Morgunblaðið - 08.05.1999, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 08.05.1999, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ ^ 54 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 KONRÁÐ ÓSKAR A UÐUNSSON + Konráð Óskar Auðunsson fæddist í Dalsseli í Vestur-Eyjafjalla- hreppi 26. nóvem- ber 1916. Hann lést á Landspítalanum 28. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðlaug Helga Hafliðadóttir hús- freyja, f. 17.1. 1877, d. 28.12. 1941, og Auðunn Ingvarsson, f. 6.8. 1869, d. 10.5. 1961. Systkini Kon- ráðs voru: hálfbróð- ir samfeðra 1) Markús, f. 16.11. 1898, d. 22.6.1926. 2) Guðrún, f. 23.9. 1903, d. 26.10. 1994. 3) Ólafur Helgi, f. 31.12. 1905. 4) Leifur, f. 26.2. 1907, d. 9.11. 1978. 5) Hafsteinn, f. 29.9. 1908. 6) Ingigerður Anna, f. 17.9. 1909, d. 16.9. 1987. 7) Hálfdán, f. 30.4. 1911. 8) Margrét, f. 28.5. 1912, d. 12.2. 1972. 9) Sighvat- ur, f. 1.7. 1913, d. 6.8. 1914. 10) Valdimar, f. 11.12. 1914, d. 23.1. 1990. 11) Guðrún Ingibjörg, f. 2.6. 1918, d. 1.5. 1987. 1. júní 1952 kvæntist Konráð eftirlifandi eiginkonu sinni Sig- ríði Haraldsdóttur, f. 9.2. 1931. Þau eignuðust níu börn, þau eru: 1) Jóna Gerður, bóndi, f. 31.1. 1952, gift Siguijóni Svein- björnssyni, f. 29.4. 1946. Börn þeirra eru María, f. 28.10. 1982, Sigríður, f. 31.12. 1983, og Guð- rún Hulda, f. 25.6. 1985. Sigur- jón á einn son frá fyrra sam- bandi, Elfar, f. 12.11. 1972. 2) Héðinn, sjómaður, f. 20.2. 1954, kvæntur Hörpu Siguijónsdótt- ur, f. 2.1. 1951. Barn þeirra er Dagmar Ósk, f. 18.11. 1991, auk þess á Héðinn eitt barn frá fyrra sambandi, Einar Karl, f. 19.12. 1985. Harpa á Qóra syni frá fyrra hjónabandi, sem eru: Þorsteinn Lýðsson, f. 13.3. 1969, Finnbogi Lýðsson, f. 20.4. 1974, Sigunón Lýðsson, f. 17.9. 1976, og Ófeigur Lýðsson, f. 22.3.1983. 3) Haraldur, bóndi, f. 18.9. 1955, kvæntur Helgu Bergsdóttur, f. 14.12. 1958. Börn þeirra eru Berglind Ósk, f. 21.7. 1976, sambýlismaður hennar er Steinar Jens Gíslason, f. 22.8. 1972, Bjarki Þór, f. 18.6. 1980, Sigríður Anna, f. 2.12. 1987, og Kon- ráð Helgi, f. 1.11. 1990. 4) Guðlaug Helga, skrifstofu- maður, f. 17.12. 1957. Börn hennar með Guðlaugi Jóni Ólafssyni eru Guðbjörg, f. 27.8. 1975, sambýlismaður hennar er Alexander Þórsson, f. 6.11. 1973. Barn þeirra er Thea Líf, f. 6.6. 1997, Hafliði Gunnar, f. 7.7. 1981 og Konráð Garðar, f. 5.4. 1983. Unnusti Guðlaugar Helgu er Andrés Ingólfsson, f. 3.4. 1956. Börn hans eru Ása, f. 10.3. 1980, Arnþór Ingi, f. 10.6.1987, og Auður Ásta, f. 26.9. 1989. 5) Ingigerður Anna, skrifstofúmaður, f. 2.10. 1959, gift Sigmari Gíslasyni, f. 8.6. 1959. Börn þeirra eru Sigurður Óskar, f. 31.7. 1981, og Sigrún Lilja, f. 31.7. 1981. 6) Gunnar Markús, bóndi og smiður, f. 7.11. 1965, unnusta hans er Ros- ana Ragimova, f. 13.9. 1978. Börn hans frá fyrra hjónabandi eru Harpa, f. 15.4. 1987, og Erla Hrund, f. 18.12. 1995, auk þess á hann eina fósturdóttur, sem er Ester Bragadóttir, f. 25.12. 1984. 7) Auður Ingibjörg, köku- gerðarmaður, f. 5.10. 1967. 8) Margrét Ósk, leikskólakennara- nemi, f. 15.2. 1972, gift Ásgeiri Ólafssyni, f. 25.4. 1968. 9) Unn- ur Brá, laganemi, f. 6.4.1974. Konráð og Sigríður bjuggu í Dalseli þar til þau hófu búskap á Búðarhóli í Austur-Landeyj- um 1954 og bjó Konráð þar til æviloka. títför Konráðs fer fram frá Stóra-Dalskirkju í Vestur-Eyja- Qallahreppi í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. „Gaddur en lygn á norðan. Ljós- móðurin Kristín á Bakka, var sótt til Guðlaugar kl. átta að morgni og kom kl. hálf ellefu f.h. Guðlaug klæddi sig að morgni og varð ekki alvarlega veik fyrr en kl. fimm síð- degis, fæddi svo stórt pilt-barn kl. 6.40. Hálfdan er með yfir 40 stiga hita.“ Þetta skrifaði Auðunn afi í Dals- seli í dagbókina sína daginn sem pabbi fæddist. Pabbi ólst upp í Dalsseli næst yngstur af stórum systkinahópi. Dalssel var í þjóðleið og síðasti bær áður en kom að einni helstu samgönguhindruninni í Rangárvallasýslu á þeim tíma, Markarfljóti. í Dalsseli var sím- stöð og afi rak þar verslun og flest- ir sem áttu leið austur um sveitir áðu í Dalsseli og þáðu leiðsögn Dalsselsbræðra yfir fljótið. í Dals- seli var því mikill gestagangur og mikið um að vera. Afi keypti einnig fyrsta bílinn í sýslunni og spreyttu pabbi og bræður hans sig á því að keyra og voru m.a. fyrstir manna til að aka inn í Þórsmörk. Dalssel var mikið menningarheim- ili og voru systkinin ýmist skáld, söngvarar eða hljóðfæraleikarar. Hin fræga hljómsveit „Dalssels- bræður" var til dæmis aðal sveita- ballahljómsveit Suðurlands 1940- 1950. Pabbi var alltaf frekar lítil- /•látur og dundaði sér við að semja vísur en var vanalega fenginn til að keyra hljómsveitina um sveit- imar þar sem hann átti bíl á þeim tíma. Smám saman týndust systkinin til höfuðborgarinnar í vinnu en pabbi varð eftir í Dalsseli og tók við verkstjóm búsins. Þar hófu 1 foreldrar mínir búskap sinn og eignuðust sín fyrstu böm. Árið 1954 fluttust þau að Búðarhóh, um 600 hektara jörð í Austur-Land- eyjum. Landeyjarnar vom mjög votlendar og jörðin þýfð og ræktuð tún aðeins um fimm hektarar. Pabbi og mamma réðust í það mikla verk að rækta upp jörðina, ræsta fram skurði og byggja upp húsakostinn. Með tímanum varð Búðarhóllinn blómlegasta býli þar sem búið var með kindur, kýr og hesta. Á Búðarhóli var líka líf og fjör því bamahópurinn hélt áfram að stækka auk þess sem kaupafólk kom til vinnu yfir sumartímann. Það var alltaf vel hugsað um dýrin og sem dæmi þess misstu foreldrar mínir ekki mjólkurkú fyrstu 30 búskaparár sin. Pabbi fékk oft hugboð um að eitthvað væri að austur í haga eða í fjósinu og fór þá af stað og bjargaði oftar en ekki skepnu úr háska. Alltaf varð hann jafn ánægður þegar hann gat bjargað skepnu hvort sem hún var í hans eign eða ná- grannanna. Hestarnir vom alltaf í mestu uppáhaldi hjá pabba og náði hann ágætum árangri í ræktun þeirra. Hann annaðist stóðið sitt vel og fór við hvert tækifæri aust- ur í haga til að athuga með hrossin og hvort ekki hefðu bæst ný folöld í hópinn. I seinni tíð eftir að pabbi hafði lagt vegi um hagana var farið „til hrossa“ nánast á hverjum degi á vorin og sumrin. Pabbi tók þá vanalega eitthvert af bömunum eða bamabörnunum með sér til að opna fyrir sig hliðin og hjálpa tíl. Eg naut þess að fá að fara með honum í þessar ferðir nokkur sum- ur. Það sem mér fannst skemmti- legast var þegar við fómm austur í MINNINGAR Ála að sullast yfir sprænumar og ég veit að honum fannst það ekld síður gaman en mér. Pabbi var mikill dugnaðarforkur og hlífði sér hvergi þegar kom að vinnu. Hann krafðist þess einnig af öðram að þeir legðu sig fram og þoldi ekki leti. Hann var traustur og vinur vina sinna en alltaf var stutt í glettnina og prakkaraskap- inn. Hann sýndi okkur krökkunum ótrúlega þolinmæði en skiljanlega varð oft mikill hamagangur þegar allur hópurinn kom saman þar sem bömin urðu níu talsins auk tengdabama, barnabama og barnabarnabarns. Gestkvæmt var að Búðarhóli því auk allra afkom- endanna sóttu aðrir ættingjar, fyrrverandi kaupafólk og gamlir vinir mikið í sveitina og sýndu for- eldram mínum mikla tryggð. Elsku pabbi minn. Nú ertu horf- inn inn í draumalandið eins og þú kallaðir það er þú kvaddir Berg- lindi Osk, bamabam þitt í draumi morguninn sem þú fórst. Eg veit að þú ert sáttur við að hafa farið svona snöggt því ef það var eitt- hvað sem þú þoldir ekki þá var það að þurfa að liggja veikur. Eg vildi bara að ég hefði fengið tækifæri til að kveðja þig og segja þér að ég elska þig og hversu þakklát ég er fyrir það uppeldi sem þú veittir mér og þær stundir sem við áttum saman. Það er erfitt að koma heim að Búðarhóli og sjá þig ekki í stofuglugganum tilbúinn að bjóða mig velkomna heim, en ég veit að þú ert með mér í anda og ég þarf ekki annað en að fara austur í haga til að finna þann frið og það öryggi sem alltaf stafaði af nær- vera þinni. Hvíl í friði, pabbi minn. Elsku mamma, guð styrki þig í sorginni. Með tímanum víkur sárs- aukinn og eftir standa allar góðu minningamar. Unnur Brá Konráðsdóttir. Elsku pabbi minn! Eg er svo þakklát fýrir þig og þitt líf. Þú hefur verið minn styrk- ur og mín kjölfesta í lífinu. Eg á svo margar yndislegar minningar um þig. T.d. þegar ég skottaðist med þér um hlaðið, söng „pabbi labbi“, og spurði þig bamalegra spuminga, sem þú svaraðir af þol- inmæði. Eða þegar ég kúrði hjá þér, hlustaði á tifið í klukkunni þinni, og fékk músasögu. Ófá era þau skiptin sem við fóram á hest- bak, eða eitthvað að „hrossast“. Það skemmtilegasta sem ég vissi var að fara með þér til hrossa þeg- ar merarnar vora að kasta. Þá var farið á ýmiss konar farartækjum, jeppa, eða traktor. Stundum var sætið mitt óþægilegt, og þú spurð- ir mig hvort mér þætti þetta virki- lega skemmtilegt. Svarið var alltaf ,já“. Og það var alveg sama í hvaða verk við gengum, það var alltaf gaman að vinna með þér. Seinna, eftir að ég fór að heim- an, sóttist ég eftir að komast aust- ur, þegar færi gafst. Það var alltaf svo gott að koma til þín og mömmu. Heimili ykkar var svo friðsælt, og fullt af ást og hlýju, sem umvafði alla sem þar komu. Eftir að ég flutti út, urðu stund- irnar okkar saman færri, en þeim mun dýrmætari. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að eyða síðustu jólum með þér og mömmu, Unni, Halla, Helgu og krökkunum. Þú tókst svo vel á móti mér, og mér fannst svo yndislegt að sjá hvað þú varst sæll, og hvað þið mamma hugsuðu vel um hvort annað. Það er komið að kveðjustund. Hvíldu í Guðs friði, og ást og fyrirbænum okkar sem eftir eram. Elsku mamma mín, Guð gefi þér styrk. Takk fyrir allt. Auður Ingibjörg. Ég las einhvers staðar að það besta sem faðir gæti gefið barninu sínu væri að elska móður þess. Ef það er rétt hefur faðir minn gefið mér bestu gjöf sem til er því að ég hef sjaldan séð mann elska konu jafn heitt og faðir minn elskaði móður mína. Saman byggðu þau heimili sem var alltaf gott að koma til og taka sér hvíld frá þessum hraða sem er alls staðar nú til dags. Þó að komum mínum í for- eldrahúsin hafi fækkað síðustu ár- in sökum anna var alltaf jafn gott að koma heim til pabba og mömmu þar sem var að finna kyrrð og ró en líka líf og fjör þegar mikið var af fólki sem var ósjaldan. Þessar fáu stundir sem ég átti með föður mínum núna undir það síðasta veit ég að munu verða ómetanlegar í minningunni og ég mun hugsa til hans þegar ég þarf á friði og hug- arró að halda. Élsku mamma mín, ég votta þér mína dýpstu samúð um leið og ég dáist að hugrekki þínu og styrk. Sunnan yfir sæinn breiða sumarylinn vindar leiða. Draumalandið himinheiða hlær - og opnar skautið sitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Gakk þú út í græna lundinn, gáðu fram á bláu sundin. Mundu, að það er stutt hver stundin, stopult jarðneskt yndi þitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Allt hið hðna er ljúft að geyma, -látasigívökudreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma, - segðu engum manni hitt! Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! (Jóhannes úr Kötlum.) Guð geymi þig, elsku pabbi minn, ég veit að nú líður þér vel. Kveðja, þín dóttir, Margrét Ósk. Þú, elsku afi minn, sem ert mér svo kær. Mitt er ætíð þitt sem aldrei skal gleymast. Hjarta þitt sem allir þrá er svo hlýtt og gott. Og hjartað mitt verður ætíð hjá þér, þér aldrei ég gleymi. Sigríður Anna Haraldsdóttir, Búðarhóli. Afi, elsku afi minn, ég get ekki lýst því núna hvað ég sakna þín mikið. Þó veit ég að sá söknuður á eftir að aukast og aukast þegar fram líða stundir. Það skarð sem þú skilur eftir þig hjá okkur sem eftir lifum verður aldrei hægt að fylla. Því enginn maður getur komið í þinn stað. Þegar ég snerti þig á sjúkrahúsinu, daginn sem þú lést, þá fékk ég náladofa í hend- umar og hjarta mitt sló svo fast að ég titraði allur. Konráð Óskar Auðunsson var, og er enn og verður alltaf í hjarta mínu, einn yndislegasti maður sem ég hef kynnst. Ég var fjögurra ára þegar ég og fjölskylda mín fluttum að Búðarhóli til afa og ömmu. Þannig að ég lít á þau sem miklu meira en bara afa minn og ömmu mína. Þau áttu stóran hlut í upp- eldi mínu og er ég þeim mjög þakklátur fyrir það. Afi minn kenndi mér mjög margt í sam- bandi við lífið, án þess þó að vera að kenna mér beint. Hann miðlaði til dæmis til mín mikilvægi þess að vera fordómalaus, fordómalaus gagnvart öllum sem minna mega sín. Honum fannst líka mikilvægt að virkja hugvitið. Þar sem að við bjuggum saman, þá urðum við miklu nánari heldur en hefði verið hefðum við bara hist um jól og páska. Það era öll litlu atriðin sem við deildum og áttum sameiginlega sem enginn getur skilið hvað skiptu mig miklu máli. Eins og það að spjalla bara um daginn og veg- inn, bara við tveir. Þegar við fór- um kannski til hrossa að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með stóðið. Þá gátum við talað saman endalaust. Og alltaf leið honum best þegar hann var að vinna og var hann alltaf að dytta að hlutum heima. Hann leiðbeindi mér líka alltaf ef það var eitthvað sem ég kunni ekki alveg tökin á og alltaf kunni hann ráð við öllu. Öragglega um helmingur þeirra verka sem ég hef gert heima, þau höfum ég og ástkæri afi minn gert saman. Hann kenndi mér að gefast aldrei upp þótt á móti blási. Oft þegar við voram að vinna og ég var farinn að leggja árar í bát þá stappaði hann alltaf í mig stálinu og þá héldum við alltaf áfram og alltaf, alltaf tókst það að lokum sem við afi tók- um okkur fyrir hendur. Þá sagði afi minn alltaf eina setningu sem ég á aldrei eftir að gleyma: „Allt hefst þetta að lokum.“ Aldrei var langt í grínið hjá afa og era um það mörg dæmi og vita það allir sem hann þekktu. Afi minn var alltaf snyrtilegur til fara og alltaf kurteis og háttvís í framkomu. Hann var yndisleg per- sóna og til dæmis þá lenti ég í óhappi með bílinn minn í vetur en þá styrkti afi mig í þeirri von að hægt væri að gera við bílinn. Hann gerði það vegna þess að hann var svo ánægður að ég skyldi ekki hafa meiðst alvarlega. Ég held að þegar mamma mín sagði mér frá andláti hans þá hafi hjartað í mér stækk- að, stækkað til þess að rúma alla mína ást á honum elskulega afa mínum. Þegar ég var yngri voram við mjög oft að tefla og spila á spil og þannig lagað og það era allir þessir smáhlutir sem verða aldrei aftur samir eftir að hann er fallinn frá. Skarð hans verður aldrei fyUt og elsku afi minn, í hjarta mínu er staður, staður sem aðeins er til- einkaður þér og engum öðram og sá staður mun aldrei nokkum tím- ann verða uppfylltur af umhyggju fyrir einhverjum öðram því enginn er eins og þú, elsku afi minn. Ég vona að þú hafir það sem best núna, hvar sem þú ert, því þú átt það svo sannarlega skilið, því þú ert yndislegur ástkæri afi minn. Ég skrifa þessi orð niður á blað meðan tár renna niður kinnar mín- ar og þau tár renna stjómlaust vegna þín. Afi, ég elska þig og mun alltaf gera það um ókomna framtíð. Haltu áfram að vera þessi yndis- lega persóna sem þú varst og þá munu allir elska þig. Þú varst ynd- islegur og minningin um þig á eftir að lifa að eilífu. Ég bið um styrk til handa ömmu og öllum þeim sem sakna hans. Bjarki Þór Haraldsson. Mig langar með nokkram orðum að kveðja afa í sveitinni, sem er þó svo erfitt og sárt. Hann var alltaf svo ljúfur og góður, svo fallegur og yndislegur. Það er ekki skrýtið að öllum sem þekktu hann þótti inni- lega vænt um hann, annað var ekki hægt. Ég á ótal minningar um hann afa sem era hver annarri fal- legri. Þessar minningar era mér svo dýrmætar, ég væri svo miklu, miklu fátækari án þeirra. Þær era mér mikil huggun á þessari kveðjustund, án þeirra gæti ég ekki kvatt. Farþúífriði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Hún er ómæld virðingin sem ég hef alltaf borið fyrir þér. Betri manneskju en þér hef ég aldrei kynnst. Nú era liðin fimmtán ár síðan ég flutti með foreldram mín- um og bróður austur að Búðarhóli og alltaf varstu jafn yndislegur. Bara það að fá að vera nálægt þér og gera eitthvað með þér var best af öllu. Þegar við fóram til hrossa, spiluðum rommý eða sátum og horfðum á sjónvarpið, bara að fá að vera hjá þér. Það var líka svo spennandi að vita hvað þér fyndist um hin ýmsu mál, við þig var enda- laust hægt að spjalla um málefni líðandi stundar. Áldrei var húmor- inn heldur langt undan. Elsku afi minn, þú ert sú manneskja sem ég hef litið hvað mest upp til og ég verð þér ávallt þakklát fyrir allt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.