Morgunblaðið - 08.05.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 08.05.1999, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Nemendur vinna í umhverfísverkefni Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir DAVIÐ Jóhannsson, Heiðrún Halldórsdóttir og Jóhanna Særaundsdóttir setja eitt fræ í hvert hólf. Hveragerði - Mikill áhugi er hjá nemendum Grunnskólans í Hvera- gerði á umhverfisverk- efninu „Græn vinátta“ sem hófst formlega á degi umhverfisins þann 25. apríl. „Græn vinátta“ bygg- ist meðal annars á sam- starfi Garðyrkjuskóla Ríkisins á Reykjum, Grunnskólanna í Hvera- gerði og Þorlákshöfn, bæjarfélaganna beggja ásamt nokkrum stofn- unum í sveitarfélögun- um. Nýverið heimsótti 6. bekkur Grunnskólans í Hveragerði Heilsu- stofnun Náttúrulækningafélags Is- lands og sáði þar kálfræjum undir styrkri stjóm Hjartar Benediktsson- ar, garðyrkjustjóra stofnunarinnnar. Nemendumir munu síðan vitja um ræktunina einu sinni áður en skóla lýkur í vor og í haust munu þau síðan væntanlega geta séð afrakstur vinnu sinnar í fullvöxnum og gómsætum kálplöntum. Það var greinilegt á krökkunum að þeim fannst þetta skemmtilegt verk- efni og vönduðu þau sig mjög við vinn- una. Heilsustofnun er einn af þátttak- endunum í „Grænni vináttu" og var kálsáningin hluti af því verkefhi. .. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson BORN úr Tónlistarskóla Norður-Héraðs léku á flautur sem þau höfðu sjálf smíðað og málað í öllum regnbog- ans litum undir stjórn Rosmari Hewlett. Morgunblaðið/Silli KOLBRÚN Jónsdóttir og Reinhard Reynisson skrifuðu undir verksamninginn fyrir hönd Húsavíkurbæjar og JVJ ehf. Aðveituæð frá Hveravöllum til Húsavíkur Húsavík - Húsavíkurbær og verk- takafyrirtækið JVJ ehf. í Hafnarfirði skrifuðu undir samning um lagningu aðveituæðar frá Hveravöllum til Húsavíkur en það er hluti af endur- nýjun veitukerfis Orkuveitu Húsa- víkur. Þegar hefur verið samið við framleiðendur pípunnar og raf- stöðvar þessu verki viðkomandi. Verkið felst í því að leggja nýja að- veituæð frá fyrirhugaðri tengistöð á Hveravöllum í Reykjahverfi að fyrir- hugaðri rafstöð og aðaldreifistöð á nýju iðnaðarsvæði sunnan við Húsa- vík. Aðveituæðin er DN 400 stálpípa í 560 mm plasthlífðarröri, einangruð með polyturethan frauði og gerð fyr- ir allt að 140 gráðu heitu vatni. Heildarlengd leiðslunnar frá Hveravöllum er um 16 km. Verkið var boðið út og bárust tilboð frá 21 verktaka og var lægsta tilboð tekið, frá JVJ ehf. í Hafnarfirði, en það var upp á um 113 milljónir króna. “Wmrmnm Sólheimum 35, sími 533 3634. Allan sólarhringinn. KÖRFUBOLTALEIKURINN milli Ungmennafélagsins Ássins og hönnuða hússins var afar líf- legur. Nýtt íþróttahús vígt á Brúarási Vaðbrekku, Jökuldal - Nýtt íþróttahús á Brúarási á Norður- Héraði var vígt nú um helgina, um leið og haldið var upp á 20 ára af- mæli Brúarásskóla. Iþróttahúsið er límtréshús á steyptum kjallara, alls að flatar- máli 845 fermetrar. Þar af er sal- urinn 335 fermetrar með leiksviði en gólfplássið 16 m x 18,5 m. í kjallara eru kennslustofur, skrif- stofa sveitarstjóra, búningsaðstaða og fleira, alls um 400 fermetrar, það sem upp á vantar er tengi- bygging við skólann og anddyri. Arkitekt var Björn Kristleifsson og verkfræðingur Óli G. Metúsal- emson. Gert er ráð fyrir að hægt sé að byggja við húsið sem verður þá að gólffleti 16 m x 27,5 m og mun þá rúma körfuboltavöll. Tveir vígsluleikir Vígslu- og afmælishátíðin fór fram með hefðbundnu sniði. Þar tóku til máls meðal annarra Amór Benediktsson oddviti, Jón Steinar Elísson, formaður byggingar- nefndar, Asmundur Þórarinsson, formaður skólanefndar, Elsa Áma- dóttir skólastjóri og Gunnar Gutt- ormsson sem fór með helstu ágrip sögu skólans. Ávörp fluttu meðal annarra og færðu gjafir í tilefni dagsins Broddi Bjamason, forseti bæjarstjómar á Austur-Héraði, Orri Hrafnkelsson frá Skógrækt- arfélagi Austurlands, Sæmundur Runólfsson frá íþróttanefnd ríkis- ins og Ungmennafélagi íslands, Aðalsteinn Hákonarson frá Ung- menna- og íþróttasambandi Aust- urlands. Fyrir hönd eldri nemenda ávörpuðu Guðfinna Harpa Áma- dóttir og Sigríður Sigurðardóttir samkomuna. Kirkjukórar sungu Nemendur tónlistarskóla Norð- ur-Héraðs fluttu tónlistaatriði, séra Einar Þór Þorsteinsson pró- fastur fór með bæn og vígði húsið og kirkjukórar Sleðbrjóts og Kirkjubæjarkirkju sungu. Kaffi- veitingar með hnallþóram var á boðstólum. Að endingu vora tveir körfuboltaleikir á dagskrá. Nem- endur léku við sameiginlegt lið sveitarstjómar og foreldrafélags. Þann leik vann lið sveitarstjómar og foreldra með tveggja stiga mun eftir framlengdan leik. I hinum leiknum lék lið Ungmennafélagsins Ássins gegn hönnuðum hússins og vann lið Ássins þann leik með eins stigs mun. Morgunblaðið/Björn Blöndal HULDA D. Lárusdóttir í tíma þar sem hún kennir TAE-BO sem er það nýjasta í líkamsræktinni. Nýjung í líkamsrækt Keflavík - „Þetta eru ekki flókin spor og það þarf enga boxhanska. I þessum æilngum notar fólk alla vöðva, það þjálfar upp kraft, styrk og jafnvægi og einn svona tími er á við allt að þijá venjulega eró- bikktíma," sagði Hulda D. Lárus- dóttir hjá líkamsræktarstöðinni Stúdio Huldu í Keflavík, sem að undanförnu hefur boðið Suður- nesjamönnum uppá TAE-BO sem er það nýjasta í líkamsræktinni og er nú afar vinsælt í Bandarikjun- um. Að sögn Huldu, sem hefur kennt Ifkamsrækt í 12 ár, eru hreyfíng- amar sem notaðar eru í TAE-BO ættaðar úr sjálfsvamaríþróttinni karate og kick-boxi. „Þetta byggir á að þjálfa upp kraft, snerpu og jafnvægi og það era engin spor notuð. Þetta er fyrir alla aldurs- hópa og skiptir ekki máli hvort fólk hefur áður stundað líkams- rækt. Því miður er allt of algengt að fólk hætti að hreyfa sig þegar það fer að eldast og finnst þá að eróbikk sé of strembin þjálfun en nú gildir sú afsökun ekki lengur," sagði Hulda ennfremur. Hulda kynnti sér TAE-BO á Flórída og hefur kennt í Keflavík nú um nokkurra mánaða skeið við miklar vinsældir. Hún sagði að nú væri svo komið að þeir sem kenndu líkamsrækt í Reykjavík væru famir að leggja leið sína suð- ur með sjó til að sjá og kynna sér þessa nýjung. Því mætti búast við að innan skamms yrði TAE-BO einnig stundað í líkamsræktar- stöðvum í Reykjavík og nágrenni. Fjölnota stálstigi. Hæð að 3,88 m. Kr. 5.400,- KLUKKUR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Vefsíða: www.oba.is GERI ADRIR BETIIR Álstigor 3 tröppur kr. 2.800,- 4 tröppur kr. 3.800,- 5 tröppur kr. 6 tröppur kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.