Morgunblaðið - 08.05.1999, Qupperneq 64
'64 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
KOSNINGAR ’99
Nú er tæki-
færið
ÁRUM saman
höfum við unnið
að því að gera Is-
land að opnu lýð-
ræðislegu þjóðfé-
lagi sem byggir á
sjónarmiðum jafn-
réttis og frelsis.
Öfugt við það sem
'"í'þekkist hjá ná-
grannalöndum
okkar hafa hægri
sjónarmið verið
ráðandi við lands-
stjórnina. I ná-
grannalöndum
okkar, þar sem
velferðin er mest
og afkoman best,
hafa stórar hreyfíngar jafnaðar-
manna verið afgerandi um mótun
samfélagsins.
Hérlendis hefur hægriflokkur-
inn, Sjálfstæðisflokkurinn, stjórn-
að í krafti þess að keppinautamir
hafa verið sundraðir. Þess vegna
. höfum við unnið að því að raungera
drauminn um sameinaða sterka
hreyfingu sem gæti orðið valkostur
við Sjálfstæðisflokkinn.
Pað er sannast sagna ógnvekjandi
tilhugsun ef Sjálfstæðisflokkurinn
fengi meirihluta í kosningunum, af
þeirri einfóldu ástæðu að flokkurinn
hefur fyrir gífm-legt vald í íslensku
efnahags- og stjómmálalífí. Sjálf-
stæðisflokkinn vantar öflugt mót-
vægi, - keppinaut. Sá keppinautur
er Samfylkingin. Samfylkingin ein
getur orðið sá pólitíski valkostur
sem heilbrigt þjóðfélag þarfnast.
Samfylkingin ætlar að breyta
óréttlátum leikreglum og stjómar-
stefnu sem hyglað hefur mest þeim
mbl.is
sem mest hafa fyrir. Það er
kominn tími til að skipta
með réttlátari hætti þjóðar-
kökunni - það er kominn
tími til að hver og einn Is-
lendingm- fái sinn réttláta
skerf af því sem til skipt-
anna er.
í öllum helstu málum lið-
ins kjörtímabils hefur ríkis-
stjómin verið í andstöðu við
meirihluta kjósenda; það á
við um gjafakvótamálið -
það á við um miðhálendið,
- það á við um jafnréttis-
mál og það á við um vel-
ferðarmálin öll. Þorri kjós-
enda hefur hvað eftir ann-
að í skoðanakönnunum
hafnað því nýja lénsveldi sem
stjórnin hefur komið á. Meirihluti
kjósenda aðhyllist félagsleg lífs-
gildi, sem er andstæðan við stefnu
þeirra flokka sem með völdin fara.
Samfylkingin ein,
segir Jóhanna Sigurð-
ardóttir, getur orðið
sá pólitíski valkostur
sem heilbrigt þjóðfélag
þarfnast.
Fram að þessu hefur okkur
skort pólitískt tæki til að sameina
félagshyggjufólk og jafnaðarmenn.
Nú er komið að því, - nú er hið
pólitíska tæki komið um þau lífs-
gildi sem notadrýgst hafa reynst
bæði verkalýðshreyfingu og jafn-
aðarmannahreyfingum í okkar
heimshluta.
Samfylkingin er svarið við breyt-
ingum og betri stjómarstefnu, því
Samfylkingin getur keppt við Sjálf-
stæðisflokkinn af styrk og þrótti.
Um það hefur draumur jafnaðar-
manna snúist. Nú er hann að verða
að veruleika. Ég hvet ykkur öll til
að stuðla að glæstum sigri Sam-
fylkingarinnar.
Nú er tækifærið, - nú er tíminn,
það er núna sem almenningur get-
ur haft raunveruleg söguleg áhrif
með atkvæði sínu. Nýtum það
sóknarfæri, sem við nú höfum til að
stjómarstefna jafnaðar og réttlæt-
is verði leiðarljós inn í nýja öld.
Höfundur er oddviti Samfylkingar-
innar í Reykjavik.
Jóhanna
Sigurðardóttir
r
Þú færð það í
OTTO vörulistinn
Ármúla 17a - sím^588JP80^^
Mistök geta verið dýrkeypt!
Hringdu
Stanislas Bohic • Landslagsarkitekt • ( 898 4332
Gegn ofbeldi
og eiturlyQum
ÞESSA daga gengst
Rauði kross íslands fyr-
ir baráttu gegn ofbeldi.
Það er staðreynd, að
meira virðist bera á
grófu ofbeldi í íslenzku
þjóðfélagi en áður var.
Kærum vegna ofbeldis
og líkamsmeiðinga
fjölgaði um 6% 1997-
1998. Gegn þessari þró-
un er þjóðamauðsyn að
spoma af öllum mætti.
Spyija má hver sé hinn
undirliggjandi vandi.
Hvað valdi þessu aukna
ofbeldi. Hvað er það
sem veldur því, að ung-
lingur missir tök á lífi
sínu og gengur á vit ofbeldis og eitur-
lyfja? Hvað veldur því að ungmenni
missir áhuga á heilbrigðu lífi og starfi
Gegn fíkniefnavandan-
um, segir Gunnar I.
Birgisson, þarf hug-
myndaauðgi og djörf-
ung löggæslumanna.
og sekkur í heim myrkurs og dauða?
Við þeirri spumingu er ekkert
auðvelt svar til. Mannlegt geð er
margbreytilegt og margur er þar
refilstígur. Forvai'narstarf á meðal
ungmenna, sem felst í að virkja
krafta þeirra við hin margvíslegustu
verkefni á sviði íþrótta- og æsku-
lýðsmála, er áreiðanlega mikilsvert í
þeirri viðleitni að takast á við þann
leiða og þá firringu, sem getur sótt á
unglinginn á mótunarskeiðinu. Heil-
brigt æskulýðsstarf er því mjög þýð-
ingarmikið í þeirri viðleitni, að varð-
veita æskufólkið okkar.
Vondar fyrirmyndir
Margir fullorðnir hafa illan bifur
á þeirri veitu ofbeldis sem hellt er
yfir þjóðina í formi grófs sjónvarps-
efnis. Nóg framboð á ofbeldisefni er
líka að finna á næstu myndbanda-
leigu. Það sem fyrir er haft í slíku
efni getur orðið til þess, að ómótaðir
áhorfendmnir líti ofbeldið ekki rétt-
um augum. Jafnvel ekki fíkniefna-
neyslu heldur. Finnist þetta vera
töff og spennandi.
Margir unglingar búa einnig við
skort á afskiptum og eftirliti for-
eldra sinna af ýmsum ástæðum.
Þetta allt getur orðið undirbúning-
ur að seinni tíma vandamálum í
hegðun og framkomu. Sem svo
margfaldast ef vímuefnaneysla
bætist við.
Mikið ofbeldi og mestar hörm-
ungar fólks má oft rekja til taum-
lausrar vímuefna-
neyslu. Oft byrja ung-
lingar að slá sér upp
með ótímabærri áfeng-
isneyslu. Það þekkjum
við flestöll, sem komin
erum á fullorðinsár.
Mörgum finnst þetta
spennandi og nokkuð
saklaust. Sem betur
fer, þá sleppa flestir
óskaddaðir frá þessum
bernskubrekum. Hjá
sumum unglingum
hinsvegar þróast slík-
ar skemmtanir yfir í
fíkniefnaneyslu og
leíðir síðan til hreinnar
eiturlyfjasýki. Og þá
er skemmtunin úti og alvara á ferð-
um. Dauðans alvara.
Fíkniefnaneysla
Hegðunarvandamál og agaleysi
virðast keyra um þverbak fari fólk
að neyta eiturlyfja. Afleiðingar slíkr-
ar neyslu virðast vera mun verri við-
fangs og langærri en hefðbundin
áfengisvandamál þó slæm séu. Hin
sterku efni geta á svipstundu valdið
óbætanlegum heilaskaða og breytt
heilbrigðum unglingi í öryrkja. í
fíkniefnaheiminum ráða glæpamenn-
imir líkjum, ofbeldið er þar grófara
og illskan meiri. Eiturlyfjafíknin
grípur neytandann heljartökum og
það er mun erfiðara að komast aftur
til eðlilegs lífs.
Neysla eiturlyfja og afleiðingar
hennar er orðið mikið vandamál í ís-
lenzku þjóðfélagi. Þetta vandamál
virðist hafa vaxið ár frá ári þrátt
fyrir mótaðgerðir stjórnvalda, for-
eldra og samtaka sem vilja vinna
gegn fíkniefnavandanum. Flest okk-
ar þekkja til einhvers fólks, sem á
við slík vandamál að stríða.
Ég tel einsætt, að stjórnmála-
menn, almenningur, lögregla og toll-
gæsla verði að láta sig þessi mál mun
meira varða. Það verði að leggjast
mun fastar á árar í baráttunni gegn
eiturlyfjunum og stöðva framboð
þeirra ef árangur á að nást.
Ráðast þarf að
rótum vandans
Það er vitaskuld brýnt að efla úr-
ræði fyrir fjölskyldurnar, sem eru
að berjast við afleiðingar fíkniefna-
neyslunnar. En ekki síður er mikil-
vægt að ráðast að rótum vandans,
Stöðva flóð eiturlyfjanna inn í land-
ið og ráðast gegn þeim sölumönnum
dauðans, sem samviskulausir gera
sér auðtrúnað ungmenna að féþúfu.
Ymislegt bendir til þess, að hér á
landi starfi skipulögð glæpasamtök
eiturlyfjasala. Smásölumenn eitur-
lyfja eru að minnsta kosti við skól-
ana, félagsmiðstöðvarnar, sjoppurn-
ar og alls staðar þar sem börn og
unglingar eru. Dreifikerfin virðast
vera vandlega uppbyggð og erfitt að
brjótast inn í þau.
Mótaðgerðir hljóta að beinast að
því að skera á aðfærsluleiðirnar og
elta stóru fiskana. Ekki bara að
horfa á afleiðingar innflutningsins
og einblína á smásalana. Þetta er
ekkert einfalt verk en við verðum
að reyna.
Þetta verður að gera með því að
stórefla eftirlit með aðflutningsleið-
um fíkniefnanna til landsins. Hug-
myndaauðgi smyglaranna er mikil
og djörfung einnig. Gegn þessu þarf
hugmyndaauðgi og djörfung lög-
gæslumanna.
Að þessu viljum við vinna
Við megum ekki tapa ungu fólki í
eiturlyf. Álagið er skelfilegt fyrir
fjölskyldurnar þegar börnin eru
sokkin í fíkniefnaneyslu. Oft gerist
þetta án þess að foreldrar hafi
neinn grun um hvað er að gerast
fyrr en um seinan er.
Tap þjóðfélagsins er svo ómælan-
legt, þegar það missir af kröftum
þessa unga fólks. Þeir hæfileikar,
sem þama fara í súginn kunna að
vera einstakir. Mannslífin sem tap-
ast verða ekki metin til fjár.
Það er ljóst, að fleiri meðferðar-
úrræði þarf fyrir unga fíkniefna-
neytendur. Engar lausnir eru ein-
faldar í þessum málum. Vert er að
minnast á hið mikla og óeigin-
gjarna starf Krossins í Kópavogi til
hjálpar hinum fordæmdu. Gunnar
Þorsteinsson hefur sannað þar í
verki, að trúin flytur fjöll. Éleira
gott fólk í fleiri félögum hefur
gengið úr götu til þess að líkna
þessu ógæfusama fólki. Gæska
þessa fólks er ómæld og mér finnst
að samfélaginu beri að styðja við
starf þess.
Ég vil berjast fyrir því, að þessi
málaflokkur verði tekinn fóstum
tökum. Það er sannfæring mín, að
besta fjárfesting íslenzks samfélags
í dag sé að vernda okkar æskulýð
gegn sölumönnum dauðans með öll-
um tiltækum ráðum.
Ég tel mig vita, að meðal fram-
bjóðenda Sjálfstæðisflokksins er
fullur vilji til þess, að berjast gegn
fíkniefnavandanum með oddi og
egg. Til þess þurfum við styrk ykk-
ar kjósenda í kosningunum á laug-
ardaginn kemur. Ég hvet alla, sem
vilja styðja aðgerðir í þessum mála-
flokki, að mæta á kjörstað hinn 8.
maí n.k. og greiða Sjálfstæðis-
flokknum atkvæði sitt. X-D
Höfundur er verkfræðingur og
skipar 2. sœti á lista Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjaneskjördæmi.
Gunnar
Birgisson