Morgunblaðið - 08.05.1999, Side 48
48 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 49
JMtogtiiiHfllÞife
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
KJORDAGUR
Umræður um fiskveiðistjórnunarkerfið voru veigamesti
þátturinn í sjónvarpsumræðum forystumanna stjórnmála-
flokkanna í gærkvöldi. í þeim hluta umræðnanna voru
skoðanaskipti líflegust og ekki fer á milli mála eftir þær
umræður að sátt um breytingar á fiskveiðistjórnuninni
verður eitt mikilvægasta úrlausnarefni nýrrar ríkisstjórn-
ar og Alþingis á næsta kjörtímabili.
Sérstök ástæða er til að fagna því, að þrír stærstu
stjórnmálaflokkar þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokkur, Sam-
fylking og Framsóknarflokkur, eru bersýnilega sammála
um nauðsyn þess að binda lagaákvæðið um sameign þjóð-
arinnar á fiskimiðunum í stjórnarskrá lýðveldisins. Það
hefur mikla þýðingu. Svo lengi, sem hér er um að ræða
ákvæði í lögum, er sú hætta fyrir hendi, að meirihluti Al-
þingis við einhverjar ófyrirsjáanlegar aðstæður láti freist-
ast til þess að nema það úr lögunum eða breyta því á einn
eða annan veg. Um leið og búið er að binda ákvæðið um
sameign þjóðarinnar að fískimiðunum í stjórnarskrá er
ólíklegt, að nokkur stjórnmálaflokkur mundi gera tilraun
til þess að nema það úr stjórnarskránni, þar sem slík til-
raun mundi leiða til gífurlegra deilna í landinu. Samstöðu
flokkanna þriggja um þetta efni þarf að fylgja eftir á nýju
kjörtímabili og ekki skal dregið í efa, að aðrir stjórnmála-
flokkar muni veita því stuðning.
Annar mikilvægur árangur hefur náðst í kosningabar-
áttunni að því er fiskveiðistjórnun varðar: allir stjórn-
málaflokkar eru sammála um að breyta þurfí núverandi
kerfí. Framsóknarflokkurinn hefur gengið lengra í þá átt
í kosningabaráttunni en búast mátti við fyrir nokkrum
mánuðum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur opnað dyr til
sátta. Samfylking, Vinstri grænir og Frjálslyndi flokkur-
inn hafa lagt fram ákveðnar tillögur. Eins og þessar um-
ræður hafa þróast í kosningabaráttunni er óhugsandi
annað en þessu verki verði lokið á nýju kjörtímabili enda
tími til kominn að setja niður þær deilur, sem staðið hafa
um sjávarútvegsmálin.
Ekki verður annað sagt en þjóðin hafí búið við farsæla
stjórn sinna mála á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka.
Okkur hefur miðað verulega fram á veg. Atvinnulífíð
stendur með miklum blóma. Nýjar og áður óþekktar at-
vinnugreinar hafa komið til sögunnar. Nýjar kynslóðar
vel menntaðra Islendinga hafa komið fram á sjónarsviðið
og látið til sín taka.
Atvinnuleysið hefur minnkað ár frá ári. Kaupmáttur
launafólks hefur vaxið. Almenn lífskjör eru betri á íslandi
nú en þau hafa nokkru sinni verið. Hins vegar er ástæða
til að hafa meiri áhyggjur af misskiptingu þessara efna-
legu gæða en oftast áður. Að því þarf að hyggja á nýju
kjörtímabili.
Þegar horft er til baka til þeirra tíma, þegar óðaverð-
bólgan var allsráðandi og þegar verðtryggð óðaverðbólga
var að gera út af við fólk og fyrirtæki þarf engan að
undra, þótt Islendingum þyki sá stöðugleiki, sem nú ríkir,
eftirsóknarverður. Raunar má halda því fram miðað við
reynslu síðustu hálfrar aldar, að hann sé eftirsóknarverð-
ari en flest annað, sem um er að tefla á vettvangi þjóðmál-
anna.
Þessi veruleiki hefur sett svip sinn á kosningabarátt-
una. Þeir stjórnmálaflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur, sem farið hafa með stjórn landsins á þessu
tímabili njóta góðs af því. En nú er það þjóðin sjálf, sem
tekur ákvarðanir um framtíðina. Hún hefur sjaldan verið
betur undir það búin að meta verk stjórnmálaflokka og
stjórnmálamanna. Upplýsingastreymi í samfélaginu er
orðið slíkt, að hver einasti íslendingur, sem kominn er til
vits og ára, hefur möguleika á að fylgjast með nánast öll-
um málum, sem til meðferðar eru og mynda sér skoðun á
þeim á grundvelli ítarlegra upplýsinga og gagna.
Við lok aldarinnar höfum við tækifæri til að rækta lýð-
ræðislega stjórnarhætti okkar betur en nokkru sinni fyrr.
Og það gerum við ekki sízt á kjördegi. En jafnframt er
orðið tímabært fyrir okkur að huga að því að þróa lýðræð-
isstjórnarhætti okkar og beina þeim inn nýjar brautir
með því að leggja það í vald kjósenda að taka beint
ákvarðanir um ákveðin málefni í almennum kosningum.
Það verður eitt af helztu verkefnum tuttugustu og fyrstu
aldarinnar bæði hér á íslandi og í öðrum löndum.
Atta listar eru í framboði og 201.500 manns á kjörskrá fyrir alþinfflskosning:arnar 1999
Tæplega
18.000 eru
að kjósa í
fyrsta sinn
Rúmlega 201.500 manns eiga rétt á því að
kjósa í alþingiskosningunum sem fram fara í
dag samkvæmt kjörskrárstofni Hagstofunn-
ar. Þar af eru nýir kjósendur um 17.700 tals-
ins eða 8,8% kjósenda. Atta framboð eða
fiokkar bjóða fram í kosningunum að þessu
sinni, þar af bjóða sex fram í öllum kjör-
dæmum. I samantekt Omars Friðrikssonar
kemur fram að samtals skipa 766 frambjóð-
endur sæti á listunum.
kjördæmi
dæmi.
IKOSNINGUNUM í dag eru í
framboði B-listi Framsóknar-
flokks, D-listi Sjálfstæðisflokks,
F-listi Frjálslynda flokksins, H-
listi Húmanistaflokksins, K-listi
Kristilega lýðræðisflokksins (sem
býður eingöngu fram í Reykjavík og
á Reykjanesi), S-listi Samfylkingar-
innar, U-listi Vinstrihreyfíngarinn-
ar - græns framboðs og Z-listi An-
arkista á íslandi (sem bjóða ein-
göngu fram í Reykjavík).
Tæplega 8.000
kjósendur erlendis
Á kjörskrárstofni eru 100.568
karlar og 100.957 konur. Kjósendur
sem eiga lögheimili erlendis eru
tæplega 8.000 eða 4% kjósenda. í
seinustu alþingiskosningum voru
tæplega 192 þúsund kjósendur á
kjörskrá og hefur kjósendum því
fjölgað um 9.552 eða um 5% frá
1995.
Kjósendum sem eiga lögheimili er-
lendis hefur fjölgað um 1.653 eða
26% og eru kjósendur sem eiga lög-
heimili erlendis hlutfallslega yngri
en þeir sem eiga lögheimili á Islandi,
skv. upplýsingum Hagstofunnar.
Mest fjölgun
í Reykjaneskjördæmi
Kjósendum á kjörskrárstofni hef-
ur fjölgað langmest í Reykjaneskjör-
dæmi eða um rúmlega 6.100 manns
(12,6%). Kjósendum í Reykjavík hef-
ur fjölgað um rúmlega 4.800 eða
6,2%. Kjósendum hefur hins vegar
fækkað mest í Vestfjarðakjördæmi
frá seinustu kosningum eða um 635
(10% fækkun) og svo á --------------------
Norðurlandi vestra þar Talið á
sem kjósendum hefur nýjum stað
fækkað um 351 (4,9%), f Reykjavík
skv. kjörskrárstofni. __________
Tæplega 30 þúsund
og 6 í Suðurlandskjör-
kjósendur eru á aldrinum 18-24 ára.
41.599 kjósendur eru 60 ára og
eldri. Flestir nýir kjósendur eru í
Reykjavík eða tæplega 6.600 og á
Reykjanesi rúmlega 5.000. Á Norð-
urlandi eystra eru tæplega 1.800
nýir kjósendur en fæstir nýir kjós-
endur eru í Vestfjarðakjördæmi eða
571.
Kosnir verða 63 þingmenn í al-
þingiskosningunum, þar af 19 í
Reykjavík, 12 í Reykjaneskjördæmi,
5 á Vesturlandi, 5 í Vestfjarðakjör-
dæmi, 5 á Norðurlandi vestra, 6 á
Norðurlandi eystra, 5 í Austurlands-
Búist við fyrstu tölum
upp úr kl. 22
Kjörstaðir verða víðast hvar opn-
aðir kl. 9 eða 10 í dag og þeim verður
lokað í síðasta lagi kl. 22. Þó er heim-
ilt að loka kjörstað íyrr hafi kjör-
fundur staðið í minnst fímm tíma og
enginn kosið síðasta hálftímann og
kjörstjóm og umboðsmenn lista
samþykkja það.
Talning atkvæða í Reykjavík, fer
að þessu sinni fram i Hagaskóla. Að
sögn Jóns Steinars Gunnlaugssonar,
formanns yfírkjörstjórnar, er rýmra
pláss í Hagaskóla en í Ráðhúsinu þar
sem talning hefur farið fram í sein-
ustu kosningum. Hann sagði að mjög
góð aðstaða væri til talningar í
Hagaskóla sem gæfi m.a. kost á að
hafa fleira fólk við flokkun atkvæða-
seðla en verið hefur.
Flokkun atkvæða hefst kl. 18.30
en þá verða talningarmenn lokaðir
af. Búist er við að fyrstu tölur í
Reykjavík verði birtar fljótlega eftir
að kjörstöðum lýkur kl. 22. Að sögn
Jóns Steinars standa vonir til að
takast muni að ljúka talningu fyrr en
verið hefur þar sem fleiri verða við
flokkun og talningu atkvæða, auk
þess sem nú verður tekin í notkun í
fyrsta skipti talningarvél sem ætti að
geta flýtt talningu.
51 kjördeild
í Reylg'aneskjördæmi
Kosið verður í 51 kjördeild í 13
sveitarfélögum í Reylganeskjör-
dæmi. Talning atkvæða
fer fram í íþróttahúsinu í
Kaplakrika. Að sögn Sig-
ríðar Jósefsdóttur, for-
manns yfirkjörstjórnar,
er reiknað með að skipt
verði um kjörkassa í kjördeildum
stærstu sveitarfélaganna kl. 18 og
að flokkun atkvæða hefjist kl. 19.
Fyrstu tölur úr Reykjanesi ættu að
geta legið fyrir jafnskjótt og kjör-
fundi lýkur kl. 22 í kvöld. Að sögn
Sigríðar er ómögulegt að segja af
nákvæmni hvenær gera má ráð fyr-
ir að lokaúrslit liggi fyrir.
Skipt um kassa
um kvöldmat
í Vesturlandskjördæmi fer talning
atkvæða fram í grunnskólanum í
Borgamesi og verður þar tekið á
'TOíjjnp
■Wnm-n
Morgunblaðið/Kriatinn
YFIRKJÖRSTJÓRNIN í Reykjavík kom saman í Ráðhúsinu í gærkvöldi og tók þar við atkvæðaseðlum sem voru
síðan innsiglaðir og verður kjörgögnunum dreift í Igördeildiraar fyrir opmm kjörstaða í dag.
Kjósendur á kjörskrárstofni 8. maf
V /íO-.. Fjölgun 1995
Kjósendur á kjörskrárstofni 1999
1999
Alls
Konur
Á kjörskrá
Hlutfallsleg
Allt landið 201.525 17.668 100.568 100.957 191.973 9.552 5,0%
Reykjavík 82.372 6.578 40.015 42.357 77.539 4.833 6,2%
Reykjanes 54.700 5.005 27.242 27.458 48.558 6.142 12,6%
Vesturland 9.783 993 5.033 4.750 9.850 -67 -0,7%
Vestfirðir 5.699 571 3.010 2.689 6.334 -635 -10,0%
Norðurl. vestra 6.846 706 3.570 3.276 7.197 -351 -4,9%
Norðurl. eystra 19.017 1.794 9.542 9.475 18.971 46 0,2%
Austfirðir 8.652 742 4.578 4.074 9.034 -382 -4,2%
Suðurland 14.456 1.279 7.578 6.878 14.490 -34 -0,2%
móti kjörgögnum frá öllum þéttbýlis-
stöðum af Vesturlandi, þ.e. Akranesi,
Borgamesi, Stykkishólmi, Olafsvík
og Grundarfírði. Að sögn Gísla Kjart-
anssonar sparisjóðsstjóra, sem sæti á
í kjömefnd, er stefnt að því flokkun-
ar- og talningarmenn loki sig af um
klukkan 18 og að flokkun atkvæða
hefjist um klukkan 19.
„Við höfum yfirleitt tekið frá þess-
um þéttbýliskjömum og skipt um
kassa í kringum kvöldmat," segir
hann. Fyrstu tölur ættu að liggja fyr-
ir um klukkan 22, og þá gæti verið
búið að telja um fjórðung atkvæða. Á
kjörskrá í kjördæminu em um 9.700
manns.
Hann segir lok talningar velta á
því hvenær kjörgögn berast, enda sé
misjafnt hversu vel gengur að safna
þeim saman. Hann myndi telja það
góðan árangur ef lokin væra utíi
klukkan fjögur eftir miðnætti.
Fyrstu tölur á Vestfjörðum
væntanlegar eftir miðnætti
'jJ
Kjörstaðir í Isafjarðarbæ verða
opnir frá kl. 10 til kl. 22. Atkvæði í
Vestfjarðakjördæmi verða talin í
Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði. Ólafur
Helgi Kjartansson, sýslumaður sem
sæti á í yfirkjörstjórn, á ekki von á að
fyrstu tölur geti legið fyrir á Vest-
fjörðum fym en upp úr miðnætti í
fyrsta lagi. „Það er verið að gera ráð-
stafanir til þess að safna saman aý
kvæðum eins fljótt og hægt er og að
hægt verði að fá atkvæði úr ísafjarð-
arbæ um miðjan dag, þannig að hægt
verði að byrja að flokka atkvæði þeg-
ar fer að líða á daginn,“ sagði hann.
Væntanlega verður flogið með at-
kvæði frá Patreksfírði, Hólmavík og
H-
Gjögri en ekið verður með kjörgögn
frá öðram stöðum til Isafjarðar.
Flogið með kjörgögn
Talning atkvæða i Austurlands-
kjördæmi fer fram í félagsheimilinu
iHerðubreið á Seyðisfirði. Reiknað er
með að flokkunar- og talningarmenn
verða lokaðir af kl. 20.30 og má búast
við fyrstu tölum fljótlega upp úr kl.
22, að sögn Lárusar Bjamasonar
sýslumanns. Reikna má með að kjör-
gögn verði að berast að fram eftir
nóttu eða fram undir kl. 3 en í sein-
ustu kosningum lauk talningu upp úr
kl. 4.
Á Norðurlandi eystra verða at-
kvæði talin í KA-heimihnu og að því
stefnt að talningarmenn verði lokaðir
af kl. 18 og að skipt verði um kassa í
'kjördeildum á Akureyri, Húsavík og
Dalvík, að sögn Ólafs B. Ámasonar,
formanns yfirkjörstjóm-
ar. Yrði það í fyrsta skipti
sem atkvæði frá Húsavík
og Dalvík era með í fyrstu
tölum sem birtar era.
Ólafur gerir ráð fyrir 111
að fyrstu tölur muni
liggja fyrir fljótlega upp úr kl. 22 og
þá verði búið að telja 6-7.000 at-
kvæði eða um þriðjung atkvæða en
síðan má búast við að nokkur tími
muni líða þar til næstu tölur.verða
lesnar upp. Sendar verða flugvélar
éftir kjörgögnum til Þórshafnar,
Raufarhafnar, Kópaskers og Gríms-
feyjar. Ekið verður með kjörgögn frá
öðrum stöðum í kjördæminu.
í?
Talningu á Sauðárkróki
hugsanlega lokið fyrir kl. 2
Atkvæði Norðurlands vestra
Verða talin í bóknámshúsinu í Fjöl-
Lokatölur
koma á tíma
bilinu 2-4
brautaskólanum á Sauðárkróki.
Stefnt er að því að flokkun atkvæða
hefjist um kl. 20 og þá verði komnir
kassar með kjörgögnum frá Siglu-
firði, Skagaströnd, Hvammstanga,
og Blönduósi auk atkvæða úr kjör-
deildinni á Sauðárkróki, skv. upplýs-
ingum Þorbjörns Árnasonar, for-
manns yfirkjörstjómar. Fyrstu töl-
ur ættu að geta legið fyrir fljótlega
upp úr kl. 22. Ef ekkert óvænt kem-
ur upp á við talningu og uppgjör
ætti talningu að geta lokið fyrir kl.
2, að sögn Þorbjörns.
Flug til Eyja
óvissuþáttur
í Suðurlandskjördæmi fer talning
atkvæða fram á Hótel Selfossi að
sögn Karls Gauta Hjaltasonar sýslu-
manns sem sæti á í yfirkjörstjóm.
Hann segir að flokkun atkvæða hefj-
ist um klukkan 19, eða um sama
leyti og talningarmenn
verða lokaðir af. ,Að vísu
setjum við einn fyrirvara,
vegna samgangna til
■■1. Vestmannaeyja. Verði
ekki hægt að fljúga getur
þetta tafist, og það er það eina sem
getur sett strik í reikninginn," segir
hann.
Tekið verður við kjörgögnum frá
öllu Suðurlandi, þ.e. Skaftafells-
sýslu, Rangárvallarsýslu, Árnes-
sýslu og Vestmannaeyjum. Hann
kveðst eiga von á að fyrstu tölur
liggi fyrir um klukkan 22. Miðað við
reynslu frá fyrri kosningum megi
búast við kjörgögn verði að berast
til klukkan 12 eða 12.30 að sögn
Karls Gauta, og að talningu ljúki
milli klukkan 3 og 4. Hann kveðst
bjartsýnn á að það takist.
ísland tekið við formennsku í ráðherranefnd Evrópuráðsins
FULLTRÚAR aðildarrfkisins 41 í Evrópuráðinu við hátíðarfundarborðið í Búdapest í gær.
Árangri hálfrar ald-
ar starfs fagnað
í skugga harmleiks
Ljósmynd/Evrópuráðið
ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra, Janos Martonyi, utanríkisráð-
herra Ungveijalands (t.h.), og Daniel Tarsehys, framkvæmdastjóri Evr-
ópuráðsins, lyfta glösum er Island tók í gær formlega við formennsku
í ráðinu á hátíðarfundi í Búdapest.
Evrópuráðið hefur öðr-
um framar eflt mann-
réttindi, lýðræði og
grundvallarreglur rétt-
arríkisins í Evrópu,
sagði Þorsteinn Pálsson
meðal annars í ávarpi
sínu við athöfn í Ung-
verjalandi.
ISLAND tók í gær formlega við
formennsku í ráðherranefnd
Evrópuráðsins, á sérstökum há-
tíðarfundi í Búdapest þar sem
Ungverjaland lauk sínu formennsku-
misseri og hálfrar aldar afmæh ráðs-
ins var fagnað. Fyrir íslands hönd
sótti Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð-
herra fundinn í fjarvera utanríkisráð-
herra.
í ávarpi sínu áréttaði Þorsteinn mik-
ilvægi starfs Evrópuráðsins á sviði
mannréttinda og efhngar lýðræðisþró-
unar í álfunni. Hann hóf ávarp sitt með
því að þakka ungversku rílásstjóminni
íyrir framlag hennar til hátíðarhald-
anna i tilefni af hálfrar aldar afmæhs
Evrópuráðsins, en sagði síðan:
„Vegna hinna hörmulegu atburða í
Kosovo stillum við fognuði okkar í hóf.
Þó hefur réttilega verið bent á að það
er sannarlega ástæða til að fagna ár-
angri Evrópuráðsins á undanfömum
fimmtíu áram.“
Evrópuráðið hafi öðram framar
varið og eflt mannréttindi, lýðræði og
grandvaharreglur réttarríkisins í
Evrópu. „Það er Evrópuráðinu að
þakka að fjöratíu og eitt Evrópuríki
getur nú sem ein heild fordæmt þau
grimmdarverk sem unnin eru gegn
meirihluta Kosovobúa undir ógnar-
stjórn Milosevics og hafa leitt til
mesta harmleiks í Evrópu frá lokum
síðari heimsstyrjaldar," sagði Þor-
steinn.
Augljóst sé að Evrópuráðinu beri
að einbeita sér að uppbyggingunni,
sem óhjákvæmilega fýlgi í kjölfar
átakanna á Balkanskaga, í samvinnu
við aðrar alþjóðastofnanir. Lýsti Þor-
steinn stuðningi íslands við fyrirhug-
aða stöðugleikaáætlun fyrir uppbygg-
ingarstarf Evrópuráðsins í Suðaustur-
Evrópu.
„Ég tel að öllum sé ljóst að Kosovo-
deilan og þjáningar íbúanna á því
svæði krefjast óskiptrar athygh okk-
ar. Atburðimir í Kosovo sýna hversu
auðveldlega hatur og ofbeldi geta
blossað upp og lagt nútímaþjóðfélög í
rúst ef ekki er staðinn vörður um
ákveðin grandvallargildi. Þeir kenna
okkur að ekki er hægt að líta á lýð-
ræði og mannréttindi sem sjálfsagðan
hlut,“ sagði Þorsteinn. „Við verðum
því stöðugt að halda vöku okkar og
vinna ötullega að því að efla þau gildi
sem Evrópuráðið heldur á lofti, ann-
ars er hætta á að atburðir sem þessir
endurtaki sig.“
Afar mikilvægt sé að við stöndum
við skuldbindingar okkar um vernd
mannréttinda, ekki eingöngu gagn-
vart öðrum ríkjum heldur einnig
gagnvart „okkar eigin borgurum".
„Við verðum að tryggja mannréttindi
allra einstaklinga.“
Fjárfesting í framtíðinni
Þorsteinn fagnaði þeirri fjölgun að-
ildarríkja sem orðið hefur á síðustu
tíu áram, en á þeim tíma hefur þeim
fjölgað úr rúmlega 20 í 41. Hann
lagði áherzlu á mikilvægi þess að að-
ildarríkin stæðu við þær skuldbind-
ingar sem þau hefðu undirgengizt
með aðild að ráðinu. Þegar einhverju
væri áfátt á því sviði bæri hverju að-
ildarríki að virða og hlíta ákvörðun-
um þeirra stofnana sem komið hefði
verið á fót í þeim tilgangi að tryggja
að þau stæðu við skuldbindingar sín-
ar. Sagðist Þorsteinn með þessu
einkum eiga við úrskurði Mannrétt-
indadómstóls Evrópu, en einnig hið
nýja embætti mannréttindafulltrúa
Evrópuráðsins, sem stofnað var til á
Búdapestfundinum.
Loks áréttaði Þorsteinn að aðild-
arríkin ættu að treysta fjárhagsleg-
an grundvöll stofnunarinnar. Það
væri íslenzkum stjórnvöldum
áhyggjuefni að sum aðildarríki virt-
ust hafa sett sér það að langtíma-
markmiði að útgjöld þeirra til ráðs-
ins stæðu í stað þrátt fyrir aukin
verkefni þess og fjölgun aðildar-
ríkja. „Líta má á starfsemi Evrópu-
ráðsins sem fjárfestingu í framtíð-
inni enda felast störf þess að miklu
leyti í fyrirbyggjandi aðgerðum. Við
þurfum að keppa að því að auka af-
köst stofnunarinnar en treysta jafn-
framt fjárhagslegan grandvöll henn-
ar,“ sagði hann.
Formennskuáherzlur íslands
kynntar 19. maí
Hahdór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra mun kynna áherzluatriði for-
mennskutíðar íslands á fundi með
fastafulltrúum aðildarrikjanna í
Strassborg 19. maí næstkomandi.
Er Daniel Tarschys, framkvæmda-
stjóri ráðsins, sótti ísland heim á dög-
unum og átti viðræður við forsætis-
og utanríkisráðherra kom fram, aðr
meðal helztu áherzluatriða íslands í
formennskuhlutverkinu verður að efla
og skipuleggja betur samstarf Evr-
ópuráðsins við Öiyggis- og samvinnu-
stofnun Evrópu, ÖSE, þar sem Norð-
menn gegna formennsku eins og er,
og Evrópusambandið, sem Finnar
munu vera í forsvari fyrir síðari helm-
ing þessa árs. \