Morgunblaðið - 08.05.1999, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 39
LISTIR
Tónskáld
hrikaleikans
TONLIST
Hallgrímskirkja
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Jón Leifs: Geysir, forleikur Op. 51;
Guðrúnarkviða Op. 22; Fine I Op. 55;
TVeir söngvar Op. 14a; Hafís Op. 63.
Einsöngvarar: Ingveldur Yr Jóns-
dóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Loftur
Erlingsson. Schola Cantorum (kór-
stjóri Hörður Áskelsson) og Sinfóníu-
hljómsveit íslands u. stj. Anne Man-
sons. Föstudaginn 7. maí kl. 20.
SKJÓTT geta veður skipazt á lofti
á norðurhjara, enda eru dagskrár-
breytingar á síðustu stundu fjarri
því óþekktar í hérlendu tónlistarlífi
eins og dæmin sanna. En jafnstór-
tækar breytingar og þær er birtust á
bláum tónleikum SI í Hallgríms-
kirkju í gær á áður auglýstri vetrar-
dagskrá, þar sem hvorki meira né
minna en fjögur verk eftir Jón Leifs
í tilefni aldarafmælis hans féllu niður
- þ.e.a.s. Dettifoss, Hekla, Þjóðhvöt
og íslenzkir söngdansar - og með
það litlum fyrirvara, að áðurnefnd
verk stóðu enn óhögguð í nýlegri
blaðaauglýsingu (og m.a.s. svo seint
sem kl. 17:15 í gær á heimasíðu SÍ á
Netinu), hlutu óneitanlega að vekja
undrun tónleikagesta og kalla á nán-
ari skýringu. Um ástæður nefndra
niðurfellinga var hins vegar hvergi
aukatekið orð að finna í prentaðri
tónleikadagskrá kvöldsins, og virtist
því aðeins hægt að álykta sem svo að
hlustendum kæmi það lítið við, þótt
80% dagskrár væri breytt með
þriggja daga fyrirvara, svo lengi sem
staðgengilsverkin væru einnig eftir
aldarafmælisbamið.
Stórafmæli Jóns má í sjálfu sér
kalla ærið tilefni til að helga heila
sinfóníutónleika verkum hans, enda
þótt bent hafi verið á að sérstætt
tónmál Jóns komi hvað sterkast
fram við hliðina á öðrum tónhöfund-
um, auk þess sem hætt sé við að öðr-
um en heitum aðdáendum „mis-
gengjastíls“ hans þætti þá ríflega
skammtað. Hinn frumlegi en ögn
einsleiti kynngikraftur Jóns, sem í
seinni tíð hefur vakið athygli erlend-
is, er ekki sjálfkrafa ávísun á al-
mennar vinsældir, sízt þegar stórt er
útilátið, og hætt er við að lengi enn
muni sitt sýnast hverjum. Hitt verð-
ur þó ekki af verkum hans skafið, að
stíllinn þekkist fyrr en flestra ann-
arra tónskálda, og hvað síðbúna um-
hyggju landa hans varðar má vissu-
lega segja, að seint sé betra en aldrei
- enda þótt viðurkenning að utan, að
ógleymdu kynningarstarfi Hjálmars
H. Ragnarssonar, hafi þurft til að
hreyfa afgerandi við löndum spá-
mannsins í þeim efnum.
Konsertforleikurinn Geysir frá
1961 útmálar, líkt og önnur verk Jóns
í sömu grein á við Heklu og Detti-
foss, hrikaleika íslenzkrar náttúru og
hefst líkt og þau með gisnum rithætti
fyrir örfár hljóðfæri, en verður smám
saman voldugri með stigþéttingu
áferðar og aukinni hreyfmgu, unz há-
marki er náð og tónvefurinn hnígur
aftur niður að kyrrð upphafsins.
Geysir er e.t.v. hnitmiðaðasta verkið í
þeim hópi og myndaði fallegan
dramatískan boga undir yfirvegaðri
stjórn Anne Mansons. Þar eð jötun-
móður heita reitsins á norðanverðum
Atlanzhryggnum virðist eftir
tröllauknu hámarki tónverksins að
dæma helzt kalla á berserkjatýpu í
lyftingu á við Leif Segerstam, var því
sérkennilegra að sjá mjóslegnu
hljómsveitarstýruna bandarísku
kalla fram ræskingar reginaflanna
undir Haukadal með jafnáhrifamikl-
um hætti og hér gat að heyra.
Jón hóf smíði Guðrúnarkviðu sama
dag og nazistar réðust á Danmörk
og Noreg 1940, og má eflaust rekja
kvíðatón verksins að hluta til sköp-
unartímans, þó að harmur Guðrúnar
Gjúkadóttur eddukvæðanna yfir Sig-
urði dauðum sé meginviðfangsefnið.
í þessu hádramatíska verki, sem
frumflutt var í Osló 1948, fóru ein-
söngvararnir Gunnar Guðbjömsson
og Loftur Erlingsson einir með fyrri
hluta, en Ingveldur Yr Jónsdóttir
kom inn í seinni helmingi verksins
með einræðu Guðrúnar. Textameð-
ferð Jóns var hér - og enn frekar
síðar í Hafís - sérkennileg, svo ekki
sé meira sagt, en í vönduðum söng
þremenninganna mátti þó heyra
megnið af vísuorðunum, þó að annað
væri uppi á teningnum í kórverkinu.
Dramatískar óperuraddir karlanna
komust hlutfallslega betur í gegnum
sterkustu hljómsveitarstaðina en
rödd Ingveldar Ýrar, sem aftur á
móti fékk hentugra tækifæri í Tveim
Söngvum Op. 14a við ljóð Jóhanns
Jónssonar frá Þýzkalandsárum Jóns
1929-30. Lögin - Máninn líður og
Vögguvísa - voru stutt en íðilfógur
og flutt af ljóðrænni kyrrð, enda
verkið trúlega með því kliðmjúkasta
sem Jón Leifs hefur samið fyrir rödd
og hljómsveit. Liðu söngvamir und-
urljúft um hvelfinga Hallgrímskirkju
við líðandi undirleik hljómsveitar, þó
að bláendirinn hefði mátt hægja að-
eins niðurlagslegra á.
Fyrst eftir hlé var hið fjögurra
mínútna langa Fine I, sem skv. fróð-
legum tónleikaskrárpistli Arna
Heimis Ingólfssonar var samið 1963
ásamt Fine II, öðrum sams konar
„valfrjálsum coda“, er tónskáldið lét
fylgja fyrirmæli um að nota sem
lokaþátt, færi svo að hann dæi frá
óloknu stærra verki. Fine I var s.s.
hvorki skv. ofansögðu né eftir heyr-
anlegri gerð þess að dæma hugsað
til að standa eitt sér, en var engu að
síður áhrifamikið í hvassri túlkun
hlj ómsveitarinnar.
Síðasta atriði tónleikanna var
frumflutningur kammerkórsins
Scholae Cantorum og Sinfóníu-
hljómsveitarinnar á Hafís frá 1965
við þrjú erindi úr samnefndu ljóði
Einars Benediktssonar úr ljóðabók-
inni Hrannir (1913). Formið byggð-
ist líkt og í eldri náttúrutónaljóðum
Jóns á hægri stígandi í áferð og
dýnamík, og hlutverk kórsins var
sérlega kröfuhart, enda lítt hirt um
hvorki sönghæfni né textaskýrleika
af hálfu tónskáldsins, sem hér nálg-
aðist hvað mest framúrstefnu
módernismans hvað þetta tvennt
varðar með risastökkum og skýhá-
um langlegum í sópran. Schola
Cantorum fór undravel með sinn
erfiða part, og sjaldan hefur jafn-
nístandi kuldahrollur læst sig jafn-
tært um gímaldshvelfinga Hall-
grímskirkju og þetta eftirminnilega
kvöld í kraftmiklum en snörpum leik
Sinfóníuhljómsveitarinnar undir
markvissri leiðsögn Anne Mansons.
Ríkarður Ö. Pálsson
16 ventla vél með fjölinnsprautun, 85-96 hestöfl
Vökva- og veltistýri • Hæðarstillanleg kippibelti
Rafstýrðar rúður og speglar • Öryggisloftpúðar
Samlæsing • Krumpusvæði að framan og aftan
Þjófavörn • ABS hemlar • Styrktarbitar f hurðum
Upphituð framsæti • Útvarp með segulbandi
Rafstýrð hæðarstilling framljósa
Litaðar rúður • Samlitaðir stuðarar
$ SUZUKI
-
Bíll sem er algjörlega hannaður fyrirþig.
Og það leynir sér ekki...
Fæst í tískulitnum í ár: aluminium silver metallic.
Ertu að hugsa utn:
• Rými?
• Þægindi?
• Öryggi?
• Gott endursöluverð?
• Allt þetta sem staðalbúnað:
Renndu við hjá okkur í dag
og reynsluaktu Suzuki Baleno.
Hann kemur þér þægilega á óvart.
TEGUND:
1.3 GL 3d
1.3 GL4d
1,6 GLX 4d, ABS
1,6 GLX 4x4,4d, ABS
1.6 GLX WAGON, ABS
1.6 GIX WAGON 4x4, ABS
VERÐ:
1.195.000 KR.
1.295.000 KR.
1.445.000 KR.
1.575.000 KR.
1.495.000 KR.
1.675.000 KR.
Sjálfskipting kostar 100.000 KR.
SUZUKIBÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00
Heimasíða: www.suzukibilar.is