.
Skyndilega kemur maður að
máli við íslenska hópinn sem hefur
tengsl við eyjuna í norðri. Og hann
vissi hvað hann vildi og allt hans
fólk: „Við höfum heyrt svo margt
gott um Island að við viljum ólmir
komast þangað," sagði Ismail
Beqiri, bróðursonur Nazmis
Beqiris, rafvirkjans sem Rafiðnað-
arsamband Islands tók upp á sína
arma fyrir skömmu, þegar hann
kom til landsins. í gærkvöldi var
hins vegar ekki Ijóst hvort þrír
bræður rafvirkjans - þar á meðal
umræddur Ismail, bróðursonur
Nazmis - fengju að fljóta með í
dag. Bræðurnir eru þrír, í fjöl-
skyldum þeirra eru alls 16 manns.
Ein systir fylgir síðan með, ásamt
manni og sex bömum. Það kemur
því ekki í ljós hvort eitthvað af
þessu fólki fær að koma með til Is-
lands í dag.
Er nokkuð
áhyggjufullur
Morgunblaðið ræddi nánar við
Rasim Bega síðla dags í gær.
Hver voru fyrstu viðbrögð hans
við því að möguleiki væri á því að
hann flyttist til Islands - og það
strax á morgun? „Ég er nokkuð
áhyggjufullur því ég veit ekkert
um hvers konar land þetta er, veit
ekkert um menninguna þar, en ég
vissi að svo gæti að farið að best
yrði fyrir mig að fara á einhvern
stað sem ég þekkti ekkert og það
geri ég fjölskyldu minnar vegna -
til þess að henni líði sem best. Ég
á engan annan kost - ég lít á þetta
sem skilaboð frá Guði um að ég
verði að fara þangað. Árið 1991
voru tveir synir mínir reknir úr
húsinu mínu - eins og algengt er
að serbneska lögreglan geri - og
þeir komust til Þýskalands. Við
höfum oft talað saman í síma en
aldrei hist síðan en vonandi verður
af því.“
Þar sem Rasim kveðst aldrei
hafa heyrt um Island spurði Morg-
unblaðið hann hvort ekki hefði ver-
ið erfitt að ákveða með svo stuttum
fyrirvara - aðeins hálfum sólar-
hring - að þiggja boð um að flytj-
ast til eyjunnar í miðju Atlantshaf-
inu. „Nei, ég vil að fjölskylda mín
öðlist betra líf, konan, börnin og við
öll auðvitað. Við höfum átt í mikl-
um vandræðum og ég á mér þann
draum að fá að hitta syni mína tvo
einu sinni enn. Draumur minn er
því að komast til Þýskalands, eða
núna - eftir þessa ákvörðun í kvöld
- að þeir komi til mín til Islands.
Nú er tækifæri fyrir þá að koma til
íslands og jafnvel í frar íhaldinu að
ég geti heimsótt þá til Þýska-
lands.“
Vonast tíl að geta fengið vinnu
sem húsgagnasmiður
Rasim hefur starfað sem hús-
gagnasmiður í Kosovo síðastliðin
23 ár og kveðst vonast til að geta
fengið vinnu við sitt hæfi á íslandi.
„Vinna mín er einnig áhugamál
mitt, ég dýrka þetta fag og vil helst
vinna við það áfram.“ Fjölskyldan
er frá þorpi í nágrenni við höfuð-
borg Kosovo, Pristina, En hvers
vegna skyldi hann hafa yfirgefið
þorp sitt, Ferezoy? „Vegna þess að
ég óttaðist að vera drepinn. Serbar
brenndu húsið mitt og allt sem ég
átti. Ég missti allt - nú á ég ekkert
eftir nema lífsþróttinn." Rasim og
fjölskylda hans voru tvær vikur á
ferðinni, eftir að hafa yfirgefíð
þorp sitt, þar til þau komu til
Brazda-búðanna í Makedóníu. „Við
dvöldumst í skýlum hér og þar,
ferðuðumst yfirleitt fótgangandi en
fengum stundum far með fólki sem
var á traktorum með vagna. Þetta
var mjög erfiður tími, þessar tvær
vikur; ég mun aldrei gleyma þessu
þar til ég dey.
Ættingjar koma líka
Ljóst var í gærkvöldi að nokkrir
ættingjar Albana sem þegar búa á
Islandi fá að koma til landsins í
dag; uppfylli þeir skilyrði sem slíkt
fólk þarf að uppfylla til að fá að
komast til landsina.